Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 19
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 19
VIÐSKIPTI
Ráðgjöf og efnahagsspár ehf.
A
Islenski markaðsdagurinn
Nýtt forrit sem mælir
gengisáhættu
Fjallað um vöru-
merkjastefnu
RÁÐGJÖF og efnahagsspár ehf.
hafa hafíð sölu á nýju forriti,
Áhættumæli. Um er að ræða Excel-
forrit til mælingar gengisáhættu,
hið fyrsta sinnar tegundar hérlend-
is, og er það sérsniðið að íslenskum
aðstæðum.
Yngvi Harðarson hagfræðingur
er höfundur forritsins. Hugbúnað-
urinn byggist á rannsóknarvinnu
hans undanfarin fjögur ár og
reynslu af ráðgjöf við fyrirtæki á
sama tímabili.
Yngvi segir að mæling og reglu-
legt eftirlit með gengisáhættu sé
forsenda þess að hægt sé að stýra
henni og móta skynsamlega stefnu
um samspil gengisáhættu og vaxta.
„Hingað til hefur slík mæling ein-
ungis verið á færi fárra sérfræðinga
sem hafa yfir að ráða flóknum hug-
búnaði, stórum gagnasöfnum og öfl-
ugum tölvubúnaði. Þá leiða nýlegar
kannanir meðal fyrirtækja í ljós að
fæst þeirra hafa stundað áhættu-
mælingar. Áhættumælirinn breytir
þessu og færir stjóran hluta þess-
ara möguleika í hendur stjórnenda
fyrirtækja."
Áhættumælir er í senn reiknilík-
an og samanþjappað gagnasafn sem
unnið er á grundvelli reynslu dag-
legra mælinga, allt frá ársbyrjun
1992 eða meira en 1.500 viðskipta-
daga. Þá nær forritið til allra gjald-
miðla sem skráðir eru daglega af
Seðlabanka íslands, auk íslenskrar
krónu og lánskjaravísitölu.
Yngvi segir að ný útgáfa
Áhættumælis verði send handhöf-
um notendaleyfa mánaðarlega með
tölvupósti eða á disklingi í eitt ár
frá kaupum afnotaréttar. Um leið
úreldist eldri útgáfa. „Þetta er
nauðsynlegt þar sem gjaldeyris-
markaðurinn og tengsl einstakra
gjaldmiðla eru síbreytileg. í hverja
nýja útgáfu er byggð ný reynsla
áúk þess sem áframhaldandi þróun
hugbúnaðarins er tryggð. Með
þessum hætti geta stjórnendur fyr-
irtækja fylgst með því hvernig
gengisáhætta breytist og metið
þörf á varnaraðgerðum á nýjum
grunni."
Notendaleyfi að áhættumæli eru
seld í áskrift til eins árs í senn.
Verð notendaleyfis til fjármálafyr-
irtækja, endurskoðenda og ráðgjaf-
arfyrirtækja er 150 þúsund krónur
á ári auk 24,5% virðisaukaskatts.
Leyfi til annarra fyrirtækja kostar
hins vegar 50 þúsund krónur auk
virðisaukaskattsins. Þá eru gerð
sérstök tilboð þegar sami aðili ósk-
ar eftir að kaupa fleiri en eitt not-
endaleyfi, en hvert slíkt leyfi gildir
fyrir uppsetningu forritsins á eina
tölvu.
Morgunblaðið/Golli
YNGVI Harðarson hagfræðingur er höfundur Áhættumælis, nýs
forrits sem mælir gengisáhættu fyrir íslensk fyrirtæki.
Vörumerkja-
stefna verður
helsta umfjöllun-
arefni Islenska
markaðsdagsins
í ár sem verður
haldinn fóstu-
daginn 20. febrú-
ar næstkomandi.
Mun Jonathan
Hoare, sem hef-
ur m.a. verið
stjórnarformaður bresku auglýs-
ingastofunnar TBWA, fjalla um
vörumerkjastefnu (Branding) á
ráðstefnu sem Islenski markaðs-
klúbburinn (ÍMARK) heldur þenn-
an dag. Síðar um daginn verða
veitt verðlaun fyrir athyglisverð-
ustu auglýsingu ársins.
Æ fleiri fyrirtæki leggja nú
áherslu á að byggja upp sterk
vörumerki til að ná athygli neyt-
enda og aukinni markaðshlutdeild
að því er segir í frétt frá ÍMARK.
Því sé ljóst að mikill fengur sé að
komu Hoares fyrir íslenskt mark-
aðsfólk.
Markaðssetning Absolut vodka
og Wonderbra
Á ráðstefnunni mun Hoares m.a.
fjalla um vörumerkjastefnu, hvaða
ávinning fyrirtæki hafa af slíkri
stefnu og hvernig haga skuli mark-
aðssetningu vörumerkja. Einnig
verður fjallað sérstaklega um
markaðssetningu tveggja frægra
vörumerkja, Absolut vodka og
Wonderbra, en þau hafa að sögn
náð þeim árangri að greina sig frá
keppinautum sínum með sterkri
ímynd á markaði þar sem hörð
samkeppni ríkir.
Þátttökugjald fyrir félaga í
ÍMARK er 7.900 krónur og 10.900
fyrir aðra. Skráning fer fram á
skrifstofu klúbbsins.
kemur á morgun!