Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 11 HALLDÓR KILJAN LAXNESS Morgunblaðið/Kristján UNGMENNI héldu kyndlum á loft við sviðið á Ráðhústorgi. I minningu skáldsins Akureyri. Morgunblaðið. MINNINGARSTUND um Halldór Kiljan Laxness var haldin á Ráð- hústorgi á Akureyri. Leikarar hjá félaginu og Tjarnarkvartettinn sáu um dagskrána. Tjarnarkvartettinn söng Vorvísu úr Heimsljósi, Jón Júlíusson las úr Islandsklukkunni, Þráinn Karlsson Ias ljóðið Frændi, þegar fiðlan þeg- ir, Hrönn Hafliðadóttir söng barna- gælu, Aðalsteinn Bergdal las Fornt ástarljóð, enskt, Guðbjörg Thoroddsen las upphafið að Fegurð himinsins úr Heimsljósi og Tjamar- kvartettinn söng Hjá lítilli móðu, Þórey Aðalsteinsdóttir las Bráðum kemur betri tíð en í lokin sungu börn Maístjörnuna. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson SAMVERUSTUNDIN á ísafírði var haldin inni í stjórnsýsluhúsinu vegna veðurs. Flutt inn vegna veðurs Isafirði. Morgunblaðið. SAMVERUSTUND í minningu Halldórs Laxness, sem vera átti á Silfurtorgi á Isafirði, var flutt inn í stjórnsýsluhúsið vegna þreifandi byls sem var á Isafirði í gær. Á samverustundinni var tónlist- arflutningur og lesið úr verkum skáldsins. I lokin var einnar mín- útu þögn og siðan sungu viðstaddir Maístjörnuna. MIKIÐ fjölmenni var á sam- verustund í niinningu Halldórs Kiljans Laxness á Ingólfstorgi kl. 18 í gær, sem Bandalag ís- lenskra listamanna og Rithöf- undasamband Islands efndu til. Orð skáldsins hljómuðu í hálf- tíma langri dagskrá þar sem leikarar lásu úr verkum Hall- dórs og sungin voru lög við ljóð hans. Lögreglan telur að um 2.500 manns hafi verið saman komin á Ingólfstorgi til að heiðra minn- ingu Halldórs Laxness. Söngur og upplestur Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð og Hamrahlíðarkórinn sungu fjögur lög, sem samin hafa Mannfjöldi heiðraði minningu skáldsins verið við ljóð Halldórs, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur; Haldiðún Gróa hafi skó, lag Reynis Sveinssonar, Hjá lygnri móðu, lag Jóns Ásgeirssonar, Maríukvæði, lag Atla Heimis Sveinssonar, og Islenskt vöggu- ljóð, lag Jóns Þórarinssonar. Einnig söng Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikkona Vöggu- kvæði, lag Jóns Nordals. Nokkrir þjóðkunnir leikarar lásu upp úr verkum skáldsins. Þorsteinn Gunnarsson las úr Is- landsklukkunni, Margrét Helga Jóhannsdóttir flutti ljóðið Pláss- ið, Arnar Jónsson las úr Sjálf- stæðu fólki og Kristbjörg Kjeld las úr Heimsljósi. Að þessu loknu var kyrrðar- stund er hins látna var minnst með mínútulangri þögn. Sam- verustundinni lauk með því að Telpnakór Reykjavíkur og Barnakór Grensáskirkju sungu Maístjörnuna, lag Jóns Ásgeirs- sonar við kvæði Halldórs, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Morgunblaðið/Halldór MÖRG ungmenni héldu á logandi kyndlum á samverustund í minningu Halldórs Kiljans Laxness, sem fram fór á Ingólfstorgi í gær. Áætlað er að um 2.500 manns hafi verið viðstödd minningarstundina. Undirleikarinn þýddi Islandsklukkuna Egilsstöðum. Morgunblaðið. EITTHVAÐ á fjórða tug manna kom og hlýddi á upplestur og söng úr verkum Halldórs Lax- ness á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum í gær. Leikfélag Fljótsdalshéraðs annaðist dag- skrána. Við athöfnina sungu Bjarni Þór Sigurðsson og Kristveig Sigurðardóttir ljóð Halldórs við undirleik Suncana Slamning. Það hefur vakið athygli að undirleikarinn sem er tónlistarkenn- ari á Egilsstöðum og Hallormsstað þýddi Is- landsklukku Halldórs Laxness á króatísku fyrir sextán árum. Suncana Slamning er fædd í Króatíu og hefur búið í mörg liér á landi. Við þýðinguna naut hún aðstoðar föður síns, Ivans Slamning, sem er mikilsmetið skáld í Króatíu. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BJARNI Þór Sigurðsson syngur við undirleik Suncana Slamning. Morgunblaðið/Árni Sæberg PETER Sabiro ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra sem tók við gjöfinni. Hann sagði bijóstmyndina lýsa skáldinu vel á efri árum. Ahugi á verkum Laxness vaxandi utan Norðurlanda Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EF MARKA má útgáfur verka Laxness víða um heim þá er vaxandi áhugi á þeim í Þýskalandi, Italíu og Bandaríkjunum, en dvínandi á Norðurlöndum að sögn Agnesar Licht, sem starfrækir umboðsfyrirtækið Licht & Licht, er hefúr umboð íyrir verk Laxness. Hún segir þó of snemmt að fullyrða um hvemig áhuginn verði á Norðurlöndum, því það hafi sýnt sig að áhugi geti vaknað fyrirvaralaust. Mestur er áhuginn í Þýskalandi, þar sem mikill áhugi hefur verið á íslenskum bókmenntum áratugum saman. Þar er nú unnið að því að þýða ýmis meginverk Laxness upp á nýtt, meðan önnur hafa verið að koma út í nýjum þýðingum undanfarin ár. Áhuginn hefur einnig borist til Ítalíu, þar sem almennt er vaxandi áhugi á norrænum bókmenntum. Agnes Licht minnir einnig á endurútgáfu Sjálfstæðs fólks í Bandaríkjunum, sem hafi verið eftirminnilegur áfangi. Verk Laxness hófu fljótt að koma út á Norðurlöndum og hafa verið öfluglega gefin út þar, ekki slst í Svíþjóð. Þar lagði hinn merki þýðandi og prófessor í íslenskum bókmenntum Peter Hallberg sitt af mörkum til að breiða út verk Laxness, bæði með þýðingum og umfjöllun um skáldið. Þar hafa nokkurn veginn öll verk Laxness komið út og héldu áfram að koma út allt fram á síðasta áratug, en undanfarið hefur lítið farið fyrir áhuganum þar. í Danmörku komu bækurnar áður fyrr út hjá Gyldendal, sem hefur gefið út 21 bók eftir Laxness, þar af þrjár í stórum upplögum. Salka Valka kom út í átján þúsund eintökum 1966 og svo í bókaklúbbi fjórum áður síðar í 42 þúsund eintökum. Atómstöðin kom út 1967 í fimmtán þúsund eintökum og Brekkukotsannáll 1973 í tíu þúsund eintökum. Islandsklukkan kom út í fimm þúsund eintökum, en aðrar bækur í minni upplögum. Afkastamestu Laxness-þýðendurnir í Danmörku voru Grethe og Jakob Benediktsson, en síðar hafa fleiri komið við sögu. Gyldendal gefur bækurnar ekki lengur út, en undanfarin ár hefur Cicero, lítið forlag, gefið út nokkrar bækur Laxness, þótt útbreiðslan sé ekki mikil. Licht segir þó of snemmt að segja til um hver áhuginn verði, því Laxness sé sígildur höfundur og áhuginn geti því blossað upp aftur þegar minnst varir. Gaf þjóðinni brjóstmynd af Halldóri PETER Sabiro myndhöggvari færði íslensku þjóðinni brjóst- mynd af Halldóri Laxness við há- tíðlega athöfn í Stjórnarráðshús- inu í gærmorgun. Sabiro, sem gaf myndina í minningu rithöfundarins, segir hugmynd verksins vera þá að Halldór risi út úr hrauninu. í máli Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, sem tók við gjöf- inni, kom m.a. fram að Sabiro, sem er rússnesk-bandarískur myndhöggvari, hafi lokið mynd- inni í viðurvist Halldórs er hann dvaldi hér á landi árið 1991. Menntamálaráðherra gat ekki verið viðstaddur afhendinguna vegna þingstarfa en bað fyrir þakklæti og hlýjar kveðjur til listamannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.