Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kasparov hygg- ur á eigið HM SKAK Linares, Spáni, frá 10. október 1908 PCA HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ Gary Kasparov er stigahæsti skákmaður heims og ber heimsmeist- aratitil eigin atvinnumannasam- bands, PCA. I KASPAROV hefur lítið verið í \ fréttum að undanfömu, enda tók fiann ekki þátt í heimsmeistara- ;keppni FIDE á dögunum, sem end- aði með því Karpov varði titil sinn 'sem heimsmeistari Alþjóðaskák- sambandsins. Það hafa verið haldnar tvær ! heimsmeistarakeppnh’ í skákheim- inum síðan þeir Kasparov og Short klufu sig út úr FIDE árið 1992 og , héldu einvígi sitt á eigin vegum. Það er enginn endir fyrirsjáanlegur á þessum klofningi, það dugði t.d. ■ ekki að Ilumsjínov, FIDE forseti, byði Kasparov gull og græna skóga fyrir þátttöku í FIDE HM og sam- l einingu. Kasparov tefldi síðast heims- •meistaraeinvígi um PCA titilinn í New York 1995 og sigraði hann þá Indverjann Anand. Síðan hefur PCA ekki haldið nein úrtökumót ; fyrir næstu heimsmeistarakeppni | þess, enda reyndar ekki vitað um ; neinn annan stórmeistara í samtök- • unum en Kasparov sjálfan. i Hvað sem því líður á eftir að i velta Kasparov úr sessi sem j sterkasta skákmanni heims. Að sjálfsögðu breytir það engu þótt . hann hafí tapað fyrir IBM tölvunni ‘ Djúpblá í vor. Djúpblá hefur nú hætt keppni í skák, en af henni og ; systrum hennar er það nú helst að | frétta að bandaríska varnarmála- ráðuneytið hefur samið við IBM um ; að nota þær í að herma eftir kjarn- j orkuárás á Bandaríkin og á reikni- t getan að vera tíu milljónir milljóna aðgerða á sekúndu! 1 Nú er Kasparov kominn á kreik • og hyggur á PCA heimsmeistara- i einvígi á Spáni í haust. Þar verða í tefldar 18 skákir og fari 9-9 heldur J Kasparov titlinum. í vor á að fara ■ fram áskorendamót um réttinn til > að tefla við hann. Þar eiga að tefla | þeir Kramnik, Anand, Topalov, j Shirov, Ivantsjúk og Svidler, auk t sigurvegarans á Linaresmótinu, *T samkvæmt heimildum svissneska f skákblaðsins Schachwoehe. Það gæti þó sett strik í reikning- inn að fyrir FIDE-einvígið við * Karpov um daginn, skrifaði Anand f undir skuldbindingu um að taka * ekki þátt í öðrum heimsmeistara- * keppnum. Linaresmótið Veselin Topalov (2740), Búlgaríu, Aleksei Shirov (2710), Spáni, Peter Svidier (2690), Rússlandi Hraðskákmót Reykjavíkur 1998 Hraðskákmeistari Reykjavíkur 1998 varð Jón Viktor Gunnarsson en hann sigraði örugglega með 16 vinningum af 18 mögulegum. Mótið fór fram sl. sunnudag, en fjórum dögum áður varð hann skákmeist- ari Reykjavíkur. Úrslit á hraðskák- mótinu: 1. Jón V. Gunnarsson 16 v. af 18 2. Davíð Kjartansson 13*/2 v. 3. Kristján Eðvarðsson 13 v. 4. -5. Páll Agnar Þórarinsson, Guðjón H. Valgarðsson 12i4 v. 6.-7. Jóhann Ingvason, Kristján Öm Elí- asson ÍVÁ v. 8.-15. Áskell Örn Kárason, Guðni Stefán Pétursson, Ögmundur Kristinsson, Hall- dór Pálsson, Stefán Kristjánsson, Am- grímur Gunnhalisson, Sigurður Páll Steindórsson, Siguringi Sigurjónss. 11 v. 16.-17.Sigurjón Sigurbjömsson, Ómar Þór Ómarsson 10i/2 v. 18.-23.Óiafur ís- berg Hannesson, Bragi Halldórsson, Halldór Garðarsson, Gunnar Freyr Rún- arsson, Agúst Ingimundarson, Gústaf Smári Bjömsson 914 v. 24.-27.Andri H. Kristinsson, Harpa Ing- ólfsdóttir, Kristbjörn Bjömsson, Baldur Möller 9 v. Keppendur voru alls 51. Harpa Ingólfsdóttir Reykjavíkurmeistari kvenna Harpa Ingólfsdóttir, nemandi í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík, varð Skákmeistari Reykjavíkur 1998 í kvennaflokki þegar hún hlaut 5 vinninga af 11 mögulegum á Skákþingi Reykjavíkur. Þessi ágæti árangur Hörpu þarf ekki að koma á óvart því hún hefur verið í hópi sterkustu skákkvenna lands- ins um nokkurt skeið. Ingibjörg Edda Birgisdóttir var jöfn Hörpu að vinningum, en lægri á stigum. Arangur Ingibjargar Eddu er held- ur engin tilviljun eins og sést af því að skömmu eftir að Skákþingi Reykjavíkur lauk sigraði hún á grunnskólamóti stúlkna í eldri flokki. Grunnskólamót stúlkna 1998 Grunnskólamót stúlkna 1998, einstaklingskeppni, fór fram laug- ardaginn 8. febrúar. Keppt var í tveimur flokkum. I yngri flokki tefldu stúlkur í 1.-7. bekk og í þeim eldri stúlkur í 8.-10. bekk. Úrslit urðu þau, að í eldri flokki sigraði Ingibjörg Edda Birgisdótt- ir, Hólabrekkuskóla, en hún hlaut 5>/2 vinning í 6 skákum. I öðru sæti varð Aldís Rún Lárusdóttir með 3’/2 vinning. I yngri flokki sigraði Anna Lilja Gísladóttir, Foldaskóla, en hún sigraði alla andstæðinga sína, sjö að tölu. I öðru sæti varð Mar- grét Gestsdóttir með 6 vinninga. Alls tóku 12 stúlkur þátt í grunn- Þátttakendalistinn á Linares stórmótinu er nú tilbúinn. Þar tefla sjö af átta stigahæstu skákmönnum heims tvöfalda umferð. Karpov var ekki boðið. Luis Rentero, mótshald- ari í Linares, er móðgaður út í hann eftir að Karpov tók þátttöku í rúss- __/íesku þingkosningunum fram yfir þátttöku á mótinu í fyrra. Karpov féll í kosningunum. Mótið hefst 22. febrúar. Þátttak- endalistinn er þannig: Gary Kasparov (2825), Rússlandi, Vladímir Kramnik (2790), Rússlandi, Vyswanathan Anand (2770), Indlandi, Vasílí ívantsjúk (2740), Úkraínu, skólamótinu. Islandsmót barna Barnaflokkur á Skákþingi ís- lands 1998 verður haldinn dagana 14. og 15. febrúar. Mótið verður haldið að Faxafeni 12, Reykjavík og hefst í dag klukkan 13. Þátttöku- rétt eiga börn 11 ára og yngri (fædd 1987 og síðar). Þátttökugjald er kr. 500. Innrit- un fer fram á skákstað laugardag- inn 14. febrúar klukkan 12:30-12:55. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson blaðið - kjarni málsins! í DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Afnám eigna- skatts eldri borgara STÚLKURNAR hjá heimilishjálp borgarinnar hafa orð á því að gamla fólkið sem er kyrrt í sín- um gömlu íbúðum eða húsum sé ótrúlega miklu ánægðara en það fólk sem fari í svokallaðar þjón- ustuíbúðir. En það er dýrt að halda gömlum íbúðum við. Er ekki tímabært að forysta eldriborgarafélag- anna berjist fyrir afnámi eignaskatts gamals fólks? Það er líka margbúið að borga íbúðirnar sínar. Gamalt fólk á skilið að fá að lifa með einhverri reisn. Eldri borgari. Veðurathuganir á Hellu HVERJU sætir það að ekki er hægt að fá veðrið á Hellu á Rangárvöllum laust fyrir kl. 7 á morgn- anq? A þeim tíma koma veð- urskeyti frá strandstöðv- um og ýmsum stöðum inni í landi. I mörgum tilvikum frá nánesjum og afdölum kringum landið. Þess er óskað að fá veðr- ið sem oftast frá Hellu. Varla eru Hellumenn slíkir letihaugar að það séu vandkvæði á því að taka veðrið árla morguns! Best væri ef hægt yrði að flytja veðurstofuna austur í Rangárþing og staðsetja hana á Hellu eða Hvolsvelli. Nú á þeim tím- um sem verið er að flytja opinberar stofnanii’ út á landsbyggðina væri snjalit að athuga það mál. Nokk- uð fyrir athafnasama þing- menn kjördæmisins að hugleiða. Málfar í auglýsingum KONA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún vera alveg eyðilögð yfír auglýsingu sem birt- ist í Morgunblaðinu fímmtudaginn 12. febrúar frá verslununum Kaup: garði og Tikk Takk. í auglýsingunni er talað um verð í fleirtölu og segist hún vera orðin hrædd um að þetta sé að festast í málinu að nota verð í fleirtölu, en eins og allir viti sé verð aðeins til í ein- tölu. Hún er ekki í skýj- unum yfir þessari auglýs- ingu. Vélsleðar í Húsahverfi MÓÐIR sem býr í Húsa- hverfí í Grafarvogi hafði samband við Velvakanda og lýsti áhyggjum sínum vegna vélsleðamanna sem þeysast á fullri ferð um hverfið. Segist hún hafa talað við lögreglu í fyrra vegna þessa en henni var þá sagt að þeir gætu ekk- ert gert, þeir gætu ekki elt þá uppi. Segir hún að sér virðist sem þarna séu ung- menni á ferðinni og beinii’ hún því til forráðamanna ungmenna í hverfinu að sjá til þess að ungmenni séu ekki á þessum farai-tækj- um í íbúðarhverfi þar sem börn eru að leik, þetta bjóði heim slysum. Ahyggjufull móðir. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU í svörtu hulstri týndust sl. laugar- dag, annaðhvort við Gljúfrasel, Laugarnesveg eða Austurbrún. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 2776. Blokkflauta í óskilum BLOKKFLAUTA, Yamaha, fannst í Hamra- hlíð sl. miðvikudag. Hún er merkt Magnús Örn. Uppl. í síma 581 4595. Gullhringur týndist Hagkaup 15. janúar sl. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 552 3419. Stráhattur í óskilum STRÁHATTUR fannst nálægt Bólstaðarhlíðinni. Upplýsingar í síma 553- 4010. Gullarmband týndist GULLARMBAND, mjótt og myndar spíss frá miðju, týndist frá Dísarási á Sléttuveg eða á Háteigs- vegi fyrir mánuði. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 568 6165. Fundarlaun. Úr týndist KARLMANNSÚR af gerðinni Mido týndist fimmtudaginn 5. febrúar á nemendamóti Verslunar- skólans á Hótel Islandi eða á leiðinni þaðan og niður í bæ. Eigandinn saknar þess sárlega og biður skilvísan finnanda að hringja í síma 561 2117. Fundarlaun. Dýrahald Kanína fæst gefins GULLHRINGUR merkt- PONSA-kanína fæst gef- ur Eiríkur innan í týndist ins. Upplýsingar í síma 557 frá Jóni og Óskari niður í 8673. SKAK Ilmsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Ubeda á Spáni, sem er nýlokið. Kinverjinn Zhu Chen (2.490) var með hvítt og átti leik gegn heima- manninum Castillo Gallego (2.170) sem lék síðast 25. -Df8-d8? Zhu Chen var ekki seinn á sér að fórna drottningunni: 26. Dxh7+!I - Kxh7 27. Hh5+ og svartur gafst upp, því 27. - Kg6 28. Bf7 er mát. Rússinn Georgy Timoschenko sigraði á mót- inu með 7V& vinning af 9 mögulegum. Jafnir honum að vinningum, en lægri að HVÍTUR mátar í þriðja leik! stigum, urðu þeir Arencib- 145 skákmenn tóku þátt á ia, Kúbu, Barua, Indlandi mótinu, þar af margir stór- og Movsesjan, Armeníu. meistarar. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj@texti:mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykja- vík. Víkverii skrifar... AÐ ER í raun ótrúlegt hvað ís- lenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á örfáum ár- um og líklega erfitt fyrir yngra fólk að gera sér grein fyrir hversu margt, sem nú er talið sjálfsagður hluti hins daglega lífs, var tilefni hatrammra pólitískra deilna fyrir einungis einum til tveimur áratug- um. Hverjum myndi detta það í hug í dag að fara fram á að útsending- um sjónvarps yrði hætt einn dag í viku og hluta sumars? Víkverji hefur verið að reyna að rifja upp rökin fyrir þessu á sínum tíma. Var ekki talin hætta á að þjóðin myndi öll sitja inni glápandi á mis- merkilegt sjónvarpsefni í stað þess að njóta hins skamma ís- lenska sumars? xxx AÐ sama blasir líka við í þessu dæmi og sjá má á svo mörgum öðrum sviðum að samkeppnisleys- inu var ekki síst um að kenna. Þau eru líklega fá eftir þjónustufyrir- tækin, sem geta leyft sér að koma fram með þessum hætti gagnvart viðskiptavinum sínum. Ef þjónustu er ekki sinnt sem skyldi eru yfir- leitt einhverjir sem hlaupa í skarð- ið og sinna óskum almennings. Sú forsjárhyggja, sem var ríkj- andi hjá íslenskum stjórnvöldum, hefur sömuleiðis verið á undan- haldi. Sá stjómmálamaður, sem teldi sig eiga að fá að ráða því hvaða daga ársins þjóðin fengi að horfa á sjónvarp, yrði eflaust ekki langlífur á þingi. Kjósi einstakling- ur að sitja fyrir framan sjónvai’pið í stað þess að njóta veðurs hlýtur það að vera hans einkamál. í ljósi reynslunnar er víst líklega óhætt að segja að ekki hafi dregið stór- lega úr útivistarstundum íslend- inga á síðustu árum. XXX Á VAR Víkverji á dögunum viðstaddur er menn voru að rifja upp harðar deilur um veitingu „léttvínsleyfa" til einstakra mat- sölustaða. Það, að leyfa átti einu og einu veitingahúsi að selja hvítvín og rauðvín með matnum, varð til- efni mikillar umræðu, blaðaskrifa og pólitískra deilna. Þegar litið er yfir þróun síðustu ára er líklega fátt sem hefur gert meira til að lífga upp á miðborg Reykjavíkur en sá fjöldi matsölu- staða og kaffihúsa, sem þar hefur sprottið upp. Þegar gengið er um miðbæinn síðdegis eru kaffihús yf- irleitt full af skólafólki, vinahópum, vinnufélögum eða fjölskyldufólki, sem sest niður í rólegheitum yfir kaffibolla eða bjór. Og ef matsölu- staðir í Reykjavík eru bornir sam- an við það sem tíðkast í álíka stór- um og jafnvel mun stærri borgum í öðrum ríkjum er ljóst að við þurf- um ekki að þjást af neinni minni- máttarkennd. Það er óhætt að fullyrða að það hafi orðið sprenging á þessu sviði og gróskan er allt að því ótrúleg. Það sem helst spillir fyrir ánægj- unni er hið háa verðlag, samanbor- ið við nágrannaríkin. En jafnvel það hefur verið að mjakast niður á við og er í sumum tilvikum farið að nálgast „eðlileg“ mörk. Svona er hægt að tína til dæmi eftir dæmi um breytingar, sem all- ar hafa orðið á síðasta áratug eða svo og hafa gert mannlífið fjöl- breyttara. Er hugsanlegt að breyt- ingarnar verði jafnörar á næstu ár- um?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.