Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Hæstiréttur Dómur vegna kyn- ferðisbrots staðfestur Dótturfé- lög sam- einast Samherja ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæði dótturfélög Samherja hf. hér á landi, Fiskimjöl og lýsi í Gr- indavík og Friðþjófur á Eski- firði, sameinist móðurfélaginu. Sameiningin miðast við 31. des- ember sl. Samherji á öll hlutabréf í báðum þessum félögum og eftir sameiniguna er öll starfsemi Samherja hf. innanlands í einu félagi og undir einni stjórn. Aðalfundur Samherja verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl nk. en ráðgert er að birta af- komutölur móðurfélagsins föstudaginn 27. febrúar nk. Tilboð yfír kostnaðar- áætlun TVÖ tilboð bárust í fram- kvæmdir við Sundlaug Akur- eyrar, útboð 3 og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið var frá SJS verktökum og hljóðaði upp á rúmar 117,7 milljónir króna, eða 101,5% af kostnaðaráætlun. Tilboð SS Byggis hljóðaði upp á rúmar 124,6 milljónir króna, eða 107,5% af kostnaðar- áætlun sem var upp á rúmar 116 milljónir króna. Helstu framkvæmdir eru utanhússfrá- gangur nýbyggingar, innan- hússfrágangur, vinna við úti- klefa og fleira. Framkvæmdin sldptist á tvö ár en nýja laugarkerið verður tekið í notkun næsta sumar. Stefán Örn leikur á selló STEFÁN Örn Amarson selló- leikari heldur einleikstónleika í Listasafninu á Akureyri sunnu- dagskvöldið 15. febrúar kl. 20.30 en þeir eru á vegum Tón- listarfélags Akureyrár. Á efnisskránni verða svítur fyrir einleiksselló eftir Bach og Benjamin Britten auk serenöðu eftir Hans Werner Hanze. Stefán Örn er fæddur í Reykjavík árið 1969 og hóf nám í Tónmenntaskólanum sjö ára. Að loknu einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem kennari hans var Gunnar Kvaran, hélt hann til framhaldsnáms til Bandaríkjanna. Þar tók hann mastersgráðu frá University of Michigan þar sem aðalkennari hans var Erling Blöndal Bengtsson. Konsert- uppfærsla á Show Boat LEIKHÚSKÓRINN, Kór Leikfélags Akureyrar, heldur tónleika í Lóni við Hrísalund í dag, laugardaginn 14. febrúar, og á morgun, sunnudaginn, kl. 17 báða dagana. Flutt verður konsertupp- færsla af hinum vinsæla söng- leik „Show Boat“ eftir Jerome Kern og Oskar Hammerstein II. Einsöngvarar eru Valgerður Guðnadóttir, Guðlaugur Vikt- orsson og félagar úr leik- húskórnum. Sögurmaður er Sunna Borg, undirleikari Ric- hard Simm og stjórnandi Roar Kvam. Pelle rófulausi SÆNSKA kvikmyndin Pelle Svanslös verður sýnd á vegum Norræna félagsins í dag kl. 11 á Amtsbókasafninu á Akur- eyri. Myndin er með sænsku tali. Á bóndabæ einum fæðast fimm kettlingar og er einn þeirra rófulaus. Tilviljanir ráða því að einn dag er hann staddur í stór- borginni og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Snjór í matinn VINKONURNAR Auður Sif og Tinna, sem eru á leik- skólanum Flúðum, voru úti að leika sér í snjónum í gærdag. Þær renndu sér á snjóþotu niður brekkumar en brögð- uðu líka örlítið á snjónum. Ekki tekur snjóinn upp í dag, spáð er vestan stinnings- kalda og vægu frosti. HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm gegn sextíu og tveggja ára kai’lmanni í Suður-Þing- eyjarsýslu sem var dæmdur í fimmt- án mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands fyrir að hafa þrívegis í byrjun árs 1997 framið kynferðisbrot gagnvart stúlku. Stúlkan var tæplega fimm ára þegar brotin voru framan. Áreitnin átti sér stað á heimili mannsins en þar hafði stúlkan verið vistuð af barnavemdarnefnd Hafn- arfjarðar. Maðurinn og eiginkona hans hafa um árabil tekið við fjöl- mörgum börnum til skammtímavist- unar fyrir félagsmálayfirvöld. Ríkissaksóknari skaut máhnu til Hæstaréttar og krafðist þess að refs- ing yrði þyngd. I dómi Hæstaréttar segir að því sé réttilega lýst í dómi Héraðsdóms hvers beri helst að gæta við ákvörðun viðurlaga vegna brot- anna og til þess litið meðal annars að ákærði hafði átt flekklausan feril fram að því er atvik málsins gerðust. „Ber að staðfesta ákvörðun héraðs- dómara um refsingu með skírskotun til forsendna hennar og á dómurinn að vera óraskaður." HMIMI i 1 > 1'iM1 iii | HAB ) fimán 1 - í fímbulkulda - Nýjung ffá HA6 saumastofii - Svar útivistarmanns- ins viö vetrinum - fimm notkunar- möguleikar Flísfatnaður í úrvali, s.s. jakkar, buxur, vinnupeysur, treflar, lúffur, eyrnabönd, margar gerðir af húfum, ungbarna- pokar og gallar o.m.fl., bæði einlitt og munstrað. „Aladín töfrateppiö" er teppi sem breyta má í púða (og öfugt). Hestaábreiður og hettur undir hjálma. Póstsendum hvert á land sem er. Ath.: Saumum jafnt fyrir ein- staklinga, hópa og verslanir. Saumastofan HAB Árskógsströnd, 621 Dalvík sími 4661052, fax 4661902. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, biblíudagurinn, barnakór syngur. Æðruleysismessa kl. 20.30, en hún er tileinkuð 12 spora leið AA og æðruleysisbæninni, molasopi og biblíusýning í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu, tekið við framlög- um til Biblíufélagsins. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 í kapellu. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 með séra Guðmundi Guð- mundssyni héraðspresti. Mömmumorgunn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag, fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 17.15 í kirkjunni. DALVÍKURPRESTAKALL: Barnamessa í Dalvíkurkirkju kl. 11 á morgun í Dalvíkurkirkju. Guðs- þjónusta í Tjarnarkirkju kl. 13.30 á sunnudag. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskóli bamanna er kl. 13 í dag, laugar- dag. Guðsþjónusta kl. 14 á sunnu- dag. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, léttur máls- verður í safnaðarsal að helgistund lokinni. H.IÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag, hjálparflokkur kl. 20.30. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku verða sam- komur með sænsku hjónunum Ma- isan og Ingemar Myrin. HRISEYJARPRESTAKALL: Æskulýðsmót fer fram í Hrísey um helgina. Helgistund verður kl. 10 í dag, laugardag. Hugleiðingur flyt- ur Carlos A. Ferrer og unglingar frá æskulýðsfélagi Blönduóskirkju syngja. Helgistund verður einnig kl. 22. Sr. Gunnlaugur Garðarsson flytur hugleiðingu. Guðsþjónusta verður kl. 10.30 á sunnudag. Sr. Kristján Björnsson predikar og sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir þjón- ar fyrir altari. Unglingar frá æsku- lýðsfélagi Hvammstangakirkju lesa ritningarlestra og unglingar frá æskulýðsfélagi Stærra-Ar- skógskirkju flytja helgileik. Yfir- skrift mótsins er ,Á sama báti“. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brau ðsbrotning kl. 11 á morgun, Stella Sverrisdóttir predikar. Fjölskyldu- samkoma kl. 14, G. Theódór Birg- isson predikar, krakkakirkja og barnapössun. Bænastundir alla daga, krakkaklúbbur miðvikudag kl. 17.15, unglingasamkoma kl. 20.30 á föstudag og karlamorgunn kl. 10. Vonarlínan: 462-1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 á Eyrarlandsvegi 26. KFUM og K: Bænastund kl. 20 á sunnudag. Fundur í yngri deild kl. 17.30 á mánudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: 'Mfessa í Grundarkirkju kl. 10.30 á sunnudag og sama dag er messa í Kristnesspítala. Bæjarmálafundu Bæjarmálafundur verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Bæjarmálafundir eru öllum opnir. BtejarmálaráS Sjálfstaðisflokksins. r Til sölu við Mývatn Til sölu er húsnæði það sem áður hýsti skólann á Skutustöðum á bökkum Mývatns. Húsið var byggt árið 1959 og er steinsteypt. Flatarmál hússins er 805 fm og rúmmál þess er 2460 rúmmetrar. Lóðin sem húsið stendur á er skipulögð sem stofnana eða þjónustusvæði. Tilboðum skal skilað til sveitarstjóra Skútustaðahrepps, Hlíðarvegi 6, 660 Reykjahlíð fyrir 12. mars n.k. Tilboðin skulu merkt Skútustaðaskóla. í tilboðunum komi fram hugmyndir um verð og greiðslutilhögun. Ennfremur komi fram hug- myndir um notkun húsnæðisins í framtíðinni. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu sveitarstjóra þann 12. mars kl. 13.30. Skútustaðahreppur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í símum 464 4163 (vs) og 464 4454 (hs). Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.