Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 31
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 31 ______MARGMIÐLUN Framúrskar- andi leikur LEIKUR Myth: The Fallen Lords er leikur frá Bungie og krefst Windows 95 eða NT, 133 MHz Pentium örgjörva, 16 Mb innra minnis og fjögurra hraða geisladrifs. Leikurinn styður 3Dfx skjákort. FJÖLDI leikja byggist á því að stýra mönnum í stríði og afbrigðin óteljandi. All- ir þekkja þann frægasta, Command & Conquer, sem rekur ættir til Sega-leiksins Dune og jafn- vel lengra aftur. Vissulega eru margir leikir þeirrar gerðar leiðin- legir og sumir með ofuráherslu á allskyns smámunasemi, en inn á milli eru frábærir leikir sem fara nýjar leiðir og skapa um leið nýjan stfl. Myth: The Fallen Lords er einn slíkra leikja; framúrskarandi skemmtilegur, með bráðgóða grafík og áhugaverða sögu. Leikurinn hefst þar sem leikand- inn stýrir flokki manna sem gæta á brúar fyrir ásrás óþokka og ófreskja. Takist honum að verjast því áhlaupi fær hann annað verk- efni, heldur snúnara, og smám sam- an verða orrusturnar magnaðri, andstæðingarnir öflugir og liðssafn- aðurinn fjölbreyttari. I liði þess sem leikur eru hefðbundnir hermenn, ýmist með höggvopn, boga og örvar eða aðrar verjur, dvergar vopnaðh- ansi öfluðum sprengjum, berserkir, smiðir, risar, læknar og fleiri, en á móti eru ógurlegir sverðabaldrar, mannætuófreskjur, fljúgandi beina- grindur og svo mætti telja. Orrustu- völlurinn er þrívíddariandslag, sér- staklega skemmtilegt í hefðbundinni graflk og magnað sé 3Dfx-kort í tölvunni, hæðótt og með trjám, lækjum og gilskorningum. Því er það tínt til að allt skiptir máli; ef fljúgandi beinagrindur sem skjóta eiturspjótum gera árás, er hægt að forða sér inn undir trén sem skýla fyrir spjótunum, bogmenn geta komið sér fyrir efst í gili og skotið örvun sínum á óvini í gilbotninum og þar fram eftir götunum. Efth' því sem orrustunni vindur fram bætist við landslagið; líkamshlutar, blóð- slettur og lík liggja eins og hráviði um allt og haldast á sínum stað allan leikinn. Vert er að geta þess að vbeðurfar skiptir máli í leiknum; í snjókomu fara hermenn hægar yfir og óvinir geta komist á slóðina verði spon-ækt. Sjónarhornið er í nokkurri hæð yfir borðinu og hægt að fara all ná- lægt, auk þess sem velta má sjónar- horninu fyiir sér í allar áttir, fara til vinstri og hægri, renna sér fram og aftur og snúast í hringi. Minna er lagt í verurnar sem birtast á blóð- vellinum, en skiptir ekki meginmáli. A netinu er hægt að sækja sér end- urbætta útgáfu á leiknum sem gerir kleift að fara enn lengra frá vígvell- inum og gefur góða yfirsýn. Auðvelt er að stýra liðinu og hægt að velja um fyrirfram ákveðnar upp- stillingar; til að mynda er best að láta liðssöfnuðinn tvístrast í sprengjuregni, en síðan má láta það mynda fleyg ef sækja á inn í óvina- fjöld, eða slá skjaldborg um eitthvað ef svo ber undir. í orrustu verður liðið óneitanlega nokkuð blandað en þá er hægt að velja á einfaldan hátt alla liðsmenn ákveðinnar gerðar og senda í annað verkefni eða láta þá sækja úr annarri átt. Netleikur Bungie hefur sett upp eigin vef- þjón fyrir leikinn sem kallast Bungie.net og þar er jafnan mikið um að vera. Leikendur geta tekið þátt í ákveðnum þrautum, barist hver við annan eða gengið í lið sem best síðan við annað lið. Vefþjónarn- ir eru átta og þegar búið er að tengj- ast einum slíkum kemur upp listi yf- ir þá leikendur sem ei'u tengdir, hvar þeir standa í virðingarröðinni og listi yfir þá leiki sem eru í gangi. Vh'ðingarröðin ræðst af frammi- stöðu manna í netleikjum og þeir sem skara framúr vinna sig smám saman upp. Þeir sem telja sig góða og vilja komast hratt upp virðingarstigann geta skorað á þá sem eru lengra komnir, því fleiri stig fást fyr- ir að sigra einhverja fræga hetjuna en byrjendur. Bungie.net heldur utan um skor hvers og eins og refsar mönnum fyrir að hætta í miðju kafi. Hægt er að smella á nöfn og spjalla við einhvern þeirra sem eru tengdir, til að mynda tfl að bindast samtökum um leik. Fjölmörg atriði gera leik- inn enn skemmtilegri, til að mynda er hægt að gera einskonar kvikmyndir af leikjum og nota meðal ann- ars til að velta fyrir sér hvað hafi farið úrskeiðis eða til þess að monta sig af frammistöðunni. Hægt er að skiptast á slíkum myndum manna á milli, ýmist til að gefa hugmynd um besta framhaldið eða leita lausna svo fátt eitt sé talið. Einnig geta hermenn geta fylgt á milli borða og þannig geta menn safnað að sér öfl- ugum atvinnumannaher sem treyst- ist og safnar reynslu eftir því sem líður á leikinn. Myth: The Fallen Lords er fram- úrskarandi leikur fyi'ir grafík, og hugmyndaauðgi. Hann verður ef- laust á lista yfir helstu leiki ársins þegar upp verður staðið, ekki síst fyrir skemmtilega netleiksmögu- leika, en fyrst og fremst er hann leikur sem stakur notandi getur skemmt sér í einn síns liðs. Árni Matthíasson Spurt: Ég á tölvuleikinn Need for Speed 2 SE sem fjallað var um í Morgunblaðinu 7. febrúa sl., undir Margmiðlun. Þar var talað um ýmis „trix“ í Need For Speed 2 („normal" og/eða SE). Þau svindl sem gefin eru upp á slóðinni: http://www.pcgamer.com/stra- tegy/Need ... virka ekki fyrir SE útgáfuna. Mér fannst hið gagn- stæða koma fram í greininni og fór því að prófa og ekkert gekk. Það endaði með því að ég sendi fyrirspurn um þetta til Nathans Masons sem er einhver gúrú í þessu samkvæmt framangreindri vefsíðu og svarið var stutt og laggott að þessi trix virki ekki í SE útgáfunni. Ég á hinsvegar erfitt með að skilja að sérútgáfan innihaldi ekki meira en sú venju- lega. Getið þið hjálpað mér eitt- hvað áfram með þetta? Með bestukveðju, Eyþór H. Ólafsson. Svar: Ýmsar leiðir til að fá fram leyni- brautir og bíla eru gefnar upp á slóðinni http://vs.chem.msu.Su/kostya/nfs/s e.htm og þar er hægt að sækja hugbúnað, se_cheat.zip, sem geir kleift að spila leynibrautir, en þær eru annars bónus fyrir þá sem ná langt í leiknum. Þar er einnig for- rit til að breyta Need For Speed II brautum fyrir SE útgáfuna. A slóðinni http://www2.vivid.net/— bobcat/nfs.html er forrit til að búa til brautir fyrir Need For Speed sem síðan má breyta til að gangi í SE-útgáfuna. Finnski tölvuþrjót- urinn Ruslan Vassiljev hefur kom- ið upp á slóðinni http://www.netti.fi/— ruslan/klm- no.htm, safni af svindlum við ríf- lega 800 leiki, og þar kemur fram að sé hollywood slegið inn í aðal- skjámynd leiksins náist upp auka- borð, tombstone og bomber gefi aukabfla, slip geri brautir hálar og fzr2000 gefi sérstakan aukabfl. Spurt: Mig langar til að spyrja um nokkur leyni í Broken Sword 1 og 2, Worms 2 og Road Rash. Gæti ég fengið að vita um gott leitar- svæði á neýinu? Þórður Ivar Björnsson Svar: Eitt leitasvæði er gefið upp að framan, en einnig má leita á slóð- unum http://www.gamecent- er.com/, http://www.happy- puppy.com/, ttp://www.gamesmani a.com/ og http://www.ogr.com/, en sú síðarnefnda státar af því að vera vinsælasta leikjaslóð á net- inu. Ekki eru eiginleg „leyni“ í Broken Sword 1 & 2, frekar að hægt sé að finna á netinu heildar- lausnir þar sem rakið er hvað á gera á hverjum stað. Of langt mál yrði að birta slíkt hér, en bent á slóðirnar sem getið er að framan. Til að svindla í Road Rash er fyrst slegið inn XYZZY í leik og síðan eitthvert eftirtalinna: Bribe, sem ryður lögreglumönnum úr veginum, k’thunk! gefur kylfu, spoon! gefur sprengiefni og thwack! keðju. í Worms 2 eru á fimmta tug leyniorða til að komast í borð og þau segja sérkennilega sögu. í þessari upptalningu eru leyniorðin fyi-ir hvert borð aðgi'eind með ONCEUPONA/ TIMETHERE- WERE / SOMESMALLWORMS / WHOGOTVERYVERY / ANN- OYEDAND / DECIDEDTO / GO- TOARMSIN / ORDERTOWIPE / OUTTHEIR / VICIOUSENEMY / COUNTERPARTS / THEY- .. . ... DEVELOPED / SOMEREALLY / COOLWEAPONSSUCH / AS- BANANABOMBS/AND- MAGICBULLETS / THEY- TRAINED / ALLNIGHTSAND / EVERYDAYSOTHEY / WOULDBECOME / PROFICI- ENT / INTHEIRWORMLY / WAYSSOMETIMES / THEY- WOULDSHOOT / GRANNIE- SJUST / FORFUNANDLAUGH / ABOUTITINTHE / EVENING- TIME / WEAPOLOGISEON / BEHALFOFALLTHE / TERRI- TORIESTHAT / WEWENTTO- THE/TROUBLEOFTRANS- LATING / W0RMS2INT0BUT- WE / DIDNTHAVETIMETO / TRANSLATETHESE / PASS- WORDSN OTTHAT/THEY- NEEDTOBEDONE / WESUPP- OSETHAT/YOUAREREALLY / EXPECTINGTO / SEEA- WONDERFUL/CHEATMODE- WHEN / FINISHTHEMISS- IONS / ANDYOUARERIGHT. Spurt: Hvar fær maður Glókoll, þann sem talað er um í Morgunblaðinu laugardaginn 7. febrúar sl.? HG Svar: Glókoll má fá hjá höfundi hug- búnaðarins, Hrafnkeli S. Gísla- syni. Hann hefur síma 555 2076, en einnig má senda honum tölvu- póst á netfangið hrafgis@is- mennt.is. Spurt og svarað Lesendum Morgunblaðsins gefst kostur á að leita svara við spurningum um margmiðlun og tölvumál. Spurningar skal senda með tölvupósti tíl spurt@mbl.is, eða í hefðbundnum pósti til Marg- miðlunarsíðu Morgunblaðsins, Kr- inglunni 1,103 Reykjavík. 2 vikur á Kanarí 3. mars frá kr. 39.932 Við höfum nú fengið glæsilega viðbótargistingu á Kanaríeyjum þann 3. mars á hreint frábærum kjörum. Falleg nýleg smáhýsi í San Augustin , öll með svölum eða verönd, baði, stofu, eldhúsi og einu svefnherbergi. Fallegt sundlaugarsvæði. Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur Verð kr. 56.960 M.v. 2 í smáhýsi, 2 vikur, 3. mars. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 Hefur þú prófað að tippa á netinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.