Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Hvað ber að gera - við
leifar hins liðna?
MIJMÍA Vladimírs Leníns í grafhýsinu á Rauða torginu í Moskvu, þar sem hún hefur legið í 74 ár.
fór Gennadíj Tsjúganov,
leiðtogi flokksins og fyrr-
um forsetaframbjóðandi,
og lofaði hann mjög fram-
lag þessa „höfuðsnillings
rússnesku þjóðarinnar."
Sagði hann sérlega viðeig-
andi að heiðra minningu
Leníns því óbreyttur al-
múginn hefði glatað „rétt-
inum til vinnu, réttinum til
launa, réttinum til félags-
legrar aðstoðar og réttin-
um til að fá lifað með
reisn.“ A þennan veg lýsti
Tsjúganov ástandinu í
Rússlandi undir stjórn
Jeltsíns og undirsáta hans.
Ekki reyndust þó allir
sammála þessu mati
kommúnistaleiðtogans.
Boris Nemtsov, aðstoðar-
forsætisráðherra og einn
helsti leiðtogi svonefndra
„umbótasinna" í stjóm
Jeltsíns, nýtti daginn til að
ítreka kröfur um að múmí-
an yrði jarðsett. „Bölvun
mun hvfla yfir Rússlandi
þar til Lenín verður jarð-
settur með kristilegum
hætti,“ sagði Nemtsov í út-
varpsviðtali.
Reuters
PressLink
HINN 30. janúar sl. skýrði rússneska
ríkisstjúrnin frá því að hafið væri yfir all-
an vafa að beinin sem fundust f skógi
nærri Jekaterínborg árið 1979 og grafin
voru upp árið 1991 tilheyrðu sfðasta keis-
ara Rússlands og fjölskyldu hans.
Austur í Rússlandi er
nú ákaft deilt um hvar
jarðsetja beri leifar síð-
ustu keisarafjölskyld-
unnar og hvort flytja
eiffl múmíu Leníns úr
grafhýsi hans við
Rauða torg. Ásgeir
Sverrisson gerir grein
fyrir þeim sjónarmið-
um sem uppi eru.
HVAÐ ber að gera?“ spurði
byltingarleiðtoginn rúss-
neski, Vladímír Lenín í
samnefndri bók og nú, 74
árum eftir að stofnandi Sovétríkj-
anna kvaddi þennan heim, standa
Rússar á ný frammi fyrir þessari
sömu spurningu. I þetta sinn varð-
ar spumingin þó ekki framtíð hinn-
ar sósíalísku paradísar og sókn for-
ystusveitar Kommúnistaflokksins
til valda heldur fara nú fram miklar
umræður um það eystra hvað gera
beri við jarðneskar leifar valdaræn-
ingjans og keisarafjölskyldunnar
sem hann lét myrða árið 1918.
Múmía Leníns liggur enn í graf-
hýsi hans á Rauða torginu í
Moskvu og enn koma Rússar þar
saman á merkisdögum til að votta
byltingarleiðtoganum virðingu sína.
í tíð Sovétríkjanna tíðkaðist það
mjög að sækja grafhýsið heim á
merkisdögum á mannsævinni,
t.a.m. þegar menn gengu í hjóna-
band en á síðustu áram era það
einkum leifar Kommúnistaflokksins
sem þar hafa safnast saman til að
halda á lofti minningu hans og for-
dæma þau grimmilegu lífskjör sem
núverandi ráðamenn hafa búið
rússnesku þjóðinni. Heiðursvörður-
inn sem stikaði keikur frammi fyrir
innganginum að helgidóminum
heyrir hins vegar sögunni til.
Kommúnísk mótspyrna
Umræður um hvað bæri að gera
við múmíu Leníns hófust strax um
það leyti sem Sovétrfldn liðuðust í
sundur árið 1991. Það eru einkum
leiðtogar hins endurstofnaða
Kommúnistaflokks Rússlands sem
lagst hafa gegn því að múmían
verði fjarlægð úr grafhýsinu og
lögð til hvflu með hefðbundnari
hætti. Ráðamenn í Rússlandi hafa
verið mjög hikandi í þessu efni og
virðast óttast að ólga kunni að
skapast fari fram svo djúpstætt
uppgjör við söguna.
Borís Jeltsín forseti lagði í fyrra
til að fram færi þjóðaratkvæða-
greiðsla í Rússlandi um hvað bæri
að gera við þessar sögulegu en sér-
stæðu minjar. Sjálfur hallaðist for-
setinn einna helst að því að fjar-
lægja ætti líkið og grafa það við
hlið móður Leníns í Pétursborg.
Kommúnistar reyndust þessu öld-
ungis andvígir og svo virðist sem
þessi róttæka hugmynd hafí verið
kæfð í fæðingu. Þessi vandi hefur
hins vegar orðið fyrirferðarmikill í
þjóðmálaumræðunni á ný á undan-
fórnum vikum eftir að óyggjandi
sannanir voru lagðar fram um að
beinaleifar sem fundust nærri
Jekaterínborg f Úralfjöllum væru
af rússnesku keisarafjölskyldunni
sem tekin var af lífi þar í borg, sam-
kvæmt skipun Leníns, árið 1918.
„Höfuðsnillingur"
Rússneskir kommúnistar komu
saman við grafhýsið á Rauða torg-
inu 21. janúar sl. en þá vora 74 ár
liðin frá dauða Leníns. Fremstur
Lenín verði „klónaður“
Óvenjulegasta hugmyndin kom
hins vegar frá Igor nokkram Mali-
arov, leiðtoga ungliðahreyfingar
Kommúnistaflokksins. Hann lagði
til að jarðneskar leifar Leníns yrðu
notaðar til einræktunar, Rússland
þyrfti á fleiri slíkum snillingum að
halda á þessum erfiðleikatímum.
Kvaðst hann telja að það myndi
reynast mjög jákvætt fyrir rúss-
nesku þjóðina yrði Lenín „klónað-
ur.“ Hið sama bæri að gera við aðra
borgara sem sýndu viðlíka hæfi-
leika.
Þessari hugmynd andmælti
Tsjúganov kröfuglega og tók fram
að hún væri ekki í samræmi við
stefnu flokksins í málinu.
Míkhaíl S. Gorbatsjov, síðasti
leiðtogi Sovétríkjanna, hefur einnig
séð ástæðu til að tjá sig um málið.
Hann hefur lagt til að ákvörðun
verði frestað til ótiltekins tíma.
Greinilegt sé að djúpstæður ágrein-
ingur sé ríkjandi og óheillavænlegt
sé að raska ró þjóðarinnar á slíkum
erfiðleikatímum.
Ákvörðun á borði Jeltsíns
Deilur, sem eru engu síður ákaf-
ar en ágreiningurinn um múmíu
Leníns, hafa nú blossað upp um
hvað gera beri við beinaleifar keis-
arafjölskyldunnar. I því tilfelli virð-
ist ágreiningurinn þó einkum snú-
ast um peninga; sýnt er talið að
þær kunni að reynast drjúg tekju-
lind verði ferðamönnum til Rúss-
lands boðið að fara að gröf síðasta
keisarans.
Hinn 30. janúar sl. skýrði rúss-
neska ríkisstjórnin frá því að hafið
væri yfir allan vafa að beinin sem
fundust í skógi nærri Jekaterín-
borg árið 1979 og grafin vora upp
árið 1991 tilheyrðu síðasta keisara
Rússlands og fjölskyldu hans.
Höfðu rannsóknir rússneskra,
breskra og bandarískra vís-
indamana á leifunum þá staðið yfir
linnulítið í fimm ár.
Sérstök nefnd hefur verið skipuð
og henni falið að leggja fram tillög-
ur um hvar og með hvaða hætti
beri að koma beinunum fyrir.
Jeltsín forseti mun taka lokaá-
kvörðun í málinu og hefur almennt
verið búist við því að hann úrskurði
að gi-afa beri beinin í Dómkirkju
Péturs og Páls í Pétursborg þar
sem jaðneskar leifar keisara Roma-
nov-ættarinnar hafa verið lagðar til
hinstu hvflu allt frá dögum Péturs
mikla.
Rússneska réttrúnaðarkirkjan
hyggst taka Nikulás II keisara í
dýrlingatölu og talið hefur verið lík-
legt að beinin verði jarðsett 17. júlí
í sumar en þá verða 80 ár liðin frá
því að fjölskyldan var tekin af lífi í
Jekaterínborg. Húsið þar sem
aftakan fór fram var rifið í tíð Le-
oníds Brezhnevs Sovétleiðtoga og
kom það í hlut leiðtoga kommún-
istaflokksins í borginni að sjá um
þá framkvæmd. Sá leiðtogi hét Bor-
ís Jeltsín.
Von um ferðamannagróða
Nú er hins vegar hlaupin snurða
á þráðinn.Yfirvöld í Jekaterínborg
telja að beinin eigi heima þar og
virðist sem ágóðavonin ráði þar
mestu því víst er talið að ferða-
mannastraumur til borgarinnar
muni stóraukast verði keisarafjöl-
skyldan jarðsett þar. Ráðamenn í
borginni styðja mál sitt þeim rök-
um að eðlilegt sé að fjölskyldan,
Nikulás keisari, kona hans Alex-
andra og dætur þeirra þrjár, Olga,
Tatyana og Anastasia, verði lögð tU
hinstu hvUu þar tU að halda
miningu þeirra á lofti og þeim
grimmilegu örlögum sem þau
hlutu. Leifar sonarins, Alexei og
fjórðu dótturinnar, Maríu, hafa
ekki fundist en lík þeirra vora
brennd og af einhverjum ástæðum
skilin frá hinum. Auk þeirra vora
tveir þjónar og matreiðslumeistari
keisarans teknir af lífi í Jekaterín-
borg þar sem fjölskyldan var í haldi
mánuðum saman eftir byltingu
kommúnista í Rússlandi 1917, sem
batt enda á 300 ára valdaskeið keis-
araættarinnar.
í leit að sjálfsímynd
Einhverjum kann að þykja sér-
kennUegt að ákvörðun hvað gera
beri við jarðneskar leifar löngu lát-
ins fólks geti kveikt svo heitar til-
finningar. Við nánari skoðun verður
þó ljóst að þessar deilur era með
öllu eðlilegar. I Rússlandi fer nú
fram sársaukafullt uppgjör við sög-
una og inn í það blandast geysilega
erfitt ástand á flestum sviðum þjóð-
lífsins.
Fáar þjóðir hafa til að bera dýpri
sögulega vitund en Rússar og nú
krefst samfélagsþróunin þess að
sagan verði gerð upp. I rúm 70 ár
laut saga lands og þjóðar fölsunum
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.
Nú leitar þjóðin á vit sögunnar í leit
að sjálfsímynd eftir að hafa horft
upp á valdakerfi kommúnismans
hrynja eins og spilaborg á undra-
skömmum tíma.
Spurningin um hvað gera beri við
múmíu Leníns og leifar keisarafjöl-
skyldunnar er í eðli sínu pólitísk og
fallin til að auka enn frekar óróann
á þessum miklu umbrotatímum. En
undan henni verður tæpast vikist.
Litháen
Gjaldtaka
vekur
reiði
Vilnius. Reuters.
FIMM þúsund Litháar gengu
um götur höfuðborgarinnar
Vilnius í fyrradag til að mót-
mæla gjaldtöku fyrir innan-
bæjarsímtöl ásamt fyrirhug-
aðri einkavæðingu símafyrir-
tækisins og kröfðust afsagnar
forsætisráðherrans Gediminas
Vagnorius vegna málsins.
Staðarsímtöl hafa til þessa
verið ókeypis í Litháen.
Mótmælin vora skipulögð af
Lýðræðislega verkamanna-
flokknum, helsta stjórnarand-
stöðuflokki landsins, minni
stjómarandstöðuhópum og
verkalýðsfélögum. „Gjaldtak-
an á sér hvorki efnahagslegar
né lagalegar forsendur," sagði
þingmaðurinn Stanislavas
Bushkevicius. „Þeir hækkuðu
verðið til að geta selt erlend-
um kaupsýslumönnum síma-
fyrirtækið og til að fá sporslur
í eigin vasa,“ sagði hann.
Rfldsstjóm landsins gaf fyr-
ir skömmu út tilskipun um að
staðarsímtök skyldu kosta 1,4
krónur fyrir hverja mínútu.
Meðallaun í Litháen era um
15 þúsund krónur á mánuði og
meðalellilífeyrir um fimm þús-
und krónur.
Bandaríkin
Tillaga um
bann við ein-
ræktun felld
Washington. Tlie Daily Telegraph.
FRUMVARP sem repúblík-
anar lögðu fram í öldunga-
deild Bandaríkjaþings um al-
gert bann við einræktun
manna var fellt með miklum
meirihluta á fimmtudag.
Flestir stjómmálamenn, þ.á
m. repúblíkanar sem era and-
vígir fóstureyðingum, vilja
ekki hefta einræktunartil-
raunir vegna vísindalegs gild-
is þeirra.
Frumvarpið var lagt fram í
kjölfar fregna um að banda-
rískur eðlisfræðingur, Ric-
hard Seed, hefði í hyggju að
opna einræktunarstofu til
þess að aðstoða ófrjótt fólk
sem vildi eignast börn. Bill
Clinton Bandaríkjaforseti
hefur sagt að hann vilji banna
slíkt, en var andvígur þessu
framvarpi því það gengi of
langt.
Vill Austur-
ríki í NATO
Vín. Reuters.
ÆÐSTI yfinnaður herafla
Atlantshafsbandalagsins í
Evrópu, bandaríski hershöfð-
inginn Wesley Clark, sagði í
gær að eftirsóknarvert væri
að Austurríki gengi í NATO,
hefðu Austumkismenn áhuga
á því.
í ræðu sem Clark flutti í
Vín sagði hann að vegna legu
landsins væri aðild Austurrík-
is eftirsóknarverð. Helstu
ógnirnar við öryggi Evrópu-
ríkja myndu að hans mati
koma úr suðausturátt. „Það
er ljóst að þetta mun hafa
áhrif á Austurríki. Okkur sýn-
ist sem Austurríki muni eiga
eftii' að gegna mikilvægu hlut-
verki í evrópskum öryggis-
málum vegna sögu landsins
og hefða og vegna hernaðar-
lega mikilvægi*ar legu,“ sagði
Clark.