Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐÍÐ LAUGÁRDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 55' FÓLK í FRÉTTUM OG ÞÁ var kátt í höllinni. íslenski dansflokkurinn nýtur þess að halda upp á tímamótin. BJÖRN Bjarnason, Rut Ingólfsdóttir, Einar Örn Benediktsson og Sigrún Guðmundsdótti, listdansari hafa tilefni til að brosa. Sjónvarp í vanda RÍKISSJÓNVARPIÐ liggur oft undir harðri gagnrýni og hefur ekki uppi varnir, enda voldugur miðill sem getur svarað með þögn- inni einni þegar mikið liggur við. En stöku sinnum bregður sjón- varpið á það ráð að lofa almenningi að velja sjónvarpsefni svona til að sanna að dagskrárstjórar séu ekki vitlausari en almenningur. Þetta hefur frá því sjónarmiði tekist mjög vel í þau tvö skipti sem þessi þáttur hefur fylgst með „alibíinu". Gefin eru upp nöfn á þremur kvik- myndum, sem almenningur fær síðan að kjósa um með símhring- ingum, sem síður en svo eru gefn- ar. Sami prís er á símtalinu og á símtali til blautlegrar þjónustu sem svarar ástþyrstum í síma. Ekki er að orðlengja það að kvik- myndavalið samkvæmt símtölum gerir dagskrárstjóra að hreinum gáfnaljósum. Innkaup á kvikmynd- um eru stundum svokölluð pakkainnkaup. Þá fæst ein eða tvær góðar myndir með átta léleg- um í pakka eða svo. Þessar átta myndir eru sumar hverjar hálf- gerðar vandræðamyndir, en það verður að reka fyrirtækið og allt verður að sýna. Nú hefur verið fundin leið til að láta almenning velja þessar úrgangsmyndir og borga fyrir það. Þetta hefur gengið mjög vel og samkvæmt áætlun. Af hverjum þremur myndum hefur al- menningi tekist að velja þá verstu í tvö skipti. Þessi aðferð svifar vandanum frá þreyttum höfðum dagskrár- stjóra í bili, nema ef sjónvarpið ætlar að verða svo alþýðlegt að al- þýðan fái að stjórna því alveg, enda komið hálfa leið inn í R-listann. Eini samanburðurinn, sem þessar lélegu valmyndir sjónvarpsins hafa, eru stöku leikrit íslensk, sem tekin eru til sýninga af góðvinum og glæsimönnum en standa tæpast undii- nafni. Svo er um eitthvert blöðruleikrit, sem nú er verið að sýna og er ekki fóður undir fat. Hins vegar má segja að þar fari kunnáttumenn með hlutverk, svo ekki er með öllu móti lítt til þess vandað. ís- lensk leikritaskrif hafa yfirleitt verið heldur þunglamaleg og hláturlítil og í mörgum tilfellum upprifjun á bókum. Þau hafa oft verið fremur til að færa fram ákveðna tegund skáldskapar en eiga eigið líf. Menn sem hafa komist billega út úr leik- ritun hafa síðan orðið fyrii-mynd nýrra höfunda, svo ekki er von á stórfelldri nýsköpun þótt aðstaða sé til að sýna góð verk. Sjónvarpið gefur tækifæri til sýninga á leikrit- um, en það er ekki nauðbeygt til að halda uppi einhverri aðalsmanna- stétt innan leikhússins. Maður saknar eiginlega alltaf Jóns Viðars þegar barnaskapurinn og þuiTa- di-ýldnin keyrir fram úr hófi. Þótt menn hafi stundum haft við orð að við séum litlir og smáir og ættum jafnvel að hætta að tala ís- lensku vegna þess hvað það er dýrt að halda uppi örlitlu málsvæði, er- um við samt annað veifið á stór- veldis fylliríi út af hinu og þessu sem gengur vel þessa stundina. Við seljum sjávarafurðir og borgum þar há laun, við gerum ævintýra- lega samninga um erfðavísindi og erum framarlega í tölvuþekkingu. En í sjónvarpsmálum erum við fá- tæklegir þiggjendur, sem lútum að litlu. Sé tekið mið af fréttum og þær erlendu stöðvar sem við sjáum hafðar til hliðsjónar, sést vel hvað við erum fátækleg. Nú fer breið- band símans um breiðar byggðir og engin vörn uppi fyrir ís- lenskuna. Við fengum sjón- varp á sínum tíma m.a. til varnar málinu. Nú talar enginn um þau rök lengur. En þau eru enn í fullu gildi. Eina menningarlega vörnin er að efla sjónvarp enn betur en gert hefur verið. Fé til sjónvarps- ins verður að útvega svo það geti staðist aukið álag. Einnig verður að fá einhvern bottt í stjórn sjón- varpsins svo það geti orðið sú brjóstvörn sem því var ætlað í upp- hafi. Ráðlaus strákagengi með poppið að húni standast varla í samkeppni um athygli þegar er- lendu stöðvarnar koma á fullu. Best er að gera sér grein íyrir að- steðjandi vanda í tíma. Eins og er stendur dagskrá sjónvarpsins ekki neinni samkeppni snúning. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Afmælis- dans ► ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýndi Utlaga á föstudaginn var, 6. febrúar. I sýningunni eru þrjú dansverk, Tvístígandi sinna- skipti II og Utlagar eftir Ed Wubbe og Iða eftir Richard Wherlock. Flokkurinn, sem held- ur á árinu upp á 25 ára afmæli sitt, er sagður sterkari en nokkru sinni áður og sýningin hefur feng- ið góða gagnrýni. Það var lfica bros á hvers manns vörum á frumsýningunni svo sem mynd- irnar bera með sér. AUÐUR Bjarnadóttir, leikstjóri og danshöfundur, og Lára Stef- ánsdóttir. Lára dansar í öllum þremur dansverkunum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RUT Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason menntamálaráðherr, þakka Katrínu Ingvadóttur og Cameron Corbett, gestadansara flokksins, fyrir góða sýningu. LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ►13.20 Laugardagssýning- arnar byrja með fínni mynd sem á sínum tíma var sett beint á mynd- band, án viðkomu í kvikmyndahúsi. Hnappastríðið (War of the Buttons, ‘94), er svo sannarlega þess virði að henni sé gefinn gaumur. Þessi írska fjölskyldumynd segir frá unglinga- gengjum í nágrannabæjum sem elda grátt silfur. Rígurinn er einkum til kominn af þeirri sígildu ástæðu að íbúar annars bæjarfélagsins hafa það skár en hinir. Borgarastyrjöld í bros- legu ljósi, þó grunnt sé á alvörunni í þessari vel leiknu allegoríp um stríðsbrölt fullorðinna. Óþekkt krakkastóðið stendur fyrir sínu og myndin rennur ljúflega áfram undir stjórn leikstjórans Johns Robert. ★★★ Sýn ►21.00 Með lögguna á hælun- um (A bout de Souffle, ‘58). Sjá um- sögn í ramma. Stöð 2 ^21.05 Mikil veisla í gangi hér, sjálfur Þjóðhátíðardagurinn dndependence Day, ‘96), vinsælasta mynd síðari ára, og ein mest sótta mynd allra tíma. Stórkostleg afþrey- mg sem í rauninni er gamla og góða vísindaskáldsögulega B-myndin - í sparifotunum. Ógnarleg geimskip, mönnuð fjandsamlegum geimverum birtast á himni og staðsetja sig yfir stórborgum jarðar. Magnaðar brell- ur er aðal hennar ásamt grínaktug- um leik Wills Smith og Bills Pullman. Mikil skemmtun, en sjálfsagt aðeins svipur hjá sjón í imbakassanum. ★★★ Sjónvarpið ►21.15 Tvíburar (Twins, ‘88) ★ ★★, var feykivinsæl á sínum tíma, besta gamanmynd hasarmyndahetjunnar Arnolds S., og um leið Akkilesarhæll á ferli hans all- ar götur síðan, því myndin gerði það að verkum að vöðvabúntið fékk þá flugu í kollinn að hann væri gaman- leikari af guðs náð harðhausaaðdá- endum til ómældrar skelfingar. Tví- burar (Arnold og Danny De Vito þeir ólíklegustu í sögunni) er skólabókar- dæmi um vel heppnaða aulafyndni og (var) hin besta skemmtun. Spurning hvernig hún hefur elst. Stöð 2 ►23.00 Franska myndin Hatur (La Haine, ‘95), er fræg verð- launamynd um örlagaríkan dag í lífi þriggja, ungra, Parísarbúa sem lenda í átökum við lögregluna. Einn er þeldökkur, annar gyðingur, sá þriðji arabi. Dagurinn endar með skelfingu. Grimm, forvitnileg og hatursfull mynd sem vakti hvarvetna mikið rót og umtal. Með Vincent Cassell, Hu- bert Koundé og Said Taghmaoui. Leikstjóri Mathieu Kassovitz. ★★★ Sjónvarpið ►23.05 Martröð (A Nightmare Come True, ‘95), er nýleg forsýningarmynd, gerð fyrir sjón- varp af Christopher Leitch. Unga konu dreymir um afdrif móður sinn- ar, sem er horfin. Spurning dagsins. Með Gerald McRaney, og, viti menn, Shelley litlu Fabares, sem í eina tíð stytti öðlingunum Elvis Presley, Bobby Darin, Fabian og Tab Hunter stundir í mestanpart afar laklegum B-myndum, einkum í bragganum við Skúlagötuna. Síðan hefur nánast ekkert til stúlkunnar spurst. Stöð 2 ►0.35 Seint og um síðir fá- um við svo tækifæri til að sjá hina kynngimögnuðu Gloriu, (‘80), eftir- minnilega „konumynd" í hasar- myndageiranum, frá tímum þegar slíkt var einsdæmi. Það er enginn annar en John Cassavetes sem stýiir sinni einkaspúsu, Genu Rowlands, með miklum glæsibrag í hlutverki óforbetranlegs kvenskass sem bjarg- ar lífi sjö ára drengs undan böðlum Mafíunnar. Rowlands er rosaleg í hlutverkinu. Guð hjálpi Sharon Stone, sem um þessar mundir er að reyna að fara 1 fótin hennar í endur- gerð þessarar frumlegu og spennandi hörku harðhausamyndar. ★★★ Stöð 2 ►2.35. Orlando, (93), er „öðruvísi" mynd, gerð eftir sögu skáldkonunnar Virginiu Woolf um Orlando, sem þraukar af gegnum aldirnar, ýmist sem karl eða kona. Sally Potter leikstýrir Billy Zane. ★ >/2 Sæbjörn Valdimarsson Háreistur bautasteinn B-myndanna Sýn ►21.00 Enginn skyldi saka Sýn um menningarleysi myndbandaleigunnar í kvöld, hér er boðið upp á enga aðra en frönsku myndina Með lögg- una á hælunum (A bout de Souffle ‘59), myndina sem hratt af stað, öðrum fremur, frönsku nýbylgjunni, nouvelle vague, leikstýrt af einum upphafs- manni hennar, Jean-Luc God- ard, eftir söguþræði annars; Frangois Truffaut. Þessi, á yf- irborðinu einfalda mynd, um smákrimma (Jean Paul Belmondo) á flótta eftir löggu- morð, var um árabil einhver mesti áhrifavaldur kvikmynda- gerðarmanna, sem í hrönnum reyndu að líkja eftir hinum frjálslega og einkar fyrirhafn- arlausa stíl Godards. Godard gerði þessa fyrstu mynd sína til heiðurs bandarískum B- myndum, og verður ekki annað sagt en hún sé verðugur bauta- steinn um þá merkilegu fram- leiðslu. Jean-Paul Belmondo heiðrar annan, háamerískan þátt kvikmyndasögunnar, sjálf- an Humphrey Bogart, með því að feta í fótspor meistarans. Hann varð heimsfrægur fyrir ógleymanlega, kæruleysislega túlkun sína á bófanum, sem í meðförum hans varð einskonar prins í myrku ævintýri. Hin ógæfusama, bandaríska leik- kona, Jean Seberg, gefur hon- um lítið eftir sem stúlkan sem selur New York Herald Tri- bune, á Champs Elysées (ef minnið svíkur mig ekki), og verður örlagavaldur í lífi hans. Mynd sem allir kvikmyndaá- hugamenn verða að eiga í minningunni. ★★★★ I t V S S % t, \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.