Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndamolar ► ÁRIÐ 1898 var þegar byrjað að gera bláar kvikmyndir, en það var ekki klámið sem varð til þess að kröfur væru settar fram um kvik- myndaeftirlit í Bretlandi heldur var það mynd um ost! Kvikmyndagerðarmaður, Charles Urban að nafni, sérhæfði sig í vísindalegum kvikmyndum. Hann kvikmyndaði bita af Stilton osti í gegnum smásjá og sýndi myndin að osturinn væri uppfullur af bakteríum eins og allir góðir Stilton ostar eiga að vera. Ostagerðarmenn í Bretlandi voru ekki mjög hrifnir. Þeir óttuð- ust að fólk sem sæi myndina hætti að borða ost og kröfðust þess að myndin yrði tekin af markaðinum. ► „Central Casting" var nafnið á hæfileikaskrifstofunni sem veitti verðandi stjörnum og aukaleikur- um, sem ekki voru á samningi, vinnu í Hollywood. Það sóttu svo margir um vinnu hjá skrifstofunni árið 1930 að skilti var hengt út í glugga sem á stóð: „Ekki reyna að gerast leikari. Fyrir hvern sem við veitum vinnu þurfum við að senda þúsundir í burtu.“ ► Woody Allen hefur þetta að segja um endurholdgun: „Ef ég sný aftur eftir dauða minn, þá vil ég verða fingurgómamir á Warr- en Beatty." ► Hljómar Terence McQueen eins og Steve McQueen? Líklega ekki. Og það er ömggt að Jane Russel hljómar miklu betur en Ernestine Russel, sem var raunveralegt nafn hennar. Aðrar stjörnur sem hafa breytt um nafn em m.a. Ruth Davis, sem varð síðar Bette; Margarita Cansino, sem var betur þekkt sem Rita Hayworth; Diana Dors hét réttu nafni Diana Fluck; Allen Konigsberg, sem heitir í dag Woody Allen; Julius Marx, breytti nafni sínu í Groucho; Archibald Leach hljómar ekki alveg eins sið- fágað og Cary Grant; Frances Gumm breytti nafni sínu í Judy Garland og Maurice Micklewhite fannst Michael Caine passa betur við sig. ► Groucho Marx var einu sinni staddur í lyftu í Montreal, þegar prestur kom til hans, tók í hönd- ina á honum og sagði: „Ég vil þakka þér fyrir alla þá gleði sem þú hefur veitt heiminum." „Og ég vil þakka þér, faðir,“ hreytti Groucho út úr sér, „fyrir alla þá gleði sem þú hefur tekið frá hon- um.“ ► Eftir að hafa séð kvikmyndina „Samson og Delilah“ sem var með Victor Mature og Hedy Lamarr í aðalhlutverkunum var Groucho Marx spurður um hvað honum fyndist um myndina. Hann svaraði að bragði: „Þú getur ekki ætlast til að áhorfendur hrífist af mynd þar sem bijóstin á aðalkarlleikar- anum eru stærri en brjóstin á kvenleikaranum." ► Noel Coward var í Hollywood þegar hann frétti að frekar vit- grannur leikari, sem hann þekkti lítillega, hefði framið sjálfsmorð. „Hvemig drap hann sig?“ spurði Coward. „Skaut sig í höfuðið," var honum sagt. „Hann hlýtur að hafa verið frábær skytta,“ var svar Cowards. Pakistanskar vörur 50% afsláttur Háholti 14, Mosfellsbæ (annar elgandi, áður Karatchl, Ármúla) Síðir leðurfrakkar, jakkar, koparstyttur, kínasilki, kasmír ullarmottur, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið í dag frá kl. 12-16. Verið velkomin! Símar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). FOLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Halldór ÁRNI Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, þakkar áhorfendum góðar undirtektir á leikafmælinu. vinsælasti og dáðasti leikari þjóðarinnar, sté fyrst á svið. Hann sagði Guðmundi Ás- geirssyni frá ferlinum, leiklistinni og síðast en ekki síst Lilla klifurmús. Hlátur er lækning án aukaverkana Pess var minnst á sýningu á Fjórum hjörtum í Loftkastalanum fyrir skemmstu að 50 ár eru liðin síðan —7--------------------------- Arni Tryggvason frá Hrísey, einn ÖRN Árnason óskar föður sínum til hamingju. Hallur Helgason leikstjóri hlær dátt í bakgrunni. Árni segist fyrst hafa „séð“ leikritið Dýrin í Hálsaskógi með Sigga og Erni í hlutverkum Lilla og Mikka. Og þá fyrst hafí hann áttað sig á hvað leikritið var skemmtilegt. BALTASAR Kormákur flutti ávarp. Árni, Rúrik Haraldsson, Bessi Bjarna- son og Gunnar Eyjólfsson hlýða glaðbeittir á. 50 ára leikafmæli Árna Tryggvasonar INÓVEMBER í fyrra voru 50 ár liðin frá því Árni Tryggvason fór með sitt fyrsta hlutverk í leikhúsi. Þetta hefur verið tíma- bil mikilla breytinga á Islandi, bæði í leikhúsinu sem annars staðar. Það er því án efa margs að minnast frá svo löngum ferli. Til að byrja á byrjun- inni var Árni beðinn að segja frá námi sínu og undirbúningi fyrir leik- listarferilinn. Leiklistarnám fyrir hálfri öld „Eina námið sem ég hafði áhuga á var leiklistamám. Tii að geta stundað það flutti ég frá Borgarfírði eystra, þar sem ég hafði unnið innanbúðar í tvö og hálft ár, og fór að vinna í kjöt- búð í Reykjavík. Ég samdi við yfir- mann minn, Tómas Jónsson, um að fá að hætta snemma þegar þess var þörf, og byrjaði að læra ieiklist. Ég lærði hjá Lárusi heitnum Páls- syni, sem var með yfirgripsmikil leik- listarnámskeið á þessum árum. Þar voru menn sem kenndu okkur að tala og hreyfa okkur, auk þess sem Lárus sá sjálfur um leiklistarkennsluna. Það voru einhver önnur leiklistar- námskeið í boði, en þetta var það eina sem okkur fannst vera alvöru skóli. Þarna var ég í þrjá vetur, frá 1946- 48. Lárus var fjölhæfur leikhúsmað- ur og góður kennari. Þetta var eina markvissa námið sem ég stundaði í leiklist." Réttu megin við núllið Árni var spurður hvort það væri ekki undariegt að horfa yfir farinn veg og sjá hversu langur hann væri orðinn. Hálf öld virðist nefnilega langur tími þegar horft er fram á við, en ekki endilega þegar litið er til baka. „Það er mikil reynsla að hafa stundað leiklistina í gegnum súrt og sætt allan þennan tíma. Fyrsta verk- ið sem ég lék í var gamanleikur sem hét ,Blúndur og blásýra". Ég tók við af manni sem veiktist snögglega og þurfti að læra hlutverkið samdægurs. Ég lék hlutverk lögregluþjóns sem átti sér framadrauma í leiklistinni. Þetta var 26. nóvember 1947. Ég hef ekki tölu á hlutverkunum sem ég hef leikið síðan. Þegar Baltasar Kormákur nefndi fjöldann, í ávarpi sem hann hélt í tilefni afmæl- isins, ætlaði bara að líða yfir mig. Ég hafði ekki hugmynd um að þau væru orðin svo mörg. Þau hafa verið alla- vega. Stór, smá, í gamni og alvöru. í huganum hef ég verið að gera upp reikninginn eftir þessi fimmtíu ár og trúi því að ég sé, þegar allt kemur til alls, réttum megin við núllið. Það myndi teljast gott eftir fimmtíu ár í útgerð." Lilli klifurmús áhrifamestur Ami er þekktastur fyrir gaman- leik. Það hefur oft brunnið við að menn festist í gamanhlutverkum og eigi erfitt uppdráttar í öðrum hlut- verkum upp frá þvi. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að Árni hafi getað lagt stund á dramatískari leik- list. En bamaleikritin sem hann tók þátt í eru ofarlega í huga margra. Þeir era t.d. fáir sem ekki hafa heyrt hann eða séð í hlutverki Lilla klifur- músar. „ímynd mín út á við er ímynd gam- anleikarans. Það er algengur mis- skilningur að gamanleikur sé á ein- hvern hátt léttari eða léttvægari en dramtískari leikur. Ég hef áreiðan- lega upplifað minnst jafnmargar and- vökunætur yfir gamanhlutverkum og hinum alvarlegri. Það er enginn vandi að koma fólki til að hlæja hol- um hlátri. En að koma fólki til að hlæja frá innsta hjartans grunni, það er mikill vandi. Þetta á sérstaklega við um Islendinga, en þegar það tekst, þá er gaman að vera til. Lækn- ir nokkur sagði mér einu sinni að sem gamanleikari væri ég miklu meiri læknir en hann gæti nokkurn tíma orðið. Hlátur sem kemur frá hjart- anu hefur lækningamátt á við sterk- ustu meðul, en engar aukaverkanir. Stundum kallaður Lilli Hlutverk mín í barnaleikritum hafa sennilega haft mest áhrif út á við. Mér varð minnisstætt að hitta konu á förnum vegi. Hún var með barnaskara með sér, vék sér að mér og sagði: „Það var nú gott að ég sá þig drengur minn. Ég hef lengi ætlað að skamma þig.“ „Nú,“ sagði ég. „Þekkjumst við eitthvað?" „Nei,“ sagði hún. „Ég þekki þig bara sem leikara. En ég þarf að skamma þig fyrir þessa piötu með „Dýrunum í Hálsaskógi". Nú hef ég þurft að hlusta á hana átta sinnum á dag í átta ár [samtals 23.362 sinnum]. Þetta er að gera mig brjálaða." Ég skiidi hana vel. Stundum er ég kallaður Lilli enn þann dag í dag. Mér dettur ekki í hug að taka því illa. Þvert á móti finnst mér það mjög vinalegt, því ég veit að fólki þykir vænt um Lilla klifurmús. Barnasýningarnar eru oftast fyrstu kynni fólks af leikhúsi. Þar kemur í ljós hvort það hefur áhuga fyrir leikhúsinu eða ekki. Það hafa margir komið tii mín og sagt mér að það væri barnasýningunum að kenna - eða þakka - að þeir væru orðnir leikhúsmenn í dag.“ Börn harðir gagnrýnendur Það er ekkert vafamál hvaða leik- skáld er stjarna íslensks barnaleik- húss. Thorbjörn Egner hefur höfðað svo sterkt til íslenskra barna á öllum aldri í gegnum tíðina, að passað er upp á að hver kynslóð geti notið sýn- inga á verkum hans. Bai'naleikritun er þó engin barna- leikur. „Það er gríðarlega erfitt að lgika fyrir börn. Þau eru hörðustu gagnrýnendur sem til eru, því ef þau missa athyglina af sviðinu í augna- blik, þá eru þau strax farin að gera eitthvað alit annað. Ég hafði alrei séð „Dýrin í Hálsaskógi" fyrr en ég horfði á Örn og Sigga í hiutverkum Lilla og Mikka. Þá íyrst áttaði ég mig á því hversu skemmtilegt leikrit þetta væri í raun og vera. En upp- setningin var allt önnur en í gamia daga. Reyndar var gaman að því að Torbjörn Egner var svo ánægður með uppsetningu Klemensar Jónson- ar leikstjóra að hann gaf allar tekj- urnar af höfundarréttinum í sjóð sem síðan var notaður til að styrkja ís- ienska og norska leikara til skiptis. Hann sagði að sýningin væri alveg eins og hann hefði séð hana fyrir sér. Hitti Thorbjörn Egner Við fórum eitt sinn í leikferð til Noregs með „Galdra-Loft“. Thor- björn bauð leikflokknum í heimsókn og tók á móti okkur öllum eins og kóngafólki. Höfundinum fannst gam- an að sjá hver léki Lilla klifurmús á Islandi og það kom í ljós að hlutverk- ið var gjarnan leikið af stúlkum í Noregi. Thorbjörn var óskaplega indæll maður og það var gaman að hitta hann. Lilli er því sennilega sú per- sóna sem hefur haft mest áhrif, bæði út á við og á mitt eigið líf. Hann er orðinn rótgi'óinn hluti af þjóðinni. Ungt fólk sem er að ala upp börn í dag spilar „Dýrin í Hálsaskógi" fyrir börnin sín, vegna þess að foreldrar þein'a spiluðu þetta fyrir þau. Þetta myndi ekki gerast nema vegna þess að leikrit Thorbjörns Egners eni klassík. Þetta eru sennilega einu klassísku barnaleikritin sem við þekkjum. Börnin lifa sig fullkomlega inn í persónurnar. Einu sinni var Mikki að elta mig fremst á sviðsbrúninni. Hann var al- veg að ná mér þegar lítill drengur stóð upp af fremsta bekk og sagði: „Komdu Lilli minn, ég skal bjarga þér.“ Svona augnablik koma við hjartað í manni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.