Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 28
CiQ
28
*W[ íiA’! i'l .m Ji'/OAdn/.O'IA.I
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
aiGAJa'/ÍUOHOIVI
MORGUNBLAÐIÐ
Hj artsláttur
í Vínartakti
Vínarball í fullum skrúða er nýjung í
skemmtanalífí Kaupmannahafnar og það
undir tónsprota Peter Guth, sem er Islend-
ingum að góðu kunnur. Og Sigrún Davíðs-
dóttir sá að Danir eiga ekki aðeins fótlaga-
skó heldur líka dansskó.
DANIR hljóta að vera verst
klædda þjóð í Evrópu,"
varð ítalskri ferðakonu að
orði, þegar hún hafði gengið upp
og niður Strikið fyrir nokkru.
Hún hefði hins vegar átt að vera á
Vínarballi skemmtihljómsveitar
danska útvarpsins nýlega, því þar
kom í ljós að Danir eiga líka fín
föt og kunna að gera sér glaðan
dag með glæsibrag á Vínarvísu.
Vínarballið var auglýst sem
stærsta Vínarball norðursins og
það er vart fjarri lagi, því yfír
þúsund manns svifu yfír dansgólf-
íð við himneska Vínartónlist, sem
fiðlarinn og stjórnandinn Peter
Guth stjórnaði. Og Vínartónlist-
arunnendur geta farið að hlakka
til, því hann segist munu verða á
íslandi að ári.
19. aldar saga: Úr menúett
í valsatakt
Frá því á tímum Endurreisnar-
innar og fram á síðustu öld var
menúettinn dans þeirra fínu og
fáguðu. Til að ná tökum á honum
svo bragur væri að var nauðsyn-
legt að hafa dansað menúett frá
blautu bamsbeini. Hann helgaðist
af fínlegum hreyfíngum, reglu og
nákvæmni og stéttaskiptingin
hélst á dansgólfinu, þar sem þess
var vandlega gætt að aðeins þeir
jafntignu mættust. Bændadurgar
og annar almúgi flengdist hins
vegar um í grófum sveifludönsum,
þar sem haldið var þéttingsfast um
mitti dömunnar og henni snúið og
sveiflað. Dans af þessu tagi þreifst
í tryggilegrifjarlægð frá ströngum
augum kirkju og veraldlegra yfír-
valda, sem ekki þoldu frelsi og
jafna, nána samveru eins og fólst í
valsinum og dönsum skildum hon-
um.
Menúettinn féll með virkjum að-
alsmannanna og borgararnir
sveifluðu sér í vals, sem varð birt-
ingarmynd hugmynda frönsku
byltingarmannanna um frelsi,
jafnrétti og bræðralag. Líkt og
hugsjónir frönsku byltingarinanr
lagði valsinn Evrópu undir sig.
Haustið 1814 fram á sumar árið
eftir var ekki aðeins lagður póli-
tískur grunnur á Vínarfundinum
að Evrópu 19. aldar, heldur einnig
að dansmenningunni, því fulltrú-
arnir sem á daginn kepptust við að
draga ný landamæri eftir Napóle-
onsstríðin komust ekki hjá að
verða varir við straum Vínarbúa á
danssamkomur. Sagt er að á
hverju kvöldi hafí fimmtíu þúsund
manns, fjórðungur Vínarbúa,
dregið dansskó á fætur sér til að
skunda á danshús. Á nýja kortinu
var þýska sambandsríkið, Rúss-
land með Pólland og mestan hluta
Finnlands, Belgía og Holland sam-
einuð, Svíar héldu Noregi og heim
fóru fulltrúamir með kortið og
valsana, sem farið var að kenna við
Vínarborg. Straussfjölskyldan
treysti veldi Vínarvalsanna og
betri borgarar jafnt sem almúginn
dansaði á þessum eina rétta Vínar-
takti.
‘68-kynslóðin í vals
Kannski má segja að æskulýðs-
uppreisn sjöunda og áttunda ára-
tugsins hafa snúist gegn stöðnuð-
um lífsformum og þá líka stöðnuð-
um dansformum eins og valsi.
Fæstum hefði víst dottið í hug fyr-
ir 25-30 árum að Vínarball með
ballkjólum og smóking ætti eftir
að höfða til Kaupmannahafnarbúa,
því það er óravegur frá
hippamussum, heimalituðum tau-
bleyjum, fótlagaskóm, hristingi og
popphossi án fasts dansfélaga yfír
í fullan ballskrúða og hneigingar.
Kannski er áhuginn nú á Vínar-
ballinu enn ein vísbending þess að
‘68-umrótið var ekki annað en
dulitlar klaufskvettur í dekurróf-
um eftirstríðsáranna.
En burtséð frá allri þjóðfélags-
greiningu þá var Vínarball danska
útvarpsins stórskemmtilegt. Þó
það hljómi ekki glæsilega að það
var haldið í Forum, nokkurs konar
Laugardagshöll þeirra í Höfn, en
reyndin var önnur. í tilefni kvöids-
ins hafði helmingur gólfsins verið
gerður að stærsta dansgólfi í
ÞESSI glæsikona hafði ekki aðeins fundið kjól af viðeigandi gerð og sett hárið upp í sama stíl, heldur var
herrann eins og sniðinn að henni með hanska og í kjólfötum og kunni að bukkta sig á réttan hátt.
Hvað veldur andlitslömun?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Fyrir tæpum þremur
mánuðum varð ég máttlaus í and-
liti, frá auga og niður í munnvik
hægra megin. Ég fékk svipuð ein-
kenni árið 1992 en lagaðist þá eftir
um það bil fjóra mánuði. Spuming-
in er því þessi: Hvað veldur þess-
ari andlitslömun og er eitthvað til
ráða?
Svar: Andlitslömun er ekki óal-
gengt fyrirbæri en í flestum tilfell-
um er orsökin óþekkt. Venjulega
kemur þetta skyndilega, byrjar
stundum með verk við eyrað og
lömunin nær hámarki á 1-2 dögum.
Lömunin getur verið mismikil, frá
því að vera dálítið máttleysi og upp
í algera iömun. Útbreiðslan er
einnig mismikil og í versta falli er
truflun á munnvatnsmyndun,
bragðskyni og táramyndun og ef
lömunin nær til smávöðvanna í
miðeyra getur heym orðið óeðli-
lega mikil. Ekki er um að ræða
truflun á snerti- eða sársaukaskyni
þó að sumum finnist andlitið vera
þungt og dofið. Viðkomandi helm-
ingur andlitsins verður flatur og
svipbrigðalaus, munnvikið lafír og
erfítt eða ómögulegt getur verið að
loka auganu. Minnkuð táramyndun
og erfiðleikar að loka auganu geta
skapað hættu á þornun hornhimnu
sem mundi skaða augað og þarf
stundum að nota gervitár og líma
augað aftur á nóttunni. Allt þetta
stafar af truflun á starfsemi andlit-
staugarinnar sem kemur frá mið-
taugakerfinu, gengur í gegnum
gagnaugabeinið og dreifist síðan til
vöðva og kirtla. Eins og áður sagði
er þessi sjúkdómur í tauginni í
flestum tilfellum af óþekktri orsök.
Stungið hefur verið upp á veiru-
sýkingu (t.d. með herpesveiru) eða
truflun á ónæmiskerfinu, en ekkert
slíkt hefur verið sannað. Einstaka
sinnum er þó um að ræða þekkta
ástæðu og má þar helst nefna brot
á gagnaugabeini, sýkingu (mið-
eyrnasýkingu, hettusótt, heila-
himnubólgu o.fl.), æxli, sykursýki,
vanstarfsemi skjaldkirtils eða al-
næmi. Sumir telja að andlitslömun
geti stafað af kulda og trekk. Sumt
af þessu getur þurft að útiloka eða
lækna og er því nauðsynlegt að
fara til læknis strax og vart verður
við andlitslömun. Ef um máttleysi
en ekki algera lömun er að ræða
lagast þetta nær alltaf á nokkrum 1
vikum eða mánuðum. Þegar um al- :
gera lömun er að ræða eru horf-
urnar ekki alveg eins góðar. Hár
aldur, óeðlilega mikil heyrn og
mikill verkur í upphafi gera horf-
urnar einnig verri. Eina lyfjameð- i
ferðin sem hugsanlega hjálpar er
að gefa steratöflur (sk. barksterar)
í stuttan tíma, en ekki hefur verið
sýnt fram á að slík meðferð geri
alltaf gagn. Sjúkraþjálfun getur
hjálpað til að hindra stífnun og
rýrnun á vöðvum í andliti og getur
bætt líðanina meðan lömunin
----------------------------------1