Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ I UPPSKRIFTIN iV Kálfahryggvöðvi Saltfisksþynnur á tómatkremi 50 g þykk saltfiskshnqkkastykki _______14 tómatar úr dós_________ 5 hvítlauksrif 1 msk tómatpúrré 1 búnt basilikum 1 dl sérrí edik 2 dl olífuolía 1 tsk sykur_______________ _____________hvítur pipar________________ 2 dl sýráur rjómi Takið tómatana og maukið, ásamt tómatpuré, basilíkum, hvítlauk, ediki og sykri. Blandið vel saman í mjúka blöndu, hellið ólífuolíunni í mjórri bunu í á meðan, og blandið vel saman við. Kryddið og setjið sýrða rjómann saman við. Framreitt á eftirfarandi hátt: Berlín 1996 Morgunblaðið/Hilmar B. Jónsson ______________10 g tímjan_____________ ________4 skammtar salt og pipar______ ____________10 q sykur____________ 40 ml qóð matarolía Takið endana af kúrbítnum og skerið í teninga, saxið laukinn smátt. Kjamhreinsið paprik- una og skerið í teninga. Merjið hvítlaukinn og skerið eggaldinið í teninga. Hitið olíuna og ljósbrúnið eggaldinið, bætið paprikunni, tómötunum, lauknum, kúrbítnum og að endingu hvítlauknum út í. Kryddið með salti og pipar, tímjan og sykri, sjóðið við vægan hita og að end- ingu er ólífuolíunni bætt í. Gefið með saltfiskþynnunum. Komið köldu ratatouille fyrir á miðjum disk og leggið jöklasalat á og dreypið sósuni yfir og strá- ið graslauk ofan á. Skerið saltfiskinn hráan, hálffrosinn. RatatouiIIe ________300 q kúrbítur__________ ________275 a laukur____________ 400 g qraen pqprika__________ 530 q tómatar í dós ____________ 15 q hvítlaukur_____________ 300 q eqgaldin 75 ml olía öllu fram sem hefur komist upp í munninn á mér. Bragðið mikið, þó fínlegt, þungt en svo undarlega létt, villt en þó svo vel tamið; full- komin, mótsagnakennd heild. Mér leið svo vel að mér fannst ég geta dáið; ég hefði þegar bragðað það sem er best í heiminum. Einu sinni sá ég það sem mér finnst fegurst alls í heiminum og einu sinni heyrði ég það sem hljómar betur en nokkuð annað í mennskum heimi. Hvað er þá eftir? Jú, næsti réttur, gjörið svo vel. Agúrku- og brennivínskrap. Maukaðar agúrkur, brennivín, sykur og eggjahvítur. Semsagt krap, framreitt í út- skornum klakaskálum sem voru svo nákvæm- lega eins og krapið að þegar ég var búin með það, gerði ég tilraun til að bryðja skálina. Þetta krap var furðuleg lífsreynsla. Það hafði ekki bragð, heldur ilm. Ilm sem leið eftir einhverjum leynigöngum frá munninum og fyllti upp í þefskynið. Og einhvern veginn allt inni í manni hrópaði: Meira! Meira! Meira! Eg hafði gleymt púrtvíninu. En það var allt í lagi. Ég drakk ævi- skammtinn af því eitt kvöld á unga aldri. Dreif bara í að ídára hann - og hef ekki þurft að hafa áhyggjur af púrtvíni síðan. Tvö úr jarðdýraríkinu Hellt í glösin. Beaume Marconnets Premier Cru 1991. Nú er það rautt. Minn litur. Afar gott rauðvín. Og alikálfurinn borinn í salinn: Kálfahryggvöðvi með andalifur og sveppamauki. Vafið í grísanetju og ofnbakað. Borið fram með madeirasósu, ostrusveppum og eplakompt (eplamauki). Kálfakjöt er, eins og saltfiskur, nátengt erf- iðum bemskuminningum. Ég var einu sinni í sveit á stóru heimili þar sem kálfum var slátr- að eftir „behag“ og svo var alltaf siginn fiskur í hádeginu og kálfakjöt á kvöldin. Hef ekki borðað það síðan - ekki einu sinni á Italíu. Þetta var algert „ðvö“ í sveitinni. En á hátíðarkvöldi matreiðslumeistaranna hafði einhverjum allt öðrum kálfi verið slátr- að. Það var góður kálfur. Mjúkur kálfur. Al- ger eðalgripur. Svona eiga kálfar að vera. Það var sælubragð af honum og madeirasósan var ein af þessum sósum sem maður geymir uppi í sér; leyfir henni að fjara hægt, svo hægt, út - eftir hvem bita. Ég hafði hlotið bót meina minna hvað varðar saltfisk og kálfakjöt. Það eykur nú aldeilis möguleikana á fjölbreytni í eldamennsku á meðan maður er að baxa við að ljúka barnauppeldi. Orðið heldur betur kátt í höllinni, borðin hreinsuð eins og hendi væri veifað og næsta rauðvíni hellt í glösin; Cape Mentelle Shiraz 1994 frá Ástralíu. Ég, sem þykist finna svaka mun á frönskum og áströlskum vínum, fann engan mun. Þetta var indælt rauðvín - og hamingja mín til munns og maga orðin svo LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 27 mikil að mér hefði verið alveg sama þótt það kæmi úr öðru sólkerfi. Næst á dagskrá fjallarjúpa. Ég hef aldrei borðað rjúpu og hélt ég ætti það aldrei eftir... Man alltaf „Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær ...“ Ég á mömmu sem er brjálæðislega dramatísk og þegar ég var að læra skólaljóðin í bamaskóla bað ég hana einu sinni að út- skýra fyrir mig ljóð - sem var um rjúpu. Síðan borða ég ekki rjúpu, því að í mínum huga er rjúpan mennsk. Én hér lá á disknum fyrir framan mig ofn- steikt rjúpubringa borin fram á röstikartöflu (sem em rifnar kartöflur steiktar í klatta) og annað meðlæti var gulrætur, bygg, hirsigrjón, villisveppir, spínat, blaðlaukur og rjómasósa. Og af því að maður kann sig í góðum veisl- um, bragðaði maður auðvitað á rjúpunni. Bragðið var eins óskaplega fallegt og gott og fuglinn sjálfur. Meðlætið var kynngimagnað og það myndi ég gjarnan vilja borða aftur og aftur. En það þarf eitthvað annað og meira en gott bragð til að ég losni við rjúpukomplexinn. Eftirleikir Fyrri eftirréttur kvöldsins bar heitið Osta- leikur. Samsettur úr parmesanlaufabrauði, krydduðum fetaosti, stiltonosti og port salut osti. Meðlæti var græn paprika með ristuðum brauðteningum og furuhnetum. Otrúlega fínlegur ostaréttur borinn fram með meira af ástralska rauðvíninu. Hann var svo fallegur á diski að maður ætlaði varla að tíma að stinga í hann áhöldunum og gæða sér á honum. En svo lét maður slag standa og varð ekki fyrir vonbrigðum. Laufabrauðið sem búið var til úr parmesanosti var feikigott og hinar mildu furuhnetur héldu sínu, þótt all- ir þessir ostar væru að slást við þær um pláss- ið í bragðskyninu. Eins og hún amma mín hefði sagt: Þetta var virkilega „elegant" rétt- ur. Seinni eftirrétturinn var sætur. Ber nafnið Berlín 1996 og var verðlaunadesert á ólymp- íukeppni kokkalandsliðsins í Berlín 1996. Hann er gerður úr Chartreause og súkkulaði- mousse í jacondakex-þríhyrningi, kunkatá- vöxtum í hvannasírópi og er borinn fram með valhnetukremsósu og nougatvöfflu. Með þessu var borið fram sérvín; Cockbum Speci- al Réserve, og nú small allt saman. Kvöldið var eins og flókin saga þar sem réttirnir voru „klú“ og þegar seinni eftirrétturinn kom, svo gómsætur en tempraður, var myndin heil, kvöldið fullkomnað, sagan spennandi, vel skrifuð og góð. Og svo hölluðum við okkur aft- ur í stólunum og nutum þess að dreypa á kaffi og sumir á Grand Marnier, aðrir á Renault Carte Noire Extra koníaki á meðan við maul- uðum fyllta konfektmola með ýmsum bragð- tegundum og marsipanhjúpaða kökumola inn í nóttina sem ennþá var ung og langt frá því að vera tæmd til botns. biður þig að gæta barnanna, þau i leika að teningum sem er tákn í nýiTa gilda, nýrrar hugsunar. i Lerkitréð sem vex út úr brjósti s þínu merkir „skrúða þöll“ eða skarti prýdda konu og að þú rífir tréð út er merki um að þú viljir flýta þessari breytingu, runninn er það sem var. I seinni drauminum ertu komin á skrið í þessu þroska- ferli (að synda í höfninni, en höfnin og hafið er ígildi sálar- innar). Þú (konan með þér er fylgja þín eða Animus) ert nú ; jafnoki þeirra karlmanna sem þú gast ekki metið þig við áður 1 (karlarnir í bátnum og höfn- inni). Þessi vitundarvakning (hafið rís) gerir þig órólega en þú ert óttalaus og heldur áfram. Lok draumsins tala um sam- band þitt við þína nánustu sem skilja ekki umskiptin (móðir þín er hnípin og Hulda merkir eitt- hvað sem er hulið eða í fjar- lægð, þær sjá þig ekki). Miðinn merkir að þú þurfir að aðlaga þig aðstæðum og líkt og í aug- lýsingum, vera blátt áfram í fasi og tala skýrt og skorinort. Þeir lesendur sem vilja fá drauma sfna birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík SPURT ER Hverjir voru levítar? MENNING - LISTIR 1. Þjóðleikhúsið frumsýndi í vik- unni leikritið Meiri gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hverjir fara með hlutverk söguheijanna í sýningunni, Orms og Ranúrs? 2. Hléið á frumsýningu á Ástar- drykknum eftir Donizetti í ís- lensku óperunni á dögunum dróst á langinn. Hvers vegna? 3. Á Listahátíð í Reykjavík í sum- ar mun listamaður sem hér á landi er betur þekktur sem þjóðhöfðingi sýna verk sín, meðal annars hökla og altaris- klæði. Hver er listamaðurinn? SAGA 4. I íslandssögunni er getið um eina sjóorrustu, sem háð var hér á landi. Hver var hún? 5. Hver var fyrsta konan sem kjörin var forseti þjóðar í lýð- ræðislegum kosningum? 6. Hvaða drykkur var bannaður í Bandaríkjunum árið 1775? LANDAFRÆDI 7. Innsveit Breiðdals í Suður- Múlasýslu skiptist í tvo dali. Ilvað heita þeir? 8. Hvaða ríki í Bandaríkjunum er kallað „Sunshine State“? 9. Hvað heitir höfuðborg Brasilíu og hver var höfúðborg landsins áður en núverandi höfuðborg var reist? ÍÞRÓTTIR 10. Vala Flosadóttir setti glæsilegt heimsmet í stangarstökki inn- anhúss nú nýverið. Hve hátt stökk hún? 11. Hvaða íslenski knattspyrnu- maður lýsti því yfir í vikunni að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu, í hvaða landi leikur hann og hvað heitir félagið sem hann leikur fyrir? 12. Hinn árlegi stjörnuleikur NBA deildarinnar í bandaríska körfuboltanum var haldinn nú nýverið. Hver var valinn maður leiksins? ÝMISLEGT 13. Hvaða söngvarar hafa flutt lag- ið „It Hurts Me Too“ og undir hvaða tegund tónlistar flokkast lagið? 14. Ilvað hcitir saksóknarinn sem mest hefur haft sig í frammi í málarekstrinum gegn Clinton Bandaríkjaforseta? 15. Hverjir voru levítar? 16. BJÖRK Guðmundsdóttir tók við eftirsóttum tónlistarverðlaunum í vikunni. Hvað heita verðlaunin og fyrir hvað var Björk verðlaunuð. ■!6ueA|)8AeQOfc(|e g uuungeuuejsnuo) suá>|U9a>| !)seq U!|Ba jba unq ua 'ejsjg une|pj8AJB)S!|uo) njsjæjs 60 n)sn))9SJ!))8 nje ujss 'ujnunune|QJ9AJB)S!|U9)-)!jg qw e>|e) ge ja euo>|6uos j|))9pspunuj -gng >|jo[g '9) -jeun>|jAps9n6 go)sg!uj gjeA u!6joq ge jpje weiesruer j gusjsnw giA pojsnjsnupfcl s^wA n6uej 60 |eejsi 1 ewppiöieq nswA euiq g|A jbjssjcÍ wss ngnuolcj jjeg nuDuewejse) e|weo )wæA>|wes sjAeq jnpu8wo>)je njOA jejjABq -g) ujejg qjeuue» 'H '|si|U9)-sen|q jjpun )se>|>(0|j g|6e| us 'uojdeio oug 60 sewer ejowg ■£) -uepjop |eeqo!|A| 'ZV 'löejoN 1 eppjAj 'uoss6ne|uung !>|jefg ■) v 'BJ)6W zp'b '01 'Ojjsuep sp om gec| jba jnge ue ‘ejnsejg Jipeiq nmsejg 6joqgnjgq ipuejeAnjg '6 'epupy '8 'jniepjngng 60 jniepjngjON / 'ex -g ji))9pe6oquuy sjp6iy\ '9 |6epjeqe9U t> '6uiu))Ojpeuea jnp||qj9g joj6jbiaj '£ jsieq j wniswAs juAj uuej wss 'ouenni ojjsqog 'wnuejBA6uos|ege wnuie ge e6nq ge jba gu9A Z 'uossj|96u| jgg jn6jeg 60 uossu.isjh lisneji jnppg • j:JOAg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.