Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 14. FEBRUAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ MARGMIÐLUN HEIMILISVELIN ..er nokkur spuming? V* TXtum öroiðrvi 200 MMX Minni 32 MB Dfekur 3200 MB Skjár 15" skjákort Tseng Labs ET6000 Geuiadrif 24 hraða Hijððkort Soundblaster 64 Hátalarar 180 WÖtt Mótaw 33.6 bás fax & símsvari Notásknft 4 mánaöa stýrikorfi Windows 95b & bók Win 95 lyklaborð & mús HP690c+ prentari og kapall Lon og Don - 6 íslenskir leikir FEBRUAR DAGAR Schneider MP140 hljómflutningstæki Ótrúlegt verð... OPIÐ Virkadaga 10-19 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-17 www.bttolvur.is B.T Tðlvur Grensásvegur 3 - Sími 588 5900 Fax 588 5905 Blað allra landsmanna! JUnr0ímIíl«Í>it> - kjarni málsins! TÖLVUAHUGI flestra kviknar líklega útfrá leikjatölvum og víst eru margar tölvur sem seldar eru í dag frekar leikjatölvur en vinnutæki, að minnsta kosti fram- an af. Ekki er ástæða til að amast við því, einhverstaðar verða menn að byrja, en ekki er örgrannt um að þeir sem sitja við rándýra tölv- una með þrívíddarkortinu og öllu tilheyrandi og viðeigandi spreng- ingar og hamagang á skjánum hugsi til ítalska píparans Mario og félaga hans með söknuði eða þá broddgaltarina bláa Sonic. Svonefndir sjónvarpsleikir, þ.e. leikir sem þartilgerð leikjatölva sýnir á sjónvarpsskjá eru vitan- lega misjafnir eins og þeir eru margir. Þeir bestu eru aftur á móti svo vel heppnaðir að ekki verður betur gert, að minnsta kosti ekki á sama sviði. Þannig var þriðji leik- urinn um Mario og félaga, sem hét einfaldlega Mario Bros. 3, og ann- ar leikurinn um broddgöltinn Son- ic með því besta sem sést hefur af svonefndum borðaleikjum, þar sem allt miðaðist við að komast frá vinstri til hægri með nokkrum út- úrdúrum. Til þess að geta leikið þessa leiki þarf að halda upp á tölvuna gömlu, sem er ef tiJ vill orðin lúin, og erfitt getur reynst að útvega sér nýja eftir því sem lengra líður. Ahugamenn um slíka leiki hafa aftur á móti fundið leið fram hjá þessu, því á einfaldan hátt er hægt að breyta 200.000 króna heimilistölvunni í 2.000 króna leikjatölvu. Hermt eftir leikjatölvum Víða á netinu má sjá talað um Emulators, eða herma og er þá oftar en ekki átt við forrit sem ætl- uð eru fyrir það helst að herma eftir leikjatölvum, til að mynda eft- ir Nintendo eða Segatölvum og gera þannig kleift að leika í þeim leiki sem annars eru aðeins ætlaðir slíkum tölvum. Slík hermiforrit keyra síðan leikina sem kallaðir eru Roms (vísar í Read Only Memory). Til eru hermar fyrir all- ar helstu leikjatölvur og ekki bara leikatölvur því til eru hermar fyrir Sega Genesis, sem svarar til Sega Megadrive í Evrópu, Nintendo, Super Nintendo og Game Boy, Acorn, Atari ST, Jaguar og XL/XE, Amstrad CPC464/664/ AFTUR TIL FORTÍÐAR Þróunin í tölvuheiminum er ör og fjöldi tölva kominn á öskuhaug sögunnar. Árni Matthíasson kannaði leiðir til að breyta 200.000 króna tölvu í 2.000 króna leikjatölvu. AÐ MARGRA mati besti borðaleikur allra tíma, Mario Bros. 3, og um leið er hægt að skemmta sér með bláa broddgeltinum Sonic. 6128, Apple II/IIgs og Macintosh Plus, Commodore C64/VC20, Dragon, Sinclair QL og Sinclair ZX, Spectrum, ZX81og Z88, svo fátt eitt sé talið en einnig eru til hermar fyrir leikjatölvur á við þær sem finna má í spilasölum. Eins og fram kemur í upptalningunni eru til Macintoshhermar sem keyrt geta makkaforrit langi einhvem að breyta tölvunni í svart-hvítt sjón- varp í skókassa og frumstæðar gerðir herma fyrir PlayStation og Sega Saturn. Skammt er síðan finna mátti á netinu frumgerð Nintendo 64 hermis og á án ea eft- ir að aukast ásmegin. Leikjun- um er dreift eins og áður segir sem Romskrám sem eru þannig til komnar að einhver hefur lesið inn á tölvu viðkomandi leik, hvort sem er af geisladisk eða úr leikjahylki, og vistað sem skrá sem hermirinn getur keyrt. Starngt til tekið er þetta athæfi ólöglegt, því þó fjöl- margir framleiðendur og leikjahöf- undar hafi gefið frjálsa alla notkun og dreifmgu á leikjum sínum hafa stærstu framleiðendurnir ekki gert það, til að mynda Nintendo eða Sega. A heimasíðum þeirra sem dreifa leikjunum segir oft að leyfilegt sé að sækja þá til reynslu eða þá að aðeins megi þeir sækja þá sem eigi leikina fyrir er það er útúrsnúningur; afritun og dreifing á þessum leikjum er vitaskuld ólögleg með öllu, hvað þá ef um er að ræða leiki í tölvur sem enn eru í fullri sölu og framleiðslu. Þrátt íýrir það er þónokkuð um leiki sem öllum er frjálst að sækja, eins og getið er, og víst geta einhverjir haft gam- an af að sækja forrit sem voru í uppáhaldi á sínum tíma, til að mynda eitthvert leikjaforritið á Sinclairtölvunni. Sem dæmi um slóðir má nefna heimasíðu Marats Fayzullins sem hefur meðal annars skrifað hermi fyrir Nintendo Game Boy á slóðinni http://mem- bers.tripod.com/— mattiman/emu.html, en besta slóðin er þó Dave’s Video Game Classics á http:// www.davesclassies. com/ þar sem finna má mikið magn upplýsinga, leið- beiningar, slóðir á hermum og leikjum. Framhald í næsta... ■ ÞAÐ ER segin saga að ef leik- ur gengur vel kemur framhald áður en varir og reyndar voru framhaldsleikir meðal helstu söluleikja síðasta árs. ■ Framundan er framhald Mech Warrior frá Activision, svo- nefndur títanþríleikur, því í pakkanum verður endurbætt út- gáfa MechWarrior 2, MechW- arrior 2: Ghost Bear’s Legacy og MechWarrior 2: Mercenaries. ■ Mindscape náði að koma Cr- eatures á kortið í tveimur at- rennum, fyrst á þar siðasta ári og svo með endurbættri útgáfu á síðasta ári. Væntanlegt er fram- hald sem heitir Creatures 2, nema hvað. Lífkerfið verður fullkomnara og heimurinn stærri, en hægt verður að flytja verur í eldri leiknum yfir í þann nýja. ■ Duke Nukem Forever, fjórði Duke Nukem leikurinn, kemur í verslanir á næstu dögum, en einnig er hægt að fá viðbótar- pakka sem kallast Karíbafrí, Caribbean Vacation. Framleið- andi viðbótarinnar kallast Sun- storm Interactive og hefur einnig sett saman viðbót við ninjaleikinn blóðuga Shadow Warrior. Sú kallast Wanton Destruction ■ Age of Empires frá Microsoft er með söluhæstu leikjum síð- asta árs og salan nálægt milljón eintökum. gefur augaleið að við- bót er væntanleg, en þó ekki fyrr en með haustinu að sögn frammámanna fyrirtækisins. iainn/7 m *r er höfunúut ,6n«?3C I 5varadu spurningunnl, klipptu svarið út og limdu j á svarseðilinn sem j birtist í Mnrgunbladinu / 10. febrúar ng þá getur | þú átt möguleika á glæsilegum vinningum. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ nl-F'AN FORLAGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.