Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI:. Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SKALDIÐ LIFIR
ÁFRAM í OKKUR
HALLDOR Kiljan Laxness var ómetanlegur fyrir ís-
lensku þjóðina. Síðastliðna daga hefur oft verið haft á
orði að Halldór hafi mótað sjálfskilning þjóðarinnar og
menn hafa spurt: Hvar værum við ef hans hefði ekki notið
við? Er hægt að hugsa sér öldina án hans? Svarið hefur auð-
vitað verið: Nei, án hans væri íslensk þjóð ekki sú sem hún
er.
Allt frá öndverðri öldinni hefur þjóðin speglað sig í skáld-
skap Halldórs og lært að þekkja hver hún er; henni hefur
reyndar ekki alltaf líkað það sem hún hefur séð, Halldór dró
enda ekki af sér ef honum þótti þjóð sín þurfa á hirtingu að
halda. En í þessum skáldskap hafa Islendingar lært að fóta
sig, í honum hefur þjóðin ratað inn í nútímann, inn í nýja
veröld, að minnsta kosti í andlegum efnum þótt framan af
hafi hún ekki haft annað á sér en vaðmálsbuxur og sauð-
skinnsskó.
En á hverju byggði Halldór? Hver var sá styrki grunnur
sem hann stóð á þegar hann skrifaði þau verk sem þjóðin öll
samsamaði sig við? Hvert horfði hann?
Svarið verður augljóst við lestur verka hans: Til hefðar-
innar. Til menningararfsins.
„íslenskur rithöfundur getur ekki lifað án þess að vera sí-
hugsandi um hinar gömlu bækur,“ sagði Halldór í minnis-
greinum sínum um fornsögur. Tilvera íslensks rithöfundar
er grundvölluð á arfinum, hann er blóðið í íslenskri skáld-
skaparæð. Það hefur verið margfullyrt að Halldór hafi end-
urvakið arfinn í verkum sínum, hina epísku frásagnarhefð -
og það er rétt. í verkum sínum kallast Halldór á við þrett-
ándu öldina. Og um leið varð hann til að vekja íslendinga til
vitundar um hinar gömlu bækur, um að þær væru leiðarljós-
ið, nú sem fyrr: „Hetjuskáldskapur 13du aldar varð uppi-
staða þjóðarsálarinnar,“ segir Halldór í Minnisgreinum um
fornsögur. „A þeim tímum sem niðurlægíng okkar var dýpst
kendi fornsagan að við værum hetjur og kynbornir menn.
Fornsagan var okkur óvinnanleg borg, og það er hennar
verk að við erum sjálfstæð þjóð í dag.“
En það er líka merkilegt að um leið og Halldór endurlífg-
aði sagnaarfinn gerði hann sjálfan sig að hluta hans, og þar
með að óaðskiljanlegum þætti í íslenskri þjóðarvitund. Hef-
ur það ekki síst haft áhrif á mat okkar á verkum hans.
Halldóri var ekki alltaf tekið vel af þjóð sinni. Eitthvað
þótti skáldskapur hans heldur mikið upp á nútímann þegar
átti að styrkja hann ungan til frekari skrifa. Hinn
móderníski sannleikur bókmenntanna fór sér hægt inn í ís-
lenskan skáldskap en þessum spjátrungslega unglingi lá líf-
ið á. En sá sannleiki sem ekki getur rímað, hugsuðu menn
með Bjarti, það er einginn sannleiki.
Þjóðin var þannig oft blind á það sem Halldór hafði fram
að færa. Og kannski erum við það enn að einhverju leyti. Við
höfum vafalaust ekki enn komið auga á öll þau verðmæti
sem verk hans hafa að geyma.
Kristján Karlsson, skáld og bókmenntafræðingur, bendir
til að mynda réttilega á mikilvægi ljóðsins í verkum Hall-
dórs í grein sem hann skrifar í blað um ævi og störf Hall-
dórs Laxness sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Fyrir mörg-
um opnar Kristján eflaust nýja sýn á verk Halldórs með
þessum orðum:
„Hann er fyrst og fremst ljóðskáld, þó að hann legði ekki
mjög mikla rækt við venjulega kvæðagerð - ljóðskáld með
geysilega hneigð til hreinnar tónlistar í máli og byggingu
verks; rómantískur tónsnillingur máls sem vinnur gegn
sjálfum sér með ýmsum tegundum raunsæis, raunsæilegum
eftirlíkingum og skopstælingum, hálfraunsæilegri tvíræðni
eða til dæmis þjóðlegum fáránleik sem er ein hefð raunsæis.
Hversvegna iðkar hann raunsæi? Að sumu leyti fyrir áhrif
frá öðrum höfundum, að sumu leyti af skyldurækni við sam-
tímann, að sumu leyti af uppreistarþörf og ádeiluhneigð og
hvað sem öðru líður, af rótgrónum kröfum söguforms.
Sögurnar eru til vitnis um afburða ljóðskáld. Raunsæið er
aftur aukageta sem gefur sögunum spennu með því að
takast á við ljóðrænan uppruna þeirra. En ég leyfi mér að
fullyrða að án tónlistar málsins burtséð frá eiginlegri merk-
ingu þess yrði veröld sagnanna óraunveruleg. Við myndum
ekki kannast við hana nema fyrir yfirþyrmandi gáfu ljóð-
skáldsins í sögunum."
Eins og það er íslenskri þjóð mikilvægt að hafa átt þetta
skáld er það mikilvægt að hún haldi áfram að uppgötva
skáldskap þess. Það er nauðsynlegt að við höldum áfram að
finna í honum nýja heima, að við höldum áfram að finna í
honum frjómagnið, sköpunarkraftinn, og umfram allt er
nauðsynlegt að við höldum áfram að fínna okkur sjálf í hon-
um því að þannig heldur skáldið áfram að lifa.
11,5% iðgjald er greitt til Samvinnulífeyrissjóðsins en 10*
Meiri iðgjöld
en minni réttindi
Deilt um aðildarskyldu að Samvinnulífeyrissjóðnum annars vegar
og að Lífeyrissjóði verslunarmanna og Framsýn hins vegar
SKYLDUBUNDNAR iðgjalda-
greiðslur eru hærri til Sam-
vinnulífeyrissjóðsins en til Líf-
eyrissjóðs verslunannanna og er
munurinn eitt og hálft prósentustig.
Þannig eru greidd 11,5% af öllum
launum til Samvinnulífeyrissjóðsins,
en 10% til Lífeyi'issjóðs verslunar-
manna, eins og er reglan í langflest-
um tilvikum á almennum vinnu-
markaði. Vinnuveitandi greiðir 7%
og launþegi 4,5% til Samvinnulífeyr-
issjóðsins, en hlutföllin eru 6% og
4% almennt á vinnumarkaði. Þrátt
fyrir þessa hærri iðgjaldagreiðslu er
ekki annað að sjá en þau réttindi
sem félagar ávinni sér í Lífeyrissjóði
verslunarmanna séu betri en þau
réttindi sem Samvinnulífeyrissjóð-
urinn býður upp á.
Þetta er gert að umfjöllunarefni
hér í tilefni af því að upp er risin deila
um aðildarskyldu að lífeyrissjóði, þar
sem starfsmönnum landflutninga
Samskipa er gert að greiða til Sam-
vinnulífeyrissjóðsins af sínum vinnu-
veitenda, en þeir eru félagsmenn í
Verslunarmannafélagi Reykjavíkur
og hafa greitt til Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna til þessa. Hefur þeim ver-
ið tjáð að það jafngildi uppsögn hjá
fyrirtækinu skrifi þeir ekki undir
ráðningarsamning þar sem þeir
skuldbinda sig til að fara úr Lífeyris-
sjóði verslunarmanna yfir í Sam-
vinnulífeyrissjóðinn. Magnús L.
Sveinsson, formaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur, sagði af
þessu tilefni í Morgunblaðinu að ef
þvinga ætti starfsmennina yfir í Sam-
vinnulífeyrissjóðinn væri það gerræði
sem ætti að heyra fortíðinni til. Það
væri ekki í anda þess sem hann teldi
að menn vildu starfa eftir í dag og á
skjön við þann anda sem byggi að
baki laga um lífeyrissjóði.
011 ár reiknuð að fullu
Báðir sjóðimir eru hefðbundnir
samtryggingasjóðir sem tryggja fé-
lagsmönnum sínum rétt til eftir-
launa, örorkulífeyris, maka- og
barnalífeyris eftir ákveðnum regl-
um. Það sem athygli vekur er að fé-
lagsmaður í LV ávinnur sér meiri
réttindi heldur en félagsmaður í
Samvinnulífeyrissjóðnum, þrátt fyr-
ir að iðgjöld til hans séu 15% hærri
og svo hafi verið um árabil, þar sem
vinnuveitandi greiðir tvo þriðju og
launþegi einn þriðja viðbótarinnar. I
þessu samhengi er þó nauðsynlegt
að taka fram að reglugerð Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna var nýlega
breytt og réttindi aukin og að til
stendur að breyta reglugerð Sam-
vinnulífeyrissjóðsins á aðalfundi í
vor í tengslum við gildistöku nýrra
laga um mitt þetta ár.
Þegar þær breytingar
hafa gengið í gildi gæti
samanburðurinn litið
öðmvísi út en hann gerir
nú.
Svo dæmi séu tekin er almennur
eftirlaunaaldur félaga í Lífeyrissjóði
verslunarmanna 67 ár en 70 ár í
Samvinnulífeyrissjóðnum. Þá er við
ákvörðun eftirlauna í Lífeyrissjóði
verslunarmanna að fullu tekið tillit
til allra þeirra ára sem greitt er til
sjóðsins burtséð frá því hvað þau eru
mörg. I Samvinnulífeyrissjóðnum
gildir sú regla að einungis er að fullu
tekið tillit til 30 hagkvæmustu ár-
anna fyrir sjóðfélagann, en þeirra
ára sem umfram eru að hálfu. Þá er
sá sem rétt á til örorkulífeyris fram-
reiknaður til 67 ára aldurs í LV, en
til 65 ára aldurs í Samvinnulífeyris-
Fólk ávinnur sér meiri
réttindi með veru í Líf-
eyrissjóði verslunar-
manna en með veru í
Samvinnulífeyrissjóðn-
um, eins og nú er málum
háttað, þrátt fyrir að ið-
gjaldagreiðslur til Sam-
vinnulífeyrissjóðsins séu
15% hærri en til Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna
að því er fram kemur í
umfjöllun Hjálmars
Jónssonar. Sama virðist
gilda um lífeyrissjóðinn
Framsýn í aðalatriðum.
sjóðnum. I báðum sjóðunum er mið-
að við 30 bestu árin að fullu og þau
ár sum umfram eru að hálfu við út-
reikninginn.
Makalífeyrir er alltaf greiddur í
18 mánuði eftir andlát maka í Sam-
vinnulífeyrissjóðnum eða þar til
yngsta barn hefur náð 20 ára aldri. I
Lífeyrissjóði verslunarmanna er
makalífeyrir alltaf greiddur í 24
mánuði eða þar til yngsta barn sjóð-
félagans nær 23 ára aldri sé það á
framfæri makans.
Þá er bamalífeyrir greiddur til 18
ára aldurs bama hjá Samvinnulíf-
eyrissjóðnum og nemur nú 4.202 kr.
á mánuði með hverju barni. Hjá Líf-
eyrissjóði verslunarmanna er barna-
lífeyrir greiddur til 20 ára aldurs og
nemur hann 7.863 kr. á mánuði með
hverju bami.
Þær reglur sem gilda um útreikn-
ing lífeyrissréttinda em nokkuð
flóknar og em háðar ýmsum skilyrð-
um sem koma fram í reglugerðum
sjóðanna, svo sem hvað varðar út-
reikning örorkuréttinda. Ef miðað
er við mann sem greiðir iðgjald af
100 þúsund króna mánaðarlaunum í
40 ár og fer á eftirlaun 67 ára gamall
myndi hann fá 66 þúsund kr. í eftir-
laun á mánuði frá Lífeyrissjóði
verslunarmanna. Sami maður myndi
við 67 ára aldur fá 51.690 kr. í eftir-
laun á mánuði frá Samvinnulífeyris-
sjóðnum eða rámlega 14.500 kr.
minna, en samkvæmt reglugerð
sjóðsins skerðast eftirlaun hans um
0,5% fyrir hvem mánuð
sem taka lífeyris hæfist
fyrir 70 ára aldur. Óskert
eftirlaun þess manns við
70 ára aldur úr Samvinnu-
lífeyrissjóðnum næmu
63.037 kr. Félagi í Lífeyr-
issjóði verslunarmanna sem ákvæði
að fara ekki á eftirlaun fyrr en sjö-
tugur myndi ávinna sér 0,6% til við-
bótar í eftirlaun fyrir hvern mánuð
sem hann ynni, sem bætast við og
hækka eftirlaun hans sem því nem-
ur. Miðað við 70 ára aldur myndu
eftirlaunin þannig hafa hækkað um
rám 20% í rúmar 80 þúsund krónur.
Makalífeyrir úr Samvinnulífeyr-
issjóðnum miðað við framangreind-
ar forsendur og fjörutíu ára inn-
greiðslutíma eða framreikning
næmi rámum 35 þúsund kr. á mán-
uði og upphæð makalífeyris frá Líf-
eyrissjóði verslunarmanna væri
nánast sú sama, samkvæmt þessum
útreikningum. í reglugerðum
beggja sjóðanna eru 30 bestu árin
reiknuð að fullu og þau sem um-
fram eru að hálfu og er einnig
stuðst við þá reglu við útreikning
örorkulífeyris.
Aftur til ráðuneytisins
Ofangreint dæmi er ekki eina
dæmið um það að starfsfólki hafi
verið gert að greiða til Samvinnulíf-
eyrissjóðsins og er skemmst að
minnast úrskurðar sem fjármála-
ráðuneytið hefur nýlega kveðið upp
um að félagsmenn í verkamannafé-
laginu Dagsbrán, sem starfa hjá
Samskipum, skuli greiða til Sam-
vinnulífeyrissjóðsins, en ekki til Líf-
eyrissjóðsins Framsýnar. I skoðun
er að skjóta þeim úrskurði aftur til
ráðuneytisins og biðja um endurupp-
töku hans í ljósi endurupptökuá-
kvæðis stjómsýslulaganna eða jafn-
vel að skjóta málinu beint til dóm-
stóla. Þyldr úrskurðurinn ekki nægi-
lega vel rökstuddur og fela í sér út-
víkkun á samkomulaginu frá árinu
1969 þegar stofnað var til núverandi
lífeyrissjóðakerfis á almennum
vinnumarkaði, en það grundvallast í
aðalatriðum á starfsgreinum og fé-
lagsaðild greiðenda. Fyrir þann tíma
höfðu ýmsir lífeyrissjóðir verið
starfandi um árabil, þ.á.m. sjóðir
fyrirtækja eins og Samvinnulífeyris-
sjóðurinn og má rekja þann ágrein-
ing sem nú er uppi til þess hvernig
samspili þessara sjóða, sem stofnað
var til á ólíkum forsendum, eigi að
vera háttað.
Ef skoðuð em lífeyrisréttindi úr
Lífeyrissjóðnum Framsýn kemur
fram að eftirlaunaaldur samkvæmt
reglugerð sjóðsins miðast við 67 ára
aldur. Við útreikning eftirlauna
reiknast stig allra ára að fullu, en við
útreikning örorku- og makalífeyris
reiknast stig 30 bestu áranna að
fullu og þau sem umfram eru að
hálfu. Þetta þýðir miðað við 100 þús-
und kr. mánaðarlaun og 40 ára inn-
greiðslutíma að eftirlaun á mánuði
miðað við 67 ára aldur nema 59.200
kr. Ef eftirlaunatöku er frestað
hækka eftirlaunin um 0,6% fyrir
hvern mánuð, eins og hjá Lífeyris-
sjóði verslunarmanna og yrðu því
rámlega 20% hærin við sjötugsaldur.
Makalífeyrir ér ávallt greiddur í að
minnsta kosti 36 mánuði að fullu og í
24 mánuði til viðbótar að hálfu eða
fram að 19 ára aldri yngsta barns.
Ef makalífeyrisgreiðslur hafa ekki
fallið niður við 67 ára aldur makans
skal greiða fullan makalífeyris til
sjötugs, en þó aldrei skemur en í 60
mánuði. Miðað við framangreindar
forsendur nema makalífeyrisgreiðsl-
umar 29.600 kr. á mánuði. Barnalíf-
eyrisgreiðslur eru greiddar til 19 ára
aldurs barns og nema nú 7.853 kr. á
mánuði með hverju barni.
Finna má dæmi um svipaðan
ágreining varðandi lífeyrissjóðsaðild
víðar á landinu, til dæmis á Akur-
eyri, þar sem meiningarmunur hefur
verið um það hvort mönnum beri að
greiða í Lífeyrissjóð Norðurlands
eða í Lífeyrissjóð KEA. Bjöm Snæ-
bjömsson, formaður verkalýðsfé-
lagsins Einingar á Akureyri, sagði
að Alþýðusamband Islands og
Vinnumálasamband samvinnufélag-
anna væra að reyna að gera samn-
ing um lífeyrissjóðsmál og sam-
komulag væri um að láta deilurnar
um aðild liggja á milli hluta meðan
reynt væri að semja um þessa hluti.
Barnalífeyrir
næstum því
tvöfalt hærri