Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 50
 50 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni ZjSnQ '*' frdendi, Sjaoa hl/aö er fyrir atan,. V ' Torp' aféur i/erfó aZ /e Horner ’esct Ljóska Smáfólk 5OME0NE AT 5CH00L TOPAT A5KEP ME IF I HAP AN OIPER 5K0THER WHO DRA66EP A BLANKET AROUNP..‘‘NO," I REPLIED/1 l'M AN ONLY CHILPI" THEN 50ME0NE 5AIP,"B0T DON'T TOU HAVE A WEIRPOLDER 5I5TER?" "NO/'I IN5I5TEP,"I,MAN0NLT<:HILPÍ"ANP 50 I 60,PATAFTERPAT, P0P6IN6 aOESTIONS FROM CURIOU5 OUT5IPER5.. Einhver í skólanum spurði mig hvort ég ætti eldri bróður sem væri með teppi í eftirdragi... I „Nei, sagði ég, „ég er einkabarn!" Þá sagði einhver: „En áttu ekki skrítna eldri systur?“ „Nei,“ sagði ég, „ég er einkabarn!" Og svona gengur það dag eftir dag, að ég vík mér undan spurningum frá forvitnum utanaðkomandi aðilum ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 STJÓRN Vinafélags Sjúkrahúss Reykjavíkur ásamt tuttugu og þriggja manna trúnaðarráði. Vinafélag Sjúkra- húss Reykjavíkur Frá Agli Skúla Ingibergssyni: VINAFÉLAGIÐ er búið að starfa í rétt 15 ár, lengst af undir nafninu „Félag Velunnara Borgarspítalans“. Félagar eru hátt á annað hundrað. Stjóm er skipuð 7 mönnum og trún- aðarmannaráð er skípað 12 mönn- um. Aðalfundur er haldinn í mars ár hvert, með stjómarkjöri, trúnaðai'- mannakjöri, yfirferð og samþykkt á ársreikningum, og umræðum um verkefni næstu mánuðina. Á stofnfundi félagsins, sem hald- inn var 10. febrúar 1983, vom sam- þykktir félagsins einnig samþykktar: Félagið beitir sér fyrir því að: • Bæta hvers kyns aðstöðu sjúk- linga. • Bæta og efla allskyns þjónustu, svo sem lækningar, endurhæfíngu og vísindastarfsemi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. • Éfla og styrkja hvers konar fyrir- byggjandi starfsemi í heilbrigðis- málum innan veggja sjúkrahúss Reykjavíkur sem og utan. • Stuðla að auknum skilningi al- mennings og stjómvalda á starf- semi Sjúkrahúss Reykjavíkur. • Stuðla að því að Sjúkrahús Reykjavíkur sé aðlaðandi og vinsæll vinnustaðm- og að vinnuaðstaða þar sé jafnan sem best. Til þess að hægt sé að fylgja eftir háleitum markmiðum er fjármagn nauðsynlegt. Og oft kemur upp spurningin um af hverju hið opin- bera geri ekki hlutina. Sjónarmið okkar hjá VSR er að það muni alltaf verða svo að það fjármagn sem hið opinbera getur veitt til heilbrigðismála muni aldrei duga fyrir öllum þörfum og að alltaf verði að raða verkefnum til lausnar í einhverja óskaröð. Þau verkefni sem að jafnaði verða aftast eru þau verkefni sem VSR mun reyna að flnna lausn á. Verkefni Alls konar verkefni hafa komið upp og alls konar lausna verið leit- að. Við höfum unnið með Rauða Krossinum, kvennadeildinni í Reykjavík og Oddfellowum og við höfum farið í sérstaka fjáröflunar- leiðangra út af ákveðnum verkum, við höfum selt bók, „Listin að lifa með kransæðasjúkdóm", sem félag- ið gaf út. Félagið hefur líka fengið góðar gjafir bæði til ákveðinna verkefna og til frjálsra afnota. Þá hefur sam- starfið við stjómendur spítalans verið með ágætum og þeir kostað vissa skrifstofuvinnu með sínu fólki. En öll vinna félaganna í VSR hefur verið unnin í sjálfboðavinnu. Gegnumsneitt hefur félagið ekki farið inn í verkefni sem eru endur- tekin ár eftir ár, en þó eru tvö verk- efni slík, það er skógrækt í kringum spítalann, sem hefur verið árviss at- burður undanfarin 6-8 ár, og hefur VSR lagt til plönturnar. Árangur er nú farinn að koma vel í ljós. Hitt ár- vissa verkefnið er að koma með litl- ar gjafir til þess fólks sem er við störf aðfangadag jóla. Félagið hefur komið því til Ieiðar að innréttað var aðstandendaher- bergi við slysadeild fyrir aðstand- endur þeirra sem í slysum lenda, og lagði til búnað, einnig tók félagið þátt í að innrétta kapellu á fyi-stu hæð spítalans, en Oddfellowar sáu um mestan hluta þess verks. Þá lagði félagið til lýsingu í þyi'lu- pall spítalans. Alls konar tæki hafa og verið gef- in spítalanum, þau stærstu voru að- gerðasmásjá og svo Kusa tæki, en einnig mikið af minni tækjum. Hljóðfæri og hljómflutningstæki hafa verið gefín á margar deildir einnig myndbönd bæði fyrir sjúk- linga og þjálfun þeirra sem sjúkra- þjálfun fá á Grensási svo og tölva í sama tilgangi. Félagið hefur einnig útvegað listafólk við ýmis tækifæri, sem hef- ur skemmt með söng og tónlistar- flutningi. Lokaorð Stjórn VSR þakkar öllum þeim sem hafa lagt þeim málum lið sem fengist hefur verið við. Stjórnin von- ar að þau mál sem upp verða borin á næstunni fái hljómgrunn hjá al- menningi eins og hingað til og mun takast á við verkefni morgundagsins af sama hug og hingað til. EGILL SKÚLIINGIBERGSSON, formaður Vinafélags Sjúkrahúss Reykjavíkur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.