Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 37
(1 KlAJíi'/' ÍDJIOI/. MORGUNB LAÐIÐ LUU.H /I JOAGÍTÁOU/ I 03 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 37 AÐSENDAR GREINAR Öndunin er lykillinn að því að njóta líðandi stundar VIÐ könnumst sjálf- sagt öll við það að gleyma stað og stund, jafnvel heilu dagana og vera bara á fleygiferð í gegnum daginn. Svo allt í einu er eitthvað sem nær athygli okkar, kannski sólin sem lýsir upp Esjuna eða að önn- ur manneskja grípur okkur inn í núið með því að snerta okkur á einhvem hátt. Og skyndilega enim við komin inn í andartakið sem er að líða og það fer um okkur bylgja af vellíðan. Lífíð er núna En hvernig væri líf okkar ef við tækjum alltaf eftir hverju andar- taki og gætum jafnvel notið þess, því gleðin býr jú ekki í framtíð eða fortíð heldur finnum við hana bara á þessari stundu. Er það nokkuð sem venjulegt fólk getur leyft sér? Það er svo margt sem þarf að gera yfir daginn og kannski ekki allt skemmtilegt. En galdurinn er hugsanlega einfaldari en okkur grunar. Að anda er að lifa Öndunin okkar segir mikið um það hver við emm, hvemig okkur líður og hvernig við nálgumst lífið. Sumir taka alltaf inn mjög lítið loft þegar þeir anda og kannski spegl- ast það í lífi þeirra á þann hátt að þeir lifa ekki lífinu til fulls. Sumum Guðrún Arnalds finnst erfitt að anda að sér og kannski eiga þeir líka erfitt með að taka við því sem aðrir eða umhverfið hefur að gefa þeim. Allar svona greiningar em bara tilgátur í þessu samhengi því við er- um öll einstaklingar og ekkert okkar eins. En líf okkar speglast vissulega í öndun okk- ar. Og þá er bara að fínna leið til að losa um öndunina og læra að anda léttar, sem aftur verður til þess að líf okkar verður ósjálfrátt létt- ara. Hvað er líföndun? Líföndun er ein ieið sem okkur býðst til að gera öndun okkar áreynslulausari. Líföndun er ein- falt tæki sem felst í því að læra að anda eins og okkur er eðlilegt, eins og ungabömin anda. Við öndum í hring, þ.e. án þess að gera hlé á milli út- og innöndunar og losum þannig um alla spennu í önduninni sjálfri og í líkamanum. Við þetta kemst orkuflæði líkamans af stað og lífið sjálft tekur við. Líkaminn reynir að finna leiðir til að losa um spennu eða orkuhöft sem halda aft- ur af náttúralegu flæði lífsins innra með okkur. Líföndun færir okkur því inn í líkamann hér og nú og til- gangurinn með líföndun er fyrst og fremst að sætta okkur við lífið eins og það er og gefa okkur orku til að Líföndun hentar öllum, segir Guðrún Arnalds, og er mjög aðgengileg sj álfshj álparaðferð. breyta því sem við viljum hafa öðm vísi. Að anda djúpt Þegar við geram eitthvað sem okkur finnst erfitt, leiðinlegt eða bara venjulegt þá eigum við það til að taka athyglina út úr líkamanum og fara að dagdreyma eða hugsa um næsta verk, eða næsta dag. Þá erum við strax búin að missa af mikilvægustu og merkilegustu stundinni - þeirri stund sem er að liða. Bara það eitt að muna eftir að anda djúpt nokkram sinnum yfir daginn getur gert daginn mun skemmtilegri og auðveldari. Öndunin tengir okkur við til- fínningar okkar Þegar við erum að upplifa eitt- hvað sem okkur finnst yfirþyrm- andi eða erfitt þá höldum við niðri í okkur andanum og við það sköpum við spennu í líkamanum. Þegar við hættum að „dvelja í líkamanum“ og föram upp í hugann með athyglina hættum við líka að taka eftir spennu sem við geymum í líkaman- um. Þannig notum við öndunina til að bæla tilfinningar og sársauka. Hún er því líka lykillinn að því að tengjast því sem bælt hefur verið, gera það meðvitað og losa um göm- ul mynstur og úr huganum og inn í líkamann á einfaldan og mjúkan hátt og tengjumst þeirri veru sem er á bak við tilfinningarnar og hugsanirnar, þ.e. okkur sjálfum. Að hlusta á líkamann Þeir tímar sem við lifum á í dag era að svo mörgu leyti ólíkir þvi sem afar okkar og ömmur þekktu. Eitt af því sem hefur breyst er að fólk er farið að langa til að brjóta upp það sem áður þótti sjálfsagt og leita inn á við og spyrja: „Hver er ég og hvemig líður mér í dag?“ Margir hafa kynnt sér meðvirkni og era famir að leitast við að breyta samskiptamynstram og leita svara í æsku eða að minnsta kosti innra með sér. „Af hverju lendi ég svona oft í svipuðum að- stæðum? Getur verið að ég skapi þessar aðstæður að hluta til eða al- veg?“ Stundum er erfitt að svara þessum spumingum í huganum. Við getum farið í marga hringi og jafnvel blekkt okkur sjálf án þess að taka eftir því. En líkaminn veit svo margt sem hugurinn skilur ekki og man ekki. Ef við hunsum hann nógu lengi þá fer hann að búa til sársauka svo við heyram til hans. En ef við hlustum á hann þá getur hann bæði sagt okkur hvað er að og jafnvel fundið lausnir á vandanum - ef einhver vandi er til staðar. Stundum verður lífið okkar svo flatt og leiðinlegt bara af því að við gleymum að tjá og finna gleðina yf- ir að vera til. Þá er bara að anda djúpt og hlusta á líkamann. Hvernig nálgast ég líföndun? Líföndun hentar öllum og er mjög aðgengileg sjálfshjálparað- ferð. Til að byrja með er gott að hafa manneskju hjá sér sem hefur lært að leiða fólk í gegnum lífönd- un. Þannig er bæði hægt að fara á námskeið og fá einkaleiðsögn. Námskeið í lífondun gefur líka færi á að skoða líf sitt og þau mynstur sem við búum okkur til svo við get- um enn betur fetað okkur nær því lífi sem við viljum lifa eða ef við höfum þegar náð þvi að láta draumana rætast þá fáum við bet- ur notið þeirra. Eftir nokkur skipti er í lagi að njóta lífóndunar einn og getur þá verið notaleg stund sem við eigum með okkur sjálfum eða ’ með ástvin eða maka. Líföndun er óbrigðul leið til að tengjast sjálfum sér og losa um spennu og á lengri tíma getur hún hreinlega breytt lífi okkar til hins betra. Höfundur er nuddari og leiðbein- andi í líföndun. BIODROGA snyrtivörur Á tella Bankastræti 3, sími 551 3635. Blað allra landsmanna! |Ear0tmÞIðí>Ítt - kjami málsins! >■ "...hefði Titanic siglt með stefnið beint á jakann..." * * * *• *» *■ * 4 > * e $f% * • «GflMMR* ■■ - "T * f'f* ..»%%■* . . . , **~*«* ........................ ............................ • *«*• • •* * «•. * * • **««»*» w •• •«§*•• ** ........................*•»***••,.„ Sveinn Guðjónsson rifjar upp staðreyndir og sögusagnir um Titanic slysið. í blaðinu á sunnudaginn. L Z
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.