Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 45 •! I I ] 1 I 1 : i í ð a i i i ð i ð j ð j i i i í röð sex bama þeirra hjóna Ólafs Sigurðssonar og Ástrósar Guð- mundsdóttur frá Vatnskoti í Þykkvabæ. Systkinin eru: Sigurð- ur, Óli Agúst, Guðmundur, Ágústína, Hugrún, og undirritað- ur. Það er sama hversu langt og hversu oft hugurinn reikar til æskuáranna, alltaf var Gummi ein- hvers staðar nálægur. Hann var snemma einskonar fyrirmynd, hann spilaði á gítar og hann spilaði á harmoniku og fannst mér það jaðra við galdra þegar hann þandi nikkuna, örlítið munnskakkur, dreyminn á svip og stappaði niður hægi*i fæti, svona svo til að við- staddir væru ekki í neinum vafa með taktinn og það var ekki spáð í einhverjar heimspekilegar músík- formúlur. Það var bara spilað frá hjartanu. Gummi vann bæði á sjó og í landi og það var ekki síst hann sm lagði drögin að því að ég hef starfað þetta lengi til sjós. Það var nefnilega þannig að þegar hann sagði sögur af sjónum og sérstak- lega landlegum, að maður sat og hlustaði opinmynntur og sá þetta allt í rósrauðum ævintýraljóma. Þá var á vetrarvertíðum róið stíft, alltaf stoppað um páska, en laug- ardaginn fyrir páska var alltaf róið og ég var ekki hár í loftinu þegar hann bauð mér með sér einn róður sem var svo að fleiri róðrum og þá komst maður að því að þessi rós- rauði ævintýraljómi, hann fylgdi ekki sjómennskunni, bara bláköld alvaran og stritvinna. Hann vann síðustu tuttugu árin hjá Lands- virkjun, í Búrfellsvirkjun og tutt- ugu ára viðvera hjá sama íyrirtæki segir manni að þar hafi sko ekki verið neinn meðalmaður á ferðinni. Hann var nefnilega víkingur til vinnu og eftirsóttur starfskraftur. Það var mikið gæfuspor þegar Gummi kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur frá Langstöðum í Flóa. Þau eignuðust fjögur börn, Sigrúnu, Ástrósu, Guðleif og Elínborgu. Inga stóð eins og klettur í hafi við hlið hans þegar hann fékk á sig stóra brotið í lífsins ólgusjó. Það var alltaf gott og notalegt að koma í heimsókn á Lambhagann þegar maður átti leið í gegnum Selfoss. Annars hafa heimsóknir þangað verið strjálar undanfarin fjögur ár, en ég og mín fjölskylda höfum búið erlendis. Eg varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að tala við hann Gumma aðeins tveimur dögum áð- ur en hann lést og mun ég búa að því lengi. Þá var spjallað um alla skapaða hluti og honum fannst ég vera langt og lengi að heiman frá mínu fólki, og fullur bjartsýni ætl- aði hann að hitta mig þegar ég kæmi heim aftur. Við ákváðum að talast við fljótlega, en það átti hvorki fyrir mér að liggja, að fá að heyra í honum aftur né sjá hann framar. Ég kveð þig nú, elsku bróðir, með þessum fátæklegu orð- um og mér finnst örlögin vera grimm við mig að ég fæ ekki að fylgja þér síðasta spölinn, en það er ekki gott við það að eiga þegar það eru 2000 sjómflur í næsta land. Við hittumst síðar, kæri vin, en þar verður víst hvorki harmonikka né gítar til að spila „Sestu héma hjá mér“ en þangað sem ferðinni er heitið hjá þér eru hörpur og við verðum bara að læra að spila á þær. Elsku Inga, Sigrún, Ásta, Gulli og Elínborg, missir ykkar er mikill og sorgin þung byrði að bera og okkar missir er líka mikill. Gummi var vænn drengur sem var mikill vinur vina sinna og hefði líka verið vinur óvina sinna ef hann hefði átt einhverja. Ég bið almættið að styrkja ykk- ur og styðja á þessum erfiðu tím- um, það er sagt að tíminn lækni sár en þetta sár verður lengi að gróa. Kæri bróðir, þótt þú hafir yfir- gefið þessa jarðvist mun minning þín lifa björt og falleg um ljúfan dreng, sem alltof snemma féll frá. Um borð í L.V. Cristina Glacial, Ásmundur Þórir Ólafsson. GISLI, JON OG ARNI ÞORS TEINSS YNIR + Gísli Þorsteinsson fæddist á Litlu-Þúfu í Miklaholts- hreppi 30. nóvember 1918. Hann lést í Keflavík 4. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 13. febrúar. Jón Þorsteinsson frá Gilja- hlíð fæddist í Hægindi í Reyk- holtsdal 30. október 1929. Hann lést 22. júní 1997 og var jarðsettur í Reykholti 29. júní. Hann var ókvæntur og barn- laus. Árni Þorsteinsson í Fljóts- tungu fæddist í Hægindi í Reykholtsdal 26. mai' 1927. í gær var jarðsettur elskulegur frændi minn, Gísli Þorsteinsson. Á 11 mánuðum hafa bræðurnir þrír horfið okkur. Fyrstur lést faðir minn, Ami, í mars, Jón í júní og Gísli nú í febrúar. Ekki má minna vera en minnast þeirra með nokkrum línum. Þeir áttu margt sameiginlegt. Allir voru þeir einstaklega fróðir um flesta hluti, nánast eins og uppflettirit. Þá voru þeir líka glað- ir og kátir og yngri bræðurnir stríðnir, sérstaklega vist við systur sínar. Þeir voru traustir, glöggir og virtir af kostum sínum. Sjálfsagt hefur það mótað systk- inin að missa móður sína ung og eiga í nokkur ár ekki fastan sama- stað til lengdar, enda voru þau samheldin og fylgdust vel hvert með annars líðan. Gísli fór upp úr tvítugu suður, fyrst að Setbergi við Hafnarfjörð, eins og reyndar bræðumir allir, en fljótlega upp úr því til Keflavíkur þar sem hann átti heima eftir það. Hann bjó hjá Helgu fóðursystur sinni meðan hún lifði en eftir það var hann í fæði hjá Dýranni systur sinni. Gísli vann lengi hjá Keflavík- urbæ og ýmsir Keflvíkingar hafa sagt mér að þeir hafi kynnst hon- um í sumarvinnunni. Jafnvel kynnst hjá honum kenningum sós- íalista. Réttlætiskenndin var hon- um eðlislæg eins og vinfestan og hlýjan sem hann sýndi vinum og ættingjum á sinn hljóðláta hátt. Litlu frændfólki sýndi hann alltaf hugulsemi þegar hann kom frá út- löndum með eitthvað sjaldséð og pakkarnir um jólin vora alltaf óút- reiknanlegir og spennandi fyrir nú utan allt nammið sem fylgdi með. Ferðimar vora í og með til að leita sér heilsubótar því Gísli var heilsu- veill lengi. Eftir að hann hætti að vinna fulla vinnu var heilsan betri þangað til hjartað fór að gefa sig. I aðgerð fór hann og eftir það sagð- ist hann vera eins og nýr maður. Því miður naut hann þess ekki mjög lengi því hann fór að fínna fyrir þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða. Ámi var í miðið af systkinunum. Hann varð bóndi í Fljótstungu í Hvítársíðu. Áður hafði hann farið í Bændaskólann á Hvanneyri og unnið landbúnaðarstörf og fleira. Þegar hann kom sem ráðsmaður að Fljótstungu hafði móðir mín verið.ékkja í fáein ár og átti ungan son. Þau giftu sig 3. maí 1953 og pabbi gekk Hirti bróður mínum í fóðurstað. Það veit ég fyrir víst að Hann lést 3. mars 1997 og var jarðsettur á Gilsbakka 8. mars. Kona hans er Ingibjörg Berg- þórsdóttir, f. 27. ágúst 1930, býr í Fljótstungu. Börn þeirra eru: 1) Jónína Marta, f. 27. jan. 1959, gift Guðbirni Sigvalda- syni. Eiga þau tvö börn og búa í Mosfellsbæ. 2) Þorsteinn, f. 16. mars 1966, kvæntur Piu Hesselvig og eiga þau þrjú börn og búa í Danmörku. Fóst- ursonur Árna er Hjörtur Berg- þór Hjartarson, f. 14. maí 1955, kvæntur Helgu Brynjólfsdótt- ur. Þau eiga tvö börn og búa á Selfossi. meira að segja krakkar sem áttu úrvalspabba öfunduðu mig af mín- um, enda ástæða tíl: Aldrei var of mikið að gera til að ganga með htlu bami spöl til að sýna því hreiður eða blóm sem spratt á óvenjulegum stað eða óvenjuleg- um tíma, útskýra skýjafarið og himintunglin, fóðurþörf sauðfjár eða styrjaldir í útlöndum, gamlar og nýjar. Hann kenndi okkur líka að lesa og prjóna. Allt var þetta gert með hlýjum og glettnum tón. Pabbi var fróðasti maður sem ég vissi um. Þó var áhugi hans mestur á ættfræði og þjóðlegum fróðleik. Eins var fjárrækt og búskapur honum hjartans mál enda tókst honum að búa góðu búi á fjallajörð og bæta hana á einhvem hátt á hverju ári. Hátt í þrjátíu ár hafa foreldrar mínir tekið á móti ferða- mönnum og stundað margs konar ferðaþjónustu og það jók enn á víðsýni hans og þekkingu. Hann var ákaflega bamgóður og dáður af bamabömunum og þau eins og fleiri eiga bágt með að skilja að svona annars hraustur og stæltur maður sé tekinn svona skyndilega frá okkur. Jón frændi minn lést í sumar. Hann hafði bragðið búi sínu í Giljahlíð í Flókadal þegar hann vissi að hverju dró og flust í Borg- arnes. í Giljahlíð hafði hann búið síðan afi keypti jörðina 1947. Sig- ríður systir hans var ráðskona, fyrst hjá afa og síðan Jonna og bjó með fjölskyldu sinni þar. Jonni fór í Bændaskólann á Hólum og var bóndi af lífi og sál. Kindumar hans vora einstaklega fallegar og frjósamar, kýmar farsælar og hestamir góðir. Bræðumir mátust stundum á kankvísan hátt um heygjafir og holdafar búfjár, enda báðir forðagæslumenn. Jonni var ekki fýrirferðarmikill maður en kátur og launfyndinn og hláturinn smitandi. Hann var góður leikari og tók þátt í leiksýningum í Reyk- holtsdalnum og lék þá oftast gam- anhlutverk. Systkinabömum sínum var hann einstaklega góður frændi og fylgd- ist vel með okkur í leik og staifi. Þessara góðu og gegnheilu heið- ursmanna er sárt saknað. Himnafaðirinn hefur líklega verið orðinn uppiskroppa með menn með þeirra eiginleika fyrst hann tók þá alla til sín á svona stuttum tíma. Minningarnar lifa í hjörtum okkar og ylja þeim sem eftir lifa. Jónína Marta Árnadóttir. MÁLFRÍÐUR HELGADÓTTIR + Málfríður Helga- dóttir var fædd í Holti í Álftaveri 9. júní 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði 6. febrúar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Brynjólfs- son úr Álftaveri og Guðlaug Einarsdóttir frá Kerlingardal í Mýrdal. Systkini Mál- fríðar eru Eyrún sem dvelst á Garðvangi, Einar sem dvelst á Grund og Helgi sem er látinn. Kálfbræður hennar voru Stefán og Áslaugur Stefáns- synir sem báðir eru látnir. Málfríður hóf sambúð 1931 með Þorbimi Sigurhanssyni vél- stjóra, f. 7. febrúar 1896, frá Stóm-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum. Hann lést 13. ágúst 1981. Hófu þau búskap sinn í Narfakoti í Innri-Njarðvík. Fluttust þau 1944 á Seltjarnarnesið og bjuggu lengst af á Skóla- braut 7. Þau eignuð- ust tvö börn. Þau eru: 1) Sigurhans, f. 1. desember 1931, vélstjóri, kvæntur Bám Einarsdóttur. Börn þeirra em: I. Örn, kvæntur Grétu Lind, eiga þau einn son. II. Aðalsteinn kvæntur Helgu Elísa- bet, eiga þau þrjú börn. III. Hákon. IV. Málfríður, gift Sverri, eiga þau þrjú börn. V. Þórir, kvæntur Ester Rut, eiga þau tvær dætur. 2) Peta Ása, f. 7.janúar 1938, d. 17.janúar 1994, gift Braga Sigurðssyni. Börn þeirra eru: I. Bjöm. II. Ásgeir. III. Eirík- ur, kvæntur Sveindísi, eiga þau þijú böm. IV. Sævar, á hann tvö börn. Utför Málfríðar verður gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er elsku langamma okkar dáin. Hún er farin upp til langafa Bjössa og Petu dóttur sinnar og er þar í friðsæld. Við munum ávallt minnast ferða okkar suður með sjó á elliheimilið til ömmu Fríðu. Alltaf byrjaði amma á því að spyrja okkur hvað hefði drifið á daga okkar frá því við komum síð- ast, hvemig okkur gengi í skólan- um og í tómstundum okkar. Á elliheimilinu hafði amma mjög gaman af því að fóndra. Hún mál- aði á dúka og bjó til ýmiss konar skraut sem var svo fallegt og vel gert hjá henni. Við krakkamir biðum eftir því þegar við komum að amma tæki upp lykilinn að nammiskúffunni og byði okkur mola sem máttu helst ekki vera færri en tveir. Með þessum fáu orðum viljum við þakka fyrir að hafa fengið að vera með þér svo ekki sé nú talað um allan þann fróðleik sem þú bjóst yfir um lífið og tilverana. Kveðjum við þig nú með söknuði, elsku amma Fríða. Megi ljósið fylgja þér. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. Og brátt mun sá konungur kalla, sem kemur að fylla von alla. Hann græðir á fegurri foldu þau fræ, er hann sáði í moldu. (Stefán Thor.) Þín langömmuböm, Helga Sólveig, Ómar Öm og Rakel Yr Aðalsteinsböm. GUNNAR HJÖRVAR + Gunnar Hjörvar, viðskipta- fræðingur, var fæddur í Reykjavík 17. desember 1919. Hann lést hér í borg 29. desember sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 12. janúar. Gunnars Hjörvars er mér skylt að minnast, enda er mér það ljúft, því að maðurinn var ljúfmenni og ánægja hans jafnan sú mest, að geta orðið mönnum að liði. Ég kynntist honum aðeins, en þó mjög lítillega, á unglingsáram mínum, vegna kunningsskapar okkar Daða bróður hans. En Daði er meðal þeirra af skólabræðram mínum, sem mér standa einna skýrast í minni. Gunnar gekk í Félag Nýals- sinna, um 1978, og gerðist þar brátt virkur, um fundasókn, um flutning á fólki, og um skráningu funda. Um kynni sín af Nýal sagði hann, að þau hefðu hafist norður á Holtavörðuheiði; hafði hann bók þessa með sér í vegavinnuna, árið 1937, og hreifst hann þá mjög af efni hennar og framsetningu. Gunnar var ræðinn maður og féll sjaldan niður samtal þar sem hann var nærri, en hann gaf líka ævinlega öðram rúm í samtali. Daglegt viðmót hans var þannig, að oft var hugarbót að því fyrir aðra. Hann fræddi mig um margt sem ég ekki vissi, einkanlega um biblíuna og kristin fræði, en einnig um brot úr sögu Reykjavíkur. Af íslendingasögum minntist hann oftast á Eyrbyggju. En hann hafði verið í kristilegum félögum um tíma, og virtist mér hann hafa fylgst vel með skoðunum þeirra þar. Hann leit á sig sem brot af guðfræðingi, með réttu, að ég hygg. Munurinn á hugsun vísinda- mannsins og trúmannsins hafði mér raunar verið hugstæður lengi, en varð það mál þó enn betur Ijóst við kynnin af Gunnari. Ekki var laust við að Gunnar gerðist orðhvatur stundum, þegar honum bauð svo við að horfa, og skal ég ekkert segja um, hvernig mönnum hafi líkað. Stundum sagði hann mér sögur af slíkum orða- > skiptum sínum við eina og aðra. : Það var þó ekki af hégómaskap, ■ heldur málefna vegna sem hann lét slíkt eftir sér. Og það þurfti v líka einbeittan mann til að halda því fram, sem hann vanrækti ekki, | að íslenska er hið göfgasta mál. Afreksverk má telja hvemig f Gunnar tók upp á segulbönd mið- f ilsfundi um margra ára skeið, og | las síðan efnið eftir bandinu og skráði. Vann hann þetta verk af f samviskusemi, nákvæmni og ger- f hygli. Vinnubrögð hans vora frá- f; bær. Efni þessara funda býst ég i við að muni þykja mikilsvert, þeg- i ar frá líður. * Nokkram mánuðum áður en 1’ Gunnar dó bað hann mig að vera ! sér hjálplegur um akstur til kvöld- funda. Ég lofaði en efndi ekki - reyndar vora ástæður til þess, en \ þó þykir mönnum jafnan leitt, ef , þannig fer. Að vera nákvæmur og ! samviskusamur gerir mönnum 1 auðveldara að lifa í samræmi við í tilgang lífsins, þegar kemur að framhaldinu, líkamlegu lífi á öðr- 1 um hnöttum. Þau kaflaskipti era í nú um garð gengin hjá Gunnari Hjörvar, eins og hann hafði reynd- ’ ar búist við þeim, og óska ég hon- um bestu heilla á þeirri framtíðar- braut, sem fyrir honum liggur. Þorsteinn Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.