Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 51 i i i i i i i i i i i i i i i i i i I i í i i i i i i i i i Askorun til ríkisstjórn- ar Islands Frá Húmanistahreyfingunni HÚMANISTAHREYFINGIN heitir á ríkisstjórn íslands að for- dæma fyrirhugað árásarstríð Bandaríkjanna og stuðningsþjóða þeirra á Irak. Þrátt fyrir staðhæf- ingar þessara aðila um hið gagn- stæða mun ofbeldi þeirra deyða og limlesta þúsundir saklausra manna og kvenna. Fólks sem á sama rétt og við til að lifa án ótta við hung- ursneyð, dauða og tortímingu. Húmanistahreyfingin fordæmir það siðlausa ofbeldi sem felst í fyr- irhuguðum árásum. Hún fordæmir einnig ofbeldið sem einræðisherrar á borð við Saddam Hussein beita þjóðir sínar. Húmanistahreyfingin telur að það sé kominn tími til að menn hætti að leysa deilumál sín á frum- stæðan hátt með ofbeldi og láti reyna á hæfni sína í viðræðum eins og viti bomir menn. Fyrirhugaðar árásir stjórnast af hagsmunum hergagnaframleið- enda og olíufyrirtækja og einkenn- ast af hræsni. Þessa sömu aðila kh'gjaði ekki við að styðja þennan sama einræðisherra eins og svo marga aðra þegar það hentaði þeim. Við Islendingar getum ekki stað- ið þögulir hjá sem vitorðsmenn í þessum siðlausu glæpum. Þetta himinhrópandi siðleysi hrannar upp dökkum skýjum á himni fram- tíðarinnar og yrði nöturleg arfleifð fyrir komandi kynslóðir. Kæru landar, látið ekki metnað- arleysi og htilþægni koma í veg fyrir réttar gjörðir og leggjum lóð okkar á vogarskál lífsins. Hafnið viðskiptabanni á írösku þjóðina og lýsið andstöðu við stríðsáformin. METHÚSALEM ÞÓRISSON talsmaður Húmanistahreyfingarinnar á Islandi. • • Omurleg yfir- taka á Alþýðu- flokknum Frá Theodóri Sveinjónssyni: VINSTRIsinnaðir stjórnmálamenn jafnt og bláeygir fjölmiðlamenn ganga um þessar mundir gapandi af hrifningu yfír því hvað „samein- ingarferlið" gengur vel. Þeir benda á prófkjör R-hstans sem fyrirmynd þess hvernig vinstri flokkamir geti krækt höndum sarnan og allir verið ánægðir það sem eftir er. En ef marka má útreið Alþýðuflokksins í þessu prófkjöri, þá er þetta engin sameining fyrir þann flokk, heldur yfirtaka á pólitískum rekstri hans og eignum. Besta leiðin til að átta sig á ör- lögum Alþýðuflokksins er að líkja sameiningarferli vinstri flokkanna við sameiningu fyrirtækja. Ef Al- þýðuflokkurinn væri fyrirtæki, þá væri við þessa sameiningu búið að bola eigendum þess út, setja utan- aðkomandi og ókunnuga menn í stól stjómenda og yfirtaka við- skiptavildina. Lætur einhver sér detta í hug að röggsamir eigendur fyrirtækis mundu láta eins og ekkert væri, brosa út að eyrum og segja: „Svona er nú lífið. Einhverju verður að fóma fyrir sameininguna.“ Hvers vegna skyldi Alþýðuflokk- urinn fórna öllu sínu til að efla völd Alþýðubandalagsins? Hvaða sam- eining er það? Auðvitað er það eng- in sameining heldur yfirtaka. Furðulegt er að sjá forsvarsmenn krata, brosandi og hissa, meðan „bestu vinirnir" í pólitíkinni hirða góssið fyrir framan nefið á þeim. THEODÓR SVEINJÓNSSON, . Laufrimafi,. Reykjavík, MESSUR Á MORGUN KIRKJUSTARF Guðspjall dagsins; Ferns konar sáðjörð. (Lúk. 8.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala safnað- arfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ek- ur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Biblíudag- urinn. Guðni Einarsson, blaðamaður og stjórnarmaður í Biblíufélaginu, prédik- ar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Org- anleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnasamkoma kl. 11 í safnaðarheimil- inu í umsjá Auðar Ingu Einarsdóttur. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14 á vegum Guðfræðideildar Háskóla Is- lands. Sveinbjörn Bjarnason prédikar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrr- verandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf yngri og eldri kl. 11. Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jó- hannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Biblíudagurinn: Fræðslumorgunn kl. 10. Hvaða Biblíu- handrit fundust við Qumran? Dr. Sig- urður Örn Steingrímsson. Barnasam- koma og messa kl. 11. Organisti Hörð- ur Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. Ljóð og lifandi myndir kl. 17. Dag- skrá í tengslum við sýningu á verkum Sveins Björnssonar. Matthías Johann- essen les Ijóð, Erlendur Sveinsson sýn- ir kvikmynd. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HATEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Organisti mgr. Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Sr. Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðs- dóttur. Organisti mgr. Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Biblíu- dagurinn. Björn Jónsson, tenór, syngur einsöng og stúlknakvartett úr Kór Langholtskirkju syngur. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Jón Stefáns- son. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Halidór S. Gröndal. Guðsþjónusta kl. 14. Eldri borgurum sérstaklega boð- ið. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára börn á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Kirkjubíllinn ekur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Halldór Reynisson. Kvöldmessa með léttri sveiflu kl. 20.30. Söngur Þorvaldur Halldórsson. Tónlist Gunnar Gunnars- son, Matthías Hemstock, Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Vera Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Barna- starf á sama tlma í umsjá Guðrúnar Karlsdóttur, Agnesar Guðjónsdóttur og Benedikts Hermannssonar. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri prédikar. Erla B. Einarsdótir syngur einsöng. Organleik- ari Pavel Smid. Tekið á móti framlög- um til Biblíufélagsins eftir guðsþjónust- una. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Fundur foreldra sunnudagaskólabarna í safn- aðarheimilinu á sama tíma. Edda Ólafsdóttir og Sverrir Óskarsson flytja erindi um karla, samskipti og fjöl- skyldu. Allir velkomnir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Jón Pálsson framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags prédikar. Tekið við gjöfum til Biblíufélagsins. Organisti Daníel Jónasson. Aðalfundur Biblíufélagsins hefst í safnaðarheimil- inu kl. 15.30. Gísli Jónasson. DK3RANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Léttur málsverður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Organisti Lenka Mátéová. Barna- starf á sama tima. Umsjón Ragnar Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Um- sjón sr. Vigfús Þór, Hjörtur og Rúna. Bamaguðsþjónusta kl. 11 í Engjaskóla. Umsjón Signý og Sigurður H. Messa kl. 14 í Grafarvogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson prédikar. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Vigfús Þór Árnason þjóna fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti og kórstjóri Hörður Bragason. Fundur að lokinni messu með foreldrum femningarbarna úr Foldaskóla. Kaffi og veitingar. Sorgar- hópur á mánudögum kl. 20 í umsjá prestanna. Prestamir. HJALLAKIRKJA: Almenn guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Menntaskól- ans í Kópavogi syngur undir stjórn Sig- rúnar Þorgeirsdóttur. I guðsþjónust- unni verður lögð sérstök áhersla á safnaðarsöng sem söngfólk úr kór kirkjunnar og kór MK munu leiða. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Kór Fríkirkj- unnar í Reykjavík syngur. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Kl. 17 verður almenn samkoma og barna- stundir. Ræðumaður sr. Ólafur Jó- hannsson. Kl. 20 verður febrúarvaka. Mikill söngur, lofgjörð, hugleiðing og fyrirbæn. HVITASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Traustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Tómas Ibsen. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Krakkakirkja kl. 11, börn á öllum aldri velkomin. Samkoma kl. 20, lofgjörð, fyrirbæn og prédikun orðsins. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 og fimmtudag kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30 og 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugar- dag og virka daga kl. 18.30. RIFTUN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Almenn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ás- mundur Magnússon. Fyrirbænaþjón- usta/bænaklútar. Allir hjartanlega vel- komnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardag kl. 13 laugardagsskóli fyrir krakka. Kl. 20 samkoma fyrir herfjölskylduna. Sunnu- dag kl. 16.30 biblíukennsla. Kl. 20 vakningarsamkoma. Majsan og Ingemar Myrin tala á samkomum helg- arinnar. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudag kl. 15 heimilasamband. Kaf- teinn Miriam Óskarsdóttir talar. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Morgun- samkoma kl. 11. Barnastarf í fjórum deildum og kennsla fyrir fullorðna. Kvöldsamkoma kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unsamkoma að Bíldshöfða 10, kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Almenn samkoma kl. 20. Friðrik Schram pré- dikar. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 13.30. Athugið breyttan messutíma. Barna- starf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Bamaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. INNRA-HÓLMSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Tilvonandi fermingar- börn og foreldrar þeirra eru sérstak- lega minnt á að mæta. VIÐISTAÐAKtRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kl. 11 sunnudagaskólar i kirkju, Hvaleyrar- skóla og Setbergsskóla. Kl. 11 guðs- þjónusta á Biblíudegi. Samtal um Biblí- una. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Kl. 20.30 Gospelmessa. Syngjandi fjöl- skyldan leikur og syngur. Prestar sr. Gunnþór Ingason og sr. Þórhildur Ólafs. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Bamasam- koma kl. 11. GRINDAVÍKURKIRKJA: Kl. 11 barna- starf. Kl. 12.30 Víðihlíð. Kl. 14 messa. Altarisganga. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Messukaffi í safnaðar- heimilinu. Sr. Örn Bárður Jónsson pré- dikar og þjónar fyrir aitari ásamt sókn- arpresti, bæði i Víðihlíð og í kirkjunni. Laugardaginn 14. febrúar kl. 13 verður opnuð málverkasýning Arnar Bárðar í Menningarmiðstöðinni (Kvennó). Sýn- ingin verður opin til kl. 19 sunnudaginn 15. febrúar. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 sem fer fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Börn sótt að safnað- arheimilinu ki. 10.45. Baldur Rafn Sig- urðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Friðrik Hilmarsson kristniboöi prédikar og segir frá starfi kristniboðanna. Organisti Steinar Guð- mundsson og Kirkjukór Njarðvíkur syngur. Kaffisala kirkjukórsins eftir at- höfnina og mun hluti ágóðans renna til kristniboðsstarfsins. Sunnudagaskóli kl. 11. Brúðuleikhús. Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum og eiga góða stund saman. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: „Sól ég sá/ svo þótti mér/ sem sæja göfgan Guð.“ Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organleik- ari Einar Örn Einarsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Biblíudagurinn. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Fundur verður í lok guðsþjónustunnar með foreldrum þar sem fjallað verður um lokaundirbúning fermingarinnar. Organisti Ester Ólafsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. GARÐVANGUR, dvalarheimili aldraðra í Garði: Helgistund kl. 15.30. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíudagurinn. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Fermingarbörn annast ritningarlestur. Fundur verður í lok guðsþjónustunnar með foreldrum þar sem fjallað verður um lokaundirbúning fermingarinnar. Organisti Ester Ólafsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 í Kot- strandarkirkju. Heilsustofnun NLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Guðrún Eggertsdóttir djákni. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Hádegisbænir kl. 12.05 þriðjudag til föstudags. Les- hringur kl. 20 fimmtudag. Kvöldbænir kl. 21.30. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. BRÆÐRATUNGUKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Kl. 11 sunnudagaskólinn, strákurinn Silli kemur í heimsókn. Kl. 14. almenn guðsþjónusta. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Kl. 15.15 almenn guðsþjónusta að Hraun- búðum. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barnasam- vera kl. 11. Litastund, bæn og söngur í umsjá Karls og Helga. Bamafræðar- amir. Kvöldmessa kl. 20.30. Altaris- ganga. Nýr meðhjálpari settur inn i starfið við kirkjuna. Fermingarbarn les úr Ritningunni. Notaleg aftanstund við Ijúfa tóna kirkjukórs og orgels. Sr. Kri- stján Björnsson. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa kl. 14. Guðsþjónusta á dvalarheimili aldraðra í Borgamesi kl. 15.30. Sr. Þorbjörn Hlynur Ámason. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Heimsókn sunnudagaskól- ans á Seyðisfirði. Messa kl. 14. 16. febrúar kyrrðarstund kl. 18. Sóknar- prestur. Safnaðarstarf Nýr Frí- kirkjuprestur KÖLLUN á nýjum fríkirkjupresti til Fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík fór fram sl. sunnudag. Fyrir valinu varð sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson, sóknarprestur að Út- skálum í Gerðahreppi. Hefur hann tekið kölluninni og mun á vordög- um í ár taka við hinu nýja embætti sínu við Fríkirkjuna í Reykjavík. Sr. Hjörtur Magni er fæddur í Keflavík hinn 18. apríl 1958. Hann lauk embættisprófi við guðfræðí- deild Háskóla íslands vorið 1986 og vígðist til Útskálaprestakalls þá um haustið. Þar hefur hann þjónað sóknarkirkjunum tveimur, Út- skálakirkju og Hvalsneskirkju. Meðfram preststörfunum hefur hann stundað margvíslegt fram- haldsnám, m.a. doktorsnám (í launalausu leyfi) við Edingborgar- háskóla, og sinnt mörgum trúnað- arstörfum á vegum kirkjunnar, einkum á Suðurnesjum. Eiginkona hans er Ebba Margrét Magnús- dóttir, deildarlæknir á kvennadeild Landspítalans. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja- vík fagnar köllun hans í embættið og býður þau hjón innilega velkom- in til starfa á sínum vegum. Fyrir hönd safnaðarstjórnai-, Sigurður E. Guðmundsson formaður. Kópavogskirkja - kór M.K. syngur í TILEFNI þess að þann 16. des- ember sl. voru 35 ár liðin frá því að Kópavogskirkja var vígð hafa ýms- ir kórar komið í heimsókn í vetur og sungið. Nú á sunnudaginn þann 15. febrúar kl. 14 kemur kór Menntaskólans í Kópavogi og syngur í guðsþjónustu en stjórn- andi hans er Sigrún Þorgeirsdóttir. Kór M.K. mun auk þess syngja sérstaklega og leiða safnaðarsöng ásamt kór Kópavogskirkju. I i i I ] i I í 1 i 1 i \ < \ i Málverkasýning l - messu- l heimsókn SÉRA Örn Bárður Jónsson heldur | málverkasýningu í „Kvennó“, I menningarmiðstöð Grindvíkinga \ við Víkurbraut, um helgina. Sýningin verður opin laugardag Jjj og sunnudag frá kl. 13-19 báða 1 dagana. _ | „Kaffi Kvennó" verður opið. Á j sunnudaginn mun sr. Örn predika I og þjóna við guðsþjónustur í Víði- « hlíð kl. 12.30 og í kirkjunni kl. 14, i en sr. Öm Bárður er fyrrverandi sóknarprestur Grindvíkinga. Eftir messu í kirkjunni verður kaffisala fermingarbarna. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn_ samkoma í dag kl. 14. Allir vel- j komnir. Fnkirkjan : Revkjavík SuAsþjéntista kl. 14.00 Organtstí Pavel Smid Kór Fríkifkjunnar í Reykjavík syngur. Prestur sr. Magnús B. Björnsson 'jsaj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.