Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 49 Fyrirlestur um hafveð- urfræði DR. RICHARD Hodur heim- sækir Halo, Haf- og lofthjúps- fræðistofuna, nk. mánudag 16. febrúar og heldur íyrirlestur um verk sín og starfsemi NRL (Nav- al Research Laboratories) sem rekur umfangsmikið rannsókna- og þróunarstarf á sviði hafveður- fræði. Dr. Hodur hefur unnið að þró- un grenndarlíkana um víxláhrif hafs og lofts og áhrif fjalla á úr- komu og flæði, þ.e. lóðréttan og láréttan vind, í skjóli fjalla. Frekari upplýsingar um NRL- stofnunina og dr. Richard Hodur og verk hans er að finna á ver- aldarvefjarslóðinni „www.halo.hi.is/hodur“ Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Reykjavíkurapóteks, 5. hæð, gengið inn frá Pósthús- stræti, kl. 10-11.30. Fyrirlestur- inn er öllum opinn og verður fluttur á ensku. Námskeið um slitgigt GIGTARFÉLAG íslands heldur námskeið um slitgigt þriðjudags- kvöldið 24. febráar og fímmtu- dagskvöldið 26. febrúar. Helgi Jónsson gigtarlæknir fjallar um slitgigt og nýjungar í meðferð sjúkdómsins og Halldór Jónsson bæklunarlæknir fjallar um aðgerðir vegna slitgigtar. Ema J. Amþórsdóttir sjúkra- þjálfari og Unnur Alfreðsdóttir iðjuþjálfari fjalla um gildi þjálf- unar, líkamsbeitingar og lið- vemd, setstöður og hvíldarstöð- ur. Þær munu einnig sýna ýmis hjálpartæki og spelkur. Málstofa á Bifröst HELGA Roepke-Abel, prófessor við BBF stjórnsýsluháskólann í Hof í Þýskalandi, heldur fyrir- lestur í Samvinnuháskólanum á Bifröst þriðjudaginn 17. febrúar um starfsmannastjómun í opin- berum stofnunum. Fyrirlestur- inn nefnir hún Nýsköpun í skrifræðisstofnunum — dæmi frá Þýskalandi. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, hefst kl. 15.30 í Hátíðarsal Samvinnuháskólans. Allir em boðnir velkomnir. Skíðaganga og strand- ganga FERÐAFÉLAG íslands efnir til tveggja ferða á sunnudaginn 15. febrúar. Kl. 10.30 er skíðaganga um Hengladali og kl. 13 Blikastaða- kró, Gufunes, Grafarvogur. Auð- veld strandganga í tilefni árs hafsins. Frítt fyrir börn með full- orðnum. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Nánari upplýsingar um ferðir Ferðafélagsins eru í nýrri ferða- áætlun félagsins og á heimasíðu: http://www.fi.is Opið hús hjá Hrafnistu OPIÐ hús verður hjá Hrafnistu við Laugarás laugardaginn 14. febrúar í tilefni þess að aldraðir heymarlausir fluttu þangað síð- astliðinn desember. Húsið verð- ur opnað formlega kl. 15 og verð- ur samkoman í samkomusal C4 og stendur til kl. 17. Með tilkomu þessa nýja dval- arstaðar fyi'ir aldraða heyrnar- lausa hefur Hrafnista í Laugar- ási brotið í blað í sögu heyrnar- lausra á íslandi, því að með öldruðum heymarlausum starfar táknmálstalandi starfsfólk svo ekki verði um neina samskipta- örðugleika að ræða. Stofnfundur Garðabæjar- listans STOFNFUNDUR Garðabæjar- listans, bæjarmálafélags Garða- bæjar, verður haldinn í Stjörnu- heimilinu laugardaginn 14. febr- úar kl. 14. Á milli dagskráratriða verða margvísleg skemmtiatriði og kaffiveitingar. Barnahorn verður á fundarstað. Að stofnun Garðabæjarlistans standa Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn í Garðabæ ásamt óflokksbundnu jafnaðar- og fé- lagshyggjufólki í bænum. Félagið er opið öllum íbúum Garðabæjar 16 ára og eldri. Kvikmynda- sýningar fyrir börn KVIKMYNDASÝNINGAR fyr- ir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudag- inn 15. febrúar verður sýnd myndin „Kalles Klattertrád - Tankar i det blá“. Inni í miðjum bæ á hann Kalli heima og hann er vanur að klifra upp í tré og gefa ímynd- unaraflinu lausan tauminn. Hann hugsar um allt á milli himins og jarðar og auðvitað um hana Emmu. Margverðlaunaðir sænskir þættir sem hafa verið sýndir víða um heim. Sænskt tal, 50 mínútur. Allir era velkomnir og aðgang- ur ókeypis. Rætt um alda- mótafagnað í Perlunni NÝKJÖRIN stjórn íslensk-am- eríska félagsins vekur athygli á að nýtt starfsár hefst með um- ræðu um fyrirhugaðan alda- mótafagnað Islands og Banda- ríkjanna með síðbúnum morgun- verðarfundi (brunch) í Perlunni í dag kl. 11-14. Ræðumenn verða Einar Bene- diktsson, formaður, og Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkj- anna. Borðapantanir á skrifstofu Perlunnar. Færeysk bókakynning fellur niður FÆREYSKA bókakynningin sem fyrirhuguð var í Norræna húsinu á sunnudag, 15. febrúar, fellur niður vegna veikinda fyrir- lesarans, Jogvans Isaksen. Ekki hefur verið ákveðið hvort hún verði síðar í mánuðinum eða í byrjun mars. ■ MÁLÞINGI Félags um átj- ándu aldar fræði „Erlend áhrif og þýðingar í bókmenntum átj- ándu aldar“ sem átti að halda laugardaginn 14. febrúar er frestað um rétta viku vegna út- farar Halldórs Laxness. FRETTIR Gagnrýnir rýran hlut kvenna í bankakerfinu AÐ mati Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns hallar mjög á konm- í yfirmannastöðum innan bankakerf- isins sérstaklega í Seðlabanka ís- lands og Landsbanka íslands. I svari viðskiptaráðherra við fyiir- spum hennai' um bílastyrki og stöð- ur í bankakerfmu kemur fram að hlutfall kvenna meðal æðstu yfir- manna í Landsbanka íslands sé um 13% og hlutfall kvenna meðal æðstu yfii’manna í Seðlabanka Islands sé um 15%. Þá kemur fram að hlutfall kvenna meðal æðstu yfirmanna í Búnaðarbankanum sé um 40%. Jóhanna bendir ennfremur á að samkvæmt svari viðskiptaráðherra fái konur í ábyi'gðarstöðum í Landsbankanum um 50% af bíla- styrk karla í sambærilegum stöð- um og að bílastyrkur kvenna í Búnaðarbankanum sé um 75% af bílastyrk karla í sambærilegum stöðum. í framhaldi af þessu svari við- skiptaráðherra hefur Þingflokkur jafnaðarmanna sent erindi til Jafn- réttisráðs og farið fram á að það verði kannað hvort um brot á jafn- réttislögum sé að ræða. ■ DREGIÐ hefur verið í happ- hlaut Sólveig Þorleifsdóttir. Á drætti Kays listans. Vinninginn myndinni má sjá Björn Magnússon sem var ferð fyrir tvo til London óska henni til hamingju. Morgunblaðið/RAX Afmælishátíð Samvinnuferða FERÐASKRIFSTOFAN Sam- vinnuferðir-Landsýn á 20 ára af- mæli um þessar mundir. Af því tilefni verður afmælisveisla í húsakynnum fyrirtækisins í Austurstræti milli klukkan 14 og 18.30 á morgun, sunnudag. Þar verður margt til skemmtunar og gestum meðal annars boðið upp á 20 metra langa afmælistertu. Nýr sumarbæklingur verður kynntur, en meðal nýjunga eru 5 nýir áfangastaðir. Húsnæði fyr- irtækisins hefur fengið afmælis- svip, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Skipar efsta sæti Kópavogs- listans Á FÉLAGSFUNDUM í Al- þýðubandalagi, Alþýðuflokki og Samtökum um Kvennalista í Kópavogi í fyrrakvöld var samþykkt að bjóða fram sam- eiginlegan lista undir merkjum Kópavogslistans. Auk fulltrúa ofangi'eindra stjórnmálasam- taka á utanflokkafólk sæti á listanum. Efsta sæti listans skipar Flosi Eiríksson, húsasmiður og háskólanemi, 28 ára. Bæj- arstjóraefni Kópavogslistans verður Valþór Hlöðversson en hann hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi undanfarin tólf ár. Tólf efstu sæti Kópavogs- listans skipa: 1. Flosi Eiríks- son, húsasmiður og háskóla- nemi, 2. Kristín Jónsdóttir arkitekt, 3. Sigrún Jónsdóttir stjórnmálafræðingur, 4. Birna Bjarnadóttir bæjarfulltrúi, 5. Guðmundur Oddsson bæjar- fulltrúi, 6. Vilmar Pétursson verkefnisstjóri, 7. Magnús Norðdahl lögfræðingur, 8. Birna Sigurjónsdóttir aðstoð- arskólastjóri, 9. Ýr Gunnlaugs- dóttir verslunarmaður, 10. Bergur Sigfússon, nemi í MK, 11. Helga E. Jónsdóttir leik- skólastjóri og 12. Garðar Vil- hjálmsson, skrifstofustjóri Iðju. Frekari uppröðun á Kópa- vogslistann verður ákveðin á fundi hans sunnudaginn 22. febrúar nk. en þá verður jafn- framt stofnað formlegt félag um framboðið sem kennt verð- ur við jöfnuð, félagshyggju og kvenfrelsi. LEIÐRÉTT HÉR í leiðréttingadálkinum í gær var birt leiðrétting við myndatexta undir baksíðumynd, um kveðju- stund á Grandagarði, í fimmtu- dagsblaðinu þar sem Svanhvít Hlöðversdóttir hafði verið rang- feðruð og sögð Hjörleifsdóttir. I leiðréttingunni í gær tókst hins vegar ekki betur til en svo að Svan- hvít var rangnefnd Sigrún en fóð- urnafnið var hins vegar orðið rétt. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu klúðri og vonar að allt kom- ist til skila í þessari þriðju tilraun. Rangt nafn í viðtali við Mai-íu Sigurðardótt- ur, leikstjóra, sem birtist í sunnu- dagsblaðinu var rangt farið með nafn Bryndísar Sæunnar Sigríðar. Beðist er velvirðingar á þeim mis- tökum. Rangt nafn í frétt á viðskiptasíðu Morgun- blaðsins í gær um skuldabréfaút- boð Landsvirkjunar var rangt farið með nafn Arnar Marinóssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og markaðssviðs fyrirtækisins og hann sagður heita Marinó Péturs- son. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Lögreglan leitar vitna TVÆR bifreiðar, blár Volkswagen Golf CL og rauður Nissan Path- finder, lentu í allhörðum árekstri á gatnamótum Nýbýlavegar og Skemmuvegar 22. janúar síðastlið- inn, um klukkan 19.12. Vitni sem geta gefið einhverjar upplýsingar um áreksturinn era beðin um að gefa sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar í Kópa- vogi. SJÓMENN ATHUCW: s g RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.