Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 21 ERLENT Söguleg ákvörðun tekin á stjórnlagaþingi í Astralíu Samþykkt að stefna að lýðveldisstofnun Canberra. Reuters. SÉRSTAKT stjómlagaþing í áströlsku höfuðborginni Canberra samþykkti í gær áform um að Ástralía verði lýðveldi og forsætis- ráðherrann John Howard hét því að á næsta ári yrði efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um það hvort Ástralir viiji halda Bretlandsdrottningu sem þjóðhöfðingja sínum eða kjósa sér forseta í hennar stað. Með því að tilkynna um að bind- andi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um lýðveldisstofnun tókst Howard að jafna ágreining um þessa sögulegu ákvörðun meðal hinna 152 fulltrúa á stjómiagaþinginu. Atkvæði féllu þannig að 73 fullti*úar studdu lýðveldisstofnun en 57 voru á móti. 22 sátu hjá. Lýðveldissinnar höfðu að vísu deilt um hvemig ný lýðveldis- stjómskipan skyldi útfærð en forsæt- isráðherrann fékk menn til að leggja ágreining á hilluna með því að heita því að bera þá útfærslu sem naut mests fylgis - með skipuðum forseta - undir þjóðina. Howard sagði það vera hræsni ef tillagan yrði ekki borin undir þjóðar- atkvæði. Ákvörðun hans gæti þýtt að Ástralía yrði orðin lýðveldi í ársbyrj- un 2001, á aldarafmæli sameiningar hinna sex fyrrverandi nýlendna brezka heimsveldisins í Ástralíu. Stjórnarskrárbreytingar þungar í vöfum Vegna þess hve áströlsk stjómlög era margslungin era stjórnarskrár- breytingar þar þungar í vöfum. Frá Reuters JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu (í miðju), situr með konungs- sinnana Kerry Jones og Lloyd Waddy sinn til hvorrar handar á stjóm- lagaþinginu í Canberra, sem lauk störfum í gær. 1901 hafa breytingatillögur aðeins í átta tilvikum náð að ganga í gildi. Hvers konar breytingar krefjast jafnframt samþykkis þjóðhöfðingj- ans, drottningarinnar. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti íbúa Ástralíu fylgjandi lýðveldisstofnun. Mest hefur fylgið mælzt við lýðveldisstjórnkerfi þar sem forsetinn er þjóðkjörinn, en samkvæmt niðurstöðum einnar könnunar virtust flestir kjósa helzt að þingið veldi forseta, en drottning- in yrði áfram formlegur þjóðhöfð- ingi. Fulltrúarnir á stjómlagaþinginu Thatcher hyggst leggja áróðri gegn EMU lið Lundúnum. Reuters. MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst beita sér opinberlega í gegn aðild Bretlands að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU. The Daily Telegraph greindi frá þessu í gær og talsmaður barónessunnar staðfesti fréttina við Reuters. í frétt blaðsins segir að til standi að hrinda af stað áróðursherferð und- ir yfirskriftinni „Björg- um pundinu". Tilkynnt yrði um herferðina siðar í þessum mánuði, en að baki henni stæðu 20 hóp- ar og samtök andstæð- inga og efasemdarmanna um Evrópusamrunann. „Ég sé hana ekki endi- lega í forystuhlutverki, en hún mun leika mikil- vægt hlutverk þegar þar Thatcher að kemur,“ sagði talsmaður Thatcher. árs 2002. Daily Telegraph nefndi Robert Cranbome lávarð, leiðtoga íhalds- manna í lávarðadeild þingsins, og Peter Shore lávarð, fyrrverandi ráð- herra í ríkisstjóm Verkamanna- flokksins, sem væntanlega forystu- menn í hinum verðandi þrýstihópi, sem sagður er stefoa að því að safna tíu milijónum punda (um 120 milljón- ir króna) til að standa straum af kostnaði áróðursherferðarinnar. *★★★* EVRÓPA^ greiðslu ef hún tekur ákvörðun um að sækja um aðild að EMU fyrir Bretlands hönd, en bú- izt er við því að allt að ellefu af fimmtán aðild- arlöndum Evrópusam- bandsins verði stofnaðil- ar að EMU um næstu áramót. Ráðherrar í rík- isstjórinni hafa sagt að af aðildarumsókn verði ekki fyrr en eftfr næstu kosningar, sem gætu dregizt fram til miðs Áróður vegna væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrradag gaf David Owen lávarð- ur, sem var utanríkisráðherra í síð- ustu stjórn Verkamannaflokksins á áttunda áratugnum, í skyn að hann kynni að taka að sér að beita sér op- inberlega gegn myntbandalaginu. Ríkisstjóm Tony Blairs hefur heitið því að efna til þjóðaratkvæða- I ljósi þess að von er á því að gert verði út um þetta mikla deilumál í Bretlandi með þjóðaratkvæða- greiðslu ætla andstæðingar aðildar Bretlands að EMU að sameina krafta sína með hinni væntanlegu áróðursherferð í því skyni að reyna að sannfæra sem flesta kjósendur landsins um að affarasælast fyrir þjóðina verði að greiða atkvæði gegn EMU-aðild. Shore lávarður hefur reynslu af slíkri baráttu, en hann fór fyrir „nei“-hreyfingunni fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna um aðild Bret- lands að Evrópubandalaginu á sínum tíma árið 1975. „Þeir sem styðja aðildina að mynt- bandalaginu eru í mjög sterkri áróð- ursaðstöðu og það er tími til kominn að við [sem erum á móti] sameinum krafta okkar,“ var haft eftir einum skipuleggjenda hins nýja þrýstihóps. vora að helmingi skipaðir og að helmingi kjörnir - stjómmálamenn, lýðveldissinnar, konungssinnar, fjöl- miðlafólk, íþróttastjömur og for- ystumenn úr athafnalífinu. I fyrradag kom stjómlagaþingið sér saman um að stefna að lýðveldis- stjórnkerfi sem yrði að mestu óbreytt frá þvi sem nú er - embætti forsætisráðherra yrði áfram valda- mesta embættið, en forseti yrði skip- aður til fimm ára með því að forsæt- isráðherrann og leiðtogi stjórnar- andstöðunnar á þingi veldi hann úr hópi frambjóðenda og þingið stað- festi skipunina. borgarstjóra 9 Tóbaksaug- lýsingabann staðfest Brussel. Reuters. RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins, ESB, staðfesti form- lega á fimmtudag bann við tó- baksauglýsingum, sem á að komast til framkvæmda í skref- um á næstu sjö árum í öllum að- ildarlöndum sambandsins. Málamiðlunarniðurstaða náð- ist á fundi heilbrigðisráðherra ESB fjórða desember sl. um að tóbaksauglýsingar yrðu bannað- ar, en tímabundnar undanþágur veittar. Formúla-l-kappakstur- inn fékk lengsta frestinn, en ár- ið 2006 verða rekstraraðilar hennar að vera búnir að losa sig undan auglýsingasamningum við tóbaksfyrirtæki. Það voru rannsóknamálaráð- herrar aðildarlandanna 15 sem veittu formlegt samþykki við banninu í fyrradag og af- greiddu málið án umræðu. Evr- ópuþingið á eftir að veita sitt samþykki til að það geti gengið í gildi. i / BODDIHLUTIR í flesta bfla Verðdæmi: Bretti á Corolla kr. 3.764 Bretti á Lancer kr. 4.524 Bretti á Charade kr. 3.464 Stuðari á Sunny kr. 5.605 Framljós á Corolla kr. 6.598 Bílavörubúðin FJÖÐRIN ífararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVlK SlMI 588 2550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.