Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 23 Grikkir hafna boði Tyrkja um viðræður Ankara. Reuters. STJÓRNVÖLD í Tyrklandi fóru í fyrradag fram á viðræður við grísku stjórnina um ágreinings- mál ríkjanna í Eyjahafí en Grikkir vísuðu því óðara á bug. I svari þeirra sagði, að engar viðræður yrðu teknar upp um grískt land- svæði. I yfirlýsingu tyrkneska utanrík- isráðuneytisins var hvatt til þess, að Tyrkir og Grikkir ræddust við og skilgreindu betur ágreiningsefn- in í Eyjahafi; hrintu í framkvæmd reglum, sem Bandaríkjastjóm beitti sér fyrir á síðasta ári, um samskipti grannríkjanna og færu fram á aukna aðstoð annarra NATO-ríkja við að skapa traust á milli ríkjanna. Var vonast til, að af viðræðunum gæti orðið fyrir mars- lok nk. Dimitris Reppas, talsmaður grísku stjómarinnar, sagði, að í til- lögu Tyrkja væri ekkert nýtt að finna og tilgangur hennar sá einn að ginna Grikki til viðræðna um grískt yfirráðasvæði. „Tillagan er um eiginlega við- ræður og á það follumst við ekki. Ágreiningurinn í Eyjahafi snýst að- eins um landgrunnið og við viljum, að Alþjóðadómstóllinn skeri úr um það,“ sagði ónefndur, grískur emb- ættismaður. Grikkir og Tyrkir deila um skipt- ingu Kýpur og réttindi minnihluta- hópa og um lögsögumörk í Eyja- hafi. Grikkir krefjast 12 mílna lög- sögu við grísku eyjamar þar en Tyrkir viðurkexma ekki nema sex. Lá við átökum milli ríkjanna 1996 vegna deilu um óbyggða smáeyju en þá gengu Bandaríkjamenn á milli. Óánægðir með ESB Það hefur einnig farið fyrir brjóstið á Tyrkjum, að tilraunir þeirra til að fá aðild að Evrópu- sambandinu, ESB, hafa engan árangur borið og Grikkir, sem eru ESB-ríki, hafa með neitunar- valdi sínu komið í veg fyrir tug- milljarða styrk frá ESB til Tyrk- lands. Þá er tyrkneska stjórnin óánægð með, að ESB ætlar að taka upp aðildarviðræður við Kýpurgrikki. Suður-Kórea Allsherj- arverkfalli aflýst Seoul. Reuters. STARFSMAÐUR skipasmíða- stöðvar í Suður-Kóreu lét lífið í gær eftir að hafa kveikt í sér til þess að lýsa stuðningi við allsherjarverkfall sem boðað hafði verið en var aflýst í gær. Hvorki almenningur í land- inu né stéttafélög höfðu sýnt verk- fallsboðuninni mikinn stuðning. Choi Dae-lim beið bana er hann bar eld að sjálfum sér og hljóp síð- an út af skipi í slipp Daewoo þungaiðnaðarfyrirtækisins. I bréfi sem hann ritaði stéttafélagi starfs- manna Daewoo áður en hann svipti sig lífi sagði hann m.a.: „Styðjum baráttu Sambands kóreskra stétt- arfélaga." Sambandið aflýsti allsherjar- verkfalli sem boðað hafði verið til í gær á þeim forsendum að það vildi ekki tefla í tvísýnu efnahagsbata í landinu og hætta á gjaldeyris- kreppu. Verkfallið var boðað til þess að mótmæla samkomulagi sem gert var í síðustu viku um að setja lög er gerðu vinnuveitendum hæg- ara um vik að segja starfsfólki upp. Löggjöfin er talin mikilvægur þáttur í endurskipulagningu sem Kóreumenn vona að komi efnahag landsins á réttan kjöl, í tengslum við mikla fjárhagsaðstoð frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Erlendir fjárfestar telja að komi löggjöfin til framkvæmda verði það til marks um að Suður-Kórea ætli að standa við fyrirheit um efnahagsumbætur. ------------------- Færeyingar vilja aukna sjálfstjórn Þórshöfn. Morgunblaðið. STÓR meirihluti Færeyinga er nú ýmist hlynntur aukinni sjálfstjórn eða algeru sjálfstæði. Kemur það fram í skoðanakönnun, sem gerð var fyrir stærsta blaðið, Dimma- lætting. Könnunin sýnir, að 40% vilja aukna sjálfstjóm en 29% vilja slíta alveg sambandinu við Danmörku. 16% vilja óbreytt ástand en 10% eru hlynnt enn nánara sambandi við Danmörk. Núverandi heimastjórn- arlög eru frá árinu 1948 og jafnað- armenn hafa nú lagt fram á lögþing- inu tillögu um, að þau verði tekin til endurskoðunar og brautin rudd fyr- ir algerri sjálfstjórn. Þar er talað um, að það verði skilgreint hvað felist í færeyskum ríkisborgara- rétti, ekki bara dönskum, og enn- fremur, að ýmsar stofnanir og málaflokkar, til dæmis dómskerfið, lögreglan og utanríkismál, hætti að heyra undir Dani. Flestir stjórnmálaflokkanna virð- ast hlynntir aukinni sjálfstjóm. Ól’ÓTU<©Úi'l.RO —, »%£, Stendur vikurn " 14.- 21. febrúar. Ú i ^ AI, A á raftækjum og el ■nBBn mmmm sál KTiriMM Kælir — frystir Mál: 141x55x60 Rétt verö kr. 48.400 Kælir — frystir Mál: 154x55x60 Rétt verö kr. 51.900 Kælir — frystir Mál: 160x60x60 Rétt verð kr. 64.600 Orbylgjuofn 19 lítra — 800 vött Rétt verð 19.900 Ofn með helluborði 3 kerfa — hitablástur Rétt verð 79.700 Brauðrist Rétt verð 1.990 Brauðvél Bakar 750 gr. brauð Rétt verð 17.800 Fondue sett 800 watta Rétt verð 7.400 Utvarpsklukka Rétt verð 3.490 Vöfflujárn Rétt verð 3.960 Geislaspilar Rétt verð 13.900 LITIÐ UTLITSGALLAÐ 300 lítra hitakútur. Rétt verð 67.900. Nú 39.900, 6 manna uppþv.vél. Rétt verð 34.700. Nú 18.900, Eldavél. Rétt verð 39.900. Nú 27.900. Ennfremur vaskar — frystar — kæliskápar og m.fl, Orbylgjuofnaáhöld Einar Farestveit&Co.hf. Halogen vinnulampi 150 w rétt verð 1.990 500 w rétt verð 3.200 Ryksuga Rétt verð 9.900 f • - — i- s OPIÐ TIL KLUKKAN 17.00 LAUGARDAG Borgartúni 28, sími 562 2900 / 562 2901
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.