Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sýndarveruleiki Guðrúnar Agústsdóttur GUÐRUN Ágústs- dóttir, formaður skipulags- og umferð- arnefndar, kynnti skömmu áður en próf- kjör R-listans fór fram nýja stefnu- mörkun í skipulags- málum og ný vinnu- brögð við gerð ►deiliskipulags. Þar er gert ráð fyrir að hags- munaaðilar taki fram- vegis þátt í mótun um- hverfis síns. Þetta er mikið fagnaðarefni, en það vekur undrun að þessari stefnu skuli þá ekki framfylgt. Á fundi 12. janúar samþykkti skipulagsnefnd að senda tillögu að nýbyggingu við Laugaveg 53b til grenndarkynn- ingar. Tillaga þessi er nánast óbreytt frá þeirri tillögu sem sam- Jon Kjell Seljeseth þykkt var 15. desem- ber sl. og þá í ósátt við íbúa hverfisins. Á fundi neftidarinnar 26. janúar var svo sam- þykkt að senda tillögu að nýbyggingu við Þórsgötu 2 til grennd- arkynningar í svo til óbreyttri mynd, þrátt fyrir úrskurð um- hverfisráðherra um að fella byggingarleyfið úrgildi. I frétt DV mánu- daginn 2. febúar segir Guðrún undir fyrir- sögninni: Deiliskipu- lag og samstarf við hagsmunaaðila - Þátttaka íbúa lykilatriði: „Mér fannst nauðsynlegt að kynna þetta opinberlega eftir deiluna um húsið á Laugavegi. Þar töldu íbúar full- komna samvinnu vera að þeir réðu Veruleikinn er að fyrir nánustu nágranna ný- byggingar við Lauga- veg 53b, segir Jon Kjell Seljeseth, verður sólin afar sjaldgæf sýn. og því getum við aldrei lofað. í þessari samvinnu við íbúana á Laugavegi og nágrenni náðist heil- mikið fram eftir að upphaflega teikningin að húsinu var sett fram. Ibúar höfðu verulega áhrif þar ...“ Ég mótmæli harðlega þessum ummælum Guðrúnar. Auðvitað er þetta hennar huglæga mat, en jafnframt eru þetta órökstuddar fullyrðingar, og það að hún segi okkur íbúana telja það vera full- komna samvinnu að við ráðum er hrein móðgun. í því sambandi vil ég minna á nágranna okkar á Hverfisgötu 70 sem þrátt fyrir ít- rekaðar beiðnir um viðræður fengu engan fund hvorki með full- trúum skipulagsnefndar né fulltrá- um borgarskipulags. Staðhæfing Guðránar um „veni- leg áhrif ‘ íbúanna virðist eitthvað málum blandin. Veruleikinn er að fyrir nánustu nágranna nýbygg- ingar við Laugaveg 53b verður sól- in afar sjaldgæf sýn. Engin minnk- un á skuggavarpi náðist fram, en skuggavarp er meginatriði hvað varðar rýrnun umhverfis og eigna í þessu tilviki. Þó að dregið hafi verið lítillega úr heildarstærð ný- byggingarinnar, innan við 9% skv. flatarmálstölum á uppdráttum arkitekts, nægði það engan veginn til að bæta fyrir þá skerðingu á sólarbirtu sem við verðum fyrir. Skýringin felst í því að upphaflega var gert ráð fyrir alltof stórri byggingu og þegar dregið var úr hæð aftari hluta byggingarinnar var bætt við framhlutann í staðinn. Ennfremur má nefna að íbúar vora mjög andvígir fyrirhuguðum göngustíg milli Laugavegar og Hverfisgötu, meðfram lóðarmörk- um, en ekki var fallið frá áformum um hann. Varðandi þá „samvinnu" sem talað er um verður að taka fram að íbúar sendu skipulags- nefnd sáttatillögu sem ekki var einu sinni rædd innan nefndarinn- ar. I útvarpsviðtali á Rás 2, þann 15. desember sl., sama dag og byggingaráform við Laugaveg 53b vora samþykkt í skipulagsnefnd, sagði Guðrán: „... síðan (fer ..) verður húsið teiknað og þá fer málið í byggingarnefnd og síðan í grenndarkynningu þannig að íbú- arnir era ekki búnir að segja sitt síðasta orð.“ - Fréttamaður: „og geta enn haft áhrif á hvað verður gert í þessu máli?“ - Guðrán: „Já, aldeilis! Það er grenndarkynning samkvæmt bara þeim lögum og reglum sem við búum við.“ Nú stendur þessi grenndarkynning yf- ir og fróðlegt verður að sjá hvort íbúar muni í raun hafa einhver áhrif eða hvort þetta sé enn eitt dæmið um sýndarveraleika Guð- ránar Ágústsdóttur. Höfundur er arkitekt og tónlistarmaður. Flýja sálfræðing- ar Rfkisspítala? ÞEGAR þetta er skrifað standa sálfræð- ingar á ríkisspítölum í samningaþrefí við stofnunina. Ekkert gengur. Skilningsleysi, getuleysi og viljaleysi einkenna vinnubrögð og viðhorf Ríkisspítala. Skoðum þetta nánar. Síðast liðið sumar gerðu sálfræðingar og flestar háskólamennt- aðar stéttir svokallaðan miðlægan kjarasamn- ing við ríki og borg. Hann fólst í ákveðinni launatöflu og nokkrum almennum viðmiðum um það hvemig ætti að raða störfum í launatöfluna. Þá var það einnig markmið þessa miðlæga samnings að gera þær yfirborganir sem hafa tíðkast til margra ára sýnilegar með •s^því að færa þær inn í grunnlaun. Frekari útfærsla samningsins átti að eiga sér stað á þeim stofnunum sem hefðu sálfræðinga í þjónustu sinni. Þar ætti að ríkja betri skiln- ingur á vinnuumhverfi sálfræðinga og einnig að vera mögulegt að meta sérstakt vinnuframlag og aukna hæfni eftir því sem við ætti. Stofnun eins og Ríkisspítalar gætu bætt þjónustu sína, sálfræðingar bætt kjör sín og hagsmunir beggja farið saman. Áður en að undirskrift kom toguðust á bjartsýni og gamalgrón- ar efasemdir um heilindi og samn- ingsvilja væntanlegra viðsemjanda. Efasemdimar leiddu til fundar með framvarðarsveit Ríkisspítala og var ^yfirfærsla yfirborgana í grannkaup til umræðu. Sú sveit sá engar hindr- anir í vegi fyrir því þar sem slíkt hefði í raun engan kostnað í för með sér. Var litið á þessa niðurstöðu sem heiðursmannasamkomulag og mið- lægi kjarasamningurinn undirritað- ur. Snemma vetrar hófust síðan samningaviðræður sálfræðinga við Ríkisspítala. Sú bjartsýni sem var veganesti sálfræðinga breyttist fljótt. Framvarðarsveit Ríkisspítala kannaðist ekki við heið- ursmannasamkomulag- ið. Þeir settu til for- mennsku í sína við- ræðusveit ágætan mann en án nokkurrar þekkingar eða skiln- ings á starfsvettvangi sálfræðinga og án nokkurs umboðs til raunverulegra samn- inga. Það átti einfald- lega ekki að semja um neitt. Þannig er staðan í dag. Ríkisspítalar sem á góðum degi kalla sig háskólasjúkrahús gleyma að á slíku sjúkrahúsi starfa fleiri en ein stétt. Éigi slíkt háskólasjúkrahús að standa undir nafni þarf allt það Einkunnarorð spítalans í viðræðum við sálfræð- inga mega ekki, að mati Harðar Þorgilssonar, vera skilningsleysi, vilíaleysi, getuleysi. menntaða fólk sem þar starfar að þrífast vel. Sálfræðingar eru ekki þekktir af harðri hagsmunagæslu eða mikilli auglýsingamennsku um eigið ágæti og mikilvægi. í löngu námi og þjálfun er gjarnan lögð rækt við að finna lausnir og leita sátta. En sálfræðingar vita einnig að enginn þrífst við slæmt atlæti. Það kallar á reiði og á endanum leit að betri lífsskilyrðum. Ef einkunnarorð Ríkisspítala í viðræðum við sálfræð- inga ætla að verða skilningsleysi, getuleysi og viljaleysi eru það ein- kunnarorð sem sálfræðingar munu ekki búa við. Höfundur er sálfræðingur á Ríkisspítölum. Hörður Þorgilsson Brúðhjón Allur hordbiínaöui Glæsilccj cjjafavara Briíöarhjöna listar ^v)/-/ó/4\y\V , VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. ISLENSKT MAL Sitt af hverju tagi. 1) Jóhann S. Hannesson þýðir í Ensk-íslenskri orðabók Ámar og Orlygs (sem seint er nóg lof- uð) orðið demanding svo: kröfu- harður, krefjandi, erfiður. Orð- ið, sem þama er í miðju, finnst mér lakast og nú mjög ofnotað. Enn verð ég að predika tilbreyt- ingu, spoma við orðfátækt. Demanding person á ensku verður hjá okkur kröfuharður maður, karl eða kona eftir atvik- um, demanding work (dönsku krævende) verður hjá okkur erfitt verk. Við skulum að minnsta kosti hvfla okkur á „krefjandi". 2) Mér hefur verið^ sagt frá fréttum af því, er Ólafur R. Grímsson var settur inn í emb- ætti forseta. Forsetinn var lát- inn „labba“ hvað eftir annað. Þetta er óvirðulegt og ekki boð- legt. Og ekki batnaði, þegar þá- verandi forseti hæstaréttar sagði tvisvar sinnum: „ég vill“. Slíkt líðst ekki einu sinni börn- um. Menn í æðstu stöðum hljóta að vanda mál sitt. 3) Þá var ég einnig minntur á efni sem ég hef lítfllega spjallað um áður. Það er framburðar- ruglingurinn á orðum sem ýmist era samsett af ást eða forskeyt- inu á. I orðum, sem mynduð eru af ást, á á-ið að vera stutt, sbr. kvenheitið Ástríður. Allt annað er hitt, þegar eitthvað stríðir á okkur, okkur langar mjög mikið í eitthvað. Þá verða til á-stríður með löngu á. I ástúð er á-ið af skiljanlegum ástæðum stutt, öf- ugt við á-stæður. Þetta ætti að vera afskaplega einfalt. 4) Þá er stigbreytingin efri- efstur. I miðstiginu kemur eitt samhljóð á eftir f sem þar með verður raddað (breytist í v) í framburði. I hástiginu efstur koma tvö samhljóð á eftir f og þá á ekkert slíkt við. F-ið helst óraddað eins og í ofsi. Mörgum hættir til að fara með röddunina frá miðstiginu upp í hástigið og segja „evsdur", það er kallað áhrifsbreyting, en óþarft og leið- inlegt. 5) Vígahnöttur sást á himni ekki fyrir löngu, og gott ef ekki um helgi, enda heyrðist þá í fréttum eignarfallið „hnöttsins". Umsjónarmaður Gísli Jónsson 940. þáttur Ég held þetta sé í fyrsta sinn sem ég hef heyrt þetta eignar- fall, og ég held aldrei „köttsins“. Þegar svona er beygt, eru menn sem sagt teknir að fara með orð- ið hnöttur (<knöttur) eins og hundur, en ekki eins og köttur. Hnöttur er u-stofn og beygist: hnöttur-hnött-hnetti-hnattar. Ég vil ekki flækja málið meira, þó að það sé auðvelt. 6) Skilríkir menn hafa ítrekað sagt mér frá orðinu snjóþekja (á vegum) sem vegamenn og veð- urmenn hafa nú fengið dálæti á. Mér finnst, eins og skilríkum mönnum, að nóg sé að segja að snjór sé á vegum. Orðið snjó- þekja er svo sem til (sjá Blön- dal), en er þetta núna ekki þýð- ing á ensku snow cover? 7) Þjóðkunnur maður sagði ekki f>rír löngu að einn sam- starfsmanna hans hefði orðið „hvellisjúkur" um nóttina. Ég skrifa þetta þarna með hv, þar sem ekki var annað að skilja en maðurinn hefði veikst í „hvelli". Lýsingarorðið er hins vegar kvellisjúkur og merkir heilsu- veill, er haft um menn sem oft verða lasnir, era haldnir ein- hverjum kvillum. 8) Máli skiptir hvort sagt er: þér er boðið eða „þú ert boð- inn“. Sögnin að bjóða merkir t.d. að hafa á boðstólum og stýrir bæði þolfalli og þágufalli, greinir sem sagt bæði frá þolanda og þiggjanda. Rétt er að segja: þér er boðinn matur; þá er „þér“ að sjálfsögðu þiggjandinn „matur“ þolandinn, enda verður hann trálega étinn. Ef við segjum hins vegar: þú ert boðinn (í mat), þá fer matseðillinn að verða ansi hæpinn að venjulegu velsæmis- mati. ★ Stungið í vasa: „Veitingarnar vora ekki skornar við öxl, enda ældi ég eins og munkur á heim- leiðinni. Daginn eftir nagaði ég mig í handarkrikana.“ ★ Beygingafræði Við leitum ekki hlés á milli hryðjanna, við hitum ekki járn í afli smiðjanna, og eins og almenningur veit um, vex ullarflóki á geitum, og úlfurinn er besti vinur kiðjanna. (Hárekur úr Pjóttu.) Minutissima Lífið er slungið, loftið er þrungið lævi. Ásævi er sungið. (Nikulás norðan.) ★ „Hefur hún penínga, spurði konan. Og hvumin er hún búin? Sagðirðu penínga, - hún á meiri penínga en nokkur kven- maður í Danmörk, sagði Jón Hreggviðsson. Hún á alla penínga íslands. Hún á silfur og gull framanúr öldum. Hún á öll höfuðból landsins og hjáleigurn- ar með, hvort sem henni tekst að stela þeim aftur frá kónginum eða ekki: skógarjarðir og laxár kona; rekajarðir þar sem ein júferta dugir til að byggja upp Konstantínópel ef maður ætti sög; flæðieingi og starmýrar; af- rétti með fiskivötnum og beiti- löndum uppí jökla; varpeyar útí hafsauga þar sem þú veður æð- ardúninn í hné kona; iðandi fuglabjörg þverhnípt í sjó þar sem heyra má glaðan sigmann bölva niðrá sextugu á jóns- messunótt. Og þó er þetta minst af öllu sem hún á, og ég endist aldrei til að telja. En ríkust er hún samt þann dag sem alt hef- ur verið dæmt af henni og morðínginn Jón Hreggviðsson kastar til hennar spesíu þar sem hún situr við götuna. Hvumin búin? Með gullband um sig miðja þar rauður loginn brann, kona góð. Hún er klædd einsog álfkonan hefur altaf verið klædd á íslandi. Hún kemur bláklædd í gulli og silfri þángað sem einn svartur morðhundur liggur bar- inn. Og þó var hún best klædd þegar búið vera að færa hana í grodda og stórgubb af hús- gángsstelpum og hórkonum, og horfði á Jón Hreggviðsson þeim augum, sem munu ríkja yfir ís- landi þann dag sem afgángurinn af veröldinni er fallinn á sínum illverkum." (Halldór Laxness: Eldur í Kaupinhafn.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.