Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Halldóra Jónsdóttir fæddist á Selfossi 7. mars 1994. Hún lést föstudaginn 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jón Lúðvíksson, f. 6. júlí 1957, og Þorbjörg Hjaltalín Halldórsdóttir, f. 5. aprfl 1960. Halldóra átti tvö systkini, Hreiðar, f. 13. janúar 1981, og Sóleyju, f. 26. september 1984. títfór Halldóru fer fram frá Selfosskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 15.30. Hún Halldóra litla frænka mín er dáin. Þetta voru fréttir sem enginn átti von á að heyra, enda hugsar enginn út í það að lítil böm muni deyja á undan okkur fullorðna fólk- inu. En slys gera ekki boð á undan sér og vegir Guðs eru órannsakan- legir. Ég hitti hana síðast á Þorláks- . wiessu heima hjá afa og ömmu hennar, Halldóri og Sóleyju, í hinni árlegu skötuveislu sem þau halda handa öllum þeim skyldmennum sem vilja koma. Minning mín sem ég á um Halldóru er frá því að ég tók þessa fallegu stelpu í fangið og var að spjalla við hana. Hún var svolítið feimin en horfði alltaf fram- an í mig þegar ég spurði um eitt- hvað og svörin komu bara með því að kinka kolli, annaðhvort já eða nei. Þessi minning um Halldóru „ mun alltaf verða í huga mér. ‘ Nú er hún komin til Guðs og veit ég það að mamma mín og langamma hennar Ingimunda hafa tekið á móti þessari litlu englastelpu. Guð veri með þér, Halldóra mín. drátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Ben.) Ingimunda frænka og ijölskylda. Það var síðla vetrar árið 1994 að Halldóra, yngst móðursystkina- barna okkar, kom í heiminn, okkur hinum til mikillar gleði. Var hún skírð Halldóra í höfuðið á móðurafa sínum. Okkur systkinum er það sér- lega minnisstætt hversu ötul systk- ini hennar voru að sinna þessum nýja meðlimi fjölskyldunnar, og var það eftirtektarvert hve Halldóru leið vel með Hreiðari sínum. Eftir því sem Halldóra dafnaði tók hún æ meira að sér símavörslu á heimilinu, en það kom varla fyrir er við hringdum að ekki þyrfti aðeins að rabba um dægurmálin við Hall- dóru, áður en tókst að telja hana á að hleypa pabba eða mömmu í sím- ann. Eitt sinn, er hún kom í helgarfrí til Ellu frænku, fóru þau Ella og Bogi með hana niður að Tjöm til að gefa öndunum. Mættu þau sposk þangað með fullan poka af brauði til að gefa og sá Halldóra um dreif- ingu, en hún fór þannig fram: „Eitt fyrir bra bra og eitt fyrir mig ...“ Halldóra litla var varkár í mann- legum samskiptum og þurfti hún svolítið að skoða stóra fólkið áður en armar voru opnaðir. Þó er okkur það öllum minnisstætt og hugljúft hve opin og móttækileg hún var, síðustu vikur sinnar stuttu ævi. Pú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt. Pú ert Sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt. Þú ert ljósið sem lifnaði síðast, þú ert löngunar minnar hlín. Þú ert allt, sem ég áður þráði, þú ert ósk - þú ert óskin mín. (Guðmundur Bjömsson) Elsku Bjagga, Nonni, Hreiðar og Sóley, hún Halldóra litla er komin heim til Jesú og situr í skjóli hans, vissulega fyrr en við hefðum viljað, en eins og svo oft hefur verið mælt: vegir Guðs eru órannsakanlegir. Megi Drottinn Guð styrkja ykkur og hjálpa um ókomna framtíð. Þórunn Elín og Finnbogi, Hrafnhildur og Hersir Freyr, Halldór og Jóhanna. Það slokknaði ljósið á einni ör- skotsstund, mig umlukti myrkrið svarta, ég sá ekkert lengra þegar fregnin barst að Halldóra litla væri dáin. Ég vil þakka þessi fáu ár sem við áttum saman. Þetta er skrítið líf. Þú komst svo oft í heimsókn með mömmu og pabba og stundum tók- um við spil saman en okkur þótti svo gaman að spila og þar náðum við vel saman. Svo allt í einu er ekk- ertj aðeins tóm. Ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér og þá spilar hann við þig og verndar. Hafðu þökk fyrir okkar stuttu kynni. Guð blessi mömmu og pabba, Sóleyju systur og Hreiðar bróður þinn. Sofðu rótt, litla vinan mín. Amma Gunna. Elsku litla frænka. Mig langar að HALLDORA JÓNSDÓTTIR Elsku Bjagga, Nonni, Hreiðar og Sóley. Megi Guð styrkja ykkur og vera með ykkur á þessari raunastundu. Og þvi er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stefni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andar- + Þorbergur Jón Þórarinsson fæddist í Nýjabæ á Eyrarbakka 10. júlí 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 1. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Oddný Magnúsdóttir og Þór- arinn Einarsson. Hann var einn af átta systkinum. Eiginkona Þor- bergs Jóns var Guð- rún Guðjónsdóttir, f. 16.3. 1913. Börn hennar eru Vilmundur Þórir Kristinsson, f. 31.10. 1937, Sig- urður Einir Kristinsson, f. 30.9. 1939 og Gunnbjörg Helga Krist- insdóttir, f. 30.9. 1939. títför Þorbergs fer fram frá 3F Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að skrifa nokkur orð um hann Jón minn. Jón ólst upp í Stfgprýði á Eyrarbakka. Hann fór ungur til sjós og var mörg ár á tog- urum. Hann vann ýmiskonar land- vinnu. Nokkur ár var hann í plast- verksmiðju, á Eyrarbakka í Fiski- veri og síðustu árin vann hann í Alp- an. Ég kynntist Jóni árið 1956 en það ár fór hann að verða gestur á okkar heimili, hjá mömmu og okkur ■fcystkinunum. Síðan flytur hann til mömmu 1957, en þá er hún að verða ein eftir á heimilinu, unglingamir hennar að fara að heiman og eignast sinn maka og heimili. Hann Jón kom til hennar mömmu eins og engill af himnum sendur. Hún var búin að eiga mjög erfíð ár, einsömul að ala upp þrjú lítii böm. Pabba missti hún 4’ftir átta ára sambúð og litla bamið þeirra missti hún sama árið og hann dó, 1945. Þá var mamma 32 ára. Mamma átti það skilið að henni færi að líða vel. Hann Jón sá vel um það að mamma hefði það gott og að henni liði vel. Það var mjög kært á milli þeirra. Jón var góð- ur maður og áttu þau 42 góð ár saman. Þau ferð- uðust mikið saman á sín- um bestu árum, bæði með minni íjölskyldu og bróður Jóns, honum Einari. Þau höfðu mjög gaman af ferðalögum. Jón var örlátur, alltaf að kaupa eitthvað, ekkert mátti vanta í ferðalögin og svona var mamma líka. Jón var alltaf mjög góður við mig og mína fjölskyldu og eigum við honum margt að þakka. Jón átti ekki böm en hann átti einn uppáhalds sólar- geisla, það er sonur minn, Jón Rún- ar. Hann var mikiil uppáhalds drengur hjá afa sínum, enda dvaldi hann mikið á heimili þeirra. Hann ber nafnið hans og mömmu. Síðustu fímm árin hans Jóns voru honum erfið, þegar heilsan fór að bresta og hann þurfti oft að fara á spítala. Arið 1996 fer hann á elli- heimilið á Eyrarbakka, þá er hann orðinn svo lasinn að hann gat ekki verið lengur heima hjá mömmu. Ari seinna fór hún til hans á elliheimilið. Þar voru þau saman í fimm mánuði. Hann veiktist 2. janúar og var flutt- ur í Sjúkrahús Suðurlands og lést þar 1. febrúar sl. Nú er komið að leiðarlokum, kæri Jón minn. Ég þakka þér fyrir öll árin sem þú gafst henni mömmu, svo hlý og góð, og ég þakka þér innilega fyr- ir allt sem þú sýndir mér, Gísla og börnunum okkar. Ég kveð þig með söknuði. Helga Kristinsddttir. Mig langar að minnast í fáum orð- um elskulegs afa míns, Jóns Þóarins- sonar, sem lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 1. febrúar sl. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í huga mér þegar ég skrifa þessa grein og ekki hægt að skrifa þær allar hér. En þó er margt sem stendur uppúr, þegar ég hugsa um öll árin min hjá ykkur ömmu. Ég minnist þess alltaf þegar þú varst að vinna í plastiðjunni, hve oft ég fór á móti þér og beið fyrir utan eftir því að þú kæmir í mat og stundum kíktum við í kindakofann okkar áður en við fórum að borða. Ég gleymi aldrei þegar þú gafst mér einu sinni lamb; við vorum í réttunum uppi á engjum og þú leyfðir mér að velja lamb úr réttinni og ég valdi fallegasta lambið og var rígmontinn með það. Margir voru veiðitúramir sem við fórum í, með kaffí og smurt með okk- ur og verið á veiðum fram á kvöld með misjöfnum árangri en við sögð- um alltaf að við hefðum misst af þeim stóra. Ekki má gleyma öllum jólunum okkar saman, frá því ég var tveggja ára og þangað til ég var átján ára, það voru ógleymanlegar stundir. Það væri endalaust hægt að telja upp og margs að minnast, en við geymum það og varðveitum hjá okkur. Elsku afí minn, það var mér mjög dýrmætt að ég skyldi vera hjá þér síðustu nóttina og morguninn sem þú lifðir. Ég er viss um að þú vissir af mér hjá þér. Jæja elsku afi minn, þá er komið að því að kveðja. Ég og mín fjölskylda þökkum þér allar þær yndislegu stundir sem þú gafst okkur öllum með þér og við vitum að þér h'ður vel þar sem þú ert, og ert alltaf með okk- ur. Hvíl í friði, elsku afi. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Jón Rúnar Gíslason. ÞORBERGUR JÓN ÞÓRARINSSON minnast þín í nokkrum orðum. Mér er alltaf svo minnisstætt þegar ég var að hringja austur í ykkur. Eins og venjulega vildir þú fá að svara. Þegar þú þekktir röddina varst þú vön að spyrja mig hvenær ég kæmi að klippa þig stutt. Þessi litla minning kemur alltaf upp í huga mér þegar ég hugsa tíl þín, og fær mig alltaf til að brosa. Elsku Bjagga, Nonni, Hreiðar og Sóley. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur og vernda. Guðrún Helga frænka. Sú fregn að Halldóra litla væri dáin kom eins og reiðarslag yfir mig sem og allra aðra sem til hennar þekktu. Af hverju þarf lítið barn sem var rétt að byrja lífið, alveg að verða fjögurra ára, að deyja? Þessu verður kannski best svarað með því að segja að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Halldóra var, eins og svo mörg börn sem ég hef haft ánægju af að þekkja, svona pínulítið hrædd við þennan risastóra mann sem kallað- ist Sæmi frændi, henni fannst svona best að vera í hæfilegri fjar- lægð frá þessum manni eða láta pabba og mömmu halda á sér svona til öryggis, fyrst hann er svona stór þá hlýtur hann að borða mikið, maður tekur nú engan sjéns á því. En upp úr áramótunum var ég staddur á heimili þínu eina kvöld- stund og þá blasti nú annar tónn við, þú skríktir af kátínu við það að ég kitlaði þig og stríddi og þú svaraðir í sömu mynt eins og ekk- ert hefði í skorist. Ég var þakklátur fyrir þessa kvöldstund þá, en ein- hvem veginn verður hún miklu meira virði eftir að þessi hræðilegi atburður átti sér stað og þessa kvöldstund kemur maður til með að muna alla ævi, kvöldið sem þú skríktir af kátinu við að stríða þess- um frænda þínum sem eftir allt var ekki svo skelfilegur. Halldóra er nú farin til himna og er án efa tekið vel á móti henni af öðrum ástvinum sem fallið hafa frá. Elsku Nonni, Tobba, Hreiðar og Sóley, þið glímið nú við mikla sorg og bið ég Guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Sæmundur. Litla frænka mín hún Halldóra er dáin. Mér þótti undurvænt um hana. Hún var svo fíngerð og falleg. Þeg- ar ég kom í heimsókn til frændfólks míns á Selfossi, var alltaf tekið svo vel á móti mér. Það er svo sniðugt að við frændsystkinin þau eldri, erum á sama aldri, Hreiðar og Gummi bróðir minn jafngamlir og ég og Sóley jafngamlar. En svo ruglaðist allt því mamma eignaðsit litlu syst- ur mína fjórum árum áður en Hall- dóra kom í heiminn. Mér þótti svo gaman að fylgjast með- henni, hún var svo ósköp feimin. Þegar ég gisti á Selfossi tók það yfirleitt sólar- hring þar til hún Halldóra tók sig til og spjallaði við mig, hún horfði bara rannsakandi á mig og hlustaði. Henni Halldóru þótti gaman að syngja, hún átti vísnabók sem hún þvældist um með og vildi fá okkur til að syngja með sér. Mér er eitt svo minnisstætt. Það var þegar við Sóley fórum eitt sinn út og vorum í burtu í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þegar við komum aftur inn kom Halldóra hlaupandi á móti okkur og faðmaði okkur svo fast að sér að það var eins og við hefðum verið mánuð í burtu. Þessa daga hugsa ég mikið um þær stundir sem ég hef átt með Halldóru. En einhvem veginn kem- ur alltaf sama mynd upp í hgua mér, hvemig hún hélt á glasinu sínu þegar hún drakk mjólkina sína, svona með báðum litlu höndunum sínum. Megi góður Guð styrkja ykkur, elsku Bjagga, Nonni, Hreiðar og Sóley. Ég flyt ykkur samúðarkveðj- ur frá pabba mínum sem er erlend- is. Ég mun ávallt geyma minningu Halldóru í hjarta mtnu. Arna Atladóttir. Kæm vinir, við biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Við sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur._ Ólöf Inga og Magnús. Ég kveð þig heitu hjarta. - Minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svo langt í burt frá mér. Mér ljómar Ijós í hjarta, - sem lýsir harmaský, þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Og þegar vorið vermir 9g vekur blómin sín. í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson.) Elsku Halldóra, nú ert þú hjá Guði og ég veit að þér líður vel. Þú munt alltaf vera í hjarta okkar. Þín frænka, Þórunn Benný. Kveðja frá Leikskólanum Álfheimum Ó, faðir gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (M. Joch.) Það er föstudagur, hádegisbil, enn ein vinnuvikan á enda og við tölum um hvað tíminn sé fljótur að líða. Börn og starfsfólk þakka sam- veru dagsins og óskir um góða helgi eru gagnkvæmar. I dag sæk- ir stóri bróðir Halldóru í leikskól- ann eins og svo oft áður, þau leika sér í fataherberginu, kveðja og halda heim. Litlu seinna heyrist í sírenum í bænum okkar, það er óþægilegt, Selfoss er enn þá það lítill bær að okkur bregður. Hvað er nú að ger- ast? Um miðjan dag fáum við af því fregnir að það hafi orðið um- ferðarslys „fyrir utan Á“ og Hall- dóra hafi látist. Tíminn, sem var svo fljótur að líða, stoppar. Allt verður hjóm eitt augnablik. Við lútum höfði. Halldóra byrjaði í Leikskólanum Álfheimum í október 1995, hún hafði því verið hér í nær tvö og hálft ár. Halldóra var afskaplega hljóð- látt barn, stillt og prúð, og leysti öll sín verkefni af mikilli rósemi og yf- irvegun. Hún var ljúfur þátttakandi í leik og starfi barnanna og á síð- ustu vikum hafði hún myndað sterk vinatengsl við ákveðna einstaklinga í barnahópnum. Þótt hún væri ekki margmál í leikskólanum var hún op- inská við sitt heimafólk, sagði frá atburðum dagsins, söng og kunni leikskólalögin og var glöð og ánægð með veru sína hér. Elsku Halldóra, það er erfítt að sætta sig við að þú munir aldrei koma aftur í Álfheima, en við trúum því að þú sért mætt í annan leik- skóla á æðri stigum og þar munum við hittast þegar okkar tími kemur. Við söknum þín. En litill engffl leið á skýjum röðuls nýrisins, reifaður gullblæjum. Andliti bb'ðu, björtum augum fríðan breiddi faðm mót fbður ljósa. (Sveinbj. Egilsson.) Við vottum foreldrum Halldóru, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum al- góðan Guð að gefa þeim styrk, von og trú svo þeim megi takast að taka því sem orðið er með æðruleysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.