Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 49

Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 49 Fyrirlestur um hafveð- urfræði DR. RICHARD Hodur heim- sækir Halo, Haf- og lofthjúps- fræðistofuna, nk. mánudag 16. febrúar og heldur íyrirlestur um verk sín og starfsemi NRL (Nav- al Research Laboratories) sem rekur umfangsmikið rannsókna- og þróunarstarf á sviði hafveður- fræði. Dr. Hodur hefur unnið að þró- un grenndarlíkana um víxláhrif hafs og lofts og áhrif fjalla á úr- komu og flæði, þ.e. lóðréttan og láréttan vind, í skjóli fjalla. Frekari upplýsingar um NRL- stofnunina og dr. Richard Hodur og verk hans er að finna á ver- aldarvefjarslóðinni „www.halo.hi.is/hodur“ Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Reykjavíkurapóteks, 5. hæð, gengið inn frá Pósthús- stræti, kl. 10-11.30. Fyrirlestur- inn er öllum opinn og verður fluttur á ensku. Námskeið um slitgigt GIGTARFÉLAG íslands heldur námskeið um slitgigt þriðjudags- kvöldið 24. febráar og fímmtu- dagskvöldið 26. febrúar. Helgi Jónsson gigtarlæknir fjallar um slitgigt og nýjungar í meðferð sjúkdómsins og Halldór Jónsson bæklunarlæknir fjallar um aðgerðir vegna slitgigtar. Ema J. Amþórsdóttir sjúkra- þjálfari og Unnur Alfreðsdóttir iðjuþjálfari fjalla um gildi þjálf- unar, líkamsbeitingar og lið- vemd, setstöður og hvíldarstöð- ur. Þær munu einnig sýna ýmis hjálpartæki og spelkur. Málstofa á Bifröst HELGA Roepke-Abel, prófessor við BBF stjórnsýsluháskólann í Hof í Þýskalandi, heldur fyrir- lestur í Samvinnuháskólanum á Bifröst þriðjudaginn 17. febrúar um starfsmannastjómun í opin- berum stofnunum. Fyrirlestur- inn nefnir hún Nýsköpun í skrifræðisstofnunum — dæmi frá Þýskalandi. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, hefst kl. 15.30 í Hátíðarsal Samvinnuháskólans. Allir em boðnir velkomnir. Skíðaganga og strand- ganga FERÐAFÉLAG íslands efnir til tveggja ferða á sunnudaginn 15. febrúar. Kl. 10.30 er skíðaganga um Hengladali og kl. 13 Blikastaða- kró, Gufunes, Grafarvogur. Auð- veld strandganga í tilefni árs hafsins. Frítt fyrir börn með full- orðnum. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Nánari upplýsingar um ferðir Ferðafélagsins eru í nýrri ferða- áætlun félagsins og á heimasíðu: http://www.fi.is Opið hús hjá Hrafnistu OPIÐ hús verður hjá Hrafnistu við Laugarás laugardaginn 14. febrúar í tilefni þess að aldraðir heymarlausir fluttu þangað síð- astliðinn desember. Húsið verð- ur opnað formlega kl. 15 og verð- ur samkoman í samkomusal C4 og stendur til kl. 17. Með tilkomu þessa nýja dval- arstaðar fyi'ir aldraða heyrnar- lausa hefur Hrafnista í Laugar- ási brotið í blað í sögu heyrnar- lausra á íslandi, því að með öldruðum heymarlausum starfar táknmálstalandi starfsfólk svo ekki verði um neina samskipta- örðugleika að ræða. Stofnfundur Garðabæjar- listans STOFNFUNDUR Garðabæjar- listans, bæjarmálafélags Garða- bæjar, verður haldinn í Stjörnu- heimilinu laugardaginn 14. febr- úar kl. 14. Á milli dagskráratriða verða margvísleg skemmtiatriði og kaffiveitingar. Barnahorn verður á fundarstað. Að stofnun Garðabæjarlistans standa Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn í Garðabæ ásamt óflokksbundnu jafnaðar- og fé- lagshyggjufólki í bænum. Félagið er opið öllum íbúum Garðabæjar 16 ára og eldri. Kvikmynda- sýningar fyrir börn KVIKMYNDASÝNINGAR fyr- ir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudag- inn 15. febrúar verður sýnd myndin „Kalles Klattertrád - Tankar i det blá“. Inni í miðjum bæ á hann Kalli heima og hann er vanur að klifra upp í tré og gefa ímynd- unaraflinu lausan tauminn. Hann hugsar um allt á milli himins og jarðar og auðvitað um hana Emmu. Margverðlaunaðir sænskir þættir sem hafa verið sýndir víða um heim. Sænskt tal, 50 mínútur. Allir era velkomnir og aðgang- ur ókeypis. Rætt um alda- mótafagnað í Perlunni NÝKJÖRIN stjórn íslensk-am- eríska félagsins vekur athygli á að nýtt starfsár hefst með um- ræðu um fyrirhugaðan alda- mótafagnað Islands og Banda- ríkjanna með síðbúnum morgun- verðarfundi (brunch) í Perlunni í dag kl. 11-14. Ræðumenn verða Einar Bene- diktsson, formaður, og Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkj- anna. Borðapantanir á skrifstofu Perlunnar. Færeysk bókakynning fellur niður FÆREYSKA bókakynningin sem fyrirhuguð var í Norræna húsinu á sunnudag, 15. febrúar, fellur niður vegna veikinda fyrir- lesarans, Jogvans Isaksen. Ekki hefur verið ákveðið hvort hún verði síðar í mánuðinum eða í byrjun mars. ■ MÁLÞINGI Félags um átj- ándu aldar fræði „Erlend áhrif og þýðingar í bókmenntum átj- ándu aldar“ sem átti að halda laugardaginn 14. febrúar er frestað um rétta viku vegna út- farar Halldórs Laxness. FRETTIR Gagnrýnir rýran hlut kvenna í bankakerfinu AÐ mati Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns hallar mjög á konm- í yfirmannastöðum innan bankakerf- isins sérstaklega í Seðlabanka ís- lands og Landsbanka íslands. I svari viðskiptaráðherra við fyiir- spum hennai' um bílastyrki og stöð- ur í bankakerfmu kemur fram að hlutfall kvenna meðal æðstu yfir- manna í Landsbanka íslands sé um 13% og hlutfall kvenna meðal æðstu yfii’manna í Seðlabanka Islands sé um 15%. Þá kemur fram að hlutfall kvenna meðal æðstu yfirmanna í Búnaðarbankanum sé um 40%. Jóhanna bendir ennfremur á að samkvæmt svari viðskiptaráðherra fái konur í ábyi'gðarstöðum í Landsbankanum um 50% af bíla- styrk karla í sambærilegum stöð- um og að bílastyrkur kvenna í Búnaðarbankanum sé um 75% af bílastyrk karla í sambærilegum stöðum. í framhaldi af þessu svari við- skiptaráðherra hefur Þingflokkur jafnaðarmanna sent erindi til Jafn- réttisráðs og farið fram á að það verði kannað hvort um brot á jafn- réttislögum sé að ræða. ■ DREGIÐ hefur verið í happ- hlaut Sólveig Þorleifsdóttir. Á drætti Kays listans. Vinninginn myndinni má sjá Björn Magnússon sem var ferð fyrir tvo til London óska henni til hamingju. Morgunblaðið/RAX Afmælishátíð Samvinnuferða FERÐASKRIFSTOFAN Sam- vinnuferðir-Landsýn á 20 ára af- mæli um þessar mundir. Af því tilefni verður afmælisveisla í húsakynnum fyrirtækisins í Austurstræti milli klukkan 14 og 18.30 á morgun, sunnudag. Þar verður margt til skemmtunar og gestum meðal annars boðið upp á 20 metra langa afmælistertu. Nýr sumarbæklingur verður kynntur, en meðal nýjunga eru 5 nýir áfangastaðir. Húsnæði fyr- irtækisins hefur fengið afmælis- svip, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Skipar efsta sæti Kópavogs- listans Á FÉLAGSFUNDUM í Al- þýðubandalagi, Alþýðuflokki og Samtökum um Kvennalista í Kópavogi í fyrrakvöld var samþykkt að bjóða fram sam- eiginlegan lista undir merkjum Kópavogslistans. Auk fulltrúa ofangi'eindra stjórnmálasam- taka á utanflokkafólk sæti á listanum. Efsta sæti listans skipar Flosi Eiríksson, húsasmiður og háskólanemi, 28 ára. Bæj- arstjóraefni Kópavogslistans verður Valþór Hlöðversson en hann hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi undanfarin tólf ár. Tólf efstu sæti Kópavogs- listans skipa: 1. Flosi Eiríks- son, húsasmiður og háskóla- nemi, 2. Kristín Jónsdóttir arkitekt, 3. Sigrún Jónsdóttir stjórnmálafræðingur, 4. Birna Bjarnadóttir bæjarfulltrúi, 5. Guðmundur Oddsson bæjar- fulltrúi, 6. Vilmar Pétursson verkefnisstjóri, 7. Magnús Norðdahl lögfræðingur, 8. Birna Sigurjónsdóttir aðstoð- arskólastjóri, 9. Ýr Gunnlaugs- dóttir verslunarmaður, 10. Bergur Sigfússon, nemi í MK, 11. Helga E. Jónsdóttir leik- skólastjóri og 12. Garðar Vil- hjálmsson, skrifstofustjóri Iðju. Frekari uppröðun á Kópa- vogslistann verður ákveðin á fundi hans sunnudaginn 22. febrúar nk. en þá verður jafn- framt stofnað formlegt félag um framboðið sem kennt verð- ur við jöfnuð, félagshyggju og kvenfrelsi. LEIÐRÉTT HÉR í leiðréttingadálkinum í gær var birt leiðrétting við myndatexta undir baksíðumynd, um kveðju- stund á Grandagarði, í fimmtu- dagsblaðinu þar sem Svanhvít Hlöðversdóttir hafði verið rang- feðruð og sögð Hjörleifsdóttir. I leiðréttingunni í gær tókst hins vegar ekki betur til en svo að Svan- hvít var rangnefnd Sigrún en fóð- urnafnið var hins vegar orðið rétt. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu klúðri og vonar að allt kom- ist til skila í þessari þriðju tilraun. Rangt nafn í viðtali við Mai-íu Sigurðardótt- ur, leikstjóra, sem birtist í sunnu- dagsblaðinu var rangt farið með nafn Bryndísar Sæunnar Sigríðar. Beðist er velvirðingar á þeim mis- tökum. Rangt nafn í frétt á viðskiptasíðu Morgun- blaðsins í gær um skuldabréfaút- boð Landsvirkjunar var rangt farið með nafn Arnar Marinóssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og markaðssviðs fyrirtækisins og hann sagður heita Marinó Péturs- son. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Lögreglan leitar vitna TVÆR bifreiðar, blár Volkswagen Golf CL og rauður Nissan Path- finder, lentu í allhörðum árekstri á gatnamótum Nýbýlavegar og Skemmuvegar 22. janúar síðastlið- inn, um klukkan 19.12. Vitni sem geta gefið einhverjar upplýsingar um áreksturinn era beðin um að gefa sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar í Kópa- vogi. SJÓMENN ATHUCW: s g RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.