Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Hæstiréttur Dómur vegna kyn- ferðisbrots staðfestur Dótturfé- lög sam- einast Samherja ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæði dótturfélög Samherja hf. hér á landi, Fiskimjöl og lýsi í Gr- indavík og Friðþjófur á Eski- firði, sameinist móðurfélaginu. Sameiningin miðast við 31. des- ember sl. Samherji á öll hlutabréf í báðum þessum félögum og eftir sameiniguna er öll starfsemi Samherja hf. innanlands í einu félagi og undir einni stjórn. Aðalfundur Samherja verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl nk. en ráðgert er að birta af- komutölur móðurfélagsins föstudaginn 27. febrúar nk. Tilboð yfír kostnaðar- áætlun TVÖ tilboð bárust í fram- kvæmdir við Sundlaug Akur- eyrar, útboð 3 og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið var frá SJS verktökum og hljóðaði upp á rúmar 117,7 milljónir króna, eða 101,5% af kostnaðaráætlun. Tilboð SS Byggis hljóðaði upp á rúmar 124,6 milljónir króna, eða 107,5% af kostnaðar- áætlun sem var upp á rúmar 116 milljónir króna. Helstu framkvæmdir eru utanhússfrá- gangur nýbyggingar, innan- hússfrágangur, vinna við úti- klefa og fleira. Framkvæmdin sldptist á tvö ár en nýja laugarkerið verður tekið í notkun næsta sumar. Stefán Örn leikur á selló STEFÁN Örn Amarson selló- leikari heldur einleikstónleika í Listasafninu á Akureyri sunnu- dagskvöldið 15. febrúar kl. 20.30 en þeir eru á vegum Tón- listarfélags Akureyrár. Á efnisskránni verða svítur fyrir einleiksselló eftir Bach og Benjamin Britten auk serenöðu eftir Hans Werner Hanze. Stefán Örn er fæddur í Reykjavík árið 1969 og hóf nám í Tónmenntaskólanum sjö ára. Að loknu einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem kennari hans var Gunnar Kvaran, hélt hann til framhaldsnáms til Bandaríkjanna. Þar tók hann mastersgráðu frá University of Michigan þar sem aðalkennari hans var Erling Blöndal Bengtsson. Konsert- uppfærsla á Show Boat LEIKHÚSKÓRINN, Kór Leikfélags Akureyrar, heldur tónleika í Lóni við Hrísalund í dag, laugardaginn 14. febrúar, og á morgun, sunnudaginn, kl. 17 báða dagana. Flutt verður konsertupp- færsla af hinum vinsæla söng- leik „Show Boat“ eftir Jerome Kern og Oskar Hammerstein II. Einsöngvarar eru Valgerður Guðnadóttir, Guðlaugur Vikt- orsson og félagar úr leik- húskórnum. Sögurmaður er Sunna Borg, undirleikari Ric- hard Simm og stjórnandi Roar Kvam. Pelle rófulausi SÆNSKA kvikmyndin Pelle Svanslös verður sýnd á vegum Norræna félagsins í dag kl. 11 á Amtsbókasafninu á Akur- eyri. Myndin er með sænsku tali. Á bóndabæ einum fæðast fimm kettlingar og er einn þeirra rófulaus. Tilviljanir ráða því að einn dag er hann staddur í stór- borginni og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Snjór í matinn VINKONURNAR Auður Sif og Tinna, sem eru á leik- skólanum Flúðum, voru úti að leika sér í snjónum í gærdag. Þær renndu sér á snjóþotu niður brekkumar en brögð- uðu líka örlítið á snjónum. Ekki tekur snjóinn upp í dag, spáð er vestan stinnings- kalda og vægu frosti. HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm gegn sextíu og tveggja ára kai’lmanni í Suður-Þing- eyjarsýslu sem var dæmdur í fimmt- án mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands fyrir að hafa þrívegis í byrjun árs 1997 framið kynferðisbrot gagnvart stúlku. Stúlkan var tæplega fimm ára þegar brotin voru framan. Áreitnin átti sér stað á heimili mannsins en þar hafði stúlkan verið vistuð af barnavemdarnefnd Hafn- arfjarðar. Maðurinn og eiginkona hans hafa um árabil tekið við fjöl- mörgum börnum til skammtímavist- unar fyrir félagsmálayfirvöld. Ríkissaksóknari skaut máhnu til Hæstaréttar og krafðist þess að refs- ing yrði þyngd. I dómi Hæstaréttar segir að því sé réttilega lýst í dómi Héraðsdóms hvers beri helst að gæta við ákvörðun viðurlaga vegna brot- anna og til þess litið meðal annars að ákærði hafði átt flekklausan feril fram að því er atvik málsins gerðust. „Ber að staðfesta ákvörðun héraðs- dómara um refsingu með skírskotun til forsendna hennar og á dómurinn að vera óraskaður." HMIMI i 1 > 1'iM1 iii | HAB ) fimán 1 - í fímbulkulda - Nýjung ffá HA6 saumastofii - Svar útivistarmanns- ins viö vetrinum - fimm notkunar- möguleikar Flísfatnaður í úrvali, s.s. jakkar, buxur, vinnupeysur, treflar, lúffur, eyrnabönd, margar gerðir af húfum, ungbarna- pokar og gallar o.m.fl., bæði einlitt og munstrað. „Aladín töfrateppiö" er teppi sem breyta má í púða (og öfugt). Hestaábreiður og hettur undir hjálma. Póstsendum hvert á land sem er. Ath.: Saumum jafnt fyrir ein- staklinga, hópa og verslanir. Saumastofan HAB Árskógsströnd, 621 Dalvík sími 4661052, fax 4661902. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, biblíudagurinn, barnakór syngur. Æðruleysismessa kl. 20.30, en hún er tileinkuð 12 spora leið AA og æðruleysisbæninni, molasopi og biblíusýning í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu, tekið við framlög- um til Biblíufélagsins. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 í kapellu. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 með séra Guðmundi Guð- mundssyni héraðspresti. Mömmumorgunn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag, fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 17.15 í kirkjunni. DALVÍKURPRESTAKALL: Barnamessa í Dalvíkurkirkju kl. 11 á morgun í Dalvíkurkirkju. Guðs- þjónusta í Tjarnarkirkju kl. 13.30 á sunnudag. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskóli bamanna er kl. 13 í dag, laugar- dag. Guðsþjónusta kl. 14 á sunnu- dag. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, léttur máls- verður í safnaðarsal að helgistund lokinni. H.IÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag, hjálparflokkur kl. 20.30. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku verða sam- komur með sænsku hjónunum Ma- isan og Ingemar Myrin. HRISEYJARPRESTAKALL: Æskulýðsmót fer fram í Hrísey um helgina. Helgistund verður kl. 10 í dag, laugardag. Hugleiðingur flyt- ur Carlos A. Ferrer og unglingar frá æskulýðsfélagi Blönduóskirkju syngja. Helgistund verður einnig kl. 22. Sr. Gunnlaugur Garðarsson flytur hugleiðingu. Guðsþjónusta verður kl. 10.30 á sunnudag. Sr. Kristján Björnsson predikar og sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir þjón- ar fyrir altari. Unglingar frá æsku- lýðsfélagi Hvammstangakirkju lesa ritningarlestra og unglingar frá æskulýðsfélagi Stærra-Ar- skógskirkju flytja helgileik. Yfir- skrift mótsins er ,Á sama báti“. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brau ðsbrotning kl. 11 á morgun, Stella Sverrisdóttir predikar. Fjölskyldu- samkoma kl. 14, G. Theódór Birg- isson predikar, krakkakirkja og barnapössun. Bænastundir alla daga, krakkaklúbbur miðvikudag kl. 17.15, unglingasamkoma kl. 20.30 á föstudag og karlamorgunn kl. 10. Vonarlínan: 462-1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 á Eyrarlandsvegi 26. KFUM og K: Bænastund kl. 20 á sunnudag. Fundur í yngri deild kl. 17.30 á mánudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: 'Mfessa í Grundarkirkju kl. 10.30 á sunnudag og sama dag er messa í Kristnesspítala. Bæjarmálafundu Bæjarmálafundur verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Bæjarmálafundir eru öllum opnir. BtejarmálaráS Sjálfstaðisflokksins. r Til sölu við Mývatn Til sölu er húsnæði það sem áður hýsti skólann á Skutustöðum á bökkum Mývatns. Húsið var byggt árið 1959 og er steinsteypt. Flatarmál hússins er 805 fm og rúmmál þess er 2460 rúmmetrar. Lóðin sem húsið stendur á er skipulögð sem stofnana eða þjónustusvæði. Tilboðum skal skilað til sveitarstjóra Skútustaðahrepps, Hlíðarvegi 6, 660 Reykjahlíð fyrir 12. mars n.k. Tilboðin skulu merkt Skútustaðaskóla. í tilboðunum komi fram hugmyndir um verð og greiðslutilhögun. Ennfremur komi fram hug- myndir um notkun húsnæðisins í framtíðinni. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu sveitarstjóra þann 12. mars kl. 13.30. Skútustaðahreppur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í símum 464 4163 (vs) og 464 4454 (hs). Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.