Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 51. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Danmörk Hægri- menn síga á Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SKOÐANAKANNANIR danskra fjölmiðla undanfarna daga benda sterklega í átt að hægristjórn. Sam- kvæmt þeim hlyti hægristjórn 91-94 þingsæti, en núverandi stjórn og stuðningsflokkar hennar 81-84 þing- sæti af 175. í viðbót koma tveir þingmenn frá Færeyjum og tveir frá Grænlandi, sem síðan skipa sér á væng með dönsku flokkunum. Eins og er stefnir í hægri þing- menn frá Færeyjum, en jafnaðar- menn frá Grænlandi, svo þeir síðar- nefndu gætu hugsanlega bjargað meirihluta núverandi stjórnar. Þrátt fyrir þetta eru æ fleiri farnir að líta á hægristjórn í Danmörku sem raunhæfan meirihluta. A fimm þúsund manna kosninga- fundi í Kaupmannahöfn á sunnudag, þar sem Uffe Ellemann-Jensen leið- togi Venstre og Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra háðu kappræður, virtist fjölmiðlum sá fyrrnefndi áhrifameiri. Það fer hins vegar fyrir brjóstið á öðrum flokks- leiðtogum hve athyglin beinist að þessum tveimur og þannig hefur Marianne Jelved, efnahagsráðherra og leiðtogi Róttæka vinstriflokksins, kvartað yfir að með þessu móti kom- ist aðrir leiðtogar ekki að til að rök- ræða málin. Hindúa- flokki spáð sigri Kosningasigur SPD í Neðra-Saxlandi kemur Kohl í bobba Schröder einróma út- FLEST benti til þess í gær að Bharatiya Janata (BJP), flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, færi með sigur af hólmi í þingkosn- ingunum á Indlandi og fengi það hlutverk að mynda nýja rikisstjórn. Flokkurinn og bandamenn hans þurfa 272 sæti í kosning- unum til að fá meirihluta á þinginu. Forystumenn Bhar- atiya Janata sögðust vongóðir um að flokkurinn fengi 260 sæti og töldu að auðvelt yrði fyrir hann að tryggja sér stuðning nógu margra óflokksbundinna þingmanna til að geta myndað meirihlutastjórn. „Ef BJP og bandamenn hans fá 245 til 250 sæti mynda þeir næstu sfjórn,“ sagði einn af for- ystumönnum Kongressflokks- ins, sem var spáð næstmesta fylgi í kosningunum. Flest benti til þess að Samfylkingin, banda- lag fimmtán flokka, hefði tapað miklu fylgi. Samfylkingin myndaði minnihlutastjórn á síð- asta kjörtímabili en hún féll eft- ir að Kongressflokkurinn hætti stuðningi við hana. Búist er við að ljóst verði í kvöld hvort Bharatiya Janata geti myndað stjórn eftir kosn- ingarnar, sem hófust 16. febrú- ar, þótt enn sé eftir að kjósa í sex kjördæmum. Öryggisverðir sitja hér fyrir utan talningamiðstöð i Bombay. nefndur kanzlaraefni Reuters VEL fór á með þeim Oskar Lafontaine (t.v.) og Gerhard Schröder á flokksstjórnarfundi SPD í gær. Bonn. Reuters. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, vísaði á bug í gær vangavelt- um þess efnis að honum bæri að víkja sem kanzlaraefni flokks síns í þingkosningum í haust eftir að Ger- hard Schröder vann glæstan kosn- ingasigur í heimahéraði sínu, Neðra- Saxlandi, og var formlega útnefndur kanzlaraefni þýzka Jafnaðarmanna- flokksins, SPD. Að mati stjórnmála- skýrenda hefur Kohl þar með fengið erfiðasta keppinautinn um kanzlara- stólinn sem hugsazt gat. Kohl viðurkenndi hins vegar að ósigur Kristilegra demókrata, CDU, í sambandslandinu hefði ver- ið vonbrigði. SPD fékk 47,9% at- kvæða í hinu norður-þýzka heima- héraði Schröders, CDU 35,9%, flokkur græningja 7,0% og sam- starfsflokkur CDU í ríkisstjórninni í Bonn, Frjálsi demókrataflokkur- inn (FDP), hlaut 4,9% og þar með engin þingsæti, þar sem hann náði ekki 5% lágmarkinu sem kveðið er á um í stjórnarskránni. SPD hefur aldrei fyrr náð eins góðri útkomu úr kosningum í Neðra-Saxlandi og jók hreinan meirihluta sinn á þingi sambands- landsins úr 81 þingsæti af 161 í 83. Þessi mikli kosningasigur kom á óvart og gerði að verkum að Oskar Lafontaine, formaður SPD, lagði til- kall sitt til kanzlaraefnisútnefningar á hilluna. Flokksstjómin og full- trúaráð flokksins samþykktu ein- róma útnefningu Schröders á fundi í Bonn í gær. I atkvæðagreiðslu í fulltrúaráðinu studdu 38 tillögu for- mannsins um útnefningu Schröders, en 3 sátu hjá. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir sagði Schröder að hann og Lafontaine, sem þykir vinstrisinn- aðri, myndu ekki eiga í neinum samstarfsörðugleikum. „Samstarfið hefur gengið prýði- lega undanfama mán- uði og það mun ganga prýðilega í framtíðinni," tjáði hann fréttamönn- um í Bonn. „SPD mun mæla einni röddu.“ Schröder hét því að leggja mesta áherzlu á að berjast um atkvæðin á miðju stjómmálanna, en þangað hefur Kohl líka sótt megnið af fylgi sínu. Hann sagðist ekki stilla upp skuggaráðu- neyti, en snemma í sumar myndi hann kynna til sögunnar hóp samstarfsmanna úr for- ystu SPD. Schröder sagði að sú mikla áherzla sem Kohl hefði lagt á kosningabaráttuna í Neðra- Saxlandi he'fði skilað öfugum ár- angri. Kohl kom fram á ellefu kosn- ingafundum í héraðinu síðustu dag- ana fyrir kosningarnar, í von um að það hjálpaði CDU-frambjóðandan- um Christian Wulff. „Með því að leggja svona hart að sér í Neðra- Saxlandi lagði hann sigri okkar lið og sínum eigin ósigri,“ sagði hinn sigri hrósandi Schröder. ■ Schröder segir /24 Reutere Oryggisráðið aðvarar Iraka Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. Reuters. FULLTRÚAR í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) komust í gær- kvöldi að samkomulagi í stórum dráttum um ályktun þar sem Irakar eru varaðir við „hinum alvarlegustu afleiðingum" hindri þeir á ný starf vopnaeftirlitsmanna SÞ í Irak. Greiða átti atkvæði um ályktunina seint í gærkvöldi eftir að allir 15 full- trúarnir í ráðinu hefðu fengið tæki- færi til að tjá sig um hana. Það eru Bretar og Japanir sem lögðu fram tillögu að ályktuninni, en í henni er ekki gengið svo langt að heimila beit- ingu vopnavalds komi til deilna milli Iraka og vopnaeftirlitsmanna SÞ. Veittur „sanngjarn tími“ Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra íraks, sagði í gær að vopnaeft- irlitsmönnum yrði veittur „sann- gjarn tími“ til að sinna störfum sín- um í svonefndum forsetabústöðum, í samræmi við nýgert samkomulag Kofis Annans, framkvæmdastjóra SÞ, við írösk stjórnvöld. Aziz var spurður, í viðtali við CNN sjónvarpið, hversu langan tíma hann teldi eftirlitsmennina þurfa. „Ekki áratug, ekki nokkur ár,“ sagði Aziz. Hann sagði ennfremur að írakai- myndu ekki trufla störf eftirlits- mannanna. Óeirðir í Kosovo-héraði í Serbíu Lögregla kveð- ur niður mót- mæli Albana Pristina. Reuters. SERBNESKIR lögreglumenn vopn- aðir táragasi, vatnsslöngum og kylf- um réðust í gær gegn þúsundum manna, sem gengu um götur Prist- ina í Kosovo-héraði í Serbíu, til að mótmæla drápum lögreglu á sextón Albönum um helgina. Útlendingar sem urðu vitni að aðfór lögreglunnar sögðu hana hafa verið grófa og hafa yfirvöld nokkurra Evrópuríkja, þeirra á meðal Bretlands og Austur- ríkis, mótmælt henni. Gáfu embætt- ismenn hjá Atlantshafsbandalaginu til kynna að herti Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, enn tökin á Kosov, ættu Serbar yfir höfði sér al- þjóðlegar refsiaðgerðir. Mótmælendumir voru barðir með kylfum þegar þeir reyndu að flýja lögreglu er meinaði þeim aðgang að aðaltorgi borgarinnar. Leituðu all- margir skjóls á ritstjómarskrifstof- um dagblaðsins Koha Ditore og fylgdi lögregla á eftir. Fótbrotnaði einn blaðamannanna er hann stökk út um glugga undan lögreglu. Þá var ráðist á ritstjóra blaðsins, sem er einn leiðtoga Albana í héraðinu, og vestræna fjölmiðlamenn. Fólk af albönskum ættum er í miklum meirihluta í Kosovo, er um 90% íbúanna, og er talið að allt að 50.000 Albanir hafi tekið þátt í mót- mælunum í gær. Þetta era ein fjöl- mennustu mótmæli sem efnt hefur verið til í héraðinu frá því að Milos- evic svipti það sjálfstjórn árið 1989. Átök Serba og Albana sem byggja héraðið hafa staðið í aldir og á Vest- urlöndum er mikill ótti við að upp úr sjóði. Serbnesk yfirvöld hafa hins vegar mótmælt harðlega öllum er- lendum afskiptum af Kosovo, sem þeir segja afskipti af innanríkismál- um. Krafan um endurheimt sjálf- stjórnarinnar hefur orðið æ hávær- ari, ekki síst fyrir þrýsting Frjáls- ræðishers Kosovo (LAK), sem er hópur vopnaðra aðskilnaðarsinna Al- bana. Að undanfórnu hafa leiðtogar Albana hvatt til mótmæla. Upptökin að mótmælunum nú urðu á föstudag- inn er lögregla handtók nokkra fé- laga í LAK. Til blóðugra átaka kom og kostuðu þau sextán Albani og fjóra serbneska lögreglumenn lífið. Yfirvöld í Serbíu kváðust í gær ekki telja þörf á því að lýsa yfir neyðarástandi í Kosovo og sögðust „aldrei myndu ganga til viðræðna við hryðjuverkamenn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.