Morgunblaðið - 03.03.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.03.1998, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þrisvar sinnum ein SÝNINGASTÚLKAN Honor Fraser sýndi þennan rauða kjól eftir fatahönnuðinn Gai Mattiolo í Mílanó á sunnudag og hefur ljós- myndarinn þarna lýst mynd hennar þrisvar í sama filmurammann. Fatahönnuðir hvaðanæva úr heiminum sýna nú verk sín á yfir hundrað tískusýningum sem hófust 27. febrúar og standa til sjöunda mars. Reuters Sótt að and- ófsmönnum LÖGREGLAN í Kína handtók tvo andófsmenn um helgina og er það talið liður í aðgerðum gegn um- bótasinnum áður en þingið kemur saman á fimmtudag. Engar ástæður voru gefnar fjTÍr handtökunum og búist er við að fleiri verði handteknir næstu daga. Óljóst er hvort handtökurnar tengj- ast stofnun neðanjarðarsamtaka stjórnarandstæðinga nýlega. Lífvörður Dodi A1 Fayeds kveðst hafa endurheimt minnið Segir Díönu Breta- prinsessu hafa beðið um meiri ökuhraða London. Reuters. TREVOR Rees-Jones, lífvörður Dodi A1 Fayeds, ástmanns Díönu prinsessu, er sagður hafa endur- heimt nokkuð af hæfileikanum til að muna. í samtali við blaðið Mirr- or í gær segist hann nú muna nokkur augnablik úr ökuferðinni í París sem endaði með því að Dí- ana, Dodi og bflstjórinn Henri Paul biðu bana. Þá bar Sun vin Rees-Jones fyrir ýmsu er lífvörð- urinn á nú að segjast muna. Geð- læknar draga í efa að eitthvert mark sé takandi á því sem lífvörð- urinn kveðst nú muna. Haft er eftir Rees-Jones í Sun, að ljósmyndarar á tveimur mótorhjól- um hafi ekið á undan bifreiðinni og smellt af mynd í sffellu. „Mótorhjól- in voru á undan okkur, ekki á eftir, og þeir smelltu viðstöðulaust af. Þá heyrði ég rödd Dionu. Hún spurði hvort við gætum ekki farið hraðar. Eg var að blindast af ljósblossum og Guð einn veit hvernig Henri Paul gat haldið bflnum á veginum." I Mirror segir Rees-Jones, að eftir ákeyrsluna á brúarstólpa f undirgöngum hafi Díana hrópað nafn Dodis nokkrum sinnum. „Ég minnist þess að hafa heyrt kven- mannsrödd. Fyrst voru það stunur, en síðan var nafn Dodis kallað og það getur aðeins hafa verið Dí- ana.“ Fyrstu vikur og mánuði eftir slysið mundi Rees-Jones ekkert eftir ökuferðinni, frá því lagt var af stað úr Ritz-hótelinu í París. I ljósi þess að eitthvað úr endur- minningunni er farið að koma til baka hyggst Herve Stephan dóm- ari, sem stjórnar rannsókn á slys- inu, spyrja hann spjörunum úr 16. mars nk. Rees-Jones segir nú, að ekkert í fari bflstjórans hafi bent til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og lyfja eins og krufning leiddi í ljós. Heldur hann því fram að hér hafi einungis verið um hörmulegt slys að ræða, ekki sam- TREVOR DLANA Rees-Jones prinsessa særi um að ráða Dfönu og Dodi af dögum, eins og faðir Dodis, A1 Fa- yed hélt fram fyrir mánuði Bretum til mikillar gremju. Vegna umfjöllunar um meinta endurminningu Rees-Jones hvatti John Major fyrrverandi forsætis- ráðherra, verndari Vilhjálms og Harrýs, sona Díönu og Karls prins, fjölmiðla til þess í gær að sýna nærgætni í umfjöllunum um andlát Díönu og síðustu augnablikin í lífi hennar. Geðlæknar draga í efa að eitt- hvert mark sé takandi á endur- heimtu minni Rees-Jones svo stuttu eftir að hann hlaut alvar- lega höfuðáverka. „Það er afar sjaldgæft, þó ekki útilokað, að ná einhverju markverðu til baka á svona stuttum tfma. Líklegt er að endurminningin sé mjög óáreiðan- leg,“ sagði Ian Medley, talsmaður bresku geðlæknasamtakanna. EVROPA^ Reglur um kosningar til Evrópuþingsins Hillir undir samræmt hlutfallskjör ÁHRIF Evrópuþingsins fara sí- vaxandi, en reglurnar sem Evrópu- þingmenn eru kjörnir eftir eru ennþá ólíkar frá einu landi til ann- ars í Evrópusambandinu (ESB). Allar tilraunir til að taka upp sam- ræmdar kosningareglur hafa mis- tekizt fram að þessu. En frá því brezki Verkamannaflokkurinn undir forystu Tonys Blairs tók við stjórnartaumunum hyllir undir að síðustu hindruninni í vegi sam- ræmdra kosningareglna í öllum að- ildarlöndum ESB verði rutt úr vegi. Að þessu tilefni hyggst varafor- seti þingsins, Georgios Anastassopoulos, efna til nýrrar at- lögu í þágu samræmdra kosninga- reglna. Ef hugmyndir hans, sem hann ætlar að kynna ráðamönnum í öllum höfuðborgum aðildarland- anna fimmtán, ná fram að ganga verða allir þingmenn Evrópuþings- ins kosnir hlutfallskosningu af landslista. Kosningakerfið í Bretlandi, sem byggist á meirihlutakosningu í ein- menningskjördæmum, getur smá- vægileg sveifla í kjörfylgi flokka valdið verulegum sveiflum í hinu pólitíska jafnvægi á Evrópuþing- inu. I gildi árið 2004 En það verður í fyrsta lagi árið 2004 sem samræmd kosningalög- gjöf getur gengið í gildi. Öll stærri aðildarríkin verða að búa til stærri héraðskjördæmi og mega viðhalda reglum á borð við lágmarksat- kvæðahlutfall til að fá úthlutað þingsætum. Til stendur að fimmt- ungi þingsætanna verði úthlutað um kjördæmi sem nær til alls ESB og stjórnmálamenn úr öllum aðildarlöndunum bjóða sig fram í. Af þessu verður þó ekki fyrr en 2009. Schröder segir komið að endalokum valdatíma Kohls Reuters GERHARD Schröder veifar við hlið konu sinnar, Doris, til stuðningsmanna á sigurstund á sunnudagskvöld. Hannover. Reuters. GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra- Saxlands, sagði kosningasigur sinn á sunnudag vera upphafið að endalokum valdatíma Helmuts Kohls, sem hefur setið á kanzlarastólnum óslitið í 16 ár. Schröder, sem í gær var útnefndur formlega kanzlaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í kosningum til Sambandsþingsins í haust, hikaði ekki við að biðla til hefðbundins stuðningsfólks Helmuts Kohls á miðju stjórnmálanna. Hann höfðaði beint til „nýju miðjunnar" í þýzkum stjómmálum eftir að hafa komið bæði samherj- um og andstæðingum á óvart með stærð kosn- ingasigurs síns. SPD fékk 47,9% atkvæða í hinu norður- þýzka heimahéraði Schröders, CDU, flokkur Kohls, 35,9%, flokkur græningja 7,0% og Frjálsi demókrataflokkurinn (FDP), 4,9% og þar með engin þingsæti, þar sem 5% lágmark- inu sem kveðið er á um í stjórnarskránni varð ekki náð. „Við erum að tala um pólitíska áætlun sem sameinar hvort tveggja, athafnalífið og félags- lega ábyrgð. Hún verður að eiga rætur á miðj- unni,“ tjáði Schröder fréttamönnum í Hannover er hann hélt þaðan áleiðis til Bonn þar sem hann mætti á fund æðstu manna flokksins sem sam- þykktu síðar um daginn formlega útnefningu hans til kanzlaraefnis. Útskýringu stefnumála beðið Maðurinn sem þar með hefur verið valinn til að keppa við Helmut Kohl um setu á kanzlara- stólnum næsta kjörtímabil á hins vegar enn eftir að útskýra nánar hvað hann hyggst taka til bragðs ef hann kemst til valda. Schröder er meginhöfundur kosningastefnuskrár SPD í efnahagsmálum, en þrátt fyrir það á almenning- ur eftir að fá að sjá hvernig hann hugsar sér að taka á vandamálum á borð við metatvinnuleysið í landinu og gera alvöru úr markmiði sínu um „nútímavæðingu“ þýzks efnahags með „mann- úðlegum svip“. Hans-Peter Stihl, forseti vinnuveitendasam- bands Þýzkalands, sagði Schröder skulda nánari skýringar á slagorðum á borð við „nútímavæð- ingu efnahagsstefnunnar“, „skattaumbætur“ og „tæknilegar framfarir“. Strax eftir sigurinn á sunnudagskvöld sagði Schröder að það fyrsta sem hann tæki sér fyrir hendur í hlutverki kanzlara væri að stofna til „bandalags um nýsköpun starfa" milli verka- lýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda í því skyni að vinna bug á atvinnuleysi. Tilraunir Kohls til að stofna til slíks „banda- lags um störf ‘ mistókust snemma árs 1996 eftir að ríkisstjórnin þvingaði í gegn lagabreytingar sem fólu meðal annars í sér skerðingu á rétti launþega til veikindaorlofs. Óháðir hagfræðingar telja að hin hefðbunda samningaleið við lausn deilumála í þýzkum stjómmálum dugi skammt ein og sér til að vinna á atvinnuleysisdraugnum og segjast vilja bíða og sjá hvort Schröder muni taka fyrir kjamavanda- málið sem að baki liggur, sem sé óheyrilegur fastakostnaður launagreiðenda sem fylgi hverj- um starfsmanni. Erfíðasti keppinauturinn fyrir Kohl Stuðningsmenn Schröders segja að honum fylgi „ferskur andblær" á svið þýzkra stjómmála og líkja honum gjaman við Tony Blair og Bill Clinton. Gagnrýnendur hans halda því fram að hann sé fígúra sem fjölmiðlar hafi búið til sem skorti fastmótaða hugmyndafræði og nægjan- legt persónufylgi innan flokks. Urslit kosninganna í Neðra-Saxlandi voru mikil vonbrigði fyrir Helmut Kohl. Hann viður- kenndi þessi vonbrigði í gær en fullyrti engu að síður að hann teldi sigurlíkur sínar í kosningun- um í haust góðar. Hann vísaði á bug vangavelt- um um að hann kynni að víkja sæti fyrrir hægri hönd sinni Wolfgang Scháuble. „Eg er það. Svarið er svo einfalt," svaraði Kohl spumingu fréttamanns hvort einhver vafi léki á því að hann yrði kanzlaraefni Kristi- legra demókrata. Kohl sagði að í kosningabar- áttunni, sem nú væri hafin, væm valkostirnir orðnir ljósir. Annars vegar ættu kjósendur þess kost að veðja á þá flokka sem nú em í stjórn - CDU, systurflokkinn CSU og FDP - eða „rauð- grænt“ stjórnarmynstur, þ.e. væntanlegt meirihlutasamstarf jafnaðarmanna og græningja. Kohl sagði að flokkur sinn myndi leggja allt í sölurnar í kosningabaráttunni til að hindra að „rauð-grænt“ bandalag kæm- ist til valda. Slæmt gengi frjálsra demókrata í Neðra-Saxlandi veikti reyndar enn frekar stöðu Kohls í kosningabaráttunni, þar sem efasemdir hafa styrkst um að þessum trygga samstarfs- flokki síðustu 16 ára (hann hefur reyndar verið í stjóm með CDU og SPD á víxl frá 1969) muni mistakast að ná hinu setta 5%- lágmarksfylgi í Sambandsþing- kosningunum 27. september. Ef þetta lágmark næst ekki fær flokkurinn ekki úthlutað neinum þingsætum. Samdóma álit fjölmiðla Þýzkir fjölmiðlar gerðu í gær mikið úr ósigri CDU og sögðu hann setja Kohl í mjög erfiða að- stöðu. „Þessi úrslit gætu ekki hafa verið óhag- stæðari fyrir kanzlarann," skrifaði Bild-Zeitung. Frankfurter Ailgemeine Zeitung sagði það full- Ijóst að Schröder yrði Kohl mun erfíðari keppi- nautur en Lafontaine flokksformaður, hefði nið- urstaðan orðið sú að hann færi fyrir kosninga- baráttu SPD en ekki Schröder. „Með Lafontaine sem mótframbjóðanda hefði Kohl getað rekið hnitmiðaða baráttu með því að skipta kjósendum í fylkingar til vinstri og hægri en með Schröder verður hann að vera við öllu búinn, einkum gagnvart sínum helztu stuðnings- mönnum á miðjunni. Spennan heldur áfram,“ sagði í blaðinu. „Tilfinning Schröders fyrir valdi jafnast ekki á við neinn nema Kohl. Þetta er ástæðan fyrir því að kanzlarinn hefur fulla ástæðu til að óttast hann sem keppinaut meira en nokkum annan,“ skrifaði Siiddeutsche Zeitung.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.