Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmufundur í safnaðarh., Lækj- argötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir böm 11-12 ára. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyr- ir 10-12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, íyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Orgelleikur og lestur Passíu- sálma kl. 12. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Háteigssóknar heldur félagsfund í kvöld kl. 20.30 í safn- aðarheimilinu. Hildur Einarsdóttir blaðamaður og rithöfundur heim- sækir kvenfélagskonur. Kaffísala. Allar konur velkomnar. Langholtskirkja.Ungbamamorg- unn kl. 10-12. Opið hús. Æskulýðs- fundur kl. 19.30. Kvenfélag Lang- holtskirkju: 45 ára afmælisfundur í kvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunn- ar boðið á fundinn. Veisluhlaðborð, helgistund. Félagar taki með sér gesti. Laugarneskirkja. Lofgjörðar- og bænastund kl. 21. Umsjón Þorvald- ur Halldórsson. Neskirkja. Foreldramorgunn á morgun kl. 10-12. Svefn - svefn- venjur barna. Oháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. Guðrún Áslaug Einars- dóttir guðfræðinemi prédikar. Krampaldinskaffí og biblíulestur út frá 20. Passíusálmi í safnaðar- heimili að lokinni guðsþjónustu. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Fella- og hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára kl. 17. Digraneskirkja. Starf aldraðra í dag frá kl. 11. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Föndrað, spilað, sungið. Kaffi. Æskulýðsfélag, yngri deild, fyrir 8. bekk kl. 20-22. KFUM, drengir 10-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10- 12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára böm kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Linnetstíg 6. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strand- bergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Bessastaðakirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 17.30. Hægt er að koma bænaefnum til presta og djákna safnaðarins. Vídalínskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu, yngri deild kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og íyrirbænir kl. 18.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Samvera fyrir eldri borgara í dag kl. 15. Allir velkomnir. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg- unn í safnaðarhúsi, Bröttugötu 6, kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10. TTT starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8. 9. og 10. bekk. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin 14-16. Starfsfólk kirkjunnar í Kirkjulundi 14-16. Hugvekja í Hvammi. Kirkjan opin kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Landakirkja. Kirkjuprakkarar (7-9 ára) kl. 16. Eldri deild KFUM & K fundar í húsi félaganna kl. 20.30. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bænastund verður í Lágafells- kirkju í dag kl. 18. Morgunblaðið/Arnór FRÁ íslandsmóti kvenna í sveitakeppni, sem fram fór um helgina. Það er hin aldna heiðurskona frú Soffía Guðmundsdóttir frá Akur- eyri sem situr við stjórnvölinn en samspilari hennar er Stefanía Sig- urbjörnsdóttir. Andstæðingar þeirra eru Hjördís Siguijónsdóttir og Jacqui McGreal. BRIDS Umsjón Ariiór G. Ragnars.von íslandsmót kvenna og yngri spilara íslandsmót kvenna og yngri spil- ara í sveitakeppni var spilað um helgina. Sveit Erlu Sigurjónsdótt- ur sigraði eftir hörkukeppni við sveit Þriggja Frakka en lokatölur urðu sem hér segir: Sveit Erlu 204 Sveit Þriggja Frakka 200 Sveit Sparisjóðs Kópavogs 177 Sveit Huldu Hjálmarsdóttur 174 Með Erlu spiluðu Dröfn Guðmundsdóttir, Bryndís Þor- steinsdóttir og Guðrún Jóhannes- dóttir. íslandsmót yngri spilara (fæddir 1973 og síðar) var einnig spilað um helgina en þar var einnig hörku- keppni. Úrslit urðu þessi: Sveit Hlyns Magnússonar 193 Sveit Arons Þorfínnssonar 188 Sveit Birkis Jónssonar 181 Sveit Frímanns Stefánssonar 167 í sveit Hlyns spiluðu ásamt honum Tryggvi Ingason, Ragnar Torfí Jónasson og Ómar Olgeirs- son. Tólf sveitir tóku þátt í kvenna- flokknum en 6 í unglingaflokki. Bridsfélag Kópavogs Þegar ein umferð er eftir í aðal- sveitakeppni félagsins er staðan á toppnum nokkuð ljós þótt einum leik hafi verið frestað. Þróun 196 Birgir Örn Steingrímsson 188 Sigurður Sigurjónsson 185 Vinir 163 í síðustu umferð- inni spila meðal annars sveitir Birgis Arnar og Sigurðar, Þróun og Kópar, Vinir og Guðmundur Pálsson. SKÁK IJnisjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á minn- ingarmótinu um Petrov í Sánkti Pétursborg í Rúss- landi í febrúar. Konstantín Asejev (2.565) var með hvítt og átti leik gegn Sergei Soloyjov (2.450) 35. Hxg8+ - Kxg8 36. Hxh6 - Dg7 37. f6 - Dg4 (Nú finn- ur hvítur laglegt mát í fimmta leik) 38. Hh8+! - Kxh8 39. Dh6+ - Kg8 40. Bh7+ - Kh8 41. Bg6+ og svartur gafst upp því hann frestar ekki mát- inu nema í tvo leiM til viðbótar. Sex skákmenn urðu jafnir og efstir á mót- inu með sex og hálfan vinning af níu mögu- legum, þeir Júrí Jakovitsj, Sergei Jónov, Alexander Volsjín, Vladímir Búrmakín, Alexander Vaulin og V. Bot- sjkarev. Þeir fimm fyrsttöldu bera allir stórmeistaratitil, en sá síðastnefndi er stiga- laus og hefur því verið að heyja frumraun sína á svo öflugu móti. Þetta sýnir vel hversu mikla gnótt öflugra skákmanna er að finna í löndum fyrrum Sovétríkja. HVITUR leikur og vinnur. Hlutavelta EYRÚN, Stella og Ingunn héldu tombólu til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross íslands. Þær söfnuðu 2.112 krónum. VINKONURNAR Helena Mara Valemir, Hulda Margrét Kristjánsdóttir, Martha Sif Jónsdóttir og Ásta Erla Jak- obsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu þær 5.851 krónu. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudeg'i til föstudags Fuglarnir við Tjörnina ER verið að svelta fugl- ana við Tjörnina? Varla fara svanirnir og end- urnar undir ísinn til þess að afla sér matar og varla er nokkm-t æti fyrir fuglana á Tjörninni á meðan Tjörnin er ísi lögð. Hver á að sjá til þess að fuglarnir lifi vet- urinn af? Tjörnin er ekkert án fuglanna. Fuglavinur. Þakkir til Toyota- umboðsins EG vil þakka sérstak- lega góða þjónustu hjá Toyota-umboðinu. Eg keypti nýjan bíl þar 1 febrúar síðastliðnum og var mjög ánægð með þjónustuna. Gamli bfll- inn minn gekk uppí kaupin á nýja bílnum og var han metinn á staðn- um strax og ákveðið verð á hann. Eg valdi litinn á nýja bílinn og hann var tilbúinn eftir þrjá daga. Sölumaður- inn sem heitir Dagur gekk frá öllu fljótt og örugglega og allt stóðst eins og stafur á bók. Bíllinn kominn á götuna og tilbúinn eins og um var samið. Þarna var boðið upp á kaffi meðan gamli bíllinn var skoð- aður og allt gekk fljótt og örugglega. Sérstak- lega góð þjónusta hjá Toyota, til hamingju með ykkar starfsmenn. Bestu þakkir. Ánægður viðskiptamaður. Tapað/fundið Loðhúfa SVÖRT kvenmannsloð- húfa fannst nýlega í Fellsmúla. Eigandinn getur vitjað húfunnar í s: 553 5364. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... UM FÁTT hefur verið meira rætt á meðal fólks um liðna helgi heldur en verðstríðið á raf- tækjamarkaðnum, sem hófst með opnun hins nýja stórmarkaðar Elkó í Kópavogi. Talsmenn þeirra fyrir- tækja, sem fyrir eru og hafa ýmist selt sjónvarpstæki, ísskápa, eldhús- tæki eða önnur heimilistæki, hafa verið önnum kafnir við að útskýra, hvernig hin nýja verzlun fari að því að bjóða svo lágt verð. Þetta séu opnunartilboð. Þeir séu að selja vör- ur undir kostnaðarverði og það muni ekki standa lengi, þjónustan við notendur almennt muni versna o.s.frv. Allar þessar röksemdir þekkja neytendur frá fyrri tíð. Lengi var matvöruverð svo hátt, að fólki blöskraði þegar það bar verð hér saman við verð í öðrum löndum. Nú hefur töluverð breyting orðið á því, þótt hún geti orðið enn meiri og augljósari, þegar sú einokun, sem enn er fyrir hendi, fyrst og fremst í sölu landbúnaðarafurða, verður endanlega rofin. Á síðasta árí varð hrun í trygg- ingariðgjöldum á bflum. Enginn getur haft það af Árna Sigfússyni, oddvita sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur og formanni Fé- lags ísl. bifreiðaeigenda, að hann á mestan þátt í því. Tryggingafélögin, sem fyrir eru hafa að vísu verið iðin við að útskýra fyrir viðskiptavinum sínum, að þessi dýrð geti ekki staðið lengi en það á eftir að koma í ljós. Póstur og sími hefur haft lítið fýrir því að útskýra há símgjöld á milli landa á undanförnum árum, sem hafa náttúrlega verið svívirði- legt okur og eru raunar enn. Bandarískt fyrirtæki, sem rekur starfsemi á íslandi leggur áherzlu á, að símtöl við starfsmenn hér á landi eigi að jafnaði upptök sín í Bandaríkjunum vegna þess, að þannig kosta þau ekki nema lítinn hluta þess, sem þau kosta, ef hringt er héðan. Allt í einu var tilkynnt fyrir nokkrum dögum að Póstur og sími mundi lækka símgjöld af GSM-símum. Hvers vegna? Vegna þess, að erlent símafélag er að hefja starfsemi hér á næstu mánuð- um. xxx RÁTT fyrir allar þær skýring- ar, sem raftækjasalar hafa komið með síðustu daga er alveg ljóst, að verðlag á þessum tækjum mun lækka til frambúðar, þótt það verði kannski ekki jafnlágt og það hefur verið þessa fýrstu daga, sem Elkó starfar. Hvaða sögu segir það? Að kaupendur þessara tækja hafi verið látnir borga óhóflega hátt verð á undanförnum árum? Hvaða sögu segir verðhrunið á bflatrygg- ingum? Að tryggjendur hafí verið látnir borga óhófleg iðgjöld á und- anfömum árum? Það er nærtækt að ætla, að ein- angrun landsins og skortur á virkri samkeppni í marga áratugi hafi átt veralegan þátt í því að lífskjör hafí verið lakari hér en í mörgum nálæg- um löndum vegna þess, að verðlag hafi verið óhóflega hátt. x x x HVENÆR verður næsta áhlaup gert á vígi einokunar og fá- keppni? Hvar verður það gert? Fataverzlun? Flugsamgöngum? Skipaflutningum? Bankastarfsemi? Olíu- og benzínsölu? Erlendir kaupsýslumenn, sem hingað koma furða sig á mikilli yf- irbyggingu í íslenzkum fyrirtækj- um. Það hefur kannski tekizt að halda henni uppi í skjóli fákeppni og óhóflegs verðlags. Allavega er ljóst, að neytendur hljóta að spyrja margra spurninga, þegar þeir sjá allt í einu slíkt verðfall og orðið hefur um þessa helgi á tækjum, sem nú orðið eru nauðsynleg á hverju heimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.