Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 57
I
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 57
FRETTIR
í
Fundur áhugahóps um
lagningu Sundabrautar
FUNDUR undirbúningshóps um
stofnun áhugafélags um Sunda-
braut verður haldinn á Grand
Hótel í dag, þriðjudaginn 3. mars,
kl. 16-18. A fundinum verða rædd-
ar þær hugmyndir sem fram hafa
komið um að einkaaðilum verði fal-
in lagning og rekstur þessa sam-
göngumannvirkis.
Til þessa kynningarfundar er
boðið fulltrúum af fjármálamark-
aði, frá verkfræðistofum, verk-
takafyi'irtækjum, Vegagerð, Borg-
arverkfræðingi og öðrum áhuga-
sömum um þetta spennandi við-
fangsefni, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Efni fundarins er sem hér segir:
Kl. 16. Ýtt úr vör. Mikilvægi
Sundabrautar fyrir uppbyggingu
Reykjavíkur. Ami Sigfússon þorg-
arfulltrúi. Kl. 16.10. Sundabraut.
Kynning á stöðu mála. Ríkharður
Kiistjánsson, aðalráðgjafi í verk-
efni um Sundabraut. Kl. 16.40.
Fjármögnun stórra mannvirkja á
borð við Sundabraut. Erlendur
Magnússon, framkvæmdastjóri
hjá Fjárfestingabanka atvinnulífs-
ins og fyrrum sérfræðingur hjá
Nomura bankanum. Kl. 17.10
verða síðan umræður. Fundar-
stjóri er Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar.
Undirbúningshópinn skipa: Að-
alsteinn Jónasson lögmaður, Guð-
mundur Snorrason, löggiltur end-
urskoðandi, Gunnar Viðar lögmað-
ur, Gústaf Vífilsson verkfræðing-
ur, Ingvar Garðarsson, löggiltur
endurskoðandi, Jónas Ragnarsson,
Kristinn Gylfi Jónsson svínabóndi,
Pétur Friðriksson rekstrarfræð-
ingur, Sigurður M. Magnússon
eðlisfræðingur, Skarphéðinn Berg
Steinarsson rekstrarhagfræðing-
ur, Sævar Bjarnason iðnrekstrar-
fræðingur, Tómas Hansson hag-
fræðingur, Vignir Sigurðsson, Þór
Sigfússon hagfræðingur og Þórir
Kjartansson verkfræðingur.
1
Nýr
formað-
ur Félags
leiðsögu-
manna
NÝR formaður var kjörinn á fjöl-
mennum aðalfundi Félags leiðsögu-
manna sem haldinn var miðvikudag-
inn 25. febrúar sl. Þórarna Jónas-
dóttir sem verið hefur formaður fé-
lagsins sl. sex ár gaf ekki lengur
kost á sér. Borgþór S. Kjærnested
var kosinn formaður með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða, en aðrir í
stjórn eru: ívar Eiríksson, Ragn-
hildur Sigurðardóttir, Lilja
Hilmarsdóttir og Þóra Kristín Stef-
ánsdóttir. í varastjórn sitja: Jón
Ingvar Jónsson, Guðnin Sigurðar-
dóttir, Hildur Gunnarsdóttir og
Kirsten Riihl. Fráfarandi formanni
voru þökkuð vel unnin störf í þágu
leiðsögumanna.
A fundinum komu fram áhyggjur
leiðsögumanna af bágum launakjör-
um og Iýstu menn vilja til að leita
ýmissa leiða til frekari viðurkenn-
ingar á mikilvægi starfsins. Félagið
styður mjög við bakið á Leiðsögu-
skóla Islands en að mati leiðsögu-
manna þurfa bætt kjör að koma til
samfara kröfum um bætta menntun
leiðsögumanna, segir í fréttatilkynn-
ingu. Fram kom eindreginn vilji um
að félagið léti til sín taka í málefnum
ferðamennsku í landinu sem er sú
atvinnugrein sem landsmenn vænta
einna mest af í náinni framtíð.
Unglingar í sorg
NÝ DÖGUN, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, standa fyrir
fræðslufundi um sorg unglinga mið-
vikudagskvöldið 4. mars í Gerðu-
bergi kl. 20.
Sorg unglinga er efni sem lítill
gaumur hefur verið gefinn og þykir
samtökunum tímabært að opna þá
umræðu, segir í fréttatilkynningu.
Fyi-irlesari er mjög reyndur í mál-
efnum unglinga og sorgarvinnu og
mun hann svara spurningum að
loknu erindi sínu og umræður verða
leyfðar.
Félagið hvetur unglinga sem orð-
ið hafa fyrir ástvinamissi og foreldra
þeiiTa að koma til fundarins.
Fyrirlestrar um
Tantra-jóga
JÓGAKENNARINN Dada Rudres-
hvar heldur kynningarfyilrlestra á
vegum Ananda Marga um Tantra-
jóga, sem er alhliða æfingakerfi,
miðvikudaginn 4. mars kl. 20.
„Lögð verður áhersla á nokkur
meginatriði Tantra-viskunnar og
áhrif iðkunarinnar til heildræns
þroska, sannrar gleði og heilbrigði.
Tíunduð verða andleg markmið
Tantra-jóga og hugleiðslu til vitund-
ai-vakningar fyrir bættu umhverfi
og betri heimi,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Kynningin verður í Lögbergi við
HÍ, stofu 101, án endurgjalds.
ÓMAR Sigurðsson er verslunarstjóri í Nytjamarkaði Sorpu og líkn-
arfélaganna, sem nú er til húsa í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12 í
Reykjavík.
Nytjamark-
aður í nýju
húsnæði
NYTJAMARKAÐUR Sorpu og
líknarfélaganna hefur flutt sig
um set í Reykjavík og er nú til
húsa í Sjálfsbjargarhúsinu við
Hátún 12. Markaðurinn var
stofnsettur til að hægt sé að
nýta áfram húsgögn og hluti
sem fólk vill af einhverjuin
ástæðum losa sig við en er full-
boðlegt áfram.
Markaðurinn er opinn virka
daga milli klukkan 13 og 18.
Þar eru í boði húsgögn, heimil-
istæki og margs konar búnaður
og leikfóng, ljós, borðbúnaður
og fleira. Nytjahlutirnir koma
gegnum endurvinnslustöðvar
Sorpu og getur hinn almenni
borgari komið með hluti þang-
að sem hann vill gefa. Starfs-
menn Nytjamarkaðarins taka
við hlutunum, yfirfara þá og
gera við ef þörf krefur. Hagn-
aður af sölu á Nytjamarkaðin-
um rennur til líknarfélaga.
Prófasta-
fundur
PRÓFASTAFUNDUR 1988
verður settur með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni í dag kl.
13.30, þar sem biskup íslands
herra Karl Sigurbjörnsson
predikar og sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson, prófastur,
þjónar fyrir altari. Fundurinn
stendur í þrjá daga og verða
fundir í Safnaðarheimili Dóm-
kirkjunnar.
Prófastar landsins eru alls
16 en auk þeirra sitja fundi
vígslubiskupar Skálholts og
Hóla ásamt biskupi íslands.
Meðal þess sem rætt verð-
ur eru drög að stefnumörkun
vegna kristnitökummningar.
Guðmundur Þór Guðmunds-
son lögfræðingur á biskups-
stofu mun greina frá þjóð-
kirkjunni í nýju lagaumhverfi,
þá verður og rætt um fyrir-
komulag við val á presti.
Úr dagbók lögreglunnar
27. febrúar til 2. mars 1998
Rólegl í Reykjavfk
vegna veðurs
HELGIN var fremur róleg hjá
lögreglu, fátt fólk var í miðborg-
inni enda gaf veðurfar ekki mik-
ið tilefni til að vera mikið úti við.
A fjórða tug árekstra urðu um
helgina en ekkert um alvarleg
slys á fólki svo vitað sé. Klukkan
13:15 á sunnudag varð árekstur
á Bústaðavegi við Bústaðabrú.
Tveir bílar rákust saman og varð
að flytja annan þeirra af vett-
vangi með kranabifreið. Annar
ökumaðurinn ætlaði sjálfur á
slysadeild.
17 grunaðir um ölvun
Sautján ökumenn voru stöðv-
aðir vegna gruns um ölvun við
akstur og verða sjálfsagt flestir
þeirra að sjá á eftir ökuskírteini
sínu um nokkurn tíma. Þá voru
fjórir ökumenn stöðvaðir vegna
þess að þeir óku ökutækjum án
þess að hafa til þess tilskilin
réttindi. Nokkuð ber á því að
ökumenn freistast til að halda
áfram akstri þrátt fyrir að hafa
verið sviptir ökuréttindum. Frá
áramótum hefur lögreglan
stöðvað á fimmta tug slíkra ein-
staklinga. Sektir við því broti að
aka án réttinda eru háar, fyrir
fyrsta brot 47 þúsund og 93 þús-
und fyrir annað brot. Auk þess
er réttarstaða ökumanna með
öðrum hætti eins og gefur að
skilja þar sem þeir eru ekki
handhafar ökuréttinda.
Kl. 1:00 á sunnudag var lög-
reglu tilkynnt að brotist hafði
verið inní söluturn í Breiðholti.
Einhverjum peningum hafði ver-
ið stolið. Um hádegi á sunnudag
var lögreglu tilkynnt að brotist
hafði verið inní húsnæði félaga-
samtaka við Sundlaugaveg.
Nokkrar skemmdir voru unnar
og verðmætum stolið.
Hljómtækjum stolið
Klukkutíma síðar á sunnudag
var lögreglu tilkynnt að brotist
hefði verið inní ökutæki við Suð-
urlandsbraut og þaðan stolið
hljómflutningstækjum og öðrum
verðmætum. Um sama leyti var
lögreglu tilkynnt að brotist hefði
verið inní ökutæki í Safamýri og
þaðan stolið hljómflutningstækj-
um. Um miðjan dag á sunnudag
var lögreglu tilkynnt að brotist
hefði verið inní skólahúsnæði við
Háteigsveg og þaðan stolið verð-
mætum hljómtækjum.
Fyrirlestur
um rannsókn
við Flatey
DR. BJARNI F. Einarsson forn-
leifafræðingur heldur fyi-irlestur
fimmtudaginn 5. mars nk. í boði
Rannsóknaseturs í sjávarútvegs-
sögu og Sjóminjasafns Islands og
nefnist hann Mjaltastúlkan í sjó-
inn! Sjávarfornleifafræðileg rann-
sókn við Flatey á Breiðafirði. Fyr-
irlesturinn verður fluttur í
Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu
8 í Hafnarfrði, og hefst kl. 20.30.
Bjarni stjórnaði fyrstu og einu
sjávarfornleifafræðirannsókn sem
gerð hefur verið hér á landi í
Höfninni við Flatey á Breiðafirði
sumarið 1993. Við rannsóknina
fundust tvö skipsflök og er annað
þeirra af hollenska kaupfarinu
Melckmeyt eða Mjaltastúlka sem
talið er að farist hafi við eyna
haustið 1659. Meginefni fyrirlest-
ursins er um rannsóknina á
Mjaltastúlkunni.
Þetta er annað erindið í röð al-
menningsfyrirlestra á vegum
Rannsóknaseturs í sjávarftvegs-
sögu og Sjóminjasafns Islands en
þeir eru styrktir af Sparisjóði
Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarhöfn
og Hafnarfjarðarbæ.
Fyrirlesturinn sem er öllum op-
inn átti upphaflega að vera
fimmtudaginn 19. febrúar en var
frestað vegna veikinda.
Málstofa um
fjölmiðla og
atvinnulíf
STYRMIR Gunnarsson ritstjóri
flytur miðvikudaginn 4. mars fyrir-
lestur á málstofu Samvinnuháskól-
ans á Bifröst. Fyrirlesturinn nefnir
hann: Fjölmiðlar og atvinnulíf.
F'yrirlesturinn hefst kl. 15.30 síð-
degis í hátíðasal Samvinnuháskól-
Þingmönnum boðið á
borgarafund í Grafarvogi
í LJÓSI þeirrar umræðu sem
undanfarið hefur átt sér stað um
málefni Grafarvogs hafa íbúasam-
tök Grafarvogs sent öllum þing-
mönnum Reykjavíkur bréflegt boð
til opins borgarafundar í Fjörgyn,
félagsmiðstöð Foldaskóla við
Fjallkonuveg, í kvöld, þriðjudag-
inn 3. mars kl. 20.
Á fundinum verður rætt við
þingmenn um stefnu stjórnvalda í
samgöngumálum Grafarvogs en
þar verða umræður um Gullinbrú,
Vesturlandsveg og Sundabraut í
brennidepli. Málefni löggæslu og
kii-kju munu einnig verða til um-
ræðu og ef tími vinnst til þá önnur
mál sem brenna á íbúum hverf-
anna s.s. grjótnám í Geldinganesi
og framtíð Aburðarverksmiðju rík-
isins.
íbúasamtökin vænta góðrar
mætingar af hálfu þingmanna og
eiga von á málefnalegum og fjör-
legum umræðum, segir í fréttatil-
kynningu.
LEIÐRETT
Villa í fyrirsögn
PRENTVILLA var í fyrirsögn á
gi’ein Unnar B. Friðriksdóttur,
sem birtist í blaðinu sl. laugardag.
Fyrirsögnin átti að vera „Með fjöl-
bura á brjósti", en ekki „fjórbura á
brjósti“.
Rangt nafn
í myndatexta
í grein blaðsins um „Gamaldags
þorrablót" síðastliðinn sunnudag
var farið rangt með eitt nafn í
myndatexta. Rétt nafn er Erla Sig-
urðardóttir sem starfar á hár-
greiðslustofunni Salón París við
Skúlagötu 40. Beðist er velvirðing-
ar á þessum mistökum.
22,6% en ekki 44%
VEGNA villu í gögnum frá Skrán-
ingarstofunni var fjöldi innfluttra
bíla frá janúar til febrfar 1997
sagður vera 1.162 í blaðinu sl.
sunnudag í stað 1.366. Af þessum
sökum var innílutningsaukning
milli fyrstu tveggja mánaða 1997
og 1998 sögð vera 44% í stað
22,6%.