Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 57
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 57 FRETTIR í Fundur áhugahóps um lagningu Sundabrautar FUNDUR undirbúningshóps um stofnun áhugafélags um Sunda- braut verður haldinn á Grand Hótel í dag, þriðjudaginn 3. mars, kl. 16-18. A fundinum verða rædd- ar þær hugmyndir sem fram hafa komið um að einkaaðilum verði fal- in lagning og rekstur þessa sam- göngumannvirkis. Til þessa kynningarfundar er boðið fulltrúum af fjármálamark- aði, frá verkfræðistofum, verk- takafyi'irtækjum, Vegagerð, Borg- arverkfræðingi og öðrum áhuga- sömum um þetta spennandi við- fangsefni, segir í fréttatilkynn- ingu. Efni fundarins er sem hér segir: Kl. 16. Ýtt úr vör. Mikilvægi Sundabrautar fyrir uppbyggingu Reykjavíkur. Ami Sigfússon þorg- arfulltrúi. Kl. 16.10. Sundabraut. Kynning á stöðu mála. Ríkharður Kiistjánsson, aðalráðgjafi í verk- efni um Sundabraut. Kl. 16.40. Fjármögnun stórra mannvirkja á borð við Sundabraut. Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Fjárfestingabanka atvinnulífs- ins og fyrrum sérfræðingur hjá Nomura bankanum. Kl. 17.10 verða síðan umræður. Fundar- stjóri er Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar. Undirbúningshópinn skipa: Að- alsteinn Jónasson lögmaður, Guð- mundur Snorrason, löggiltur end- urskoðandi, Gunnar Viðar lögmað- ur, Gústaf Vífilsson verkfræðing- ur, Ingvar Garðarsson, löggiltur endurskoðandi, Jónas Ragnarsson, Kristinn Gylfi Jónsson svínabóndi, Pétur Friðriksson rekstrarfræð- ingur, Sigurður M. Magnússon eðlisfræðingur, Skarphéðinn Berg Steinarsson rekstrarhagfræðing- ur, Sævar Bjarnason iðnrekstrar- fræðingur, Tómas Hansson hag- fræðingur, Vignir Sigurðsson, Þór Sigfússon hagfræðingur og Þórir Kjartansson verkfræðingur. 1 Nýr formað- ur Félags leiðsögu- manna NÝR formaður var kjörinn á fjöl- mennum aðalfundi Félags leiðsögu- manna sem haldinn var miðvikudag- inn 25. febrúar sl. Þórarna Jónas- dóttir sem verið hefur formaður fé- lagsins sl. sex ár gaf ekki lengur kost á sér. Borgþór S. Kjærnested var kosinn formaður með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða, en aðrir í stjórn eru: ívar Eiríksson, Ragn- hildur Sigurðardóttir, Lilja Hilmarsdóttir og Þóra Kristín Stef- ánsdóttir. í varastjórn sitja: Jón Ingvar Jónsson, Guðnin Sigurðar- dóttir, Hildur Gunnarsdóttir og Kirsten Riihl. Fráfarandi formanni voru þökkuð vel unnin störf í þágu leiðsögumanna. A fundinum komu fram áhyggjur leiðsögumanna af bágum launakjör- um og Iýstu menn vilja til að leita ýmissa leiða til frekari viðurkenn- ingar á mikilvægi starfsins. Félagið styður mjög við bakið á Leiðsögu- skóla Islands en að mati leiðsögu- manna þurfa bætt kjör að koma til samfara kröfum um bætta menntun leiðsögumanna, segir í fréttatilkynn- ingu. Fram kom eindreginn vilji um að félagið léti til sín taka í málefnum ferðamennsku í landinu sem er sú atvinnugrein sem landsmenn vænta einna mest af í náinni framtíð. Unglingar í sorg NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, standa fyrir fræðslufundi um sorg unglinga mið- vikudagskvöldið 4. mars í Gerðu- bergi kl. 20. Sorg unglinga er efni sem lítill gaumur hefur verið gefinn og þykir samtökunum tímabært að opna þá umræðu, segir í fréttatilkynningu. Fyi-irlesari er mjög reyndur í mál- efnum unglinga og sorgarvinnu og mun hann svara spurningum að loknu erindi sínu og umræður verða leyfðar. Félagið hvetur unglinga sem orð- ið hafa fyrir ástvinamissi og foreldra þeiiTa að koma til fundarins. Fyrirlestrar um Tantra-jóga JÓGAKENNARINN Dada Rudres- hvar heldur kynningarfyilrlestra á vegum Ananda Marga um Tantra- jóga, sem er alhliða æfingakerfi, miðvikudaginn 4. mars kl. 20. „Lögð verður áhersla á nokkur meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Tíunduð verða andleg markmið Tantra-jóga og hugleiðslu til vitund- ai-vakningar fyrir bættu umhverfi og betri heimi,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Kynningin verður í Lögbergi við HÍ, stofu 101, án endurgjalds. ÓMAR Sigurðsson er verslunarstjóri í Nytjamarkaði Sorpu og líkn- arfélaganna, sem nú er til húsa í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12 í Reykjavík. Nytjamark- aður í nýju húsnæði NYTJAMARKAÐUR Sorpu og líknarfélaganna hefur flutt sig um set í Reykjavík og er nú til húsa í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Markaðurinn var stofnsettur til að hægt sé að nýta áfram húsgögn og hluti sem fólk vill af einhverjuin ástæðum losa sig við en er full- boðlegt áfram. Markaðurinn er opinn virka daga milli klukkan 13 og 18. Þar eru í boði húsgögn, heimil- istæki og margs konar búnaður og leikfóng, ljós, borðbúnaður og fleira. Nytjahlutirnir koma gegnum endurvinnslustöðvar Sorpu og getur hinn almenni borgari komið með hluti þang- að sem hann vill gefa. Starfs- menn Nytjamarkaðarins taka við hlutunum, yfirfara þá og gera við ef þörf krefur. Hagn- aður af sölu á Nytjamarkaðin- um rennur til líknarfélaga. Prófasta- fundur PRÓFASTAFUNDUR 1988 verður settur með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni í dag kl. 13.30, þar sem biskup íslands herra Karl Sigurbjörnsson predikar og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, þjónar fyrir altari. Fundurinn stendur í þrjá daga og verða fundir í Safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar. Prófastar landsins eru alls 16 en auk þeirra sitja fundi vígslubiskupar Skálholts og Hóla ásamt biskupi íslands. Meðal þess sem rætt verð- ur eru drög að stefnumörkun vegna kristnitökummningar. Guðmundur Þór Guðmunds- son lögfræðingur á biskups- stofu mun greina frá þjóð- kirkjunni í nýju lagaumhverfi, þá verður og rætt um fyrir- komulag við val á presti. Úr dagbók lögreglunnar 27. febrúar til 2. mars 1998 Rólegl í Reykjavfk vegna veðurs HELGIN var fremur róleg hjá lögreglu, fátt fólk var í miðborg- inni enda gaf veðurfar ekki mik- ið tilefni til að vera mikið úti við. A fjórða tug árekstra urðu um helgina en ekkert um alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Klukkan 13:15 á sunnudag varð árekstur á Bústaðavegi við Bústaðabrú. Tveir bílar rákust saman og varð að flytja annan þeirra af vett- vangi með kranabifreið. Annar ökumaðurinn ætlaði sjálfur á slysadeild. 17 grunaðir um ölvun Sautján ökumenn voru stöðv- aðir vegna gruns um ölvun við akstur og verða sjálfsagt flestir þeirra að sjá á eftir ökuskírteini sínu um nokkurn tíma. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna þess að þeir óku ökutækjum án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Nokkuð ber á því að ökumenn freistast til að halda áfram akstri þrátt fyrir að hafa verið sviptir ökuréttindum. Frá áramótum hefur lögreglan stöðvað á fimmta tug slíkra ein- staklinga. Sektir við því broti að aka án réttinda eru háar, fyrir fyrsta brot 47 þúsund og 93 þús- und fyrir annað brot. Auk þess er réttarstaða ökumanna með öðrum hætti eins og gefur að skilja þar sem þeir eru ekki handhafar ökuréttinda. Kl. 1:00 á sunnudag var lög- reglu tilkynnt að brotist hafði verið inní söluturn í Breiðholti. Einhverjum peningum hafði ver- ið stolið. Um hádegi á sunnudag var lögreglu tilkynnt að brotist hafði verið inní húsnæði félaga- samtaka við Sundlaugaveg. Nokkrar skemmdir voru unnar og verðmætum stolið. Hljómtækjum stolið Klukkutíma síðar á sunnudag var lögreglu tilkynnt að brotist hefði verið inní ökutæki við Suð- urlandsbraut og þaðan stolið hljómflutningstækjum og öðrum verðmætum. Um sama leyti var lögreglu tilkynnt að brotist hefði verið inní ökutæki í Safamýri og þaðan stolið hljómflutningstækj- um. Um miðjan dag á sunnudag var lögreglu tilkynnt að brotist hefði verið inní skólahúsnæði við Háteigsveg og þaðan stolið verð- mætum hljómtækjum. Fyrirlestur um rannsókn við Flatey DR. BJARNI F. Einarsson forn- leifafræðingur heldur fyi-irlestur fimmtudaginn 5. mars nk. í boði Rannsóknaseturs í sjávarútvegs- sögu og Sjóminjasafns Islands og nefnist hann Mjaltastúlkan í sjó- inn! Sjávarfornleifafræðileg rann- sókn við Flatey á Breiðafirði. Fyr- irlesturinn verður fluttur í Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu 8 í Hafnarfrði, og hefst kl. 20.30. Bjarni stjórnaði fyrstu og einu sjávarfornleifafræðirannsókn sem gerð hefur verið hér á landi í Höfninni við Flatey á Breiðafirði sumarið 1993. Við rannsóknina fundust tvö skipsflök og er annað þeirra af hollenska kaupfarinu Melckmeyt eða Mjaltastúlka sem talið er að farist hafi við eyna haustið 1659. Meginefni fyrirlest- ursins er um rannsóknina á Mjaltastúlkunni. Þetta er annað erindið í röð al- menningsfyrirlestra á vegum Rannsóknaseturs í sjávarftvegs- sögu og Sjóminjasafns Islands en þeir eru styrktir af Sparisjóði Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbæ. Fyrirlesturinn sem er öllum op- inn átti upphaflega að vera fimmtudaginn 19. febrúar en var frestað vegna veikinda. Málstofa um fjölmiðla og atvinnulíf STYRMIR Gunnarsson ritstjóri flytur miðvikudaginn 4. mars fyrir- lestur á málstofu Samvinnuháskól- ans á Bifröst. Fyrirlesturinn nefnir hann: Fjölmiðlar og atvinnulíf. F'yrirlesturinn hefst kl. 15.30 síð- degis í hátíðasal Samvinnuháskól- Þingmönnum boðið á borgarafund í Grafarvogi í LJÓSI þeirrar umræðu sem undanfarið hefur átt sér stað um málefni Grafarvogs hafa íbúasam- tök Grafarvogs sent öllum þing- mönnum Reykjavíkur bréflegt boð til opins borgarafundar í Fjörgyn, félagsmiðstöð Foldaskóla við Fjallkonuveg, í kvöld, þriðjudag- inn 3. mars kl. 20. Á fundinum verður rætt við þingmenn um stefnu stjórnvalda í samgöngumálum Grafarvogs en þar verða umræður um Gullinbrú, Vesturlandsveg og Sundabraut í brennidepli. Málefni löggæslu og kii-kju munu einnig verða til um- ræðu og ef tími vinnst til þá önnur mál sem brenna á íbúum hverf- anna s.s. grjótnám í Geldinganesi og framtíð Aburðarverksmiðju rík- isins. íbúasamtökin vænta góðrar mætingar af hálfu þingmanna og eiga von á málefnalegum og fjör- legum umræðum, segir í fréttatil- kynningu. LEIÐRETT Villa í fyrirsögn PRENTVILLA var í fyrirsögn á gi’ein Unnar B. Friðriksdóttur, sem birtist í blaðinu sl. laugardag. Fyrirsögnin átti að vera „Með fjöl- bura á brjósti", en ekki „fjórbura á brjósti“. Rangt nafn í myndatexta í grein blaðsins um „Gamaldags þorrablót" síðastliðinn sunnudag var farið rangt með eitt nafn í myndatexta. Rétt nafn er Erla Sig- urðardóttir sem starfar á hár- greiðslustofunni Salón París við Skúlagötu 40. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. 22,6% en ekki 44% VEGNA villu í gögnum frá Skrán- ingarstofunni var fjöldi innfluttra bíla frá janúar til febrfar 1997 sagður vera 1.162 í blaðinu sl. sunnudag í stað 1.366. Af þessum sökum var innílutningsaukning milli fyrstu tveggja mánaða 1997 og 1998 sögð vera 44% í stað 22,6%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.