Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 59 Eiga bændur í hefðbundn- um búgreinum sóknarfæri? Stærsta skattheimtan Frá Halldóri Gunnarssyni: NYR búvöi-usamningur í mjólkur- framleiðslu til 7 ára og fyrirliggj- andi framkvæmd á búvörusamn- ingi í sauðfjárframleiðslu frá 1995, sem endar árið 2000, ætti að gefa bændum í þessari framleiðslu möguleika á að hefja sókn til að geta lifað af. Það skiptir sköpum íyrir þjóð okkar að bændur í hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu missi ekki kjarkinn og takist á við aðrar úr- lausnir en þær sem beinast liggja við, að yngri bændur selji allt af jörðum sínum og síðast jörðina, til að geta flutt í þéttbýlið og eignast þar íbúð og atvinnuöryggi, ásamt því að geta menntað börnin sín í góðum skólum. Og ef það yrði, þá sitja eldri bændur eftir eins lengi og fært er, með því að lifa á af- skriftum búa sinna og treysta á að vélar bili ekki og ekki þurfi að end- urnýja íbúðarhús eða útihús. Hvers vegna er svona komið? Upp úr 1970 var fyrst farið að takast á við umframframleiðslu og útflutning landbúnaðarafurða sem engin skynsemi var í og með nýjum búvörulögum 1985 voru útflutn- ingsbætur afnumdar og árlegur styrkur ríkisins til hefðbundinnar landbúnaðarframleiðslu minnkaður um 4 milljarða. Eftir sem áður var framleiðslan of mikil miðað við verðlag og birgðir hljóðust upp, sem varð að afsetja á kostnað bænda, en samningurinn 1995 tók á kjötbirgðavanda, þannig að nú eru engar umframbirgðir þar og afurðasöluiyrirtæki eru tilbúin að taka á móti aukinni framleiðslu bænda í sauðfjárframleiðslu til út- flutnings á sambærilegu verði og fæst innanlands án beingreiðslna. Mjólkurframleiðslan er í jafnvægi við innanlandsneyslu með stjórn framleiðsluréttarins, sem seldur er milli bænda á 110 til 160 kr. á mjólkurlítra. Hin síðari ár hafa mjólkurbúin greitt nær fullt verð fyrir umframframleiðsluna og fyrir liggur að best reikni mjólkurbúin munu geta greitt bændum hærra verð fyrir mjólkina í formi arð- greiðslna eða yfíi-verðs á næstu ár- um. Aukin mjólkurframleiðsla ætti að gefa búunum möguleika á út- flutningi fullunninna mjólkuraf- urða, sem verður að láta reyna á. Núverandi staða bænda er að um 1.240 mjólkurframleiðendur framleiða 102 milljón lítra, sem er markaðsheimild innanlandsneysl- unnar, eða að hvert bú framleiðir að meðaltali um 82 þúsund lítra á ári. Sauðfjárframleiðslan hefur dregist saman um 45% á síðustu 20 árum úr um 850 þúsund fjár 1975 í um 470 þúsund fjár, þar sem kjöt- framleiðslan var síðasta ár um 7.900 tn en innanlandsneyslan að- eins um 6.700 tn og hefur minnkað ái’lega undanfarin ár um 2 til 3%. Um 2.400 bændur stunda sauðfjár- framleiðslu þannig að meðal sauð- fjárbú er með um 195 kindur, en slíkt bú getur engan veginn staðið undir útlögðum kostnaði við bú- reksturinn, hvað þá greitt bóndan- um laun! Síðustu 6 ár hafa tekjur bænda við mjólkui’ft’amleiðslu lækkað um 10% og bænda við sauðfjárfram- leiðslu lækkað um 46%. Þegar svo er komið hætta yngri bændur en eldri bændur þrauka eitthvað áfram, ef engin önnur úrræði eru til. Sóknarfæri íslenskra bænda eru að mínu áliti þau, að best stæðu bændur landsins myndu auka framleiðslu sína og byggja upp ný fjós með allra nýjustu tækni sem völ er á, með helmings stækkun í huga og leggja út í að kaupa auk- inn fullvirðisrétt og að sjálfsögðu verða þeir að hafa möguleika á að fá betri kúastofn til landsins, til að hámarks hagkvæmni við fram- leiðsluna geti átt sér stað. Sauð- fjárbændur, sem ætla að reyna að „Fasta og föstuhald“ - Hafa skal það er sannara reynist I Frá Sigurði H. Þorsteinssyni: f GREIN hen-a Karls Sigurbjöms- sonar, „Fasta og fostuhald" í Morg- unblaðinu 24. febr., bls 36, segir svo: „Orðið kameval er úr spænsku og merkir að kjötið er kvatt. Öskudagur dregm- nafn sitt af því að fyrr á tíðum var fólk signt með ösku við messu þessa dags, sem tákn iðrunar“. Þá er þar til að taka að „fyrr á tíðum var fólk signt með ösku við messu þessa dags, sem tákn iðrun- ar“. Þetta er að vísu hárrétt, en var ekki aðeins „fyrr á tíðum“, heldur er enn í dag um allan heim. A öskudag, þann 25. febrúar í ár, sem og aðra árlega öskudaga, er það siður um eins milljarðs kaþ- ólskra manna um allan heim og þá jafnt á íslandi sem í öðrum löndum, að mæta til messu, sem og að vera signdir með öskunni af brenndum pálmagreinum frá síðasta pálma- sunnudegi. „Fyrr á tíðum" var þetta þetta ekki aðeins tákn um iðrun, heldur í einlægiá iðrun og er svo enn. Mess- ur eru lesnar í öllum kaþólskum kirkjum, þar sem messugestir geta allir fengið signingu með öskunni, til að minna sig á föstuna og hug- leiðingarefni föstunnar. Aukinheld- ur er þetta oftast sá tími er menn ganga til árlegra skrifta og gera upp líf sitt. En í rómversk-kaþólskri kirkju er þetta nú aðeins hluti dag- legs kristins lífernis, meira að segja enn þann dag í dag, jafnt hérlendis, sem annars staðar. Því skulum við í þessum efnum hafa það er sannara reynist. Ekki hefir mér tekist að finna í málinu okkar málshátt þann að „Iðrast í sekk og ösku“. I ýmsum biblíuþýðingum er talað um að „ífærast", „færa sig í“, „setjast í“, „klæðast" og svona má lengi telja. þetta er aðallega frá Esterarbók, 4- 1 og 4-3. Það skal þó alls ekki útilokað að menn og konur hafi einmitt iðrast er þeir íklæddust sekk og ösku. SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON, formaður Safnaðarfélags St. Jósefs- kirkju og í sóknarnefnd hennar. byggja afkomu sína á þeirri fram- leiðslu, verða að leggja óhræddir út í að fjölga fénu og nýta hálf fjárhús og laga sig að útflutningi, sem krefst fersks kjöts í 6 mánuði í það minnsta á þeim markaði. Bændur með litlu búin, með mjólkurfram- leiðslu allt að 100 þúsund lítra árs- framleiðslu, þurfa að sameina bú í byggðarhverfum og mynda hluta- félag um 300-400 þúsund lítra árs- framleiðslu, 4 til 7 bændur saman, byggja upp eitt fjós með nýjustu tækni, þannig að einn geti staðið að starfi í slíku fjósi, eins og þekkt er erlendis og leggja mjólkurkvótann og heyvélar inn í slíkt hlutafélag. Þessir bændur yrðu að sækja sér aukastarf í nærliggjandi þéttbýli eða annars staðar, jafnframt þátt- töku í rekstri slíks hlutafélags. Við verðum, þjóðarinnar vegna, að eiga þessa bændur að, sem eru tilbúnir að hefja stórsókn til bjargar at- vinnugreininni, þannig að við nálg- umst þau vinnubrögð sem best eru erlendis og síðan verðum við að eiga þá bjartsýnismenn í afurða- söluíyrirtækjum, sem leggja á brattann til að markaðssetja okkar góðu afurðir erlendis. Islenskir bændur verða að sækja styrk til sín sjálfra og eiga þá trú sem fjöll flytur. HALLDÓR GUNNARSSON, Holti, Vestur-Eyjafjallahreppi. Frá Láru B. Hördal og Jóni Baldri Þorbjörnssyni: ARNI Sigfússon og aðdáenda- klúbbur hans á D-listanum halda áfram að tönnlast á því að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og Reykjavíkurlistinn hafi aukið skattheimtu á Reykvíkinga. Þetta er þó hið argasta öfugmæli. Aður en Reykjavíkurlistinn komst til valda, á tímabili hinna þriggja borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með Árna Sigfússon í pylsuendanum, voru skuldir Reykvíkinga auknar um 8 millj- arða. Þetta er mesta skattheimtu- aukning sem orðið hefur í höfuð- borginni á síðari tímum. Til þess að kostnaður af Ráðhúsi og Periunni, sem kostuðu næstum því alla þessa upphæð, lentu ekld strax á Reykvíkingum (það hefur líklega þótt óþægilegt) var honum einfald- lega velt yfir á næstu kjörtímabil með lántökum og háum vöxtum. Þetta er sá skattur sem við Reykvíkingar erum nú að borga og munum þurfa að borga langt fram á næstu öld. A þeirri skattheimtu ber Arni Sigfússon fulla ábyrgð. Þar að auki var boi-garsjóður undir stjórn sjálfstæðismanna rek- inn á stórkostlegum yfirdrætti á ávísanareikningum í bönkum landsins. Þetta var gert til þess að fela hina raunvemlegu skulda- stöðu, en yfirdráttur er ekki talinn með hinum hefðbundnu skuldum á ársreikningum fyrirtækja og sveit- arfélaga. Gjaldið sem við þurftwm að borga fyrir þetta ráðslag vora afar Iágir vextir á veltufé borgar- sjóðs en hins vegar háir vextir á yf- irdrættinum. Þetta var eitt af því fyrsta sem Reykjavíkurlistinn kippti í lag er hann komst til valda. Sannleikurinn er sá að Ingibjörg Sólrán hefur stýrt borginni með miklu aðhaldi og skynsamlegum hætti í hvívetna. Hreinsun strand- lengjunnar og Skólpu borgum við til dæmis jafnóðum núna, rétt eins og þegar vatnsveitan kom á sínum tíma, í stað þess að velta kostnaðin- um yfir á komandi kynslóðir með lántökum. Ekki hefur enn tekist að borga upp það skuldafen, sem Sjálfstæð- isflokkurinn kom borgarsjóði í, en þó hefur tekist að halda í horfinu. Skuldir hafa ekki aukist þrátt fyrir miklar framkvæmdir. Það er Reykjavíkurlistanum til sóma. LÁRA B. HÖRDAL, Hjallavegi 68, Reykjavík. - kjarni málsins! Jórunn Póra Sigurdardóttir Jéttist um Sigrídur Tómasdóttir léttist um 18 kg Hópurinn sem hefur náð frábærum árangri á fitubrennslu- námskeiðum hjá okkurfer ört stækkandi! *r- Dora Þorlaksdóttlr léttistum 17 kg Sigríöur Uifarsdóttir X < léttistum 18 kg I \ |)ú nærð línd Snæiand í um 4 kg 8-vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin „Léttlr réttir‘‘ 150 frábærar uppskriftir • Upplýsingabæklingurinn „í forml til framtíðar" • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Fimm heppnar og samvisku- i samar fá 3ja mán. kort I lok * námskeiðs Fitubrennslunámskeiðin okkar hafa hjálpað mörgum konum að breyta um lífsstíl, tileinka sér hollari lífshætti og aukna hreyfingu. Allt þetta leiöir af sér léttara og skemmtilegra llf. Vertu með, það verður léttara en þú heldur! Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur Barnagæsla mmmm Hefst 9. mars. SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-3355 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.