Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJl/DÁGIJR 3. MÁIÍZ 1998 Fallega TðlMTilST Langholtskirkja KÓRSÖNGUR GRADUALEKÓRINN undir stjórn Jóns Stefánssonar flutti íslenska ojj erlenda söngtónlist. Ein- söngvari: Arný Ingvarsdóttir og und- irleikari Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudagurinn 1. mars. 1998. Á SAMA hátt og ýmsir frábærir einleikarar kölluðu tónskáld til átaka við gerð nýrra tónverka, fyrr 200 ára af- mælis Sig- urðar Breið- fjörð minnst RITHÖFUNDASAMBAND Islands ætlar að minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Sigurðar Breiðfjörð, í dag 4. mars, en hann var fæddur árið 1798. Dagskráin verður með tvennum hætti: KI. 12 verður stutt minningarstund við bautastein hans í kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Síðan verð- ur kvöldvaka kl. 20.30 í Gunn- arshúsi, Dyngjuvegi 8. Þar flytur Hjörtur Pálsson erindi um Sigurð, skáldskap hans og stöðu í bókmenntum; Þórarinn Eldjárn hyllir afmælisbamið; Ragnheiður Tryggvadóttir les úr kvæðum Sigurðar og kvæðamenn úr kvæðamanna- félaginu Iðunni kveða vísur. mótaður á árum, hefur gróskan í kórsöng á Islandi ýtt mjög við tónskáldum en einmitt gerð söngtónlistar stóð í stað um árabil, meðan spengingin í hljóðfæratækni var hvað öflugust. Nú eru kórar og einsöngvarar kröfuharðastir, enda er nú starf- andi drjúgur hópur vel kunnandi söngvara, sem hafa náð slíkum ár- angri, að til þess er tekið víða um heim. Kórar eru nú mun kröfu- harðari um kunnáttu í tónfræðum og söngtækni og jafnvel frumþjálf- unarstofnanir, eins og Gradu- alekórinn, eru skipaðar töluvert vel kunnandi börnum. Efnisskrá Gradualekórsins var tvískipt og var fyrri hlutinn saman- settur af íslenskri tónlist og mátti þar heyra lög eins og Úr útsæ rísa Islands fjöll, eftir Pál ísólfsson, Þú álfu vorrar yngsta land, eftir Sigfús Einarsson, Eg bið að heilsa, eftir Inga T. Lárusson, sem allir voru sannkallaðir frumkvöðlar í tónsmíði hér á landi. Þessi vinsælu lög voru sérlega vel sungin og sama má segja um tvær þjóðlagaraddsetn- ingar á lögunum Krummi krunkar úti og Móðir mfn í kví, kví, þó Krummavísan væri ef til vill of hröð. Maístjarnan og Máríuvers Páls ísólfssonar voru bæði vel flutt og íslenska þættinum lauk með nýrri verkum eftir Oliver Kentish og Jón Nordal. Ave Maria, eftir Oliver Kentish, er samin við hina hefðbundnu Mar- íubæn, og sérstaklega tileinkuð Gradualekómum. Ritháttur verks- ins er tónall en sums staðar er tón- ferlið dálítið bratt, sérstaklega þó á milli tónhendinga. Vera má að kór- inn þurfi lengri aðlögunartíma og syngja verkið oftar en í heild er þessi innilega bæn fallega tónsett af Oliver Kentish. Salutatio Marie eft- LISTIR söngur ir Jón Nordal hefur þegar unnið sér sess sem klassik og var þetta krefj- andi verk mjög vel flutt af Gradu- alekómum. I erlenda hlutanum vora vinsæl lög eins og Ef þig langar að syngja, Dagur er risinn, Lati sígauninn, Vem kan segla förutan vind, Óska- steinar og Suð býflugunnar, en þetta píanóverk eftir Korsakov var hér flutt í umritun söngstjórans. Öll vora þessi lög voru vel flutt, þó vel megi finna að of miklum hraða í Lata sígaunanum, sem var svo hraður, að varla var um neina tón- myndun að ræða í söng bamanna. Suð býflugunnar er sniðuglega út- fært og var býsna vel skilað af kóm- um. Þrjú síðustu erlendu verkin vora af alvarlegri gerðinni, Tantum ergo, eftir Faure, tveir þættir úr „Bama- messu“ eftir Rautavaara og Hósanna eftir Nystedt. Tantum ergo er falleg tónsmíð, sem vai- mjög fallega flutt. Bamamessuna þyrfti að flytja í heild en þessir tveir fyrstu þættir messunnar eru tölu- vert margslungin tónlist, sérstak- lega Glorian, þar sem Árný Ingv- arsdóttir var einsöngvari. Glorian var of hröð í flutningi, svo að sam- fléttun einsöngsraddarinnar og kórsins var á köflum nokkuð ragl- ingsleg, og hvorki kór né einsöngv- ari nutu sín í þessu vandasama verki. Hosanna eftir Nystedt var á sama hátt of hratt sungin, sem get- ur verið bagalegt fyrir tónmyndun- ina. Hvað sem þessu líður, var söng- ur kórsins mjög vel mótaður, bæði raddlega og hvað varðar túlkun og auk þess verður að geta þess, að töluverður þokki var yfir samleik Lára Bryndísar Eggertsdóttur á pí- anóið. Jón Ásgeirsson MORGUNBLADIÐ Morgunblaðið/Golli GERRIT Schuil og Loftur Erlingsson koma fram á tónleikum í Gerðubergi í kvöld. Perlur á bandi LOFTUR Erlingsson baríton- söngvari heldur sína fyrstu Ijóða- tónleika á söngferlinum í Gerðu- bergi í kvöld kl. 20.30. Gerrit Schuil leikur með á píanó en á efn- isskrá eru sönglög eftir Robert Schumann, Henri Duparc, Hugo Wolf og Ralph Vaughan Williams. „Það er ekkert sérstakt þema á þessum tónleikum. Markmiðið var bara að velja falleg og skemmtileg lög - raða perlum á band,“ segir Loftur og bætir við að lög þessara tónskálda séu sjaldan sungin á tón- leikum hér á landi, sé Schumann undanskilinn. Hafa ljóð Wolfs, Michaelangelo- ljóðin þijú, sérstöðu, að því er fram kemur í máli Lofts, þar sem þau eru samin sérstaklega með bassasöngvara eða bassbaríton- söngvara í huga og því yfirleitt ekki sungin af hærri röddum. Hollenski píanóleikarinn, hljóm- sveitar- og óperusljórinn Gerrit Schuil hefur verið áberandi í ís- lensku tónlistarlífi hin síðari miss- eri. Loftur starfar nú með honum í fyrsta sinn og ber honum vel sög- una. „Gerrit er frábær listamaður sem býr yfir mikilli reynslu. Það hefur verið virkilega gaman að vinna með honum og vonandi verð- ur framhald á okkar samstarfi!“ Og Loftur vonar einnig að fram- hald verði á tónleikahaldi hjá sér í nánustu framtíð - alltaf sé gaman að glíma við ljóðið. Loftur lagði stund á ffamhalds- nám í söng í Englandi en hefur starfað hér heima frá því hann lauk námi, árið 1996. Hefur hann tekið þátt í flutningi á ýmsum óratoríum og messum, auk þess að syngja nokkur hlutverk við Islensku óper- una. Má þar nefna Andann í Galdra-Lofti Jóns Ásgeirssonar, Guglielmo í Cosi fan tutte eftir Mozart og Belcore í Ástardrykkn- um eftir Donizetti, sem nú er á fjöl- unum. Þá söng Loftur hlutverk Kalmanns í Tunglskinseyjunni eftir Atla Heimi Sveinsson, sem frum- sýnd var f Peking á liðnu ári. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.