Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Reuters Kreutzer JOANNE Hewson, sérfræðingnr við tónlistardeild Christie’s upp- boðshaldarans í London, sýnir Kreutzer-fiðlu sem Antonio Stra- divari smíðaði á 18. öld. Kreutzer á uppboð verður boðin upp 1. apríl og er búist við að hún seljist á allt að 850 þúsund sterlingspund, eða ríflega 100 milljónir íslenskra króna. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÚ Catherine Eyjolfsson og Torfi H. Tulinius með heiðursorðu frönsku akademíunnar. Á milli þeirra er sendiherra Frakklands á ís- landi, Robert Cantoni. Sæmd franskri heiðursorðu CATHERINE Eyjolfsson frönskukennara og Torfi H. Tul- inius, dósent í frönsku við HI, voru sæmd heiðursorðu frönsku akademíunnar föstudaginn 27. febrúar sl. Það var sendiherra Frakklands, Robert Cantoni, sem sæmdi þau orðunni og hlutu þau hana fyrst og fremst fyrir kennslustörf og að stuðla að kynningu á franskri menningu og tungu. Hitablásarar PÓR HF Reykjavík - Akurayri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lonsbakka - sími 461-1070 Morgunblaðið/Golli INGIBJÖRGU Pálmadóttur var afhent fyrsta eintak bókarinnar í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni. Með henni á inyndinni eru Óskar Hansen frá Kaupseli, Ástþóra Kristinsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Is- lands, og Ulla Rode, hjúkrunarfræðingur hjá SCA Mölnlycke A/S. Nýjar bækur • MEÐGANGA, fæðing, ungbarnið, dönsk bók í íslenskri þýðingu Boga Arnars Finnbogasonar. Bókin er uppflettirit með upplýsingum um flest sem verðandi foreldrar þurfa að vita um meðgönguna og fæðinguna. I fréttatilkynningu frá Ljós- mæðrafélagi Islands segir að bókin hafi verið gefin út í 27 ár í Dan- mörku og að dönsku útgefendurnir hafi stöðugt endurbætt innihald bók- arinnar og aðlagað upplýsingarnar að breyttum tímum. Markmiðið er að gera hið sama hér á landi og verður bókin gefin út á hverju ári og endurbætt eftir þörfum. Umsjón með útgáfunn hafði Ást- þóra Kristinsdóttir, formaður Ljós- mæðrafélags Islands. Bókin er gefin út í 5.000 eintökum hér á landi og verður dreift af Ljósmæðrafélagi ís- lands. Hægt er að nálgast bókina á heilsuverndarstöðvum um allt land og öðrum stöðum sem annast al- mennt ungbarnaeftirlit. Bókinni verður einnig dreift til bókasafna. Bókin er gefín út af danska fyrir- tækinu SCA Mölnlyeke A/S í sam- vinnu við Kaupsel hf. og Ljós- mæðrafélag Islands. Bókin er 139 bls. að stærð og er prýdd tjölda lit- mynda og skýringamynda. Verðandi mæður fá bókina að gjöf við fyrstu mæðraskoðun. Píanó- og sellóleikur á Háskólatónleikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 4. mars og hefjast kl. 12.30. Þá leika þeir Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Kristinn Öm Kristinsson píanóleikari Sónötu fyrir selló og píanó í F-dúr op. 99 eft- ir Jóhannes Bra- hms. Gunnar Kvar- an er fæddur í Reykjavík og hóf 12 ára gamall nám í sellóleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík hjá Einari Vigfús- syni. Hann stundaði fram- haldsnám í Kaupmannahöfn hjá Erling Blon- dal-Bengtson við Konunglega Tónlistarháskólann. Þar vann hann tónlistarverðlaun kennd við danska tónskáldið Gade og einnig verðlaun legatssjóðs Tón- listarháskólans. Gunnar Kvaran er deildarstjóri strengjadeildar Tón- listarskólans í Reykjavík og kennir þar sellóleik og kammertónlist. Kristinn Öm Rristinsson nam pí- anóleik við Tónlistarskólann á Akureyri m.a. hjá Philip Jenkins. Hann stundaði framhaldsnám í pí- anóleik í Bandaríkjunum bæði við Southern Illinois University hjá Ruth Slenczynska og St. Louis Conservatory of Music hjá Joseph Kalichstein. Eftir að hann kom heim frá námi var hann fyrst yfir- kennari við Tónlistarskólann á Akureyri en frá 1990 hefur hann gegnt starfi kennara og skólastjóra við Tónlistarskóla íslenska Suzuki- sambandsins og starfar einnig sem meðleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hlaut starfslaun listamanna árið 1997. Verð aðgöngumiða er 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúdenta- skírteina. Dagskrá Háskólatónleika má nálgast á vefnum. Slóðin er: http://www.rhi.hi.is/~gunnag/ton- list/tonleikar.html Nýjar bækur • FJÖLSKYLDAN og réttlætið er í ritstjórn Jóns Á. Kalmanssonar, Magnúsar D. Baldurssonar og Sig- ríðar Þorgeirsdóttur. Bókin er safn greina þai’ sem tekist er á við ýmsa knýjandi siðferðilegar spurningar um gerð fjölskyldunnar, stöðu og að- búnað í samfélagi nútímans. í fréttatilkynningu segir að greina- höfundar, sem nálgast viðfangsefnið ýmist irá heimspekilegu eða félags- vísindalegu sjónarhomi, fjalli m.a. um tilui’ð nútímafjölskyldunnar og rót- tækai’ breytingar á hugmyndum manna á síðari tímum um eðli hennai’. Jafnframt segir að þeir fjalli einnig um þá miklu togstreitu sem einkenn- ir líf hennar nú á dögum - sem birtist t.d. í spennu milli vinnu og heimilis- lífs, karla og kvenna, kröfunnar um helgi einkalífsins og réttinda barna, og miUi hugsjóna réttlætis og kær- leika - togstreitu sem má að ein- hverju leyti rekja til þess að pólitísk stefnumótun um aðbúnað fjölskyld- unnar hefur ekki fylgt eftir þeim miklu breytingum sem fjölskyldan hefur tekið. Þannig varpi greinahöf- undar ljósi á vanda fjölskyldunnar í samfélagi okkar en jafnframt á mikil- vægi hennar og möguleika. Siðfræðistofnun og Háskólaútgáf- an hafa gefíð út bókina. Bók- in er218 bls. og kostar 2.490 kr. Há- skólaútgáfan sér um dreifíngu. Gunnar Kvaran Kristinn Örn Kristinsson Nýjar bækur • SÁL aldanna - íslcnsk bókasöfn í fortíð ognútíð er í ritstjórn dr. Sig- rúnai’ Klöru Hannesdóttur prófessor og Guðrúnai’ Pálsdóttur bókasafns- fræðings. Titill ritsins er sóttur í til- vitnun eftir Thomas Carlyle: „í bók- unum liggur sál aldanna" og minnir á það mikilvægi sem bækur og bóka- söfn hafa haft í íslenskri menningar- sögu. Tilefni þess að ritið var tekið saman er að nýlega var haldið upp á 40 ára afmæli kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Is- lands, og er fyrsta rit sinnar tegund- ar, segir í fréttatilkynningu. í bókinni er safn greina um ís- lensk bókasöfn og skyld efni eftir rúmlega 30 höfunda. Fjallað er um flestar tegundir bókasafna, skjala- söfn og handritasöfn, en auk þess eru greinar um sögu íslenskrar bókaútgáfu, um lestrarfélög, mennt- un í bókasafnsfræði og ýmsa þjón- ustuaðila sem starfa á þessu sviði. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 450 bls. og kostar 2.900 kr Háskólaútgáfan sér um dreifíngu. Skemmtilegt LEIKLIST Möguleikhúsið T r i p i c c h i o, U n d e r 1 a n il & co. K.M.K.K. (KLÚÐUR MEÐ KLEMMUR OG KLÆÐI) Leiksfjóri: Anders Sundstedt. Leikar- ar: Anita Tripicchio og Niels Pcter Underland. Undirleikari: Solfrid Mol- land. Leikmynd og búningar: Hege Paalsrud. Möguleikhúsið, 28. febrúar NORSKIR gestir voru á ferð í Möguleikhúsinu við Hlemm sl. laug- ardag og sýndu, við góðar undirtekt- ir áhorfenda, gaman-einþáttung fyr- ir börn og fullorðna. Þetta voru leik- ararnir Anita Tripicchio og Niels Peter Underland (sem hafa einu sinni áður komið í leikferð tii ís- lands) ásamt undirleikara sínum Sol- frid Molland, sem lék á hljómborð. Þau Tripicchio og Underland eru hið skemmtilegasta par: hann langur og mjór eins og þráður, hún stutt í annan endann og ágætlega vaxin á þverveginn. Þau minna þannig helst á klassísk gamanleikarapör á borð við þá félaga Gög og Gokke. Leikur þeirra byggist einnig á svipuðu formi; ýktum hreyfingum, klúðri og kómík af ýmsu tagi. Söngur og sprenghlægileg dansspor (Anítu, sérstaklega) setja svo punktinn yfir i-ið. Hljómborðsleikur Sólfríðar Mol- land var nauðsynlegur bragðbætir við söng og sprell leikaranna. Sýningin sem þrenningin bauð leikhúsgestum upp á síðastliðinn laugardag bai’ nafnið Klúður með klemmur og klæði og er verkið eftir þau sjálf ásamt leikstjóranum Ander Sundstedt. Það fjallar í stuttu máli um skondið par, þau Tom og Nikolettu sem eru launhrifin hvort af öðru en eiga ósköp bágt með að tjá það - enda mikið um klúður og alls kyns vandræðagang í samskipt- um þeirra. Þetta var ósköp notaleg og skemmtileg sýning, leikararnir tveir sköpuðu bráðsniðugar persón- ur sem náðu að heilla alla sem á horfðu. par Tripicchio, Underland og Molland hyggjast heimsækja nokki’a leik- skóla á höfuðborgarsvæðinu og skemmta þar börnum og leikskóla- kennurum, en íleiri sýningar verða víst ekki fyrir almenning. Takk fyrir komuna og skemmtunina. Soffía Auður Birgisdóttir -------------- Bútasaumur í Handverki & Hönnun SÝNING á bútasaumi úr ýmsum áttum eftir íslenskar konur verður opnuð þriðjudaginn 3. mars í í galler- íi Handverks & Hönnunar, Amt- mannsstíg 1. Sýningin er opin þriðjudaga til fóstudaga kl. 11-17, laugardaga kl. 12-16 og sunnudaga kl. 14-17. Sýn- ingunni lýkur 8. mars. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.