Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjöldi manns í vand-
ræðum vegna veðurofsa
LÖGREGLA og björgunarsveitir á Vesturlandi
veittu fjölda manns aðstoð vegna veðurofsa á
sunnudag og aðfaranótt mánudags og þurftu
m.a. á þriðja tug manna að láta fyrirberast á
milli 6 og 8 klukkustundir í bifreiðum sínum á
Snæfellsnesi á sunnudagskvöld. Ekki væsti um
fólk og brugðust lögreglumenn skjótt við til að
veita vegfarendum í vandræðum liðsinni.
Tilkynning um ökumenn sem áttu í erfiðleik-
um barst til lögreglu í Stykkishólmi um klukkan
22 á sunnudagskvöld en þá var hvasst í veðri og
gríðarlega mikill skafrenningur að sögn lög-
reglu. Vegfarendur óku inn í blindbyl í Kolbeins-
staðarhreppi og var veðrið með svipuðu móti í
Eyja- og Miklholtshreppi og Staðarsveit. Eink-
um var ástandið slæmt í Kerlingarskarði.
Þurfti lögreglan að aðstoða fólk í einum 15 bif-
reiðum sem staddar voru á þessum slóðum og
komust ekki áfram vegna lítils skyggnis enda
þétt kóf þar, auk þess sem skóf inn á bifreiðir
þannig að á þeim drapst. Félagar björgunar-
sveitarinnar Berserkja í Stykkishólmi ásamt
öðrum björgunarsveitarmönnum aðstoðuðu
fimm lögreglumenn við að hjálpa fólki í hrakn-
ingum til um klukkan 3 aðfaranótt mánudags.
Miklar annir hjá lögreglu og
björgunarsveitarmönnum
Lögreglan í Borgarnesi hjálpaði um sex öku-
mönnum að komast leiðar sinnar, bæði í Mela-
sveit og á Hvalfjarðarströnd og einnig á Holta-
vörðuheiði. Þá varð aftanákeyrsla á Holta-
vörðuheiði um klukkan 16 á sunnudag sem rak-
in er til vonskuveðurs og blindbyls. Okumaður-
inn tilkynnti lögreglu sjálfur um atburðinn
nokkru seinna um daginn og kvartaði yfir
meiðslum í hálsi, en áverkar hans voru ekki
taldir miklir.
Vegir lokuðust víða á Vestfjörðum vegna ofan-
komu og hvassviðris aðfaranótt mánudags en í
gær var búið að opna flesta vegi milli fjarða, en
lengur tók að opna veginn um Djúpið og Stein-
grímsfjarðai'heiði. Ekki var vitað um sérstaka
erfiðleika af þeim sökum samkvæmt upplýsing-
um £rá lögreglunni á Isafirði.
Nokkrir vegfarendur lentu í erfiðleikum í
Húnavatnssýslu vegna veðurs samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni á Blönduósi og þurftu
björgunarsveitarmenn m.a. að sækja tvær stúlk-
ur sem sátu fastar í Víðidal.
Félagar í Hjálparsveit skáta og Flugbjörgun-
arsveitinni á Akureyri aðstoðuðu fólk sem lenti í
vandræðum í Víkurskarði og Ljósavatnsskarði
vegna ófærðar á sunnudagskvöld.
ís á
Sunda-
höfn
ÍS VAR á Sundahöfn í kuldanum í
gær og sqjór á jörð. Myndin sýnir
tvö flutningaskip liggja við Holta-
bakka fyrir framan nýja frysti-
vörumiðstöð Samskipa hf. sem
opnuð var í febrúar. Miðstöðin er
stærsta frystigeymsla á landinu
og hefur hún verið nefhd ísheim-
ar. Það nafn á við um þessar
mundir, rétt eins um ástandið ut-
an hússins og innan þess.
Áfram er spáð köldu veðri á
landinu og á morgun gæti frost
farið niður í 18 gráður á sels-
íuskvarða norðvestantil á land-
inu. Horfur á fimmtudag og
föstudag eru hægt norðlæg eða
breytileg átt og áfram talsvert
frost. Veðurstofan segir útlit um
helgina óUóst.
Rætt við forsætisráðherra um Keiko
Ætla að sýna að
flutningur sé hvaln
um fyrir bestu
Hjartavernd og fslensk erfðagreining í samvinnu
Opnar nýja mögii-
leika í rannsóknum
FIMM manna sendinefnd á vegum
Frelsið Willy Keiko-stofiiunarinnar
mun í dag ganga á fund Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra, Guð-
mundar Bjarnasonar, landbúnaðar-
og umhverfisráðherra, og Halldórs
Runólfssonar yfirdýralæknis í
stjómarráðinu fyrir hádegi í dag til
viðræðna um háhyminginn Keiko og
munu leggja fram formlega umsókn
um að flytja hann frá Bandaríkjun-
um í flotkví á Austfjörðum.
Hópurinn, þar á meðal dýralækn-
irinn Lanny Comell, sem haft hefur
yfiramsjón með Keiko, mun leggja
fram ýmis gögn um ástand hvalsins
og heilsu, fyrirhugaðan flutning hans
og aðra þætti málsins.
„Við munum fara yfír þetta á
fundinum," sagði David Phillips, sem
situr í stjóm Keiko-stofnunarinnar
og nú er staddur hér á landi, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. „Við
ætlum einnig að leggja fram fyrsta
sinni nákvæmar upplýsingar um
heilsu hvalsins auk skýrslu, sem sex
dýralæknar, skipaðir af bandaríska
landbúnaðarráðuneytinu, gerðu um
hvalinn."
Áhersla á tvennt
Hann sagði að á fundinum væri
ætlunin að sýna fram á tvennt.
„í fyrsta lagi að það sé Keiko fyrir
bestu að setja hann í flotkví," sagði
Phillips. „Sumir segja að það væri ill
meðferð að flytja hann, en við segj-
um þvert á móti að það sé mannúð-
legast að gera það vegna þess að þá
hafi hann meira svigrúm og verði í
náttúralegra umhverfi. í öðra lagi,
hafi menn áhyggjur af því að um-
hverfinu stafi ógn af honum, höfum
við viðamiklar rannsóknir, sem sýna
hið gagnstæða."
Keiko er nú í laug í sædýrasafni í
bænum Newport í Oregon. Þangað
kom hann fyrir rúmum tveimur ár-
um frá skemmtigarði í Mexíkóborg.
Barátta hófst fyrir því að Keiko, sem
veiddist við Austfirði, yrði sleppt eft-
ir að hann var notaður í kvikmynd-
inni „Frelsið Willy“.
Flotkví kynnt
Keiko-stofnunin kynnti í gær
teikningar að flotkvínni, sem smíða á
fyrir hvalinn. í fréttatilkynningu frá
stofnuninni sagði að kvíin yrði sett
saman síðar á þessu ári í vogi eða
firði í Norður-Atlantshafi. Fyrirtæk-
ið Familian Industrial Plastics mun
hefja smíði hlutanna í kvína um miðj-
an mars, en gert er ráð fyrir að hún
verði sett saman þar sem hvalurinn
verður. Auk íslands kemur til greina
að Keiko verði við Hjaltlandseyjar
og írland. Ráðgert er að háhyming-
urinn dvelji í kvínni á meðan hann er
að venjast nýju umhverfi, en enn er
ekki hægt að fullyrða að nokkum
tíma verð hægt að sleppa honum fyr-
ir fullt og allt. í kvínni mun hann
hafa 60% meira rými en í lauginni í
Newport. Kvíin verður ekki landföst
og verður farið út í hana í báti.
HJARTAVERND og fyrirtækið ís-
lensk erfðagreining ehf. hafa gert
með sér rammasamning um sam-
vinnu í leit að erfðavísum sem eiga
þátt í tilurð ákveðinna sjúkdóma.
Samningurinn stórbætir möguleika
Hjartavemdar til rannsókna, að
mati forsvarsmanna Hjartaverndar.
íslensk erfðagreiðning mun m.a.
standa straum af kostnaði við sam-
starfsrannsóknirnar, en þær verða í
umsjá Hjartaverndar. Forsvars-
menn Hjartaverndar vona að þessar
rannsóknir muni skila mikilvægum
vísindalegum niðurstöðum er auki
skilning á tilurð sjúkdóma og hugs-
anlega leiði til lækninga þeirra.
Samvinna um einstakar
rannsóknir
Forsvarsmenn Hjartaverndar
lögðu áherslu á það á fréttamanna-
fundi í gær, þar sem samkomulagið
var kynnt, að um væri að ræða nýja
nálgun rannsóknarverkefna á vegum
Hjartavemdar en rannsóknirnar eru
til viðbótar yfirstandandi rannsókn-
um á Rannsóknarstöð Hjartavernd-
ar og era óháðar þeim.
Magnús Karl Pétursson, formaður
Hjartavemdar, bendir á að viðamik-
illi rannsókn á afkomendum sjúk-
linga er fengið hafa kransæðastíflu,
sem nýlega er hafin á vegum Hjarta-
vemdar, verði haldið áfram óháð
þessari samvinnu.
Hvert einstakt rannsóknarverk-
efni verður samvinnuverkefni
Hjartavemdar og Islenskrar erfða-
greiningar sem byggjast mun á nið-
urstöðum úr fyrri rannsóknum
Hjartavemdar. Gerir samningurinn
ráð fyrir að íslensk erfðagreining
leggi til sérþekkingu í sameinda-
erfðafræði og tölfræðilegri erfða-
fræði á þeim sviðum sem talin eru
nauðsynleg til þess að markmið
hverrar rannsóknar megi nást. Sér-
hæft starfsfólk Hjartaverndar mun
sjá um öll samskipti við einstaklinga
sem taka þátt í hverju rannsóknar-
verkefni, s.s. við töku blóðsýna.
Að sögn Magnúsar er undirbún-
ingsvinna vel á veg komin vegna
rannsóknarverkefnis í samstarfi við
íslenska erfðagreiningu. Þar er um
að ræða forkönnun á hugsanlegum
tengslum erfða og sykursýki fullorð-
inna. Einnig er verið að undirbúa
erfðafræðilegar rannsóknir, í sam-
vinnu við fleiri aðila en Islenska
erfðagreiningu, á heilablóðfalli.
Vilmundur Guðnason, forstöðu-
maður Erfðarannsóknastofu Hjarta-
vemdar, segir að skv. samkomulag-
inu verði Hjartavernd virkur þátt-
takandi í öllum rannsóknunum og
muni halda utan um skipulag og
framkvæmd þeirra.
Forsvarsmenn Hjartaverndai-
leggja áherslu á að samningsaðilar
skuldbindi sig til þess að fara með
allar persónuupplýsingar sem trún-
aðamál og að fylgt verði fyrirmæl-
um Tölvunefndar um meðferð og úr-
vinnslu upplýsinga sem og skilmál-
um vísindasiðanefndar heilbrigðis-
ráðuneytisins. Þannig á að vera mjög
vel tryggt að engar persónuupplýs-
ingar fylgi blóðsýnum, sem verða
merkt með sérstökum dulmálslykl-
um sem Tölvunefnd hefur ein að-
gang að.
Hvert verkefni taki 5 ár
Magnús Karl sagði samninginn
gera Hjartavernd bæði tæknilega-
og fjárhagslega kleift að efla veru-
lega alla rannsóknarstarfsemi sína
og gera rannsóknir sem ekki hefði
verið unnt að gera að öðrum kosti.
„Við höfum safnað sýnum hjá fólki í
mjög stórri hóprannsókn hér á landi
í um 30 ár. Þetta fólk sem tekið hef-
ur þátt í þessari rannsókn, hefur gef-
ið blóðsýni og aðrar klínískar upp-
lýsingar varðandi heilsufar sitt. Við
lítum svo á að það sé skylda okkai-
gagnvart þeim einstaklingum sem
hafa veitt okkur upplýsingar og gefið
okkur sýnin að rannsaka þau og nota
upplýsingarnar með öllum þeim
bestu aðferðum sem til eru hverju
sinni. Um leið er það skylda okkar að
varðveita þær upplýsingar sem við
höfum innan veggja Hjartaverndar,"
segir hann.
Rammasamningurinn er ótíma-
bundinn en gerðar verða starfsáætl-
anir um hvert verkefni sem miðað er
við að taki fímm ár að jafnaði.
Vakrii rtg/á mi rtrt i rig
ÖÍR
Þarftu að láta vekja þig eða
minna þig á eitthvað?
Það gerir þú með því
að ýta á □ 55 □, ákveð-
inn tíma (t.d. 0730) og S
Nánari upplýsingar um verð
og sérþiónustu Landssímans
færðu í sima 800 7000 eða
SÍMASKRÁNNI.
LANDS SÍMINN