Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 50
"50 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ tKjartan Sveins- son var fæddur á Ásum í Skaftártungu 30. janúar 1913. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Reykjavík 21. febrúar siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sveins- son bóndi, f. 5. des- ember 1875 á Hörgs- dal á Sfðu, d. 14. jan- úar 1965, og Jóhanna Sigurðardóttir, f. 21. október 1879 á Breiðabólsstað á Síðu, d. 2. júní 1968. Kjartan átti ellefu systkini sem náðu fullorð- ins aldri, fimm þeirra eru nú lát- in. Þau voru Sigursveinn, Gyðríð- ur, Runólfur, Sveinn og Páll. Eft- irlifandi eru Guðríður, Róshildur, Ingunn, Guðmundur, Sigríður og Gísli. Kjartan kvæntist hinn 8. mars 1941 eftirlifandi eiginkonu sinni Bergþóru Gunnarsdóttur, f. 27. ágúst 1912, dóttur Gunnars Jóns- sonar bónda og Ragnheiðar Stef- ^^^ánsdóttur á Fossvöllum f Jök- ulsárhh'ð. Þau hafa búið lengst af í dag er kvaddur hinstu kveðju tengdafaðir minn og kær vinur, Kjartan Sveinsson raftæknifræðing- ur. Mér er það enn í fersku minni þegar fundum okkar bar saman fyrsta sinni sumarið 1972. Ég hafði þá nýlega kynnst einkadóttur þeirra hjóna og bar nokkurn kvíða í brjósti þegar ég kom í fyrsta skipti á heimili _> þeirra í Heiðargerði 3. En sá kvíði var ástæðulaus því fyrr en varði var Kjartan farinn að ræða við mig eins og við hefðum þekkst alla tíð. Það vakti athygli mína hversu auðvelt það var honum þrátt fyrir nokkum aldursmun að setja sig inn í hugar- heim minn nánast samstundis. Þama kynntist ég strax einum af mörgum góðum eiginleikum Kjart- ans. Hann var afar félagslyndur og átti einkar auðvelt með að laða fram hið jákvæða í fari fólks. Honum fylgdi ævinlega gleði og hressileiki á • . mannamótum og engan mann hef ég fyrir hitt sem taldi sig ekki betri af , kynnum sínum við hann. Frá honum stafaði einhver ólýsanleg hlýja sem laðaði að sér fólk á öllum aldri. Börn ’ '^voru honum sérstaklega handgengin og urðu miklir vinir hans, skipti þar engu hvort um væri að ræða frænd- semi eður ei. Kjartan sagði mér ein- hverju sinni að faðir sinn, Sveinn Sveinsson frá Ásum, hefði verið svo bamgóður að hann hefði getað verið afi allra bama á íslandi. Mér finnst þessi lýsing eiga vel við hann sjálfan. Kjartan tók út bemskuþroska á landsvæði þar sem náttúruöflin leika j hvað lausustum hala á íslandi en þar hefur saga eldgosa og jökulhlaupa j átt stóran þátt í að móta landið. Fimm ára gamall varð hann vitni að Kötlugosi og leið það honum aldrei j úr minni. An nokkurs vafa hafa bemskuár hans að Asum í Skaftár- ?®*lungu mótað lífssýn hans og skoðan- ir verulega. Hann var í raun mikill náttúrusinni, bar mikla virðingu fyr- j ir náttúrunni og lagði sig fram um að kynnast sögu hennar og þróun. Hann minntist oft ferðarinnar með j , Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi út í Surtsey til að skoða eyna á fyrstu { árum hennar. En þrátt fyrir að hann j bæri mikla virðingu fyrir náttúrunni > taldi hann að hana bæri að nýta á skynsamlegan hátt í þágu manns- andans. Beislun fallvatna og rafvæð- ing til að létta mönnum erfið störf frtakli hann eðlilegt inngrip í náttúr- una. Uppgræðsla landsins, einkum skógrækt, varð honum snemma hug- leikin, og er nærtækt að rekja þann áhuga til æskuheimilisins að Asum þegar litið er til þess að tveir bræður Kjartans, þeir Runólfur og Páll, • gerðu landgræðslumál að sínum að- alstörfum, þótt þeirra nyti því miður (ióð í allt of skamman tíma. Kjartan taldi uppgræðslu lands- í Heiðargerði 3 í Reykjavík. Kjartan og Bergþóra ólu upp frá tveggja ára aldri bróðurdóttur Berg- þóru Ragnheiði Her- mannsdóttur, f. 15. maí 1949, kennara í Reykjavfk, sem gift er Magnúsi Jóhann- essyni ráðuneytis- stjóra. Börn þeirra eru Bergþóra Svava, f. 31 maí 1977, og Jó- hannes Páll, f. 30 september 1978. Kjartan lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1943 og prófi í rafmagnstæknifræði við tækniskólann í Katrineholm í Svf- þjóð sumarið 1949. Kjartan hóf störf sem deildartæknifræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1949 og starfaði þar æ sfðan þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Kjartan var áhuga- maður um skógrækt og var um árabil í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur. Utför Kjartans fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ins vera skuld okkar við það vegna búsetunnar í landinu sem okkur bæri að greiða um leið og við kæm- umst í þær álnir að geta það. Þó vó ekki síður þungt sú skoðun hans að í skógrækt fælust jákvæð uppeldis- áhrif, umhyggja sem hefði góð áhrif á samfélagið og síðast en ekki síst að gróið land, einkum skógi vaxið, laðaði fram jákvæð viðhorf fólks til lífsins. Þrátt fyrir að tengdafaðir minn léti sér fátt mannlegt óviðkomandi voru það þó einkum tveir þættir sem öðrum fremur áttu hug hans allan. Annar var rafvæðing íslensks samfélags um og eftir miðja þessa öld en hinn var einstakur áhugi hans á að bæta gróðurfar landsins og klæða landið skógi. Reyndar held ég að tilviljun ein hafi ráðið því að rafvæðingin varð ævistarfið en skógræktin varð stærsta áhugamál- ið en ekki öfugt. Hann kynntist snemma frumherjum í vatnsafls- virkjunum og rafvæðingu sveitanna, þeim Bjarna í Hólmi og Eiríki í Svinadal. Minntist hann þeirra oft með aðdáun, þó hann leyfði sér að gagnrýna síðar einstaka verk sem hann hafði tekið þátt í að vinna und- ir þeirra stjóm. Síðar meir setti hann sjálfur upp rafstöðvar i nokkrum ám eða lækjum við sveita- bæi. Þessi kynni leiddu Kjartan fyrst út í rafvirkjanám í Reykjavík og síðan til Svíþjóðar þar sem hann lauk tæknifræðinámi. Mér fannst alltaf eins og hann hefði talið það mikið lán að fá starf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur þegar hann kom heim frá námi í Svíþjóð, en hjá Rafmagnsveitunni starfaði hann í þrjátíu og tvö ár sem deildartæknifræðingur. Honum féll einkar vel við stjórnendur fyrirtæk- isins og samstarfsmenn sína og gladdist yfir þeim mikla skógrækt- aráhuga sem rafmagnsveitustjór- amir á þessu tímabili, þeir Stein- grímur Jónsson, Jakob Guðjohnsen og Aðalsteinn Guðjohnsen, sýndu og komið hefur fram m.a. á hinu stórkostlega útivistarsvæði borgar- innar í Elliðaárhólmanum. Með starfinu hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur tókst Kjartani að sameina þessi tvö helstu áhugamál sín, raf- væðinguna og skógræktina. í tæpa hálfa öld átti skógrækt Rafmagns- veitunnar í Elliðaárhólmanum stór- an þátt í lífi hans. Rafmagnsveitu- stjóramir fólu Kjartani yfimmsjón með plöntun framan af og eftirlit með hólmanum eftir að hann lét af störfum. A 74 ára afmæli Rafmagnsveit- unnar var afhjúpaður minnisvarði í Kjartanslundi við félagsheimili Raf- magnsveitunnar í Elliðaárdal um það óeigingjarna starf sem hann vann á löngum tíma við uppgræðslu hólmans. Auk þessa starfs að skóg- rækt í Elliðaárhólmanum, sem hann sinnti fyrst og fremst í frítíma sín- um, var Kjartan virkur félagi í Skógræktarfélagi Reykjavíkur og sat í stjóm félagsins um árabil. Kjartan var afar vinnusamur og á meðan heilsan leyfði féll honum aldrei verk úr hendi. Að afloknum vinnudegi fór hann ýmist að dytta að húsinu, laga til í garðinum eða þá að hann brá sér í Elliðaárhólmann til að huga að plöntuuppeldinu sem hann annaðist þar um áratugaskeið. Ef ekki lágu fyrir einhver handverk sem vinna þurfti eða aðstæður vora ekki til slíkrar vinnu greip hann gjaman í bók. Hann var víðlesinn og vel að sér um flesta þá hluti sem máli skipta. Kjartan var mikill að- dáandi sígildrar tónlistar og naut þess að hlýða á verk gömlu meistar- anna hvort sem var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar eða í rík- isútvarpinu, sem hann unni mjög og sagði jafnan að hann teldi sig vera einn þakklátasta hlustanda þess. Kjartan fylgdist jafnan afar vel með þjóðmálaumræðu og hafði ævinlega hressilegar skoðanir á hinum stærri viðfangsefnum stjómmálanna. Hann skipaði sér í sveit Framsókn- arflokksins og hlaut viðurkenningu fyrir störf sín á þeim vettvangi. Það var margt í fari Kjartans sem er óvenjulegt að finna í fari samtímamanna. Hann hafði ríka réttlætiskennd og sagði skoðanir sínar umbúðalaust einkum ef hon- um fannst að málefnin vörðuðu al- mannahag. Hins vegar hugsaði hann ávallt lítið um eiginhagsmuni, það eitt að eiga til hnífs og skeiðar fyrir sig og sína nægði honum. Hann var í raun hugsjónamaður sem hugsaði hlutina út frá hags- munum samfélagsins eins og þeir komu honum fyrir sjónir. Mér fannst oft eins og hann væri gædd- ur hugarþeli þeirra Fjölnismanna sem á síðustu öld vildu „Islandi allt“. Ég átti þess kost að ferðast oft með Kjartani tengdafóður mínum bæði innan lands og utan. Þá kom vel í ljós hversu vel hann þekkti sögu landsins og var vel að sér um flesta þætti í náttúranni. í huga hans vora þó tveir staðir sem höfðu mikla sérstöðu, annars vegar Þing- vellir, þar sem hann hafði tekið þátt í öllum stórhátíðum á þessari öld, en hinn var V-Skaftafellssýsla. Að ferðast með honum um bemsku- slóðimar var ógleymanlegt. A ferð- um erlendis þyrsti hann að kynnast lífi og sögu hvers staðar sem heim- sóttur var. Það reyndist Kjartani mikið gæfuspor þegar hann kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Bergþóra Gunnarsdóttur, sem studdi hann með ráðum og dáð, fyrst í að afla sér menntunar erlendis en síðan í starfi hér heima og í þeim fjölmörgu áhugamálum sem hugur Kjartans stóð til. Heimili þeirra hjóna var einstaklega hlýlegt og hefur ávallt verið einn af eftirlætis viðkomustöð- um flestra ættingja þeirra. Þar var gestrisni og hlýja aðalsmerki auk andlegrar upplyftingar sem allir nutu góðs af. Éf eitthvað bjátaði á í fjölskyldunni þá voru þau jafnan boðin og búin að rétta fram hjálpar- hönd og létta undir með þeim sem áttu um sárt að binda. Síðustu miss- erin hafði líkamlegri heilsu Kjart- ans hrakað nokkuð, sérstaklega var honum orðið erfitt um hreyfingar en andinn var óbilandi sem áður. Á þessu tímabili annaðist Bergþóra eiginmann sinn á aðdáunarverðan hátt allt þar til yfir lauk. Miklir kærleikar vora alla tíð með þeim Kjartani og Ragnheiði dóttur hans og einkenndist sam- band þeirra af gagnkv'æmu trausti og virðingu. I uppvexti hennar studdi hann hana í hvívetna, miðlaði henni af reynslu sinni og þekkingu og innrætti virðingu gagnvart öllu því sem lífsanda dregur. Svo langt gekk aðdáun dótturinnar að hún mun hafa tekið upp á því á unga aldri að nota frekar vinstri höndina eins og hann sem var örvhentur þó hún væri rétthent. Svipuð tengsl mynduðust strax milli Kjartans og barnabarnanna sem dáðu afa sinn og létu einskis ófreistað að njóta KJARTAN SVEINSSON sem mestra samskipta við hann og ömmu í Heiðargerði. Ástúð þeirra og umhyggja gagnvart bömunum var einstök. Við andlát Kjartans Sveinssonar er margt sem leitar á hugann eftir löng og náin kynni. Hans mun verða saknað af okkur öllum sem þekkt- um hann, en þyngstur er söknuður eiginkonu hans, dóttur og barna- barna. Ég bið Guð að styrkja tengdamóður mína og blessa minn- ingu Kjartans Sveinssonar. Minn- ingin um einstakan gæðadreng, sem vildi öllum gott gera, mun lifa með okkur um ókomna tíð. Magnús Jóhannesson. Gróður jarðar sefur vært undir ábreiðu veturkonungs. Brátt mun sól- arsprotinn með hlæjandi geislum sín- um snerta frostrósir vetrarins og blóm sjálfstæðisins teygja anga sína á móti birtunni. Sólarsprotinn með sínum glitrandi geislum sem glæðir allt líf á þessari jörðu hefur misst mátt sinn, því sá geisli sem skein skærar en allar heimsins stjömur hefur kvatt þetta jarðlíf. Bjarmi hans og ylur mun verma hjörtu okkar um ókomna tíð og lýsa hinn ófama veg. Guð blessi minningu þína, elsku afi. Bergþóra Magnúsdóttir. Með nokkram línum langar mig að minnast góðs vinar og frænda, Kjartans Sveinssonar, sem er lát- inn. Kjartan hefi ég þekkt nánast síð- an ég man eftir mér en sameiginleg áhugamál hafa dregið okkur nær hvor öðrum á síðustu árum. Segja má að við höfum erft vináttuna frá feðrum okkar en milli þeirra var órjúfanlegt samband. Strax í bemsku heyrði ég fóður minn tala um Svein á Fossi sem mætasta dugnaðarbónda, sem hann þekkti. Hans stóri barnahópur átti því ekki langt að sækja mannkostina. Kjartan var fríður og karlmann- legur athafnamaður og reisti hann sér óbrotgjarnan minnisvarða með ræktunarstörfum sínum. Á hann mestan þátt í þeirri miklu gróður- setningu í Elliðaárdalnum, sem nú er orðinn mikill útivistarskógur, sem mun veita ókomnum kynslóð- um skjól og gleði og hvetja menn til dáða við ræktun lands og lýðs. Það hefði ekki þurft marga jafninga Kjartans til að landnám Ingólfs skæri sig ekki úr sem eitt verst fama svæði landsins hvað gróður áhrærir. Gaman var að ganga með Kjartani um þennan unaðsreit þar sem hann áreiðanlega hafði eytt nánast öllum frístundum sínum um árabil. Þess ber að geta að yfirmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur sýndu mikinn skilning á þessu mikla verki og studdu þeir Kjartan með ráðum og dáð. Síðan sýndu þeir honum þá virðingu að setja upp styttu af Kjartani í fallegu rjóðri í skóginum. Ég bið Guð að blessa minningu Kjartans Sveinssonar. Um leið og ég þakka honum áralanga vináttu, sendi ég Bergþóru og fjölskyldu Kjartans mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Karl Eiríksson. Ástkær frændi okkar er látinn. Að leiðarlokum viljum við í Gunnarsholti þakka Kjartani fyrir einstaka tryggð og frændrækni allt frá fyrstu kynnum. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg liðinna ára. Margt ber að þakka en þó fremur öðra einstaklega ánægjuleg samskipti og samverustundir sem aldrei bar skugga á. Efst í huga okkar er þakklæti og söknuður er við minnumst hjartfólgins frænda og ræktunarmanns. Frá því við munum eftir okkur var Kjartan þranginn lífsorku, gleði og óbilandi áhuga á skógrækt og ræktun landsins okkar. Þessi mynd af Kjartani breyttist aldrei. í síðustu heimsókn hans til okkar í Gunnarsholt sl. haust var eldmóðurinn og hjartahlýjan enn söm og áður. Hann var afar einlægur maður, opinskár og frá honum geislaði lífsgleði og kraftur og einstakur innileiki gagnvart frændfólki og vinum. Við synir Runólfs bróður þíns minnumst og þökkum tryggð þína við móður okkar við sviplegt fráfall föður okkar er við vorum barnungir, og æ síðan. Hvernig þú hvattir okkur til náms og til að yrkja landið. Halldór minnist með þakklæti aðstoðar þinnar við vinnu og skógrækt. Það hefur löngum verið gæfa skógræktarstarfsins að hafa á að skipa ósérplægnum eldhugum í fjölmennum hópi áhugafólks. Þar hefur verið að verki sú framvarðarsveit sem ótrauð axlaði erfiði og lagði grandvöll að fegurra landi í skjóli nýrra skóga. I þessum hópi var Kjartan meðal hinna fremstu. Það skógræktarandur sem nú prýðir Elliðaárdalinn ber Kjartani afar fagran vitnisburð. Þar átt þú allan heiður og óteljandi vinnustundir. Vinnudagarnir þínir við skógræktina urðu oft langir en gleðin yfir áorkuðu dagsverki og grænum lundum vora launin þín. Það var sérstök unun að ræða við þig um ræktunarmál. Hispurslaus viðhorf þín, hreinskilni og óbilandi trú á mátt skógarins er okkur öllum ógleymanleg en jafnframt fordæmi og hvatning um að betur má ef duga skal. Fjölskylda Kjartans, ættingjar og vinir kveðja hann nú með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna svo lengi. Minningin um þennan góða dreng fymist ekki. Elsku Bergþóra, Ragnheiður, Magnús og barnaböm, við sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur er við yljum okkur við minninguna um góðan dreng og faðmlögin hans Kjartans. Oddný, Sveinn og synir, Gunnarsholti. Fyrstu sólargeislar á síðasta degi þorra árið 1998 léku um Kjart- anslund og Elliðaárhólma. Logn, fegurð og friður. Greinar greni- trjánna svignuðu undan þunga hvítrar mjallar. Það var sem þessi grænu fósturböm Kjartans Sveins- sonar væra að sýna vini sínum virð- ingu á andlátsstund hans. Kjartan var einn af forkólfum skógræktar í Reykjavík og var það hans brenn- andi áhugamál til hinstu stundar. Mun göngufólk í Reykjavík njóta verka hans um ókomin ár. Ekki langt frá Kjartanslundi sat ég og horfði á trén í garðinum mín- um þennan dapra laugardag. í huganum endurlifði ég fagran sólarhring á Þingvöllum vorið 1953. Við Kjartan vorum þar tveir við gróðursetningu. Þá varð mér ljóst að hann var maður sem ekki ein- göngu talaði um hugsjónir sínar, hann framkvæmdi þær líka. Hann hafði áhuga á öllu milli himins og jarðar og hafði mjög ákveðnar skoð- anir, sem urðu okkur að óþrjótandi umræðuefni. Kjartan kunni líka að hlusta og virða skoðanir annarra. Ég minnist þess að þennan vormorgun, er við skriðum í svefnpoka okkar, þreyttir en sælir eftir fróðlega og skemmti- lega nótt, að mér fannst ég þekkja Kjartan betur en áður. Nokkrum mánuðum áður kom ég í fyrsta sinn til Reykjavíkur og baðst gistingar hjá Kjartani og Bergþóru frænku minni. Má segja að þá þegar hafí myndast órofa vin- áttu sem hefur verið mér og fjöl- skyldu minni ómetanleg. Samverastundir í gleði og sorg leita á hugann að leiðarlokum. I heimsóknum í Heiðargerði 3 lærði maður að líta lífið og tilveruna björtum augum, þar sem glaðværð og lífsgleði hjónanna réðu ríkjum, og húsbóndinn geislaði af orku og krafti. Kjartans er sárt saknað af öllum hans fjölmörgu vinum, en það er huggun harmi gegn, að hann fór með fullri reisn og hélt sínum eld- móði til hinstu stundar. Elsku Begga, Ragnheiður, Magn- ús, Bergþóra og Jóhannes. Við hjónin, böm okkar og þeirra fjöl- skyldur sendum ykkur innilegustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.