Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 46
.46 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Enn einn sjóðurinn
FYRIR skömmu
lauk Iðnþingi. í
tengslum við þingið
buðu Samtök iðnað-
arins hagfræðingn-
um Robert Row-
thome hingað til
lands. Koma hans er
ánægjuleg enda er
nauðsynlegt fyi-ir
umræðu um efna-
hagsmál á íslandi
að fá sem oftast
-^Sjónarmið utanað-
komandi
Auðvitað
sjálfgefið
fallist á
gestanna,
ræðan sem
manna.
er ekki
að allir Illugi
skoðanir Gunnarsson
en um-
fylgir ábendingum
þeirra er til góðs.
Morgunblaðið gerir skoðunum
Rowthome góð skil þann 21. febrú-
ar síðastliðinn í leiðara sem heitir
Sveiflujöfnun og kvótinn. Væntan-
lega má skilja fyrirsögnina sem
Orri
Hauksson
*•»
MEG frá ABET
UTANÁ HÚS
FYRIRLIGGJANDI
Þ. ÞORGRfMSSON & co
ARMULA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SIMI553 8640 568 6100
vísbendingu um hvað ritstjóram
Morgunblaðsins fannst bitastæðast
í máli hagfræðingsins. Eins er í
leiðaranum samviskusamlega rakið
það viðhorf að sjávarútvegurinn sé
kominn að endamörkum sínum og
að iðnaðurinn í landinu, nú sem áð-
ur, líði fyrir sambúðina við sjávai’-
útveginn. Undirrituðum þykja flest
rök standa gegn þessum fullyrð-
ingum.
Sjávarútvegur
við staf?
Þeir sem hafa fylgst með um-
ræðu um efnahagsmál á Islandi
undanfarna áratugi kannast senni-
lega við þá fullyrðingu að nú sé
komið að því að sjávarútvegurinn
geti ekki lengur aukið verðmæta-
sköpun sína. Langlífí þessarar
skoðunar er afar sérkennilegt þeg-
ar litið er yfir farinn veg. í leiðar-
anum er t.d. fullyrt að „mikill vöxt-
ur í sjávarútvegi á síðasta áratug
hafí beinlínis skaðað íslenskan
framleiðsluiðnað“. í ljósi hefðbund-
inna hrakspáa um stöðnun í sjávar-
útvegi hljóta þessar upplýsingar
um vöxt útvegs undangengin ár,
sem Morgunblaðið getur um, að
koma spámönnum spánskt fyrir
sjónir. En þótt sagan gangi gegn
staðhæfingum um endimörk vaxtar
er vissulega bæði sjálfsagt og
nauðsynlegt að spyrja hvers megi
vænta af íslenskum sjávarútvegi í
nánustu framtíð. Nokkur nærtæk
atriði virðast gefa til kynna að full-
yrðingar um stöðnun í greininni
séu úr lausu lofti gripnar. Fyrst er
til að taka að þorskstofninn er nú á
uppleið. Gangi björtustu vonir eftir
má gera ráð fyrir að veiðin verði
innan fárra ára komin vel yfir 300
þúsund tonn á ári, samanborið við
Framþróun á sér stað á
grunni hagkvæmni og
viðskiptafrelsis, segja
Illugi Gunnarsson og
Orri Hauksson, en ekki
með opinberri stýringu.
rúma 200 þúsund tonna veiði í ár.
Norsk-íslenska sfldin hefur verið í
sókn, loðnuveiði er á uppleið og
verð sömuleiðis. Lindýrafána Is-
lands er enn lítið nýtt, spennandi
framkvöðlastarf varðandi nýtingu
túnfisks er í burðarliðnum og ekki
má gleyma að gífurlegir möguleik-
ar era fólgnir í öflugu markaðs-
starfi erlendis. Má þar t.d. nefna
þau tækifæri sem felast í markaðs-
setningu loðnu til manneldis í Kína.
Við ofangreindar staðreyndir bæt-
ast fjölmargir almennir þættir.
með borgarstjóra
flísar
—
4
Stórhöfða 17. við GuUinbrú,
sími 567 4844
Tekist hefur að koma á séreignar-
rétti í fiskveiðistjórnun við strend-
ur Islands. Það fyrirkomulag hefur
haft víðtæk jákvæð áhrif og má
meðal annars benda á að í uppsjáv-
arveiðum hefur skipum fækkað og
veiðarnar orðið hagkvæmari en áð-
ur. Veiði- og vinnslutækni er há-
þróuð og íslenskum útvegi gengur
vel í samkeppni við ríkisstyrktan
fiskiðnað annarra ríkja. Því koma
dómsdagsspár um hnignun og
skerta vaxtarmöguleika eins og
skrattinn úr sauðarleggnum.
Tækifæri í iðnaði
og þekkingu
Nú má ekki skilja þessi orð á
þann hátt að Islendingar eigi ekki
að vinna neitt nema það helst sem
að sjávarútvegi lýtur og láta aðrar
atvinnugreinar lönd og leið. Þvert
á móti hlýtur það að vera keppi-
kefli allra að atvinnulíf landsmanna
verði sem breiðast og öflugast og
þjóðin fái notið sem mestrar efna-
hagslegi'ar velsældar. Framþróun-
in á sér hins vegar stað á granni
hagkvæmni og viðskiptafrelsis, en
ekki með opinberri stýringu. Þegar
má greina fjölmarga möguleika,
t.d. í orkufrekum iðnaði, hugbúnað-
argerð og líftækni að ógleymdum
hátækniiðnaði tengdum sjávarút-
vegi. Stöðugleiki og hagvöxtur,
sem m.a. má rekja til sjávarútvegs,
bæta skilyrði fyrir nýjar greinar og
ný tækifæri. Það hefur og sýnt sig
að hagsmunir iðnaðar og sjávarát-
vegs fara að mestu saman. Ef litið
er til áranna 1983 til 1987 má sjá að
aflatekjur í sjávarátvegi hækkuðu
um 33%. A sama tíma fjölgaði árs-
verkum í iðnaði um 2.000. A árun-
um 1987 til 1993 lækkuðu aflatekj-
ur um 14% en ársverkum í iðnaði
fækkaði um 3.700. Þetta jákvæða
samhengi er ekki undrunarefni,
þótt það gangi reyndar gegn hin-
um meinta sambýlisvanda sem
Morgunblaðinu er hugleikinn.
Nokkm- af framsæknum iðnfyrir-
tækjum Islendinga eru Marel,
Sæplast, Hampiðjan og J. Hinriks-
son. Þau era öll leiðandi á sínu
sviði og fyllilega samkeppnishæf á
erlendum mörkuðum, ekki síst
vegna tengsla sinna við sjávarát-
veg og sérþekkingar á greininni.
Miðstýrð sveiflujöfnun
- umhugsunarverð?
Það kom ekki á óvart að Morg-
unblaðið teldi hugmyndir Row-
thorne um sérstakan skatt á sjáv-
arátveginn „umhugsunarverðar".
Hann leggur til að „Islendingar
íhugi stofnun sérstaks jöfnunar-
sjóðs“. Reynsla Islendinga af opin-
beram sveiflusjóðum bendir hins
vegar vart til þess að slík hand-
stýring sé heppileg. Mörgum er
enn í fersku minni þegar átti að
jafna aðstöðu innan sjávarátvegs-
ins eins. Þá var tekinn upp sk.
bátagjaldeyrir, en með sérstakri,
opinberri skráningu gengis fyrir
hverja tegund útgerðar átti að
tryggja að aðstaða einstakra
greina innan sjávarútvegsgeirans
væri jöfn. Ekki þarf að fjölyrða um
hvemig fór um sjóferð þá. Eins
fengu tilraunir um Aflatryggingar-
sjóð og Verðjöfnunarsjóð fískiðn-
aðarins snautlegan endi. Hvernig
halda menn að fari, þegar þeir sem
stýra enn einum sveiflujöfnunar-
sjóði reyna að jafna skilyrði á milli
fjölbreytilegra atvinnugreina, þeg-
ar svo hrapallega tókst til innan
einnar greinar?
Ábyrgðin
nýtt
Undirritaðir telja opinbera, mið-
stýrða sveiflujöfnun afar varhuga-
verða, enda byggir hugmyndin á
einhvers lags hagkerfisverkfræði
og stjórnlyndi. Það kann aldrei
góðri lukku að stýra að einangra
atvinnugreinar frá umhverfi þeirra
og taka ábyrgðina á rekstrinum frá
stjórnendum. Þá er staðreynd að
þær aðstæður eru afar ófullkomnar
sem opinber nefnd af þessum toga
byggi við. Nefndin þyrfti að fylgj-
ast með og greina á hverjum tíma
bæði alla króka hagkerfisins sem
og þann veraleika sem hvert fyrir-
tæki býr við. Hinir, sem eiga allt
sitt undir því að skilja þann af-
markaða hluta veruleikans sem að
þeim snýr, hafa mun betri forsend-
ur til að bregðast við á réttan hátt.
Þau fyrirtæki sem ekki haga sér
skynsamlega og nýta t.d. ekki upp-
sveiflu til að mæta síðari tíma nið-
ursveiflu, munu týna tölunni. Með
því að nýta þekkingu, ábyrgð og at-
orku þeirra sem stýra fyrirtækjun-
um sem halda velli er miklu lík-
legra að árangur náist í stað þess
að setja allt sitt traust á sjóðstjórn
sveifluskatts, sama hversu vel hún
verður mönnuð.
Illugi er liagfræðingur
Orri er verkfræðingur.
Dregið alla
miðvikudaga í mars
úr greiddum miðum
um 3 utanlandsferðir.
310 ferðavinningar
að verðmæti yfir 35 milljónir.
Allur ágóði rennur til reksturs
björgunarskipa félagsins um land allt.
Upplag 190.000
HAPPDRÆTTI
SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS