Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Óðaverðbólga og mikil ólga yfírvofandi í Indónesíu Jakarta. Reuters. STJÓRN Indónesíu viðurkenndi í gær að verð- bólgan í landinu væri nú meiri en nokkru sinni fyrr frá því um miðjan sjöunda áratuginn þegar mikil þjóðfélagsólga varð til þess að Sukamo, fyrsta forseta landsins, var steypt og Suharto for- seti komst til valda. Suharto sagði á sunnudag að fjármálakreppan stefndi efnahag landsins í mikla hættu og svo virðist sem andstaðan við forsetann sé að aukast á þinginu, sem hefur verið honum mjög leiðitamt til þessa. Einn þingmannanna sagði um helgina að forsetanum bæri að segja af sér ef efnahagsvand- inn yrði ekki leystur tafarlaust. Aðrir þingmenn töluðu um að veita forsetanum ákveðinn frest til að leysa vandann. Búist er þó við að Suharto verði endurkjörinn forseti á þinginu án mótframboðs í næstu viku, en hann hefur verið við völd í rúm 30 ár. Indónesíska hagstofan sagði að verðbólgan í febrúar hefði verið 12,76% og meiri en allt síðasta ár. Samkvæmt útreikningum Reuters er verð- bólgan 31,7% miðað við heilt ár og hagfræðingar sögðu að óðaverðbólga væri yfirvofandi. Þetta er mesta verðbólga á einum mánuði frá því um miðjan sjöunda áratuginn þegar herinn hrifsaði völdin í sínar hendur, með Suharto í Mesta verðbólga frá þjóðfélagsólgunni á sjöunda áratugnum broddi fylkingar, eftir að kommúnistar voru sak- aðir um að hafa reynt að steypa Sukamo. Að minnsta kosti hálf milljón manna beið bana í að- gerðum hersins gegn kommúnistum eftir valda- ránstilraunina. Mondale setur Suharto úrslitakosti Ráðamenn í mörgum ríkjum heims óttast að svipuð þjóðfélagsólga sé nú í uppsiglingu í Indónesíu, fjórða fjölmennasta ríki heims. Óá- nægja almennings með hækkanir á matvælaverði hefur orðið til þess að fólk hefúr látið greipar sópa um verslanir í að minnsta kosti 25 indónesískum bæjum síðustu vikur. Stjómvöld í öðrum ríkjum hafa sent fjölmarga háttsetta embættismenn til að ræða við Suharto og fá hann til að koma á umbótum í því skyni að afstýra efnahagshruni. Þeirra á meðal er Walter Mondale, sendimaður Bandaríkjaforseta, sem hyggst ræða við Suharto í dag. Heimildarmaður í Washington sagði að Mondale hygðist vara Suharto við því að ef hann hæfi ekki efnahagsumbætur myndi Bandaríkja- stjóm leggjast gegn því að Indónesía fengi fé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), sem hefur lofað að veita landinu andvirði 2.900 milljarða króna efnahagsaðstoð gegn því að gerðar verði úrbætur á efnahagnum. Stefnir í mikið atvinnuleysi Suharto sagði á sunnudag að hann væri stað- ráðinn í að uppfylla skilyrði IMF en hygðist grípa til viðbótaraðgerða til að reyna að auka traust fjárfesta á efnahag landsins. Forsetinn hefur t.a.m. boðað stofnun gjaldeyrisráðs til að tengja rúpíuna við Bandaríkjadal, en IMF hefur lagst gegn þeirri hugmynd. Gengi rúpíunnar hefur lækkað um rúm 70% frá því í júlí og gengishrunið er ein af meginástæðum efnahagsvandans. Flest fyrirtækja landsins em í raun gjaldþrota vegna mikilla erlendra skulda og viðbúið er að þegar þeim verður lokað bætist mik- ið atvinnuleysi við vanda landsins og auki á þjóð- félagsólguna. Stefnu rfldsstjómar Blairs í málefnum bresku sveitanna mótmælt Reutcrs MESTU mótmæli í Bretlandi í tæpa tvo áratugi voru haldin á sunnu- dag er um 250.000 manns mótmæltu stefnu stjórnar Tony Blairs í mál- efnum sveitanna. Mestu mótmælin í nær tvo áratugi London. The Daily Telegraph. A.M.K. kvartmilljón manna mót- mælti í London á sunnudag stefnu ríkisstjómar Tonys Blairs gegn hefðbundnu bresku sveitalífi, s.s. refaveiðum, landbúnaði og útivist- armálum til sveita. Þetta er mesti mannfjöldi sem hefur komið saman til mótmæla í Bretlandi í tæpa tvo áratugi. Á óvart kom hversu fjölmenn mótmælin voru og herma heimild- ir, að þau hafi orðið til þess að Tony Blair forsætisráðherra og Jack Straw innanríkisráðherra séu staðráðnir í að koma í veg fyrir að frumvarp Michaels Fosters, þing- manns Verkamannaflokksins í Worcester, um bann við refaveið- um, verði að lögum. Hyggst Straw fá þannig gengið frá hegningar- lagafrumvarpi sínu, að útilokað verði fyrir andstæðinga villidýra- veiða í röðum óbreyttra þingmanna að fá því breytt í meðfórum þings- ins. Boða dreifbýlis- ráðuneyti Michael Meacher umhverfisráð- herra mætti til mótmælagöngunn- ar fyrir hönd ríkisstjómarinnar. Hann tók af öll tvímæli og sagði stjómina ekki gera ráð fyrir að fmmvarp um refaveiðibann yrði að lögum á þessu þingi og sagðist fylgjandi því að fundin yrði „mála- miðlun“ í deilunni. Jafnframt sagði hann að stjóm Verkamannaflokks- ins myndi héðan í frá hlusta á rödd dreifbýlisins og sagði að í þeim efn- um stæði til að stofna sérstakt dreifbýlismálaráðuneyti er tæki við ýmsum málaflokkum er væm á hendi umhverfis-, samgöngu- og héraðaráðuneytanna. Jafnframt út- skýrði Meacher ýmsar ráðstafanir sem ríkisstjómin hefur ákveðið að gera til að friðmælast við dreifbýl- inga, þ.m.t. fjárhagsaðstoð við nautabændur og skattaívilnun til að gera fremur upp gömul hús en byggja ný. Hague meðal göngumanna William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, og fjöldi fulltrúa í skuggaráðuneyti hans og óbreyttir þingmenn flokksins, tóku þátt í mótmælagöngunni við miklar vin- sældir göngumanna. Sagði Hague ríkisstjóm Blairs ábyrga fyrir því að „vekja gremju um allt dreifbýl- ið“. Mótmælagangan hófst við Em- bankment á bökkum Thames-ár- innar. Þaðan lá leiðin um Trafal- gartorg og endað var í Hyde Park. Þátttakendur komu til borgarinnar á rúmlega 2.000 rútum og í 29 sér- stökum jámbrautarlestum. Mótmælin em hin fjölmennustu í Bretlandi frá því andstæðingar kjamorkuvopna efndu til mótmæla í byrjun níunda áratugarins. Um eitthundrað þúsund manns vora talin hafa mótmælt fyrirhuguðum nefskatti stjómar íhaldsflokksins í mars 1990. Stjórn ísraels hættir friðarviðræðum við Sýrland og Líbanon Líbanir hafna viðræðum Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELAR tilkynntu í gær að þeir væra hættir tilraunum til að semja um frið við Sýrlendinga og Líbani að svo komnu máli og hygðust þess í stað reyna að semja um brottflutn- ing herliðs síns frá suðurhluta Lí- banons. Líbanir höfnuðu þegar í stað öllum hugmyndum um samn- ingaviðræður og sögðu tillögu fsra- ela ekki vera „neitt nýtt“. Itrekuðu Líbanir að ályktun Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) númer 425 kvæði á um skilyrðislausa brottför ísraela af svæðinu. Skipulagsstjóri ísraela í Líbanon, Uri Lubrani, sagði í gær að stefna stjómvalda væri breytt, nú vildu þau „einbeita sér að því að fara að ályktun 425 sem fjallar eingöngu um skipulag öryggismála“, sagði hann í viðtali við útvarp ísraelska hersins. ísraelar hafa að undan- förnu látið í veðri vaka að þeir séu reiðubúnir til að verða á brott frá Líbanon að því tilskildu að stjórn- völd í Beirút stöðvi árásir Hiz- bollah-skæraliða á ísraelsk skot- mörk. ísraelar hafa haldið landsvæðum í Suður-Líbanon síðan 1978 og sagt það nauðsynlegt til þess að tryggja öryggi ísraelsmegin landamær- anna. 39 ísraelskir hermenn og 54 skæruliðar, flestir félagar í Hiz- bollah, féllu í Líbanon í fyrra. ísraelar hersitja nú um 15 km breitt landsvæði Líbanonmegin við landamæri ríkjanna. Faris Bouez, utanríkisráðherra Líbanons, sagði í gær að ef Líbanir svo mikið sem sættust á að setjast að samninga- borði með ísraelum jafnaðist það á við að hafa ályktun 425 að engu og „þeirri hugmynd [væri] því hafnað“. Vill ekki verða kóngur VILHJÁLMUR prins mun hafa tjáð Karli prins fóður sínum að hann vilji ekki verða konungur, að sögn sunnu- dagsblaðsins People. Stendur prinsinn, sem er 15 ára, næstur fóður sínum að rík- iserfðum. Mun hann hafa gerst af- Villyálmur huga kon- pruis .. r ungstign og deilt um það bæði við móður sína, Díönu prinsessu, og fóð- ur. Hermt er að dauði Díönu fyrir hálfú ári hafi hert hann í andstöðu við að taka ein- hverju sinni við völdum. „Er hann horfir yfir konungsfjöl- skylduna á undanförnum ár- um blasir ekkert annað en eymd við honum. Hann hefur komist í nána snertingu við þessa eymd gegnum móður sína og faðir hans er enn hluti af þessari eymd. Honum býð- ur við þessu,“ sagði heimildar- maður blaðsins. Búnir að missa sljórn á þotunni SAKSÓKNARI á Tævan hef- ur lagt bann við því að gefnar verði upplýsingar úr rann- sókninni á brotlendingu Air- bus-þotu China Airlines f Taipei 16. febrúar sl. Fyrir saksóknara liggur að meta hvort orsök slyssins liggi hjá flugmönnunum eða hvort þot- an hafi bilað. Rannsókn á flugritanum er lokið og hermt er, að þar komi fram að flug- mennimir hafi verið búnir að missa stjóm á flugvélinni er hún skaÚ í jörðina eftir mis- heppnað aðflug. Með henni fórast 196 manns og sex á jörðu niðri. 9% Qölgun landnema FJÖLDI ísraelskra landnema á Vesturbakkanum og Gaza er kominn í 161.157 manns og nemur fjölgunin frá í fyrra um 9%, að sögn innanríkisráðu- neytisins í Jerúsalem. Er það hlutfallslega sambærileg árs- fjölgun og átti sér stað á áran- um 1992-95. Að sögn ráðu- neytisins eru 6% fjölgunar- innar af „náttúralegum orsök- um . Fella hryðju- verkamenn í Alsír ALSÍRSKAR hersveitir hafa fellt rúmlega 100 hryðju- verkamenn strangrúarmanna í áhlaupi á víghreiður þeirra í Felaoucene-fjöllum í vestur- hluta landsins, að sögn blaðs- ins L’Authentique. Bæði flug- vélar og fótgöngusveitir hers- ins tóku þátt í aðgerðunum. Ekki fylgdi fregnum hvort manntjón hefði orðið í röðum stjómai'hersins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.