Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998
ERLENT
MORGUNB LAÐIÐ
Óðaverðbólga og mikil ólga
yfírvofandi í Indónesíu
Jakarta. Reuters.
STJÓRN Indónesíu viðurkenndi í gær að verð-
bólgan í landinu væri nú meiri en nokkru sinni
fyrr frá því um miðjan sjöunda áratuginn þegar
mikil þjóðfélagsólga varð til þess að Sukamo,
fyrsta forseta landsins, var steypt og Suharto for-
seti komst til valda.
Suharto sagði á sunnudag að fjármálakreppan
stefndi efnahag landsins í mikla hættu og svo
virðist sem andstaðan við forsetann sé að aukast á
þinginu, sem hefur verið honum mjög leiðitamt til
þessa. Einn þingmannanna sagði um helgina að
forsetanum bæri að segja af sér ef efnahagsvand-
inn yrði ekki leystur tafarlaust. Aðrir þingmenn
töluðu um að veita forsetanum ákveðinn frest til
að leysa vandann. Búist er þó við að Suharto verði
endurkjörinn forseti á þinginu án mótframboðs í
næstu viku, en hann hefur verið við völd í rúm 30
ár.
Indónesíska hagstofan sagði að verðbólgan í
febrúar hefði verið 12,76% og meiri en allt síðasta
ár. Samkvæmt útreikningum Reuters er verð-
bólgan 31,7% miðað við heilt ár og hagfræðingar
sögðu að óðaverðbólga væri yfirvofandi.
Þetta er mesta verðbólga á einum mánuði frá
því um miðjan sjöunda áratuginn þegar herinn
hrifsaði völdin í sínar hendur, með Suharto í
Mesta verðbólga frá
þjóðfélagsólgunni á
sjöunda áratugnum
broddi fylkingar, eftir að kommúnistar voru sak-
aðir um að hafa reynt að steypa Sukamo. Að
minnsta kosti hálf milljón manna beið bana í að-
gerðum hersins gegn kommúnistum eftir valda-
ránstilraunina.
Mondale setur Suharto úrslitakosti
Ráðamenn í mörgum ríkjum heims óttast að
svipuð þjóðfélagsólga sé nú í uppsiglingu í
Indónesíu, fjórða fjölmennasta ríki heims. Óá-
nægja almennings með hækkanir á matvælaverði
hefur orðið til þess að fólk hefúr látið greipar
sópa um verslanir í að minnsta kosti 25
indónesískum bæjum síðustu vikur.
Stjómvöld í öðrum ríkjum hafa sent fjölmarga
háttsetta embættismenn til að ræða við Suharto
og fá hann til að koma á umbótum í því skyni að
afstýra efnahagshruni. Þeirra á meðal er Walter
Mondale, sendimaður Bandaríkjaforseta, sem
hyggst ræða við Suharto í dag.
Heimildarmaður í Washington sagði að
Mondale hygðist vara Suharto við því að ef hann
hæfi ekki efnahagsumbætur myndi Bandaríkja-
stjóm leggjast gegn því að Indónesía fengi fé frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), sem hefur lofað
að veita landinu andvirði 2.900 milljarða króna
efnahagsaðstoð gegn því að gerðar verði úrbætur
á efnahagnum.
Stefnir í mikið atvinnuleysi
Suharto sagði á sunnudag að hann væri stað-
ráðinn í að uppfylla skilyrði IMF en hygðist grípa
til viðbótaraðgerða til að reyna að auka traust
fjárfesta á efnahag landsins. Forsetinn hefur
t.a.m. boðað stofnun gjaldeyrisráðs til að tengja
rúpíuna við Bandaríkjadal, en IMF hefur lagst
gegn þeirri hugmynd.
Gengi rúpíunnar hefur lækkað um rúm 70% frá
því í júlí og gengishrunið er ein af meginástæðum
efnahagsvandans. Flest fyrirtækja landsins em í
raun gjaldþrota vegna mikilla erlendra skulda og
viðbúið er að þegar þeim verður lokað bætist mik-
ið atvinnuleysi við vanda landsins og auki á þjóð-
félagsólguna.
Stefnu rfldsstjómar Blairs í málefnum bresku sveitanna mótmælt
Reutcrs
MESTU mótmæli í Bretlandi í tæpa tvo áratugi voru haldin á sunnu-
dag er um 250.000 manns mótmæltu stefnu stjórnar Tony Blairs í mál-
efnum sveitanna.
Mestu mótmælin
í nær tvo áratugi
London. The Daily Telegraph.
A.M.K. kvartmilljón manna mót-
mælti í London á sunnudag stefnu
ríkisstjómar Tonys Blairs gegn
hefðbundnu bresku sveitalífi, s.s.
refaveiðum, landbúnaði og útivist-
armálum til sveita. Þetta er mesti
mannfjöldi sem hefur komið saman
til mótmæla í Bretlandi í tæpa tvo
áratugi.
Á óvart kom hversu fjölmenn
mótmælin voru og herma heimild-
ir, að þau hafi orðið til þess að
Tony Blair forsætisráðherra og
Jack Straw innanríkisráðherra séu
staðráðnir í að koma í veg fyrir að
frumvarp Michaels Fosters, þing-
manns Verkamannaflokksins í
Worcester, um bann við refaveið-
um, verði að lögum. Hyggst Straw
fá þannig gengið frá hegningar-
lagafrumvarpi sínu, að útilokað
verði fyrir andstæðinga villidýra-
veiða í röðum óbreyttra þingmanna
að fá því breytt í meðfórum þings-
ins.
Boða dreifbýlis-
ráðuneyti
Michael Meacher umhverfisráð-
herra mætti til mótmælagöngunn-
ar fyrir hönd ríkisstjómarinnar.
Hann tók af öll tvímæli og sagði
stjómina ekki gera ráð fyrir að
fmmvarp um refaveiðibann yrði að
lögum á þessu þingi og sagðist
fylgjandi því að fundin yrði „mála-
miðlun“ í deilunni. Jafnframt sagði
hann að stjóm Verkamannaflokks-
ins myndi héðan í frá hlusta á rödd
dreifbýlisins og sagði að í þeim efn-
um stæði til að stofna sérstakt
dreifbýlismálaráðuneyti er tæki við
ýmsum málaflokkum er væm á
hendi umhverfis-, samgöngu- og
héraðaráðuneytanna. Jafnframt út-
skýrði Meacher ýmsar ráðstafanir
sem ríkisstjómin hefur ákveðið að
gera til að friðmælast við dreifbýl-
inga, þ.m.t. fjárhagsaðstoð við
nautabændur og skattaívilnun til
að gera fremur upp gömul hús en
byggja ný.
Hague meðal göngumanna
William Hague, leiðtogi íhalds-
flokksins, og fjöldi fulltrúa í
skuggaráðuneyti hans og óbreyttir
þingmenn flokksins, tóku þátt í
mótmælagöngunni við miklar vin-
sældir göngumanna. Sagði Hague
ríkisstjóm Blairs ábyrga fyrir því
að „vekja gremju um allt dreifbýl-
ið“.
Mótmælagangan hófst við Em-
bankment á bökkum Thames-ár-
innar. Þaðan lá leiðin um Trafal-
gartorg og endað var í Hyde Park.
Þátttakendur komu til borgarinnar
á rúmlega 2.000 rútum og í 29 sér-
stökum jámbrautarlestum.
Mótmælin em hin fjölmennustu í
Bretlandi frá því andstæðingar
kjamorkuvopna efndu til mótmæla
í byrjun níunda áratugarins. Um
eitthundrað þúsund manns vora
talin hafa mótmælt fyrirhuguðum
nefskatti stjómar íhaldsflokksins í
mars 1990.
Stjórn ísraels hættir friðarviðræðum við Sýrland og Líbanon
Líbanir hafna viðræðum
Jerúsalem. Reuters.
ÍSRAELAR tilkynntu í gær að þeir
væra hættir tilraunum til að semja
um frið við Sýrlendinga og Líbani
að svo komnu máli og hygðust þess í
stað reyna að semja um brottflutn-
ing herliðs síns frá suðurhluta Lí-
banons. Líbanir höfnuðu þegar í
stað öllum hugmyndum um samn-
ingaviðræður og sögðu tillögu fsra-
ela ekki vera „neitt nýtt“. Itrekuðu
Líbanir að ályktun Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) númer 425 kvæði á um
skilyrðislausa brottför ísraela af
svæðinu.
Skipulagsstjóri ísraela í Líbanon,
Uri Lubrani, sagði í gær að stefna
stjómvalda væri breytt, nú vildu
þau „einbeita sér að því að fara að
ályktun 425 sem fjallar eingöngu
um skipulag öryggismála“, sagði
hann í viðtali við útvarp ísraelska
hersins. ísraelar hafa að undan-
förnu látið í veðri vaka að þeir séu
reiðubúnir til að verða á brott frá
Líbanon að því tilskildu að stjórn-
völd í Beirút stöðvi árásir Hiz-
bollah-skæraliða á ísraelsk skot-
mörk.
ísraelar hafa haldið landsvæðum
í Suður-Líbanon síðan 1978 og sagt
það nauðsynlegt til þess að tryggja
öryggi ísraelsmegin landamær-
anna. 39 ísraelskir hermenn og 54
skæruliðar, flestir félagar í Hiz-
bollah, féllu í Líbanon í fyrra.
ísraelar hersitja nú um 15 km
breitt landsvæði Líbanonmegin við
landamæri ríkjanna. Faris Bouez,
utanríkisráðherra Líbanons, sagði í
gær að ef Líbanir svo mikið sem
sættust á að setjast að samninga-
borði með ísraelum jafnaðist það á
við að hafa ályktun 425 að engu og
„þeirri hugmynd [væri] því hafnað“.
Vill ekki
verða
kóngur
VILHJÁLMUR prins mun
hafa tjáð Karli prins fóður
sínum að hann vilji ekki verða
konungur, að sögn sunnu-
dagsblaðsins
People.
Stendur
prinsinn, sem
er 15 ára,
næstur fóður
sínum að rík-
iserfðum.
Mun hann
hafa gerst af-
Villyálmur huga kon-
pruis ..
r ungstign og
deilt um það bæði við móður
sína, Díönu prinsessu, og fóð-
ur. Hermt er að dauði Díönu
fyrir hálfú ári hafi hert hann í
andstöðu við að taka ein-
hverju sinni við völdum. „Er
hann horfir yfir konungsfjöl-
skylduna á undanförnum ár-
um blasir ekkert annað en
eymd við honum. Hann hefur
komist í nána snertingu við
þessa eymd gegnum móður
sína og faðir hans er enn hluti
af þessari eymd. Honum býð-
ur við þessu,“ sagði heimildar-
maður blaðsins.
Búnir að
missa sljórn á
þotunni
SAKSÓKNARI á Tævan hef-
ur lagt bann við því að gefnar
verði upplýsingar úr rann-
sókninni á brotlendingu Air-
bus-þotu China Airlines f
Taipei 16. febrúar sl. Fyrir
saksóknara liggur að meta
hvort orsök slyssins liggi hjá
flugmönnunum eða hvort þot-
an hafi bilað. Rannsókn á
flugritanum er lokið og hermt
er, að þar komi fram að flug-
mennimir hafi verið búnir að
missa stjóm á flugvélinni er
hún skaÚ í jörðina eftir mis-
heppnað aðflug. Með henni
fórast 196 manns og sex á
jörðu niðri.
9% Qölgun
landnema
FJÖLDI ísraelskra landnema
á Vesturbakkanum og Gaza er
kominn í 161.157 manns og
nemur fjölgunin frá í fyrra um
9%, að sögn innanríkisráðu-
neytisins í Jerúsalem. Er það
hlutfallslega sambærileg árs-
fjölgun og átti sér stað á áran-
um 1992-95. Að sögn ráðu-
neytisins eru 6% fjölgunar-
innar af „náttúralegum orsök-
um .
Fella hryðju-
verkamenn í
Alsír
ALSÍRSKAR hersveitir hafa
fellt rúmlega 100 hryðju-
verkamenn strangrúarmanna
í áhlaupi á víghreiður þeirra í
Felaoucene-fjöllum í vestur-
hluta landsins, að sögn blaðs-
ins L’Authentique. Bæði flug-
vélar og fótgöngusveitir hers-
ins tóku þátt í aðgerðunum.
Ekki fylgdi fregnum hvort
manntjón hefði orðið í röðum
stjómai'hersins.