Morgunblaðið - 03.03.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.03.1998, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÓKN SCHRÖDERS HAFIN ALLT BENDIR til þess, að afgerandi sigur Gerhards Schröders í kosningunum í Neðra-Saxlandi muni hafa mikil áhrif á þróun stjórnmála í Þýzkalandi. Schröder var tilnefndur í gær af stjórn jafnaðarmannaflokksins sem kanzlarefni í þingkosninunum í haust. Höfuðverkefnið verður að fella Helmut Kohl úr valdastóli og koma stjórn- artaumunum í hendur jafnaðarmanna á ný eftir sextán ár utan ríkisstjórnar. Kohl, sem hefur gegnt kanzlaraemb- ættinu lengur en nokkur annar, er einn sterkasti stjórn- málaleiðtogi Þjóðverja eftir stríð. Það verður því ekkert áhlaupaverk fyrir Schröder að fella Kohl úr embætti. Staða Kohls hefur þó veikzt mjög síðustu mánuði, ekki sízt vegna vaxandi atvinnuleysis, svo og vinnur löng stjórnarforusta gegn honum og flokki hans, Kristilegum demókrötum. Margir Þjóðverjar vilja vafalaust endurnýj- un í þingkosningunum á sama hátt og Bretar eftir langvarandi stjórnarsetu Ihaldsflokksins. Skoðanakannanir sýna, að Schröder er eini forustu- maður jafnaðarmanna, sem á nokkra möguleika á því að sigra Kohl og hefur hann notið meiri vinsælda en kanzlar- inn. Formaður flokksins, Oskar Lafontaine, er hins vegar eftirbátur Kohls í skoðanakönnunum. Akveðið var að bíða eftir úrslitum kosninganna í Neðra-Saxlandi áður en ákvörðun yrði tekin um kanzlarefnið. Sigur Schröders er sætur, því flokkur hans fékk um 48% atkvæða og bætti við sig rúmum þremur prósentum frá síðustu kosningum. Það styrkir enn stöðu Schröders, að Helmut Kohl tók mikinn þátt í kosningabaráttunni. Framboð Schröders verður þó ekki bara dans á rósum, því vinstri armur flokksins er honum andsnúinn og þ.á m. margir forustu- emnn hans. Þeim þykir Schröder of vinsamlegur í garð atvinnulífsins og fyrirtækjanna. Mikið veltur á því fyrir Schröder að móta stefnuskrá fyrir kosningarnar, sem gefur kjósendum vonir um nýjar leiðir í efnahagsmálum og baráttunni gegn atvinnuleys- inu. Hann hefur fylgt hefðbundnum áherzlum til þessa og mun leita fylgis á miðjunni í þýzkum stjórnmálum. Gerhard Schröder heimsótti ísland í nóvembermánuði síðastliðnum, sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands, en þar eru helztu útgerðarstaðir Þýzkalands. Hann kynnti sér íslenzkan sjávarútveg og átti viðræður við forustu- menn í viðskiptalífi og stjórnmálum. Það skiptir að sjálf- sögðu verulegu máli, að jafn áhrifaríkur maður í þýzkum stjórnmálum sæki landið heim, kynnist aðstæðum og for- ustumönnum, því hann þekkir þá til lands og þjóðar þegar málefni er Island varða koma á borð hans. Samskiptin við Þýzkaland eru víðtæk og íslendingum mikilvæg. Þá má ekki gleyma því, að Þjóðverjar eru áhrifamesta aðildar- þjóð Evrópusambandsins. HUGBÚNAÐAR- IÐNAÐURINN ISLENZKUR hugbúnaðariðnaður hefur verið umtals- verður vaxtarbroddur í íslenzku atvinnulífi undanfarin ár. Hann hefur ekki notið stuðnings ríkisvaldsins, hvorki með beinum fjárframlögum né ívilnunum í skattakerfinu, heldur staðið á eigin fótum. Talið er að velta hugbúnaðar- fyrirtækjanna sé nú um 4,4 milljarðar króna og hefur vax- ið óðfluga hin síðustu ár. Viðskiptablað Morgunblaðsins sl. fimmtudag var helg- að íslenzkum hugbúnaðariðnaði að verulegu leyti. Þar kom fram, að fyrir aðeins 7 árum var nær enginn hugbún- aðarútflutningur frá íslandi. Áætlað er að 1.400 manns vinni nú að hugbúnaðargerð og þar af 400 hjá hugbúnað- arfyrirtækjum. Um 20% þessa fólks vinna hjá fjármála- stofnunum, 15% hjá ríkinu en um helmingur hjá einkafyr- irtækjum. Raunar hefur hlutur einkafyrirtækjanna farið vaxandi á kostnað hinna enda hafa þau boðið starfsfólki með reynslu og kunnáttu í hugbúnaðargerð betri kjör. Stjórnvöld þurfa að skapa íslenzkri hugbúnaðargerð eins góð starfsskilyrði og sams konar iðnaður nýtur er- lendis. írar hafa t.d. staðið vel við bakið á hugbúnaðar- gerð og þaðan koma nú 2/3 allra tölva, sem seldar eru í Evrópu, og 40% fjárfestinga Bandaríkjamanna í þessari atvinnugrein hafna þar. Hugbúnaðariðnaðurinn er orðinn atvinnugrein, sem ástæða er til að taka eftir og hlúa að. Rupert formaður hnyklar vöðvana Ákvörðun breska bókaforlagsins Harper- Collins að rifta samningum um útgáfu á end- urminningum Chris Pattens, fyrrverandi ríkisstjóra Breta í Hong Kong, vegna um- mæla hans um kínverska ráðamenn, hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð ýmissa sem stendur ógn af veldi Ruperts Murdochs. Jakob F. Ásgeirsson segir frá. AÐ var fyrst uppúr miðjum febrúar sem spurðist að mikil átök ættu sér stað innan HarperCollins forlagsins í Lundúnum. Yfn-ritstjóri almennra bóka forlagsins, Stuart Proffitt, hafði ekki mætt í vinnuna í hálfan mánuð, en samstarfsmönnum hans var sagt að hann væri að vinna að sérstöku verk- efni heima hjá sér. I síðustu viku var loks tilkynnt að honum hefði verið vik- ið frá störfum. Astæða uppsagnarinnar var þver- móðska Proffitts. Hann neitaði að hlýða fyrirmælum yfii'boðara sinna um að tilkynna einum þeirra höfunda sem voru á hans snærum, Chris Patt- en, að bókin hans væri ekki nógu góð til útgáfu og að engin líkindi væru til þess að unnt væri að betrumbæta handritið þannig að samræmdist lág- markskröfum forlagsins. Stuart Proffitt er 36 ára sagnfræð- ingur og nam við Worchester College í Oxford. Hann nýtur allmikillar virðing- ar í breska útgáfuheiminum, en hann hefur starfað hjá HarperCollins í fimmtán ár og m.a. séð um útgáfu á endurminningum Margrétar Thatc- hers og Hailshams lávarðar, bók Bull- ocks lávarðai- um Hitler og Stalín, auk bóka sagnfræðingsins Simons Shamas. Proffitt kveðst með engu móti hafa getað hlýtt fyrirmælum yfirmanna sinna. Það hefði í raun leitt til þess að hann hefði orðið að ljúga upp í opið geðið á Chris Patten og umboðsmanni hans, því hann hefði áður í samtölum við þá lokið miklu lofsorði á bókina, m.a. fullyrt að hún væri „gáfulegasta bók sem ég hef lesið eftir stjómmála- mann á fimmtán ára ferli í útgáfu- starfsemi“. Með því að snúa algerlega við blaðinu samkvæmt skipun að ofan hefði hann skaðað starfsheiður sinn stórkostlega. Proffitt hefur nú höfðað mál gegn HarperCollins fyrir órétt- mæta brottvikningu úr starfi. Ekki er þó talið líldegt að hann muni eiga í vandræðum með að finna nýtt starf. „Sólkonungurinn" Sú skýring sem forráðamenn HarperCollins hafa gefið á ákvörðun sinni að rifta samningnum við Chris Patten þykir fyrirsláttur einn. Fyrirskipun um að hætta við útgáfu bókarinn- ar mun hafa borist frá höf- uðstöðvum fyrirtækisins í New York um miðjan janú- ar eða áður en yfírmennirnir hafa get- að haft tækifæri til að lesa handrit að sex fyrstu köflunum sem Patten hafði þá nýlega lagt fram. Forráðamenn fyrirtækisins í Englandi reyndu að fá þessari ákvörðun breytt, m.a. á þeim forsendum að hún myndi skaða mjög orðstír fyrirtækisins. En Rupert Mur- doch varð ekki snúið. Það þykir degin- um ljósara að hann einn hafi tekið um- rædda ákvörðun. HarperCollins er aðeins lítill hluti af geysiumfangsmiklum útgáfu- og sjón- varpsrekstri Ruperts Murdochs sem teygir anga sína um allan heim. Mur- doch er sem kunnugt er Ástralíumað- ur en gerðist bandarískur ríkisborgari til að standa betur að vígi í bandarísku viðskiptalífi og stjórnar veldi sínu frá Bandaríkjunum. Hann þykh' harður stjórnandi og fyrrverandi ritstjóri Sunday Times, Andrew Neil, kallar hann „sólkonunginn“ í endurminning- um sínum. Eftirlætis-stjórnunarað- ferð hans mun vera reiðilestur í síma og munu yfirmenn í hinum ýmsu fyrir- tækjum hans óttast það mjög að fá upphringingu frá honum. Raunar fer tvennum sögum af því hvort menn kjósa að heyra frá Murdoch í góðu skapi eða vondu! Andrew Neil lýsir því hvernig Mur- doch hefur lag á að laða til sín ýmsa hæfileikaríka menn sem hann gefur visst frjálsræði og fullnýtir ef svo má segja, en rekur síðan miskunnarlaust þegar hann telur sig ekki lengur hafa þörf fyrir þá eða finnst þeir vera orðn- ir fullstórir fyrir sinn hatt. Þeir sem starfa lengi hjá Murdoch eru, að sögn Neils, undantekningalaust já-menn. Hagsmunir Murdochs í Kína Ákvörðunin um að hætta við útgáfu á bók Chris Pattens stendur í beinu samhengi við viðskiptahagsmuni Mur- dochs í Suðaustur-Ásíu. Murdoch hef- ur mikla trú á framtíðarmöguleikum á þeim markaði og hefur náð þar fót- festu og vill ekki gera sér erfítt um vik með því að styggja valdhafana í Bej- ing en þeir hafa í hendi sér hverjir fá aðgang að Kínamarkaði. Murdoch hefur áður sýnt að hann vílar fátt fyrir sér til að treysta sig þar í sessi. Hann lét t.d. HarperCoIlins gefa út enska þýðingu á bókinni Faðir minn sem er lofgerðarrolla um Deng Xiaoping eftir dóttur hans. Árið 1994 stöðvaði Murdoch útsendingar BBC sjónvarpsins frá gervihnetti sínum yf- ir Austurlöndum fjær, því kínverskir ráðamenn hafa hina mestu andstyggð á BBC sjónvarpinu eftir fréttaflutning þess frá fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar. Murdoch hefur raunar orðið að „ritskoða" sjálfan sig gagnvart valdhöfunum í Bejing. Árið 1993 varð hon- um t.d. á að segja að tækni- framfarir hefðu allsstaðar reynst ótví- ræð ógn við harðstjórnarfyrirkomulag - og ákvörðunin um að hætta að end- urvarpa BBC frá gervihnetti hans var m.a. skilin sem tilraun til að bæta fyrir þessi ógætilegu ummæli sem ekki féllu í góðan jarðveg hjá stjórninni í Bejing. Murdoch seldi líka blað sitt South China Morning Post, þegar honum varð ljóst að afstaða blaðsins með lýðræðissinnum gat skaðað Góð auglýsing fyrir bók Pattens FRAMTÍÐIN? Murdoch trúir fast á fr; ljóst og leynt að drott CHRIS Patten við ritstörf í Suður-Fr; um þessar mundir, en ýmsir bíða m bresk stjórnmál og ætla ho ÞENNAN svip er sagt að undirmenn I óttist mjög, en Murdoch J möguleika hans á sjónvarpsmarkaði í Suðaustur-Asíu. Þar er Murdoch raunar að hugsa langt fram í tímann. Gervihnattasjón- varp er t.d. enn bannað í Kína og það er enn bannað að horfa á útlendar sjónvarpsstöðvar. En Murdoch hefur engu að síður tekist að fá sérstaka undanþágu til setja á fót sjónvarps- stöð á mandarína-kíversku. Og þótt áskrifendur séu einungis orðnir um tvær milljónir efth' nær tveggja ára starfsemi, þykh- Murdoch nú hafa mikið forskot framyfir hugsanlega keppinauta sína á þessum framtíðai'- markaði. Chris Patten Chris Patten er fyrrverandi formað- ur íhaldsflokksins, en missti þingsæti sitt í Bath í kosningunum 1992 og skipaði John Major hann þá ríkis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.