Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Minni hagnaður hjá Marel hf. en áætlað var Umsvif tvöfaldast við kaup á dönsku fyrirtæki Rekstrarreikningur — ikning 1997 um ári 1996 ð 1997 Breyting Rekstrartekjur 4.133,1 1.884,7 +119,3% Rekstrargjöld 3.921,5 1,773,5 +121,1% Rekstrarhagnaður 211,6 111.2 +90,3% Fjárm.gj. umfram fjármunatekjur (10,0) (19.8) Hagnaður af reglulegri starfsemi 201,6 91,4 +120,6% Hagnaður án dótturfélaga 134,9 57,4 +135,0% Hagnaður ársins 140,2 57,4 +144,3% Efnahagsreikningur 31:ctes Veltufjármunir 1.714,8 814,6 +110,5% Fastafjármunir 845,5 349,7 +141,8% Eignir samtals 2.560,3 1.164,3 +119,9% Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 1.106,1 879,0 583.7 240.7 +89,5% +265,2% Skuldir samtals 2.064,9 876.7 +135,5% Skuldir og eigið fé samtals 2.560,3 1.164,3 +119,9% Veltufé frá rekstri 307,0 156,3 +96,4% ÖLL urasvif Marels hf. meira en tvö- földuðust á síðasta ári, samkvæmt samstæðureikningi, aðallega vegna kaupanna á danska fyrirtækinu Camitech A/S. Hagnaður fyrirtækis- ins tvöfaldaðist eða ríflega það, var liðlega 140 milljónir á síðasta ári á móti 57 milljónum árið 1996. Hagn- aðurinn er heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og lækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 5% í gær. A árinu 1997 urðu verulegar breyt- ingar á veltu og umsvifum Marels hf. en í byrjun aprílmánaðar keypti það öll hlutabréf í danska fyrirtækinu Camitech A/S og tók við rekstri þess frá 1. janúar 1997. Með kaupunum varð til ein stærsta fyrirtækjasam- stæðan í heiminum í þróun, sölu og framleiðslu á tækjabúnaði og vinnslukerfum fyrir fískvinnslu. Meira en helmingur af starfsemi og um 90% allrar vörusölu Marel-sam- stæðunnar er nú á erlendri gmnd. Minni aukning en áætlað var Rekstrartekjur Marels hf. vom 4.140 milljónir kr. á móti 1.885 millj- ónum kr. árið áður. Aukningin er 120% og stafar hún að veralegum hluta af kaupunum á Camitech. Heildareignir fyrirtækisins og heild- arskuldir liðlega tvöfólduðust. Þrátt fyrir aukna sölu innanlands urðu rekstrartekjur móðurfyrirtæk- isins nokkuð minni en áætlun gerði ráð fyrir. Fram kemur í fréttatil- kynningu frá Marel hf. að framlegð af vömsölu varð lægri en árið áður og fæðst það að hluta til af mikilli samkeppni á ákveðnum mörkuðum og því að innlendum kostnaðarhækk- unum var ekki hægt að mæta með verðhækkun á erlendum mörkuðum. Kostnaður móðurfélagsins vegna kaupanna á Carnitech var einnnig all verulegur og móðurfélagið ber alfar- ið fjármagnskostnað vegna fjár- mögnunar á kaupunum á danska fé- laginu að viðbættum sambærilegum kostnaði vegna eignarhlutar í Slipp- stöðinni hf. á Akureyri. Rekstur Carnitech A/S gekk vel á árinu, segir í tilkynningunni, og stóðst fyllilega þær væntingar sem gerðar voru. Hagnaður varð 110 milljónir kr. Afram hagnaður Á árinu 1998 er gert ráð fyrir því að styrkja enn frekar markaðsstöðu Marel/Carnitech fyrirtækjasam- stæðunnar. Fyrirtækin verða áfram rekin sjálfstætt en til þess að nýta samlegðaráhrif er gert ráð fyrir auknu samstarfí á sviði innkaupa, framleiðslu, vöruþróunar og mark- aðsmála. „Á undanförnum árum hef- ur náðst góður árangur í því að minnka áhættu í rekstri fyrirtækj- anna með aukinni sölu í aðrar at- vinnugreinar en sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða og verður því haldið áfram. Gert er ráð fyrir því að velta Marel-samstæðunnar 1998 verði svipuð og á liðnu ári og að hagnaður verði af rekstri," segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Marels hf. verður haldinn 27. mars. Á fundinum leggur stjórn félagsins tU að greiddur verði 7% arður og að hlutafé verði hækkað um 10% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 5% lækkun á gengi Gengi hlutabréfa Marels hf. lækk- aði í gær úr 18 í 17 eða um rúm 5%. Ragnar Þórisson, verðbréfamiðlari hjá Verðbréfastofunni hf., telur að gengislækkunin sýni óánægju mark- aðarins með minni hagnað en gert hafi verið ráð fyrir. Bendir hann á að í útboðslýsingu við hlutabréfasölu í maí hafí hagnaður eftii- skatta beggja félaganna verið áætlaður 5- 6% af veltu sem áætluð var 4,4 millj- arðar kr. I samræmi við þetta hafí markaðurinn búist við yfir 200 millj- óna kr. hagnaði. Ragnar segir að það valdi því vonbrigðum þegar fyrir- tækið birtir nú reikninga sem sýna 140 milljóna kr. hagnað, án þess að hafa tilkynnt um minni hagnað þeg- ar upplýsingar um það lágu fyrir. Tölvulistinn og Griffill í Skeifuna TÖLVULISTINN og GriffiU hf. ætla að opna 250 fei-metra verslun með tölvur og rekstrarvörur í Skeifunni lld um miðjan næstan mánuð. Tæknival hf. hefur fest kaup á eitt þúsund fermetra hús- næði í sömu húsalengju undir tölvuverslun sína, BT-tölvur, eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag. Tölvulistinn, sem verður fimm ára á þessu ári, rekur nú tölvu- verslun á Skúlagötu og íhlutaversl- un ásamt þjónustudeild að Lauga- vegi 168 og verður rekstri þeirra haldið áfram. Griffill rekur rit- fanga- og rekstraivöraverslun að Síðumúla 35. Júlíus Ólafsson, framkvæmda- stjóri Tölvulistans, segir að nýja verslunin sé samstarfsverkefni fyr- irtækisins og Griffils. „Við munum sjá um tölvusöluna en Griffill um sölu á rekstrarvörum. Söluvara okkar verður aðallega ACE tölvur, sem settar eru saman hjá okkur, og klæðskerasniðnar fyrir hvern viðskiptavin, ásamt fylgihlutum af ýmsum gerðum. Við seldum 1.500 ACE tölvur í fyrra og ætlum okkur stærri hlut á þessu ári.“ Júlíus segist hafa frétt af flutn- ingi BT-tölva í Skeifuna 11 eftir að ákvörðun var tekin um opnun nýju verslunarinnar. „Við hlökkum til að taka þátt í samkeppninni. Tvær tölvuverslanir á sama stað þýða greiðari aðgang neytenda að sam- anburði en áður,“ segir Júlíus. Vonbrigði með afkomu Tæknivals á síðastliðnu ári Hagnaður minnkaði um 68 prósent HAGNAÐUR Tæknivals hf. nam 17,7 milljónum króna á síðastliðnu ári en 56,2 milljónum árið áður og minnkaði því um 68,5% á milli ára. Velta fyrirtækisins jókst hins vegar um 22% milli ára og nam 2.630 milljónum í fyrra. í endurskoðaðri áætlun um rekstur fyrirtækisins fyrir árið 1997 var gert ráð fyrir að hagnaður þess á árinu yrði 46 milljónir króna fyrir skatta en raunin varð sú að hagnaður fyrir skatta varð tæpar 18 milljónir. „Skýringin á minni hagnaði en gert var ráð fyrir felst í kostnaði vegna vaxtar fyrirtækisins og uppbyggingar á þekkingar- grunni starfsfólks sem gert er ráð fyrir að skili sér í bættri afkomu í framtíðinni," segir í frétt frá fyrir- tækinu. Rúnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Tæknivals, segir að þessi nið- urstaða sé milal vonbrigði og unnið sé rösklega að því innan fyrirtækis- ins að endurskipuleggja reksturinn og aðlagast breyttum aðstæðum á markaði. „Við sáum hvert stefndi fyrir áramót og ákváðum þá að taká strax á vandamálinu. Sú vinna mun standa yfir allt þetta ár en nú þegar lofar hún mjög góðu. Stefnan er að sjálfsögðu að auka hagnaðinn í ár, en á þessu stigi máls er ekki hægt að nefna neinar tölur þar að lút- andi.“ Sameining og aukin umsvif Nýtt skipurit tók gildi í janúar síðastliðnum og með því munu stefna og stjómskipulag félagsins fylgja betur eftir þeim öra vexti sem fyrirtækið og umhverfi þess einkennist af að sögn Rúnars. Á síðasta ári var TOK ehf. sam- einað Tæknivali og gilda samþykkt- ir Tæknivals óbreyttar um hið sam- einaða félag. Þá keypti Tæknival 69% eignarhlut í Kerfi hf. Tæknival fjölgaði starfsfólki á síðasta ári til að mæta auknum um- svifum. í ársbyrjun 1997 var fjöldi starfsmanna 200 en um síðustu ára- mót störfuðu 233 hjá Tæknivali. Mest var fjölgun starfsmanna á hugbúnaðarsviði. Eigið fé Tæknivals i árslok 1997 var 284,5 milljónir króna en 274 milljónir í árslok 1996. Eiginfjár- hlutfall var 25,3% um síðustu ára- mót en var 30% áramótin þar á und- an. Veltufjárhlutfall var 1,4 1997 en 1,7 árið 1996. Aðalfundur Tæknivals hf. verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík 19. mars næstkomandi. Stjóm fé- lagsins gerir tillögu um 7% arð- greiðslu til hluthafa á árinu 1998. Tæki fH IH JP* 1 1 ■ J||g 11 p II ■ Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur Miiuónir króna 1997 1996 Breyting\ Rekstrartekjur 2.630,1 2.161,0 +21,7% Rekstrargjöld 2.599,2 2.069,8 +25,6% Rekstrarhagnaður fyrir tjárm.liði 30,9 91,2 ■66,1% Fjármunatekjur (gjöld) 13,0 (11,1) Hagnaður af reqlul. starfs. fyrir skatta 17,9 80,1 ■77.7% Hagnaður af reglul. starfs. eftir skatta 12,5 57,8 -78,4% Hagnaður af sölu eigna 14,0 (1,9) Haqnaður fvrir áhrif hlutdeildarfélaqa 26,5 55,9 -52.6% Hagnaður ársins 17,7 56.2 -68.5% Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996 Breyting I Eignir: I Milliónir króna Fastafjármunir 266,6 176,1 +51,4% Veltufjármunir 855,8 735,1 +16,3% Eignir samtals 1.122,4 911.8 +23.1% I Skuldir oa eiaið fé: I Eigið fé 284,5 274,0 +3,8% Langtímaskuldir 205,9 209,9 -1,9% Skammtímaskuldir 632,0 427,9 +47.7% Skuldir og eigið fé samtals 1.122.4 911.8 +23.1% Sjóðstreymi Eiginfjárhlutfall 25% 30% Veltufjárhlutfall 1,4 1,7 Búnaðarbankinn með óverðtryggð skuldabréf til sex ára Heildarstærð flokksins 5 milljarðar króna SALA er hafín hjá Kaupþingi hf. á óverðtryggðum skuldabréfum Bún- aðarbanka Islands hf. til sex ára. Bréfin era að fjárhæð einn milljarð- ur og með ávöxtunarkröfunni 8,44% eða um 35 punktum yfir sambærileg- um ríkisbréfum. Þetta er í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki setur svo löng óverðtryggð bréf á markaðinn og er stefnt að því að skuldabréfa- flokkurinn verði a.m.k. fimm millj- arðar króna. Það yrði stærsti óverð- tryggði flokkur sem fjármálafyrir- tæki hefur gefið út frá upphafi sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Bankabréfin eru með sama loka- gjalddaga, 10. október 2003, og nýút- gefinn flokkur ríkisbréfa. í síðasta útboði óverðtryggðra ríkisbréfa var ávöxtunarkrafan 8,14% og eru þessi bréf því seld miðað við 30 punkta álag á þá kröfu. Avöxtunarkrafa óverðtryggðra bréfa hefur lækkað veralega á und- anförnum misseram. Á síðasta ári lækkaði ávöxtunarkrafa þriggja ára óverðtryggðra ríkisskuldabréfa t.d. um 160 punkta, frá 9,84% í febrúar í 8,24% í árslok, og hefur krafan hald- ið áfram að lækka á þessu ári. í janúar voru í fyrsta skipti boðin út óverðtryggð ríkisskuldabréf til sex ára. í fyrsta útboði slíkra bréfa var ávöxtunarkrafan 8,48% en í út- boði 11. febrúar sl. var meðalávöxt- unarkrafan 8,14%. Ami Oddur Þórðarson, forstöðu- maður í Búnaðarbankanum, Verð- bréfum, segir að grundvöllur þeirrar vaxtalækkunar sem orðið hefur á óverðtryggðum skuldabréfum sé sá stöðugleiki sem myndast hafi í ís- lensku efnahagslífi undanfarin ár. Stöðugleiki ásamt lágri verðbólgu hafi aukið tiltrú fjárfesta á óverð- tryggðum verðbréfum til lengri tíma. „Búnaðarbankinn hefur í ljósi þess stöðugleika ákveðið að hefja út- gáfu óverðtryggðra skuldabréfa til sex ára og er um að ræða lengstu óverðtryggðu skuldabréf lánastofn- ana. Ásókn fyrirtækja er að aukast í óverðtryggð útlán í stað þeirra verð- tryggðu. Oll áætlanagerð fyrirtækja verður mun auðveldari með óverð- tryggðum skuldbindingum í stað þeirra verðtryggðu. Jafnframt hafa stjómvöld markað þá stefnu að verð- tryggð útlán verði ekki lengri en til 5 ára.“ Að sögn Árna Odds verður um að ræða 30 punkta álag á síðasta útboð ríkisbréfa, en 33 punkta álag miðað við hagstæðustu kaupkröfu í dag á Verðbréfaþingi íslands í RB1010/03. Búnaðarbankinn sé að fjármagna sig í erlendum lánum á um 25 punktum yfir íslenska ríkinu og álag bankans á verðtryggðum vöxtum innanlands er svipað. Öflug viðskiptavakt Árni Oddur telur að álag óverð- tryggðra bankabréfa og ríkisbréfa muni minnka þegar fram líða stund- ir. „Samið hefur verið við Kaupþing hf. um að annast sölu á einum millj- arði króna í fyrsta áfanga en stefnt er að frekari útgáfu í þessum flokki þannig að hann verði að minnsta kosti fimm milljarðar að stærð. Búnaðarbankinn verður virkur við- skiptavaki með þennan flokk banka- bréfa en jafnhliða sölutryggingu á fyrsta áfanga mun Kaupþing hf. skuldbinda sig til að vera öflugur viðskiptavaki með þessi bankabréf," segir Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.