Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 55 • Aleksei Shirov er nú efstur á mútinu í Linares. Hann kom til Islands 1992 og tefldi m.a. fjöltefli á Akureyri. LINARES XXI. Styrkleikafiokkur Stig 1 2 3 4 5 6 7 VINN RÖÐ: 1 Veselin Topalov BUL 2.740 XX 0 0 1/2 /2 'A 1 21/2 5.-6. 2 Vladimir Kramnik RÚS 2.790 1 XX 'A 'A 1/2 'A 'A 31/2 2.-4. 3 Aleksei Shirov SPÁ 2.710 1 1/2 XX 1 'A Ö 1 4 1. 4 Peter Svidler RÚS 2.610 1/2 /2 0 XX 'A 0 1 21A 5.-6 5 Gary Kasparov ÚKR 2.825 1/2 1/2 1/2 1/2 XX 1 'A 314 2.-4. 6 Vyswanathan Anand ÚKR 2.770 14 'A 1 1 0 XX 'A 3/2 2.-4. 7 Vasílí Ivantsiúk RÚS 2.740 0 'A 0 0 'A 'A XX 1 'A 7. MR sterkastur framhaldsskóla Menntaskólinn í Reykjavík vann yfírburðasigur á Islandsmóti framhaldsskólasveita 1998, sem fram fór í Reykjavík um helgina. A-sveit MR hlaut 23 vinninga af 24 mögulegum, missti aðeins niður tvö jafntefli. Menntaskólinn við Hamrahlíð vai’ð í öðru sæti. Úrslitin urðu: 1. MR, A-sveit, 23 v. 2. MH, A-sveit, 18 v. 3. MR, B-sveit, IWk v. 4. Fjölbrautaskólinn Garðabæ 10 v. 5. Fjölbrautaskólinn Armúla 8 v. 6. MR, C-sveit, 7 v. 7. MH, B-sveit, 2V4 v. Sigursveitina ' skipuðu þeir Bragi Þorfínnsson (6 v. af 6), Bergsteinn Einarsson (5'A v. af 6), Matthías Kjeld (6 v. af 6) og Björn Þorfínnsson (5'A v. af 6) I A-sveit MH voru þeir Arnar E. Gunnarsson (5 v. af 6), Torfí Leósson (5 v. af 6), Kjartan Thor Wikfeldt (2 v. af 2), Óttar Norðfjörð (4 v. af 6) og Stefán Ingi Aðalbjömsson (2'A v. af 4). B-sveit MR, sem lenti í þriðja sæti, skipuðu þeir Davíð 0. Ingimarsson (3 v. af 6), Matthías Kormáksson (3 v. af 6), Oddur Ingimarsson (4 v. af 6) og Ólafur I. Hannesson (5 v. af 6). Hannes með 6'A v. í Cappelle Geysifjölmennu opnu alþjóðlegu skákmóti lauk í Cappelle la Grande í Frakklandi um helgina. Keppendur voru 531 talsins, flestallir með alþjóðleg stig. Rússinn Igor Glek sjgraði með 7'A v. af 9 mögulegum. í 2.-8. sæti lentu Kruppa, Úkraínu, Shipov og Ibragimov, Rússlandi, Sulskis, Litháen, Safin, Úsbekistan, Minasjan, Armeníu, og Slobodjan, Þýskalandi, með 7 v. Hannes Hlífar Stefánsson varð í 9.-29. sæti með 6V2 v., sem verður að teljast góð frammistaða, því umreiknað í stig jafngildir þetta árangri upp á 2.617 Elo-skákstig. Þetta þýðir að Hannes hækkar nokkuð á stigum fyrir frammistöðuna. Fréttir hafa ekki borist af árangri annarra íslenskra keppenda. Margeir Pétursson Daði Orn Jónsson Shirov efstur að hálfnuðu Linaresmóti SKAK Linares, Spáni, 22. fe 1». — !l. inars SJÖ MANNA OFURMÓT ALEKSEI Shirov er einn efstur þegar Linares stórmótið er hálfnað. Hann hefur hálfan vinning í forskot. Aleksei Shirov hefur hlotið fjóra vinninga úr sex skákum, en þrír stigahæstu skákmenn heims, þeir Gary Kasparov, Indverjinn Anand og Vladímir Kramnik koma næstir með þrjá og hálfan vinning. Nú hafa allir keppendurnir sjö teflt innbyrðis einu sinni og ljóst að seinni hringurinn verður mjög spennandi. Aleksei Shirov er 25 ára gamall og af rússnesku bergi brotinn. Hann ólst upp í Lettlandi og keppti fyrir Lettland þangað til hann fluttist til Spánar. Hann teflir nú fyrir Spán og er því á heimavelli í Linares. Undanfarin ár virðist heldur hafa hægt á framförum Shirovs, en hann hefur sýnt sínar bestu hliðar á Linaresmótinu nú. A sunnudaginn hélt hann léttilega jafntefli með svörtu mönnunum gegn Gary Kasparov. Við skulum skoða vinningsskák hans gegn nýjustu rússnesku stjörnunni. Með þessum sigi'i tók hann forystuna: Hvítt: Shirov Svart: Svidler Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be3 - e5 7. Rb3 - Be6 8. Dd2 - Rbd7 9. f3 - h5 10. 0-0-0 - Hc8 11. Kbl - Be7 12. Rd5 - Bxd5 13. exd5 - Rb6 14. Bxb6 - Dxb6 15. g3 - 0-0 16. Bh3 - Ha8 17. Hhel - a5 18. a4 - Dc7 19. Bfl - Hfc8 20. Bb5 - Bf8 21. f4 - exf4 22. gxf4 - Db6 23. He2 - Re8 í stað þess að flytja þennan riddara burt úr vörninni, þurfti einmitt fleiri menn á vaktina. Til greina kom 23. - Dd8 og síðan 24. - Rh7 til að treysta varnii'nar. 24. f5 - Rc7 25. f6 - g6? Tapar strax. Svartur varð að reyna 25. - Rxb5 26. Bd7 - Hd8 27. Be6! - He8 Eftir 27. - fxe6 28. Dg5 - Kf7 29. Hg2 getur svartur ekki varið g6 peðið. 28. Dg5 og svartur gafst upp. Hann á ekki viðunandi vörn við hótuninni 29. Dxg6+. KENNSLA I } I Innritun í grunnskóla Reykjavíkur Innritun 6 ára barna (fædd 1992) fer fram í grunnskólum Reykjavíkurdagana 4. og 5. mars 1998, kl. 9-16 báða dagana. Sömu daga fer fram innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla næsta vetur. Þetta á við þá nemendur sem flytjast til Reykja- víkur, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borg- arinnar. Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk þarf ekki að inn- rita. Sömu daga fer fram innritun þeirra barna sem munu sækja lengda viðveru (heilsdagsskóla) næsta vetur. Áríðandi er að sótt verði um dvöl í lengdri viðveru á tilskildum tíma þar sem ekki er hægt að ábyrgjast vistun ef sótt er um síðar. "ræðslumiðstöð feykjavíkur Bóklegt nám fyrir atvinnuflugmannsskírteini Flugskóli íslands mun annast bóklega kennslu fyrir eftirtalin skírteini og áritanir á árinu 1998 ef næg þátttaka verður: Atvinnuflugmannsskírteini 1. flokks — hefst 24. mars nk. Umsóknarfresturertil 13. mars. Inntökuskilyrði eru atvinnuflugmanns- skírteini með blindflugsáritun. Atvinnuflugmannsskírteini med blind- flugsáritun — hefst 1. september 1998. Um- sóknarfresturertil 14. ágúst nk. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini, 1. flokks læknisv- ottorð og að hafa staðist inntökupróf. Atvinnuflugmannsskírteini 1. flokks — hefst 7. september nk. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst nk. Inntökuskilyrði eru atvinnuflug- mannsskírteini með blindflugsáritun. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir, ásamt staðfestum Ijósritum af próf- skírteinum þurfa að hafa borist Flugskóla íslands fyrir tiltekinn umsóknarfrest. Inntökupróf fyrir skólavist haustið 1998 verða laugardaginn 27. júní nk. kl. 10 f.h. Umsóknir um þátttöku ásamt prófgjöldum berist skrifstofu skólans fyrir 5. júní nk. Flugskóli íslands. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT Endurnýjun raflagna Raflagnir — breytingar. Rafmagnsþjónustan, símar 565 4330 og 892 9120. FÉLAGSLÍF □ FJÖLNIR 5998030319 I □ EDDA 5998030319 III - 2 I.O.O.F. Rb. 4 = 147338 - 8Vi O LIFSSYN Samtök til slálfsþekkingar Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 3. mars kl. 20.30 í Bolholti 4, 4. hæð. Bryndis Ásgeirsdóttir fjall- ar um þroska og heilunarplánet- una Chiron. Kaffiveitingar. Hug- leiðsla kl. 19.45. Allir velkomnir. Stjórnin. Aðaldeild KFUK, Holtavegi Samkoma í Kristniboðsviku kl. 20.30. Allir velkomnir. Opinn miðilsfundur María Sigurðardóttir (frá Keflavík) verður með opinn miðilsfund í Haukahúsinu Flata- hrauni, í kvöld þriðjudaginn 3. mars kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar við innganginn. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir kr. 1.000. Á.U.M. M Konur athugið Þið eruð allar hjartanlega vel- komnar á Aglow fundinn í kvöld (þriðjud. 3. mars) kl. 20.00 í Krist- inboðssalnum, Háaleitisbraut 58 — 60. Aglow er alþjóðlegt kristið kvennastarf. Stjórn Aglow í Reykjavík. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Kristniboðsvika. „Appolós, lík- ami Krists". Upphafsorð og bæn: Uilja Sigurðardóttir. Ræðu- maður: Sr. Olafur Jóhannsson. Söngur: Erla og Rannveig Kára- dætur. Efni: Margrét Hróbjarts- dóttir, kristniboði. Samkoman hefst kl. 20.30 og það eru allir velkomnir. Kynning á 4ra ára námi í hómopatíu á íslandi (10 helgar á ári). Stofnandi skólans, Robert Davidson, kynnir námið á Hótel Lind, laugardaginn 7. mars kl. 11.00-16.00. Kynnið þátttöku i síma 567 4991, Martin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.