Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 13 FRÉTTIR 30 íbúar við Miklubraut fengið styrki tii hljóðeinangrunar Borgarstjóri gagnrýnir Vegagerðina UM 30 íbúar við Miklabraut hafa fengið vilyrði fyrir styrk hjá Reykjavíkurborg í því skyni að efla hljóðeinangrun húsnæðis síns, samkvæmt því sem fram kom á hverfafundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á Kjar- valsstöðum á fímmtudagskvöld. Þar var farið yfir stöðu borgarmála með íbúum sem búa austan Snorrabrautar að Kringlumýrar- braut. Ingibjörg sagði að þegar væri búið að hrinda af stað umbótum hjá einum íbúðareiganda og fleiri biðu afgreiðslu í vor. Gert væri ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi vegna þessara aðgerða í ár en 20 milljónir hefðu verið ætlaðar til þeirra í íyrra. Þá hefði verið óskað eftir við- ræðum við ríkið um að álíka fram- lag verði lagt fram á vegaáætlun, enda um stofnbraut að ræða. Hug- myndir borgarinnar geri ráð íyrir að borgin greiði þriðjung á móti jafnháu framlagi ríkis og íbúðar- eigenda. „Málinu var vel tekið í samgönguráðuneytinu en við höf- um ekki fengið nein svör. Vega- gerðin hefur verið dálítið þversum í þessu máli, staðið á bremsunni og ekki viljað taka þetta inn á vegaá- ætlun,“ sagði hún. Við dyr Kjarvalsstaða hafði verið komið fyrir borða með kröfu um að Miklubraut væri sett í stokk á milli Snorrabrautar og Skaftahlíðar, og varð þess vart á fundinum að mál Miklubrautar voru mörgum fund- argestum hugleikin. Stokkur kostar 800 milljónir Ingibjörg Sólrún sagði að gert væri ráð fyrir stokknum í aðal- skipulagi Reykjavíkur en málið væri enn í skoðun hjá ríkinu og hefði Vegagerðin sett marga íyrir- vara á þessari framkvæmd. Kostn- aður við stokkinn sé áætlaður 800 milljónir króna. Ingibjörg segir gert ráð fyrir að aðalfjárveiting vegna stokksins verði árið 2001 og þá munu 190 milljónir verða settar í verkefnið. „Við gerum ráð fyrir að undirbún- ingur hefjist á næsta ári og þá verði boðaðar ýmsar útfærslur og leiðir,“ segir Ingibjörg Sólrún og minnti á að stokkurinn og færsla Hringbrautar séu verkefni sem haldast í hendur. „I tillögum okkur vegna vegaáætlunar er gert ráð fyrir að ráðist verði í færslu Hring- brautar á næstu fimm árum, en af- greiðsla Alþingis er enn óljós.“ Hún sagði að i tillögum Reykja- víkurborgar vegna vegaáætlunar til fimm ára sé í heild gert ráð fyrir 900 milljónum króna vegna að- gerða í tengslum við Miklubraut. Nýr vegur um Fossárvík í Berufírði Fornleifafræðingur skoði vegarstæði SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á byggingu nýs vegar um Fossárvík í Berufirði í Suður-Múla- sýslu og byggingu 40 m langi'ar tví- breiðrar brúar yfir Fossá. Vegurinn mun leysa gamlan, burð- arlítinn og hættulegan veg með ein- breiðri brú af hólmi, bæta Hringveg- inn og styrkja samgöngur í Djúpa- vogshreppi. Verði lokið í haust Ráðgert er að framkvæmdir við veginn, sem verður 2.9 km langur og 6.5 m breiður, hefjist næsta vor og að hægt verði að taka hann í notkun, með bundnu slitlagi, þá um haustið. Þau skilyrði eru sett fyrir sam- þykki skipulagsstjóra að haft verði samráð við Náttúruvernd ríkisins um efnistöku, að fornleifa- eða þjóð- háttafræðingur skoði fyrirhugað vegstæði á Selnesi áður en fram- kvæmdir hefjast og að vatnsskipti á leirum innan vegarins verði þannig að munur flóðs og fjöru breytist sem minnst. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfisráðherra og er kæru- frestur til 3. apríl 1998. Bolungarvíkurhöfn Vilja láta dýpka innsiglinguna FYRIRHUGAÐ er að fjárfesta fyrir 23 milljónir í Bolungarvíkur- höfn á þessu ári, samkvæmt fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs Bolungar- víkur. Heimamenn vilja leggja fjármagnið í dýpkun innsiglingar- innar. Um tíma hefur staðið til að ráð- ast í viðhald og styrkingu á Grund- argai-ði og var komið samþykki yf- irvalda hafnarmála fyrir því. Síðastliðið haust varð vart við ótta við að innsiglingin væri að grynn- ast þegar skip tók þar niðri. Að sögn Olafs Kristjánssonar bæjar- stjóra breytti þetta atvik forgangs- röðun í huga heimamanna, bæjar- stjórn leggi nú áherslu á að dýpka innsiglinguna til þess að stóru loðnuskipin geti á fullkomlega ör- uggan hátt siglt inn í höfnina. Telur hann að vilyrði hafi fengist frá yfirvöldum um að breyta um röð framkvæmda og vonast til að hægt verði að ráðast í dýpkunar- framkvæmdir í sumar. Morgunblaðið/Ásdís HARALDUR A. Haraldsson, Guðrún Hannesdóttir, forstöðukona Hringsjár, Margrét Margeirsdóttir, deildar- stjóri í Félagsmálaráðuneytinu, Haukur Þórðarson, formaður Oryrkjabandalags Islands, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra að lokinni undirritun samningsins. Þjónustusamningur um starfsþjálfun fatlaðra GERÐIR hafa verið þjónustu- samningar milli félagsmálaráðu- neytisins og Tölvumiðstöðvar fatl- aðra annars vegar og Öryrkja- bandalags Islands um rekstur Hr- ingsjár, starfsþjálfunar fatlaðra, hins vegar. Samningar þar að lút- andi voru undirritaðir í húsnæði Hringsjár í Hátúni lOd. Félagsmálaráðherra sagðist, að undirritun lokinni, vonast til þess að þetta skref yrði til þess að styrkja bæði starfsemi Hringsjár og Tölvumiðstöðvarinnar. Jón Torfi Jónasson prófessor, sem undirritaði samninginn fyrir hönd Tölvumiðstöðvarinnar, sagði samninginn mikla viðurkenningu á starfsemi Tölvumiðstöðvarinnar auk þess sem hann kæmi til með að koma allri þjónustu hennar við fatlaða í fastara form en verið hefur. Guðrún Hannesdóttir, for- stöðukona Hringsjár, tók í sama streng og sagðist vonast til þess að þetta skref yrði til þess að létta ákveðinni óvissu af rekstri starf- seminnar. Hjá Hringsjá er boðið upp á tveggja til fjögurra anna nám auk styttri námskeiða og er meginá- hersla lögð á greinar sem að gagni koma á vinnumarkaði, svo sem tölvunotkun, verslunarreikn- ing, bókfærslu, íslensku, ensku og samfélagsfræði. Einnig er þar boðið upp á náms- og starfsráð- gjöf. Frumvarp um minningarreit í kirkjugarði LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvaip til laga um að kirkjugarðs- stjórn geti ákveðið sérstakan minn- ingarreit í kirkjugarði vegna horfins manns sem úrskurðaður hefur verið látinn. Myndi sá reitur njóta sömu friðhelgi og grafreitur. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra. í greinargerð frumvarpsins segir að í gildandi lögum um kirkju- garða, greftrun og líkbrennslu, sé ekki að finna ákvæði er heimili minningarreit í kirkjugarði vegna látins manns þegar lík hans fmnst ekki eða næst ekki. Er því með frumvarpinu lagt til að úr þessu verði bætt. HONDA 4 d y r a 1...4 S i ______________________________ 9 0 h e s t ö f t Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Innitalið í v.erði bílsins 1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4 Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi 4 Samlæsingar 4 14" dekk4 Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning4 Útvarp og kassettutæki4 E Verð á qötuna: 1.455.000.- Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöfl Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- [0 HONDA Simi: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.