Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson KRAKKARNIR í leikskólanum Sólvöllum ásamt leikskólakennurum. Skemmtilegur ösku- dagur á Seyðisfirði Seyðisfirði - Margt hefðarfólks var saman komið í leikskóla Seyðfirðinga, Sólvöllum, á ösku- daginn. Sjaldan hafa sést fleiri prinsessur samankomnar á ein- um stað. Mikil öryggisgæsla var viðhöfð og þó nokkrir Battmenn, Spædermenn og Ninja gæjar til reiðu ef á þyrfti að halda. Að sjálfsögðu voru þar trúðar og ýmiss konar dýr til þess að sam- komugestir færu ekki að láta sér leiðast. Förðunarmeistarar Sólvalla sáu um förðun gestanna og þjón- ustukonur aðstoðuðu síðan við að slá köttinn úr „kassanum". Við- staddir eyddu síðan deginum við dans og söng eins og sæmir tignu fólki og gestum þess. Úti í hinum stóra heimi mátti svo sjá marga hópa furðulegra aðkomumanna ganga milli versl- ana bæjarins og bjóða upp á söng og þiggja veitingar og sætindi fyrir. Kunnugir teija fullvíst að aðsókn barnanna hafi verið með mesta móti. Af þessu höfðu bæj- arbúar hina bestu skemmtan þótt margir hafi saknað ösku- pokanna. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 1998 samþykkt 125 milljónum kr. varið til sundlaugarbyggingar Stykkishólmi - Á fundi bæjar- stjómar Stykkishólms, sem hald- inn var 24. febrúar, var fjárhagsá- ætlun fyrir árið 1998 samþykkt samhljóða eftir aðra umræðu. Þar kemur fram að tekjur bæj- arfélagsins eru áætlaðar um 207,5 milljónir króna, sem er tæplega 10% hækkun frá síðustu áætlun. Tekjurnar skiptast í útsvar sem áætlað er 159 milljónir, fasteigna- gjöld 22 milljónir og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 26 milljónir. Þegar litið er á gjöldin kemur í ljós að allur rekstur mála- flokka sveitarfélagins kostar um 185,6 milljónir kr. eða um 89,5% af tekjum. Stærsti hluti útgjaldanna fer til fræðslumála, 76,7 milljónir, 37% af tekjum. Félagsþjónustan kostar um 22 milljónir, 10,5% af tekjum, og æskulýðs- og íþrótta- mál kosta um 18,5 milljónir króna. Ráðist verður í miklar fjárfest- ingar á þessu ári og verður 163 milljónum króna varið til þeirra. Langstærsti hlutinn fer til ný- byggingar sundlaugar, 125 millj- ónir króna, og er reiknað með að sundlaugin verði tilbúin á þessu ári. I endurbætur á gamla Kaupfé- lagshúsinu, sem ætlað er að hýsa skrifstofur bæjarins, er áætlað að verja 15 milljónum og 3 milljónum í endurbætur og viðhald Amts- bókasafnsins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason BÆJARSTJÓRN Stykkishólms samþykkti á fundi sínum siðustu fjár- hagsáætlunina á þessu kjörtimabili. Frá vinstri að ofan: Guðbrandur Björgvinsson, Davíð Sveinsson, Hilmar Hallvarðsson og Guðmundur Andrésson bæjarritari. Frá vinstri, neðri röð, Helga Sigurjónsdóttir, Ólafur Hilmar Sverrisson bæjarsljóri, Guðrún Gunnarsdóttir, Rúnar Gislason og Margrét Thorlacius. í fjárhagsáætlun er nýr liður sem ætlaður er grunnskóianum. Þar eru peningar sem eiga að fara til þróunarstarfs innan skólans. Könnuð verður þörf fyrir heils- dagsvistun í skólanum og reiknað er með að stofna sérdeild innan skólans í haust. Þá er reiknað með miklum hita- veituframkvæmdum í Stykkis- hólmi í sumar, en þær fram- kvæmdir koma ekki inn í fjár- hagsáætlun bæjarins, þar sem stefnt er að því að stofna félag um framkvæmd og rekstur hitaveit- unnar. FRÁ fundi húsviska samstarfshópsins um vímuefnavarnir. Morgunblaðið/SilU Morgunblaðið/Sig. Fannar Þorrareið á Selfossi Selfossi - Hin árlega þorrareið Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi fór fram á dögunum. Riðið var heim að Laugadælum í Hraungerðishreppi, þar sem sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messaði yfir hópnum. Reiðin end- aði í félagsheimili Sleipnis þar sem félagsmenn blótuðu þorra fram eftir morgni Unglinga- vandinn ekki á Husavík Húsavik - Ár er nú liðið síðan Húsavík gerðist aðili að forvarnar- verkefni SÁÁ ásamt fimm öðrum kaupstöðum á landinu. Af því tilefni boðaði húsvíski samstarfshópurinn um vímuefnavarnir til fundar á Húsavík fulltrúa allra félagssam- taka sem þátt hafa tekið í verkefn- inu, s.s. lögreglu, heilsugæslu, skóla, íþróttafélög, foreldrafélag og nemendafélag. Markmið verkefnisins voru: Að sveitarfélagið marki sér heildstæða stefnu í forvömum, að þeir aðilar í sveitarfélaginu sem sinna málefn- um barna og unglinga stilli saman strengi sína, að sú þekking sem SÁÁ hefur fram að færa nýtist sveitarfélaginu, að fram fari ítar- legt og vandað mat á árangri for- varnarstarfsins sem síðan yrði grundvöllur endurbóta á starfínu. Að þessum markmiðum hefur verið unnið á ýmsa vegu. Með ráð- stefnu þar sem mættu forvígis- menn sveitarfélaga, kirkju, heil- brigðisfélaga, mennta- og tóm- stundamála ásamt lögreglu og fé- lagasamtaka í bænum. Haldinn var borgarafundur. Komið var á for- eldravakt í bænum sem m.a. varð til þess að 13-15 ára unglingar hættu að flykkjast utan við sam- komustaði þegar skemmtanir og útivistartímaákvæði voru virt. Haldin voru ýmis námskeið og fyr- irlestrar fluttir við ýmis tækifæri. Áramótafagnaður unglinga fór mjög vel fram og lögreglan segir unglinga á kvöldin aldrei hafa verið eins góða og rólega í bænum og í vetur. Fyrirhuguð er áframhaldandi sókn gegn vímuefnum sem kynnt var á fundinum og aðilar hvattir til áframhaldandi víðtækrar þátttöku. Forsvarsmenn samtarfshópsins eru: Elín B. Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ingólfur Freysson, íþróttakennari, Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri, Hreiðar Hreiðarsson, lögreglu- þjónn og Jón Sigurjónsson, kennari og fluttu þau öllum þeim þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári svo og forvarnardeild SÁÁ Eilrjstaki: btakifi — ótruleg Dúndur afsláttur á öll POLRRIS vélsleða Gildir út mars. Aðalumboð Undirhlíð 2, sími 462 2840, 603 Akureyri. HK ÞJONUSTAN Funahöfða 17, sími 587 5128, 112 Reykjavík. og umboðsmenn. Véiaverkstæði Sigursveins Breiðdalsvík, sími 475 6616.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.