Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 53
MINNINGAR I i i i i i i -.5 i i i i i l i l i i i i i : i 4 í 4 4 i i i i MORGUNBLAÐIÐ því kom að allir sem þekktu Magn- ús gátu tekið þátt í innilegum fögn- uði hans við að Tékkóslóvakía varð aftur frjálst land með Havel að leið- toga. Ekki var það minna um vert að börnin upplifðu nú kynni af hinu fagra landi forfeðra sinna og þeirri glæsilegu höfuðborg sem er Prag. Þar beið frændgarður tékknesku ættarinnar og það fer ekki á milli mála að sú blóðblöndun við íslend- inga eykur bæði slagki’aft og temperament! Auk þeirra systra sem að framan er getið á Magnús þrjú böm með seinni konu sinni, Elínu Jónu Olafs- dóttur, þau Björgu, Magnús Jaroslav og Dagmar. Magnús átti við langvarandi heilsuleysi að stríða síðustu ár æv- innar. Hann var mjög hart leikinn af erfiðum sjúkdómi þegar ég kvaddi hann á Landspítalanum fyr- ir rúmri viku. Hann hafði fundið styrkleika við ævilokin til að mæta þeim með kjarki og raunsæi. Með sjónvarp við rúmið sá hann síðast það að Tékkar sigruðu Rússa í ís- hokkí á vetrarólympíuleikunum. Enn hefur þá hugurinn vafalaust leitað heim á æskuslóðir þar sem hann lá sína síðustu legu, um- kringdur af íslensku fjölskyldunni. Megi eilíft ljós lýsa þér á þeim leiðum sem þú nú átt ófarnar. Far í friði. Einar Benediktsson. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Mikka eins og hann var alltaf kallaður. Hann var pabbi þeirra Önnu, Ingu og Betu en við bjuggum allar á Smáragötunni á okkar æskuárum. Mikki kom með framandi ævin- týrablæ í litlu götuna okkar. Hann var glaðlyndur og hress, talaði svo- lítið bjagaða íslensku enda var hann Tékki. Það var ekki erfitt fyrir okkur stelpurnar að skilja Mikka þegar hann bauð okkur í bíltúr í glænýja svarta Mustanginn, keypti handa okkur Dairy Queen-ís og fór með okkur að heilsa upp á endurnar á Tjöminni. Við minnumst með hlý- hug nokkurra slíkra ferða og þökk- um fyrir góðar minningar þeim tengdar. í gegnum Mikka, Önnu, Ingu og Betu tengdumst við Tékklandi á sérstakan hátt. Það snerti okkur sennilega meira en önnur íslensk börn þegar innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu og mannfjöldinn safnaðist saman fyrir framan sendi- ráðið í götunni okkar til að sýna Tékkum samstöðu. Miklar breytingar hafa nú átt sér stað í gamla föðurlandinu. Það hef- ur verið gaman að fylgjast með því í gegnum árin hvað þær systur hafa haldið tryggð við sinn tékkneska uppruna með því að læra málið og heimsækja sitt föðurfólk í Tékk- landi. Mikki hefur vafalaust verið stoltur af þeim þegar þeim rann blóðið til skyldunnar og stóðu f'yrir söfnun fyrir fórnarlömb flóðanna í Tékklandi og troðfylltu Háskólabíó á glæsilegri skemmtun af því til- efni. Við kveðjum Mikka og vottum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Lýs, milda Ijós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, þvi nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fýr. (Matthías Jochumsson) Ágústa, Anna Magnea og Guðný. Nú er Magnús afi farinn frá okk- ur. Nú situr hann ekki lengur í stólnum sínum í Meðalholtinu, því að hann er kominn til Guðs. Hann situr nú uppi í skýjunum og fylgist með okkur og þegar við biðjum bænirnar okkar, hlustar hann á okkur. Við biðjum fyrir honum og vitum að nú líður honum vel. Elsku afi, takk fyrir tímann sem við fengum með þér. Guðmundur Om og Bjarki Rafn. Elsku afi Magnús. Nú ertu dáinn og farinn til Guðs og við getum ekki talað saman meir. Mér þótti alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín. Þú leyfðir mér alltaf að skrifa á ritvélina þína og horfa á „Cartoon Network“ sem mér þótti svo skemmtilegt. Ég hermdi líka stund- um eftir þér þegar við borðuðum matinn sem amma Elín gaf okkur og stundum stalst ég í stólinn þinn þegar þú fórst fram. Ég lofa að vera góður við ömmu Elínu og heimsækja hana oft. Bless, elsku afi Magnús. Þinn dóttursonur, Guðmundur. Liðin er næstum hálf öld síðan kynni okkar hófust, og nú er komið að kveðjustund. Góður vinur og fé- lagi um áratuga skeið, Magnús Rafn Magnússon eða Miroslav Randolf Mikulcák eins og skírnar- nafn hans var, er nú horfinn á vit feðra sinna. Magnús, eða Mikki eins og hann var fljótlega kallaður af vinum sín- um eftir komuna til Islands, fædd- ist í borginni Zlín í Tékkóslóvakíu. Hún var að vísu endumefnd Gottwaldov á meðan Rauðir réðu þar í-íkjum, en fékk aftur sitt upp- runalega nafn eftir að Tékkar öðl- uðust frelsi á ný. Aldrei kunni Mikki að meta Gottwaldov-nafnið á fæðingarborg sinni. Faðir Mikka rak umfangsmikla skóverksmiðju í Zlín, en þar hefur lengi verið stundaður mikill skó- og leðuriðnaður. Segja má, að örlaga- valdur þess að Miroslav Mikulcák kemur hingað til lands í ársbyrjun 1947 sé samband, sem komst á milli föður hans og Óla J. Ólasonar, skó- kaupmanns í Reykjavík, en Óli flutti inn mikið af skófatnaði frá Zlín á árunum eftir seinni heims- styrjöld. Þannig atvikaðist, að Mikki fór á sýningu í London á vegum föður síns síðla árs 1946, en á þessum tíma blasti við, að allur einkarekst- ur í Tékkóslóvakíu yrði þjóðnýttur. Eitthvað hefur blundað í huga ungs manns um tvítugt, sem tekur þá ör- lagaríku ákvörðun að stefna ferð sinni til íslands frá Englandi í stað þess að halda aftur heim til Tékkóslóvakíu. Mikki átti góðan hauk í horni þar sem Óli J. Ólason var eftir komuna til Islands. Hann starfaði síðan hjá Óla og fyrirtæki hans um skeið á meðan hann hugsaði sinn gang. Mikki tók þá ákvörðun nokkuð snemma, að snúa ekki aftur heim til Zlín, heldur setjast að hér á landi, þar sem hann kynntist frjálsræði og lifnaðarháttum ólíkum þeim, sem skapast höfðu í heimalandi hans. Kynni okkar Mikka hófust seinni hluta árs 1948, en þá fóru samræður okkar fram á ensku. Annars náði hann furðu fljótt tök- um á íslenskunni, enda átti hann sérlega gott með að umgangast fólk og eignaðist fljótlega stóran vina- hóp. Minningarnar hrannast upp frá gömlu, góðu og skemmtilegu stund- unum, sem við áttum saman og reyndar oft í stórum vinahópi. Mikki var mikill gleðimaður og naut þess að umgangast fólk. Það þótti sjálfsagður hlutur að hann væri þátttakandi, þegar einhveijar uppákomur áttu sér stað og gleð- skapur í vændum. Mikki var orðinn sannur íslendingur, og ekki held ég að hvarflað hafi að honum að snúa aftur heim til föðurlandsins. Ástandið í Tékkóslóvakíu varð sí- fellt verra, og hér leið honum vel. Þetta skýrir sig vel í gjöf, sem hann færði mér á jólum 1951. Það var sjálfsævisaga Victors Kravchenko, sem hann nefndi „Ég kaus frelsið". ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 53 Hún kom út á ensku í Bandaríkjun- um 1947, og var síðan þýdd á fjöl- mörg tungumál, m.a. á tékknesku og íslenzku 1951. Vietor Kravchen- ko yfirgaf Ráðstjórnarríkin, komm- únismann og harðræði hans og settist síðan að á Vesturlöndum. Mér fannst þetta táknræn gjöf frá ungum manni, sem kynnst hafði ófrelsi og yfirgangi í eigin landi, sem fór sífellt versnandi á þessum árum. Mikki kvæntist góðri konu, Elínu Kristjánsdóttur, og eignuðust þau þrjár dætur. Minnist ég margra yndislegra stunda á heimili þeirra að Smáragötu 3. Þau hjónin slitu samvistir. Seinni kona Mikka er Elín Jóna Ólafsdóttir, sem hefur verið honum ómetanleg stoð og stytta í erfiðum og langvarandi veikindum hans. Þau eignuðust þrjú böm. Mikki stundaði ýmis störf um ævina, var m.a. framkvæmdastjóri hjá Sænsk-íslenska frystihúsinu, og síðar annaðist hann innflutning og hafði á hendi umboð fyrir þekkt tékknesk landbúnaðartæki. Síðasta heimsókn Mikka til ætt- lands síns var sumarið 1996 með Elínu Jónu, konu sinni. Tilefnið var að fagna 50 ára stúdentsafmæli sínu. Hann mun hafa haft á orði áð- ur en hann hélt í þessa síðustu heimsókn til ættlands síns, að kæmi eitthvað fyrir hann úti, þá skyldi hann fluttur til íslands, því þar skyldu bein hans hvfla. Sýnir það best hversu mikill Islendingur hann var orðinn. Koma mér þá helst í huga hin fleygu orð Gunnars á Hlíðarenda: „Éögur er hlíðin svo að mér hefur hún aldrei jafn fögur sýnst, bleikir aki’ar, en slegin tún, og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi.“ Þetta er minningin um góðan vin, sem gerðist einn af land- námsmönnum okkar og fór hvergi. Hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundi; og ógleymanlegur félagi alla tíð. Ég kveð Mikka með söknuði. Það er skarð fyrir skildi, en minn- ingin lifir. Elínu Jónu, börnum hans öllum og öði-um ættingjum votta ég samúð mína. Njáll Símonarson. HELGA S VEINSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. öa^ðskom v/ Possvogski»*kjMga»*ð 5ími: 554 0500 " % £ % i Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn + Helga Sveins- dóttir fæddist í Hafnarfírði 30. júní 1911. Hún lést 22. febrúar síðastliðinn á Sólvangi, Hafnar- firði, og fór útför hennar fram frá Garðakirkju 2. mars. Elsku amma. Þú varst sannköfluð hetja, en ekki varst það þú sjálf sem sagðir mér þær hetjusögur, það eru einungis stað- reyndir. Tvítug tekur þú pabba 8 mánaða gamlan í fóstur þegar Bergþóra amma deyr úr berklum aðeins 25 ára og tæpum tveimur ár- um áður dó móðir ykkar. Einu og hálfu ári seinna missir þú svo föður þinn. Þú gengur að eiga afa minn, Þorstein, þegar pabbi er tæplega 5 ára og átta mánuðum seinna ferst báturinn hans og Steini frændi fæð- ist svo 12 dögum seinna. Þú aðeins 25 ára gömul, nýgift með nýfæddan frumburðinn og fimm ára gamlan fóstursoninn, búin að missa báða foreldrana, systur og eiginmann. En þú horfðir aðeins fram á veginn og réðir þig í vistir á ýmsum stöð- um þar til þú réðir þig til Guð- mundar í Görðum, aðeins til hálfs mánaðar í fyrstu. En þar var þín sannarlega þörf, hann ekkjumaður með tvo drengi, þá Halldór 11 ára gamlan og Eggert 8 ára. Þið giftið ykkur nokkrum árum síðar. Þið eignuðust 4 börn, tvo drengi sem dóu við fæðingu og tvær dætur, þær Sigríði og Þórunni, 7 árum seinna. Sex árum síðar takið þið Guðmundur síðan að ykkur Helga bróður eftir að foreldrar okkar slitu samvistum. Aftur og aftur er þitt hlutskipti að taka að þér og fóstra. Síðar á ævinni eftir fráfall Guð- mundai’ vinnur þú við heimilishjálp og komst sem engill af himnum til hans Leifs, en það eru orð sem hann hafði sjálfur um þig, og þið áttuð margt sameiginlegt og voruð lík í mörgu. Þegar við heimsóttum þig á Sólvang á Þorláksmessu sl. talaðir þú mikið um trygglyndi hans og hve þú saknaðir þess að geta ekki verið lengur hjá honum, þvi þar var þitt annað heimili. Hvar sem þú fórst varst þú umkringd fólki, alltaf varstu kát og allir vildu hafa þig í kringum sig. Þú varst lífsglöð og hress,#hafð- ir yndi af söng, tónlist, ljóðum og lestri góðra bóka. Þú ortir fullt af ljóðum sem við afkom- endur þínir getum vonandi varðveitt og ótal vísur kunnir þú utan bókar. Einnig spilaðir þú mikið og kunnir mikið fyrir þér í því. Ferðalög voru þitt uppáhald, nokkrum sinnum fórst þú til útlanda og þú fórst í húsmæðraorlof og þú fórst í Hveragerði þér til heilsubóta og varst duglegust af öllum að heim- sækja fólkið þitt. Það er ekki annað hægt en að minnast jólaboðanna þinna. Alltaí bauðst þú öllum á annan í jólum en hættir því fyrir u.þ.b. 10 árum, því þá voru Garðar hættir að rúma all- an hópinn og samkomuhús hefði þurft til. Þú saknaðir þess mikið þegar þetta hætti og hafðir þess vegna ættarmót að Görðum sumar- ið 1993 og sumir tjölduðu og grillað var úti. Þá var Leifur heiðursgest- ur. Því miður misstum við af þessu og vorum fjarri góðu gamni. Alltaf varst þú glöð þegar þér var boðið í veislu. Það var fyrst nú allra síðustu mánuði sem við vild- um ekki leggja það á þig að koma til okkar í Keflavík í afmæli og aðr- ar veislur, þú varst orðin svo veik- burða. Við Sævar erum þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, einnig fyrir það sem þú hefur gert fyrir Helga bróður og eins hafa dætur þínar verið honum sem bestu systur. Eftir að ég varð amma hafði mig langað til að koma með Davíð litla og láta taka mynd af okkur 5 ætt- liðunum, en af því varð ekki, tíminn var útrunninn. Til þess að gera lífshlaupi þínu skil þyrfti að skrifa heila bók þannig að þetta eru einungis örfá brot. Elsku amma þú varst einstök. Blessuð veri minning þín. Þín sonardóttir, Bryndís Sveinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnd samúð og vinarhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR GUÐJÓNSSONAR, Espigerði 2, Reykjavík. Svanhildur Magnúsdóttir, Viðar Guðmundsson, Gerlinde A. Xander, Bryngeir G. Guðmunsson, Katrín K. Hallgrimsdóttir, Guðmundur H. S. Guðmundsson, Hanna H. Leifsdóttir, Anna Dóra Guðmundsdóttir, Kristinn Kristinnsson, Óskar Guðmundsson og barnabörn. + Innilegr þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, systur, ömmu og lang- ömmu, MARGRÉTAR SÍMONARDÓTTUR, áður til heimilis í Barmahlíð 35. Örn Viggósson, Kolbrún Giordano, Rúnar Viggósson, Erna Þórðardóttir, Guðjón Símonarson, Gústaf Símonarson, Mona Erla Símonardóttir, Berglind Wathne, Anthony Giordano, Hallgrimur Friðriksson, Lilja Sigurjónsdóttir, Sigurbjörn R. Eirfksson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.