Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ * % % % Um háskóla- manninn „Einangrunin, sem stafar meðal ann- ars af forheimskandi sérkæfingu, gerir það að verkum að háskólamaðurinn þekkir ekki heiminn sem textinn reynir að lýsa og tilraunaglasið að líkja eftir. “ FYRIR nokkrum árum starfaði ég hjá Bók- menntafræðistofhun Háskóla íslands. Þar var verið að vinna að nýju uppflettiriti um íslenskar bókmenntir en eins og oft gekk fljótt á peningana sem til yerksins runnu frá hinu opinbera. Eg bar því upp þá tillögu við prófessor- inn sem veitti stofnuninni for- stöðu að við myndum fá til liðs við okkur menningarsinnuð einkafyr- irtæki sem tilbúin væru til að leggja fé til vinnslu þessarar þörfu bókar. Svar prófessorsins var eins og bergmál aftur úr grárri forn- VIÐHORF Eftir Þröst Helgason eskju: „Nei, svoleiðis hefur aldrei verið gert hér.“ Auðvitað þarf ekki að spyrja að því að þessi bók er enn ekki komin út - og var ekki væntanleg síðast þegar frétt- ist. En hvað var prófessorinn að hugsa? Hvers vegna vildi hann ekki fara að dæmi fjölmargra annarra deilda í háskólanum og reyna að leita eftir aðstoð eða samstarfí einkafyrirtækja? Fyrst og fremst var hann sennilega að hugsa eins og bók- menntaprófessorum hefur verið tamt að hugsa. Honum hefur ver- ið umhugað um að óhreinka ekki mynd hins helga menningararfs okkar með utanaðkomandi kapít- ali - það er þá betra að bókin komi út seint eða aldrei. Og lík- lega hefur hann verið vantrúaður á að til væru fyrirtæki þarna úti í þjóðfélaginu sem hefðu áhuga á bókmenntum og menningu. Hann hefur með öðrum orðum verið heldur illa haldinn af þeirri ein- angrun sem hrjáir margan há- skólamanninn (hér, sá sem starfar í háskólanum). Háskólamaðurinn týnir sér í leynihólfum textans eða í til- raunaglasinu. Fræðin eru völund- arhús og hann ratar ekki út. Ein- angrunin, sem stafar meðal ann- ars af forheimskandi sérhæfingu, gerir það að verkum að háskóla- maðurinn þekkir ekki heiminn sem textinn reynir að lýsa og til- raunaglasið að líkja eftir. Hann sér ekki út yfir musterisveggi stofnunarinnar því í stað þess að reisa sér háan útsýnisturn þar fyrir innan grefur hann sér æ dýpri kjallara. Vissulega er þetta eilítið goð- sagnakennd mynd af háskóla- manninum en samt er sitthvað satt í henni. Þessi einangrun birt- ist með ýmsum hætti í veruleik- anum, eins og sást hér að framan, og á sér vafalaust margflóknar ástæður. Þetta gæti verið spurning um samfélagslegt hlutverk háskóla- mannsins. Sumir líta svo á að hann eigi að einbeita sér að því að greina þau vandamál sem steðja að samfélaginu en aðrir segja að hann eigi að taka opinbera og ljósa afstöðu til þeirra. Enn aðrir vilja að hann gangi lengra og fylgi eftir afstöðu sinni og hugmyndum í verki. Franskir háskólamenn eru kunnir fyrir að láta ekki standa við orðin tóm og hafa verið áber- andi í mótmælagöngum á götum Parísarborgar í gegnum tíðina. Ekki eru þeir þó allir jafntrúaðir á þetta hlutverk sitt og nytsemi þess. Heimspekingurinn og strúktúralistinn Roland Barthes, sem lést árið 1980, leit svo á að háskólamenn og aðrir vitundar- verðir (fr. intellectuel) væru gagnslausir og vildi kalla þá „úr- gang samfélagsins og sögunnar" en ekki „salt jarðar" eins og þeir hafi æði oft gert sjálfir. í viðtali við starfsbróður sinn og landa, Bemard-Henry Lévy, líkir Barthes vitundarvörðum yið líf- rænan úrgang og segir: „Úrgang- ur mannsins er til dæmis endan- leg mynd matar sem hefur verið neytt. A líkan hátt er vitundar- vörðurinn úrgangur sögulegrar þróunar. Hann líkamnar, í formi úrgangs, vilja, langanir, duldir og líkamlega kvilla sem allt samfé- lagið á örugglega sameiginlega. Bjartsýnismenn tala oft um vit- undarvörðinn sem „vitnisbera“. Eg kýs heldur að líta einungis á hann sem „farveg" einhvers." Sjálfur segist Bai-thes svo vera „farvegur þess áhuga sem menn hafa haft á tungumálinu í gegnum tíðina en jafnframt alls konar dellu og tískufyrirbæra sem tungumálið býr til“. Barthes leit sem sé svo á að háskólamaðurinn og hans líkar væru endanleg afurð samfélags og sögu, útkoman þeg- ar hlutimir hafa velkst í gegnum pípur þeirra. Hann væri endastöð- in og því gerði hann ekkert gagn. Frá honum lægju engar leiðir. Hérlendir háskólamenn hafa ekki farið að dæmi franskra nema ef til vill í undantekningartilvik- um. Þeir hafa heldur ekki hlustað á rök Barthes. Hér hafa háskóla- menn flestir kosið að fara hljóð- lega og láta ekki dægurþrasið tefja sig um of frá rannsóknar- störfunum. Það er í sjálfu sér ekki slæmt, nema hvað margir hafa algjörlega horfið ofan í kjall- arann. Oðrum hefur reynst erfitt að gera sitt gagn, einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki bol- magn til þess. Háskóli íslands er ekki nægilega ríkur og sterkur til að gegna mikilvægu hlutverki rannsóknarstofnunar sem leggur grunninn að blómlegu atvinnulífi þjóðarinnar, að nýsköpun í ver- aldlegum sem andlegum efnum. Hér er auðvitað ekki við há- skólamennina að sakast heldur fyrst og fremst stjórnvöld sem hafa haldið þessari stofnun í stöð- ugu fjársvelti. Til glöggvunar má nefna að hér á landi eru einungis um sjö milljarðar króna lagðar til rannsókna en þriðjungur þeirrar upphæðar kemur frá einkafyrir- tækjum. Þetta eru um 1,5% af þjóðarframleiðslunni. Evrópu- sambandsþjóðir leggja að meðal- tali um 2% þjóðarframleiðslu sinnar til rannsókna en fram- sæknar þjóðir eins og Japanar, Bandaríkjamenn og Svíar um 3%. Fjársvelti háskólans hefur orð- ið til þess að hann hefur á sumum sviðum hvorki fjármuni né að- stæður til þess að hafa hjá sér framúrskarandi starfskrafta. Fyrir nokkrum mánuðum bárust til dæmis þær fréttir að engin sækti um lausa prófessorsstöðu í tölvunarfræði vegna þess að betri laun byðust annarsstaðar. Há- skólamenn eru láglaunastétt og auðvitað hefur það áhrif á það hvernig menn veljast í hana og hvernig þeir vinna. Verði ekki gerð bragarbót á þessu er hætt við að háskólamaðurinn einangr- ist enn meir, að í Háskóla Islands verði ekki lengur úrvalið heldur gagnslaus úrgangurinn sem Barthes talaði um og enginn nennir að hlusta á. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson TAMNINGAMENN á höfuðborgarsvæðinu halda flestir ótrauðir áfram störfum meðan ekki kemur upp sýking í húsum þeirra. Þeir félagar Eyþór Jónasson, Sigurður Sigurðarson og Eysteinn Leifsson sem hér eru að leggja upp í tamningatúr segjast þó hættir að ganga í hús og sinni eingöngu hrossum í þeirra húsum. Hitasóttin breiðist hægt og sígandi út íslenskir hestamenn hafa lengi státað af því að vera með hrossastofn sem laus væri við alla smitsjúkdóma. Hægt og bítandi virðist síga á ógæfuhliðina því erfíðara verður að veifa þessari fullyrðingu eftir því sem áföllunum fjölgar. Fyrst kom upp sveppasýking og því næst væg sýking í hesthúsi í Víðidal. I dag er það smitandi hitasótt sem herjar á. Valdimar Kristins- son og Asdís Haraldsdóttir kynntu sér gang mála síðustu daga og stöðuna í dag. FYRSTU veikindin komu upp 9. febrúar í Hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ og var í fyrstu talið að um væri að ræða meltingarslen af völdum skemmda í rúlluheyi en síð- ar kom á daginn að um óþekktan smitsjúkdóm var að ræða. Sigurborg Daðadóttir dýralæknir var kölluð til þegar veikin kom upp og meðhöndlaði hún hrossin allan tímann. Dýralæknum ber saman um að einkennin séu mjög lík og jafnvel eins og um meltingarslen væri að ræða. Alls veiktust átta hross í Dal af þeim þrjátíu sem þar eru. Athygli vakti að einn hestur frá Gýgjarhóli í Biskupstungum, þar sem heyið í Dal er keypt, veiktist ekki þrátt fyrir að vera með veikum hesti í stíu. Var jafnvel talið að hann væri með góða mótstöðu gegn listeríusýkingu sem talið var að væri í heyinu. í tilrauna- skyni var hann sendur austur og annar hestur fenginn í hans stað til að athuga hvort hrossin á bænum væru með sterka mótstöðu gegn þessari sýkingu. títigangurinn slapp vel Að sögn Vals Lýðssonar á Gýgjar- hóli hafði lengi staðið til að skipta á hestum og sótti hann hestinn 18. febrúar. Tveimur dögum síðar var hryssa sem hann hafði á húsi orðin veik en þá var orðið Ijóst að um smit- sjúkdóm væri að ræða. 25. febrúar var ljóst að veikin hefði borist í úti- ganginn hjá honum og veiktust fjög- ur hross sem voru úti. Tók hann þau inn eitt af öðru og eru öll að verða góð. Valur sagði að tveimur hefði slegið niður er hann setti þau út til að viðra sig þegar þau voru orðin hitalaus en þau væru nú orðin hita- laus á nýjan leik. Valur kvaðst þess fullviss að þetta væri gengið yfir hjá sér en að sjálfsögðu vissi hann ekki frekar en aðrir hversu lengi hrossin gætu smitað. Að sögn Sigurborgar dýralæknis var farinn að vakna grunur um að smitandi sjúkdóm væri að ræða 18. febrúar og óskaði hún eftir fundi með yfirdýralækni þann 19. Var þar farið yfir stöðuna og strax morgun- inn eftir voru hross í hesthúsi henn- ar orðin veik. Áður höfðu nokkur hross veikst í hverfinu í Hafnarfirði. Sýking á Selfossi og Litlu Sandvík Á þessum tímapunkti var hægt að rekja veikindin í Hafnarfirði í gegn- um hestamenn sem höfðu komið við í Dal og því ljóst að menn gátu borið smit. Meðal þeirra sem kom í Dal var Oli Pétur Gunnarsson bóndi í Litlu Sandvík og Kjartan Kjartans- son er þeir voru á leið austur. Óli skipti um föt þegar heim kom en Kjartan var í reiðfötum og fór því beint í hesthúsið og þykir líklegt að hann hafi borið smitið í Litlu-Sand- vík. Þar veiktust 14 hross af 53 sem eru á húsi. Óli segir að hrossin hafi étið allan tímann meðan þau voru veik en verið lengi að koma heyinu niður. Frá Litlu Sandvík barst svo veikin í eitt hesthús í hesthúsahverfinu á Selfossi. Þar veiktust þrjú af fjói-um í húsinu. Óli segist strax hafa gert ráðstafanir þegar hann gerði sér grein fyrir að um smit væri að ræða. Hann sá um húshrossin en konan gaf útiganginum og engum var hleypt í hesthúsið og heimilisfólkið fór ekki í önnur hesthús. Þá afþakkaði Óli alla aðstoð dýralækna, sagði hana ein- ungis auka hættuna á frekari út- breiðslu. Einn hestanna fékk 41,4 stiga hita en er nú orðinn góður, sagði Óli. Fataskiptin réðu úrslitum Annar bóndi, Snæbjörn Bjöms- son á Úlfljótsvatni, mun hafa komið í Dal í tvígang, fyrst 9. og síðar 13. febrúar en hann hafði fataskipti í báðum tilvikum þegar heim kom og hafa engin merki komið fram um að smit hafi borist þangað. Frá Dal barst veikin einnig að Varmárbökkum hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ og hefur verið að breið- ast þar út hægt og sígandi síðustu daga. Fákssvæðið, Andvaravellir í Garðabæ og Heimsendi í Kópavogi hafa ekki farið varhluta af veikinni og hefur hún sömuleiðis breiðst þar út en Glaðheimar í Kópavogi hafa sloppið til þessa. Þá barst veikin með hestamanni upp á Akranes og talið var að hún hefði einnig borist til Keflavíkur. Það hefur verið dregið til baka og staðfest að um meltingarslen er að ræða. Orrusta töpuð en stríðið eigi Af samræðum við dýralækna má ætla að orrusta sé töpuð' í erfiðu stríði. Ekki sé hægt að horfa fram- hjá því að veiran verði áfram til staðar og það hvenær hross á höf- uðborgarsvæðinu komist í tæri við hana sé aðeins tímaspursmál. Þá hafa ýmsir eigendur hrossa sem eru í þjálfun á þessu svæði látið þá skoðun í ljós að best sé að smita þau sem fyrst svo hægt sé að halda þjálfun þeirra áfram áhyggjulaust og sýna þau heilbrigð í vor. Einnig hafa stóðbændur sem rætt hefur verið við látið þá skoðun í ljós að lík-/ lega sé best að fá smitið í sumar þegar hryssur eru kastaðar og veð- urfar með þeim hætti að ekki þurfi að hýsa hrossin meðan veikin geng- ur yfir. Helgi Sigurðsson dýralækn- ir sagði að þegar orrusta tapaðist í stríði væri venjan að hörfa örlítið og mynda nýja víglínu. Með öðrum orðum: nú skyldu menn leggja höf- uðáherslu á að halda veikinni á höf- uðborgarsvæðinu og Akranesi og reyna af öllum mætti að koma í veg fyrir frekari sýkingu í útigangs- hrossum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.