Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ „42 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR Oddviti ' R-listans talar í SEPTEMBER 1995 hækkaði R-listinn fargjald aldraðra um 100% og farmiðakort unglinga um 100%. Þetta er aðeins ein fjöl- margra gjaldskrár- hækkana R-listans á kjörtímabilinu en án efa sú sem bitnaði hvað verst á barnafjölskyld- ’um og öldruðu fólki. Sjálfstæðismenn lögð- ust eindregið gegn þessum hækkunum. Bentu þeir m.a. á að þær væru á skjön við alla almenna verðlags- þróun enda hefði verð- lag aðeins hækkað um 6% frá síðustu gjaldski-árhækkun. Þeirra eigin orð um þeirra eigin gerðir Aður en málið var afgreitt í borg- arráði barst sjálfstæðismönnum liðs- auki úr óvæntri átt. Helgi Hjörvar, varaborgarfulltrúi R-listans, ritaði _grein í Morgunblaðið 12. september og skoraði á borgarráð að vísa hækk- unartillögunni frá. I greininni leggst Heigi í pólitíska naflaskoðun og sál- greinir R-listann. Ekki hefur dregið úr þýðingu þessarar athyglisverðu sálgreiningar í ljósi glæsilegs árang- urs Helga í prófkjöri R-listans. Þar náði hann fyrsta sæti og verður odd- viti listans á næsta kjörtímabili. Svona gerir maður ekki! Svona gerir maður ekki hét grein Helga. í henni segir hann m.a. orð- —<rétt: „Fyrir borgarráði í dag liggur tillaga um verulegar hækkanir á strætisvagnafargjöldum frá stjórn SVR. Ekki er það fyrsta skatta- hækkun okkar í Reykjavíkurlistan- um á Reykvíkinga. Án efa þó hin ógeðfelldasta. Einkum þeim sem trúðu á Reykjavíkurlistann sem valkost í borgar- málum." Álög félags- hyggjunnar Og Helgi heldur áfram. „Það eru stund- um eins og álög á okkur í félagshyggjunni að þegar við náum völdum glatast öll sýn, þverr okkur þróttur. Eins og við verðum samdauna kerfinu og fyrr en varir hefur bæst við ný sveit embættismanna, nefni- lega við. Við höldum að við séum að reka af okkur slyðruorð um óráð- vendni, verðum óskaplega „fágleg“ Athyglisvert er, segir Kjartan Magnússon, að lesa dóm Helga Hjörvar yfir félögum sínum í R-listanum. og „ábyrg“ og hikum ekki við að taka „óvinsælar ákvarðanir." Við erum að taka til eftir íhaldið, segjum við þá iðulega." Síðan leiðir Helgi talið að ímynd R-listans. „Einmitt í því staðfestum við ímynd okkar. Við höfum engar lausnir, enga sýn, en sendum borg- urunum reikninginn fyrir getuleys- inu. Þeim sömu borgurum og við fullvissuðum um að við gætum gert hlutina betur. Við myndum ekki unna okkur hvíldar fyrr en við fynd- Kjartan Magnússon um leiðirnar, við værum auðug af hugmyndum og afli til að hrinda þeim í framkvæmd. Hvar er nú hin heilbrigða skynsemi, hin hagsýna húsmóðir? Hvað með arðsemi al- menningssamgangna, sparnaðinn í gatnagerð, fækkun slysa, minni mengun o.s.frv. Af hverju erum við ekki að byggja upp bestu almenn- ingssamgöngur í heimi? Hvað er orð- ið af metnaði okkai- og væntingum? Skattur á barna- fjölskyldur og aldraða Auðvitað er ekki bannað að hækka gjöld eða leggja á ný. En SVR sögð- umst við geta gert betur en þeir. Að leggja nú sérstaka skatta á ungt fólk, barnafjölskyldur og aldraða er ekki að reka SVR betur. Það er að leggja sérstakar álögur á þá hópa sem minnstar tekjur hafa og engar eignir eiga. Það er skattastefna ein- hvers annars en félagshyggju.“ Og þannig lýkur Helgi máli sínu: „Það kunna að vera erfiðir tímai- í fjármálum borgarinnar. En að leggja sérstaka skatta á farþega SVR umfram aðra borgara er að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Eg skora á borgarráð að vísa slíkiú tillögu frá, því svona gerir maður ekki.“ Athyglisverð greining Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri og aðrir borgarfulltrúar R- listans skeyttu ekkert um þessar at- hugasemdii’, ekki frekar en mótmæli tugþúsunda Reykvíkinga, og keyrðu hækkunina í gegn í borgarráði og borgarstjórn. Athygisvert er að lesa dóm Helga yfir félögum sínum í R-Iistanum. Umrædd grein er ekki pólitískur áróður andstæðinga R-listans heldm- lýsing þess manns, sem átti hug- myndina að listanum og þekkir alla innviði hans, á því hvernig hugsjón- irnar hafa snúist upp í andhverfu sína. Þetta er dómur verðandi odd- vita listans yfir verkum núverandi borgarfulltrúa. Vitið þér enn eða hvað? Höfundur er blnðamaður. Eins og barnið lærir lifír það! Lovísa Krisijana Ólafsdóttir Ólafsdóttir FORVARNIR eru orð sem við heyrum æ oftar _^og skiptir miklu máli ef við eigum að geta haft áhrif á líkamlega sem andlega vellíðan ein- staklingsins. En í hverju felast forvamir og hvar og hvenær hefjum við forvarnarstarf? Þegar bam fæðist er það nýtt kraftaverk og það er foreldrum mikið gleði- efni. En að mörgu þarf að hyggja til að styrkja og efla þroska bamsins. Á hverju sefur bamið? Notfæmm við okkur nú- tímatæki s.s. göngu- grindur, hopprólur og barnastóla um of, okkur til þæginda mfrekar en barninu til þroska? Við hvaða aðstæður býr barnið i leikskóla og skóla hvað varðar vinnuaðstöðu? Við vitum að forvamarstarf þarf að hefja strax í vöggu. Félagsleg tengsl Það er lítið talað um hvernig vinnuaðstaða og félagsleg staða barna er í leikskólum og skólum. Mörg börn eiga í erfiðleikum í skóla. Þau t.d. samlagast illa í félagahópn- um, sýna andfélagslega hegðun, gengur ilia í leikfimi og fylgja ekki -^.jafnöldrum í námi. Hvað er að gerast hjá þessum bömum og hvernig er hægt að grípa inn í? Nútímaþjóðfélag byggist á því að báðir foreldrar vinna úti og era börnin þar af leiðandi oft mjög ung þegar þau eru sett í dagvist. Frá því barnið byrjar í leikskóla koma marg- ir að uppeldi þess og getur þá orðið ^ mjög erfitt fyrir barnið að mynda tengsl við t.d. leikskólakennara eða síðarmeir kennara ef ekki er vel að gáð. Tengslamyndun er mikilvægur hlekkur í þroskaferli barnsins og Það er fjárhagslega hagkvæmt, segja Lovísa Ólafsdóttir og Kristjana Ólafsdóttir, að fjárfesta í heilsu og vellíðan einstaklingsins. undirstaða félagslegi-ar vellíðunar í framtíðinni. Vinnuaðstaða Einn stór þáttur í fyrirbyggjandi starfi er vinnuumhverfi barna. Vinnuaðstaða íslenskra barna er í einu orði sagt afleit. Ef barnið er lát- ið sitja á of stórum stólum og við borð í rangri hæð ýtum við undir ranga líkamsbeitingu og búum þar af leiðandi til álagseinkenni fyrir fram- tíðina. Það er ekki fyrr en einstak- lingurinn er kominn út á vinnumark- aðinn og jafnvel kominn með álagseinkenni að farið er að huga að vinnuumhverfinu. Nú á dögum sitja börn við alla vinnu á leikskóla í stað þess að nýta gólf og veggi til að auka fjölbreytni og minnka álag hjá börn- um. Mikilvægt er að hreyfiörvun sé markviss, þannig að hún nýtist öllum börnum sem best. Ekki er nóg að senda bömin inn í salinn að leika sér, heldur að skipuleggja tímann og hafa þá bæði skammtíma- og lang- tímamarkmið í huga. Iðjuþjálfi í skólum Erlendis starfa iðjuþjálfar í skól- um og á heilsugæslustöðvum sem ráðgjafar og leiðbeinendur fyrir for- eldra, kennara og aðra sem að upp- eldi barnsins standa. Mjög mikil þörf er fyrir iðjuþjálfa á þessu sviði og fínnum við, sem sinnum þessari þjónustu, fyrir henni. En hvert geta foreldrar, kennarar og aðrir þeir, sem þurfa á þessari þjónustu að halda, leitað? Samkvæmt grunn- skólalögum á hvert barn að fá þjón- ustu við hæfi og á að vera hægt að fá greiningu og ráðgjöf hjá iðjuþjálfa. Mikilvægt er að kalla þessa þjónustu til strax í upphafi, þannig að hægt sé að vinna með barnið um leið og erfið- leikar koma í ljós. Ef minnka á þörf fyrir sérkennslu er nauðsynlegt að stuðningur og upplýsingai' um barn- ið fylgi frá leikskóla upp í grunn- skóla. Það er fjárhagslega hag- kvæmt að fjárfesta í heilsu og vellíð- an einstaklingsins. Við endurhönnun eða nýhönnun á húsnæði/húsbúnaði er nauðsynlegt að iðjuþjálfi sé kall- aður til ráðgjafar í upphafi og vinni með öðrum fagaðilum í gegnum allt verkið. Við teljum að með markvissri stefnumótun innan sveitarfélaganna, með það að markmiði að nýta fjár- magnið sem best, sé hægt að styrkja innra starf grunnskólans með því að efla þessa þjónustu. Höfundar eru iðjuþjálfar. Hryggikt og sjúkraþjálfun Anna Sylvía Bryndís F. Sigmundsdóttir Sigmundsdóttir Hvað er hryggikt? Hryggikt (Spondylit- is Ánkylopoetica) er gigtarsjúkdómur sem leggst aðallega á liði og liðbönd hiyggsúlu, bijóstkassa og spjald- liða en getur einnig lagst á útlimaliði. Þetta er bólgusjúkdómur sem kemur í köstum og veldur verkjum og stirðleika einkum hryggnum en getur einnig valdið einkenn- um niður í fætur. Afleiðingar bólgunnar getur orðið sú að kölk- un myndast á milli hryggjarliða sem veldur því að hreyfing á milli þeirra minnkar. Smám saman getur hryggminn orðið stífur og einstak- Hryggikt er sjúkdóm- ur, segja Anna Sylvía Sigmundsdóttir og Bryndís F. Sigmunds- dóttir, sem leggst aðal- lega á liði og liðbönd hryggsúlu, brjóstkassa o g spjaldliða. lingurinn getur ekki hreyft hiygg- inn sem skyldi. Á sama hátt geta hreyfingar brjóstkassa minnkað og valdið erfiðleikum við öndun vegna minna brjóstþans. Það er því mjög mikilvægt fýrir einstakling með hryggikt að vera á varðbergi gagn- vart stirðnuninni og vinna gegn henni eins og hægt er. Sjúkraþjálf- un er mikilvægur þáttur í þessu sambandi. Meðferð sjúkraþjálfara Þegar einstaklingur með hryggikt kemur til sjúkraþjálfara fer hann í nákvæma skoðun þar sem tekinn er sjúkrasaga, líkams- staða athuguð, hreyfingar mældar, vöðvalengd og vöðvastyrkur met- inn, sértæk próf framkvæmd og ástand vefja athugað. Meðferð sjúkraþjálfara felst í fræðslu um sjúkdóminn, gang hans og hvað hægt sé að gera til að vinna gegn óæskilegum afleiðing- um hans. Farið er í gegnum rétta líkamsbeitingu og líkamsstöður, s.s. setstöður, hvíldarstöður og vinnustellingar. Líkamsstaða er mjög mikilvæg því ef ekki er hægt að koma í veg fyrir stirðnun er mikilvægt að stirðnun verði í réttri stöðu. Einstaklingur með hryggikt þarf því að vera sér meðvitaður um líkama sinn og hvernig rétt líkams- staða er. Hreyfingar hiyggsúlu og brjóst- kassa em mældar mjög nákvæm- lega til að meta núverandi ástand og til að hægt sé að fylgjast með framþróun sjúkdómsins. Mikilvægt er að auka eða viðhalda hreyfing- um hryggjar eins og hægt er. Það er gert með sértækri liðlosun sem framkvæmd er af sjúkraþjálfara og æfingum sem einstaklingurinn ger- ir sjálfur. Sjúkraþjálfarinn útbýr fyrir hann æfingaáætlun þar sem niðurstöður mælinga, ásamt öðmm niðurstöðum úr skoðun, em hafðar til grandvallar. Eins og íyrr segir er hryggikt sjúkdómur sem kemur í köstum og verður að taka tillit til þess í meðferð. Þegar sjúkdómur- inn er virkur miðast meðferðin oft meira að því að minnka verki og bólgu en þegar virknin er minni er meðferðin kröftugri. Mikilvægt er að fylgjast með þróun sjúkdómsins og þarf því að meta hreyfanleika hryggjar með reglulegu millibili. Einstaklingur með hryggikt þarf á reglubundinni þjálfun að halda alla ævi. Mikil- vægt er að hann stundi þjálfun sem hentar hans sjúkdómi. Hjá Gigtarfélagi íslands eru starfandi sjúkraþjálfarar sem sjá um ein- staklingsbundna meðferð og auk þess er í boði hópþjálfun fyrir hryggiktarfólk undir leiðsögn sjúkraþjálfara og er það góður kostur til að stunda reglubundna þjálfun. Höfundnr starfa á Gigtlækningastöð Gigtarféings íslands. Magnús Oskarsson Kæru vinir í Ing-ibjörg-u „KÆRU vinir.“ Svo ávarpar kommi í krataklæðum, nýkom- inn á R-listann, Reykvíkinga í Morgunblaðinu 26. febrúar. í stórri fyrirsögn greinar hans segir m.a: „INGIBJÖRG BJARGAR" og er þá átt við borgarstjórann. Á útisamkomum hér áður fyrr sögðu hermenn Hjálpræð- ishersins gjarnan við áheyrend- ur: Kæru vinir í Kristi. Þegar leiðtogadýi’kun Hrannars Bjöms Arnarssonar kemst á al- mennilegt kosningaflug, gæti hann bætt um betur og ávarpað mislitan söfnuð R-listans að hætti Hjálpræðishersins: Kæra vinir í Ingibjörgu. Því fylgdi sá kostur að við utansafnaðarmenn myndum láta ógert að gefa frek- ari gaum að máli hans. Það er annars af björgunar- starfsemi Ingibjargar að segja að hún snýst um „Gullinbrúvu" eins og postuli hennar orðar það. (Skýr maður Hrannar). Ef það telst björgun að fella fyrir ári tillögu sjálfstæðismanna um Gullinbrú; að hafa rangt fyrir sér um skyldu til umhverfismats á brúnni og að skamma Halldór Blöndal, má velta því fyrir sér hvort ekki er eins gott fýrir Grafarvogsbúa að vera (Ingi-) bjargarlausir. Höfundur er fv. borgarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.