Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árangur náðist í sérfræðingadeilunni um helgina á vissum sviðum Stefnt að undirritun í dag SAMNINGAMENN sérfræðilækna og Tryggingastofnunar stefna að því að skrifa undir samninga við lungnalækna og hugsanlega fleiri sérfræðinga í dag. Uppsögnum lungnalækna, sem áttu að taka gildi 1. mars, hefur verið frestað. Afturkippur kom í viðræður TR og skurðlækna um helgina og segir Guðmundur I. Eyjólfsson, fonnaður samninganefndar sérfræðinga, að það sé mjög langt í að samningar við skurðlækna verði undirritaðir. Guðmundur sagði að nokkrir samningar væru nánast tilbúnir og nefndi samning við lungnalækna í því sambandi. Hann sagði að menn vildu ganga frá þessum samningum strax og stefnt væri að því að skrifa undir í dag. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri í sjúkratryggingadeild TR, sagði einnig að öruggt væri að skrifað yrði undir einhverja samninga í vikunni. Upplausn í viðræðum við skurðlækna Kristján og Guðmundur sögðu að enginn árangur hefði náðst í viðræðum TR og skurðlækna um helgina. Kristján sagði að menn væru nánast komnir á byrjunarreit eftir að þeim samningsdrögum sem fyrir lágu var hafnað. Guðmundur notaði orðið „upplausn“ þegar hann var spurður um stöðuna í viðræðum TR og skurðlækna og hann bætti við að það gætu liðið mánuðir áður en þessir aðilar næðu samningum. Það væri þó jákvætt að áður en fundi lauk um helgina hefðu menn orðið sammála um hvemig bæri að halda áfram þessum viðræðum. Þær væru því í ákveðnum farvegi. Agreiningur er milli sérfræðinga og TR um hvort samningar sérfræðinga eigi að innihalda ákvæði um að heildarútgjöld samninganna megi ekki fara upp fyrir ákveðið hámark. Kristján sagði að þetta væri mikilvægt stjómtæki sem stjómvöld ættu mjög erfitt með að sleppa. Guðmundur sagði að það skipti máli hvert hámarkið yrði og hvort viðmiðunarmörkin yrðu þröng. Þau væru of þröng í dag. Læknar væm ekki tilbúnir til að vinna ókeypis og því yrðu viðmiðunarmörkin að vera raunsæ. Kristján sagði að sumar sérgreinar hefðu samþykkt ákvæði um heildarútgjöld, en önnur ekki. Tryggingaráð kemur saman nk. fostudag og fer yfir þá samninga sem þá hafa verið gerðir. Alþýðuflokkurinn Prófkjör í Hafnar- fírði Á FUNDI fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnarfirði, sem haldinn var í gær, var ákveðið að standa við fyrri ákvörðun um opið prófkjör. Fjórtán manns hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í prófkjörinu um tíu efstu sætin á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar næsta vor en framboðs- frestur rann út á sunnudag. Af þeim, sem skiluðu inn framboði, eru fjórir af fimm núverandi bæj- arfulltrúum flokksins. f hópnum eru fjórar konur og tíu karlar. * Isinn er fjarri landi HAFÍS var 10-12 sjómílur norður af Kögri og Straum- nesi sl. sunnudag en Þór Jak- obsson veðurfræðingur segir að hafáttir séu nú hagstæðar. Framundan séu norðaust- anáttir sem haldi ísnum í vestri frá landinu. Siglingaleiðin fyrir Hom er fær en dreifðir jakar gætu þó verið á henni. Hegranes sá talsvert mikið af litlum jökum þar á sunnudag og segir Þór hugsanlegt að staka jaka sé þar enn að finna. Meginísinn sé þó fjarri landi. Vala hlaut brons VALA Flosadóttir, stangar- stökkvari úr ÍR, varð í þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu innan- húss um helgina. Vala, sem átti heimsmetið og var Evrópumeist- ari frá því í Stokkhólmi fyrir tveimur árum, varð að játa sig sigraða eftir að Anzhela Balak- honova frá Úkraínu setti heims- met, stökk 4,45. Vala og Daniela Bartova frá Tékklandi stukku báðar 4,40 en Vala í þriðju tilraun og varð því þriðja. Hér má sjá Völu óska Balakhonovu til ham- ingju með nýja heimsmetið. ■ Heimsmetið/B8 Morgunblaðið/RAX Utsala á nokkrum áfengistegundum RYMINGARSALA hefst á nokkrum tegundum áfengis í öllum verslunum Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins í dag. Rýmingar- salan stendur til 10. mars og er lækkun frá verðskrárverði um 25%. Einar Einarsson, fulltrúi hjá ÁTVR, segir að síðast hafi rýming- arsala verið fyrir um einu ári. Ver- ið sé að selja vörur sem ekki hafi komist í svokallaðan kjarnaflokk. Vörur fara fyrst í reynsluflokk hjá Varð fyrir grófri lík- amsárás í Garðabæ TUTTUGU og sex ára gamall karl- maður liggur á sjúkrahúsi með al- varlega áverka sem hann hlaut þegar hann varð fyrir grófri lík- amsárás á laugardagsmorgun. Maðurinn var sofandi þegar árás- annaður hans lagði til atlögu og barði hann illa. Höfuðkúpubrotinn eftir árásina Málavextir eru þeir að árás- armaðurinn, 25 ára gamall Banda- ríkjamaður, kom að húsi við Smiðs- búð í Garðabæ snemma á laugar- dagsmorgun, en þar er iðnaðarhús- næði sem hefur verið breytt og eru leigð þar út herbergi. Hafði árás- armaðurinn verið búsettur þar til skamms tíma og hafði lyklavöld að húsnæðinu. Réðst hann þar að manni sem þar svaf ásamt tvítugri stúlku sem hafði verið í vinfengi við árás- armanninn og lét höggin dynja á honum með þeim afleiðingum m.a. að árásarþolinn höfuðkúpubrotn- aði, kinnbeinsbrotnaði og hlaut ýmsa aðra minniháttar áverka. Talið er að afbrýðisemi hafí átt hlut að máli, samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu. Árásin var tilkynnt til lögreglu í Hafnarfirði laust fyrir klukkan níu á laugardagsmorgun, skömmu eftir að hún átti sér stað, og fóru lög- reglumenn tafarlaust á staðinn. Þá hafði árásarmaðurinn farið af vett- vangi en hann fannst þar skammt frá. Var hann handtekinn en sleppt eftir yfirheyrslur, en hann mun hafa gengist við broti sínu þótt ým; islegt sé óljóst um málavexti. í kjölfarið var hann settur í farbann. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna áverka sinna. Þrátt fyrir hversu alvarlegir þeir eru er hann ekki talinn í lífs- hættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. ÁTVR og eru þar í sex mánuði og nái þær tilskilinni sölu færast þær í kjarnaflokk. Þær vörutegundir sem nú á að selja með afslætti hafa ekki náð að komast í kjarnaflokk. 30-40 tegundir Mjög breytilegt magn verður selt með afslætti eftir tegundum, allt frá 700 flöskum niður í 2-3. Einar segir að þama sé um að ræða 30-40 tegundir, meira af sterkum vínum en léttum. Á boðstólum verða tegundir eins og Púshkín og Raspútín vodka, Jazz vodka, Camus VSOP koníak í smá- flöskum o.fl. Þriggja pela flaska af Jazz vodka kostaði áður 2.270 kr. en verður á rýmingarsölunni á 1.700 kr. Raspútín vodka kostaði áður 2.110 kr. en verður á 1.580 kr. Tólf 29 ml flöskur verðar seldar af Camus VSOP sem kostaði áður 4.980 ki’. en nú 3.000 kr. Einar sagði að búist væri við góðum viðtökum en útsöluvíninu yrði dreift milli verslana ÁTVR. Hann segir að þeim tegundum sem komi til reynslu hjá ATVR fjölgi stöðugt og þar með fjölgi einnig þeim tegundum sem komist ekki í kjamaflokk ÁTVR. Líklega megi því búast við að rýmingarsölur á áfengi haldi áfram. „Við emm að rýma til á lager því annars hefðum við þurft að endur- senda vömna til útlanda. Það er minni kostnaður að selja vömna með 25% afslætti en endursenda hana,“ sagði Einar. Irý^iSEEfflií Stefnt að þinglokum 22. aprfl FORSÆTISNEFND Alþingis hefur samþykkt að stefna að því að Ijúka þinghaldi í vor 22. apríl, en upphaflega var miðað við 8. maí. Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis, sagði að áhugi væri á að flýta þinghaldi vegna sveitarstjórnakosning- anna í vor. Forsætisnefnd hefði samþykkt áætlun um að þjappa fundardögum saman og gera mjög stutt hlé um pásk- ana. Fundardögum yrði þess vegna ekki fækkað. Ölafur sagði að athugasemd- ir hefðu komið frá þingflokki jafnaðarmanna við áætlunina og henni yrði aðeins fylgt tæk- ist samstaða milli þingflokka. Eins yrði að taka tillit til þess ef mörg stór fmmvörp kæmu frá ríkisstjórn. Vatnstjón í Reykhóla- skóla MIKIÐ tjón varð á skólahúsinu á Reykhólum í Austur-Barða- strandarsýslu þegar heita- vatnslögn gaf sig og um 100° heitt vatn lak um húsið í gær- morgun. Ekki verður kennt í húsinu næstu daga á meðan verið er að ná upp vatninu. Að sögn Skarphéðins Ólafs- sonar skólastjóra er líklegt að leiðslan hafi ekki þolað frostið undanfama daga. Vatnið flæddi um alla ganga og nokk- ur herbergi þar sem voru tölv- ur, ljósritunar- og rafmagns- tæki, áhöld í íþróttahúsi auk þess sem vatn komst undir gólfið í íþróttahúsinu. „Við náðum að soga upp um 800 lítra af vatni í dag,“ sagði Skarphéðinn. „Ég átta mig ekki á hversu mikið tjónið er. Tryggingafélagið vildi skoða tækin en auk þess eru allar hurðir ónýtar og öll málning." Fundu kókaín og amfetamín ÞRIR einstaklingar vora handteknir um klukkan 19 á laugardag eftir að lögreglan stöðvaði bifreið sem þeir vom í á Barónsstíg, vegna gruns um ölvun ökumanns við akstur. Granur vaknaði um að eitt- hvað annað væri haft um hönd og var gerð leit í bifreiðinni. Á einum farþega fannst nokkurt magn af ætluðum fíkniefnum og viðurkenndi hann við yfirheyrslu að vera eigandi efnanna, sem talin era vera um tíu grömm af kókaíni og nokkur grömm af am- fetamíni. Ekki er talið að þarna haf! verið sölumaður fíkniefna. Hann var utanbæjarmaður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mönnunum var sleppt eftir skýrslutöku. Snjóflóð skammt frá Flateyri SNJÓFLÓÐ féll á veginn til Flateyrar í gærkvöldi og lok- aðist hann fyrir allri umferð. Að sögn lögreglunnar á Isa- firði féll snjóflóðið úr Selár- bólsurð og lokaði veginum á Hvilftarströnd. Flóðið er talið um 100-150 metra breitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.