Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 49 um saman margar ferðir út á land til vinnu. Ég vildi alltaf hafa Kalla með mér, því hann var mjög góður smiður og sérstaklega afkastamik- ill við öll störf. Ekki minnkaði vin- áttan er hann kynntist og giftist Stellu sinni. Kalli var mikill nátt- úruunnandi og ferðuðumst við mik- ið saman um óbyggðir landsins og byggðum ásamt fleirum hús við Fjallabaksleið, „Höll“ í Kílingum austan Landmannalauga. Kalli var í átta manna hópi sem fyrstur fór nyrðri Fjallabaksleið á bílum og sumarið 1996 fórum við með 6 eft- irlifandi félaga sömu leið en þá voru 50 ár liðin síðan þeir bókstaf- lega drógu bílana með talíum og tilheyrandi þessa erfiðu leið. Við eignuðumst báðir jeppa sem við notuðum við svaðiifarir uppá há- lendið og eftir að við urðum fjöl- skyldufeður ferðuðumst við með alla fjölskylduna margar ógleym- anlegar ferðir um allt land. Við átt- um sumarbústað við Hafravatn og keyptu Kalli og Stella sér einnig bústað þar og áttu fjölskyldur okk- ar þar líka góðar stundir. Við minnust Kalla sem skemmti- legs og góðs félaga, hans verður sárt saknað. Kalli var ótrúlega handlanginn og vandvirkur og eru til margir fagrir smíðisgripir eftir hann sem bera þess merki. Við sendum Stellu, Dóru, Sollu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og þökkum þá vin- áttu og tryggð sem við höfum notið öll þessi ár. Guð blessi minningu þína, hvíl í friði. Davíð, Inga og fjölskylda. Haustið 1946 hófu 28 ungir sveinar nám í Vélskóla Islands, nú eru 10 dánir úr þessum hópi, síðast Karl Magnússon. Þar hittumst við Karl fyrst, hann úr Reykjavík, ég frá Keflavík. Tilviljun réð því að leiðir okkar Karls lágu mikið sam- an eftir nám. Við lentum saman í að sækja m.s. Arnarfellið nýtt til Svíþjóðar og sigldum á því um tíma, hættum svo á því samtímis og hófum störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ég starfaði lengst af í varastöðinni en Karl í næsta húsi, gömlu stöðinni við Elliðaár, þar sem hann var stöðvarstjóri síðustu starfsár ævinnar. Við gengum vaktir og auðvitað atvikaðist það þannig að við áttum vaktir og frí- vaktir á sama tíma. Við vorum til- tölulega nýgiftir og höfðum áhuga fyrir að koma okkur upp eigin hús- næði, til að nýta okkur sameigin- lega afbrigðilega írftíma ákváðum við að byggja húsnæði saman á Rauðalæk 25, þar sem við höfum búið á sitthvorri hæðinni síðan 1958. Við lögðum mikið á okkur til að koma upp þessu húsnæði, unn- um öll fagstörf sjálfir með góðri til- sögn vina og kunningja. Þá kom sér vel að faðir Karls, Magnús Jónsson, var byggingameistari og ráðhollur okkur viðvaningunum. Það var fróðlegt að ræða við Karl um þær miklu framfarir sem orðið hafa í hans lífstíð, sem sköpuðust aðallega með tilkomu sprengimót- ors og rafmagns, en lífsstarfið var að annast þessi tækniundm’. Hann kynntist margs konar störfum um ævina, var ungur í sveit á sumrin, þar sem hann vann t.d. við upp- byggingu þjóðvega með því að handmoka möl á hestvagna. Þegar bygging frystihúsa hófst var Karl við iðnnám og tók þátt í að vinna við uppsetningu vélbúnaðar í þau. Það sama endurtók sig þegar bygging fiskimjölsverksmiðja hófst þar sem hann vann við uppsetn- ingu á eldþurrkurum, sem orðinn er úreltur vélbúnaður í dag. Nú er þessu öllu lokið og hann fer í gröf- ina með alla sína starfsreynslu sem er mikið meiri en hér hefur verið minnst á. Að lokum vottum við Jónínu Lilju, dætrum þeirra Jónínu og Karls, Kristínu Dóni og Sólveigu Ástu og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Árni Valdimarsson, Dómhildur Guðmundsdóttir. JÓHANNA MARGRÉT SIGURRÓS BJÖRGVINSDÓTTIR + Jóhanna Margrét Sigurrós Björg- vinsdóttir fæddist á Raufarhöfn 15. maí 1917. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björgvin Jóhannsson frá Rifi á Melrakka- sléttu og Dýrfinna Kristín Sveinsdóttir frá Hafnarfirði. Jóhanna giftist 6. júlí 1946 Þórhalli Ágústssyni, vélstjóra frá Eskifirði, f. 5. september 1918, d. 24. október 1953. Þau Elsku amma mín. Núna ert þú búin að fá hvíldina. Þó svo að þú hafir verið fegin hvfld- inni er alltaf erfitt að kveðja. En ég veit að þér líður vel núna í faðmi hvítu englanna sem þú sagðir mér frá þegar ég var lítil. Margs er að minnast þegar ég hugsa um minningamar um þig. En efst í huga mér eru þó sam- verustundimar sem við áttum sam- an á Skinnastað, þar sem afi var prestur til margra ára. Við, bamabörnin þín, stóri stelpnahópurinn, eigum allar góðar minningar þaðan. Við þrjár elstu, ég og Þórhalla og Ingibjörg, frænkur mínar, vorum samt mest hjá ykkur afa á Skinnastað. Það var mikið „brallað" hjá ykk- ur. Við áttum „bú“ fyrir neðan eld- húsgluggann þar sem við gátum leikið okkur tímunum saman og „bakað“ kökur! Stundum leyfðir þú okkur meira að segja að fá hveiti og matarlit. Það var sko toppurinn! Þegar kökurnar vom tilbúnar, skreyttar sóleyjum, steinum o.fl., komu þið afi stundum út til okkar og þóttust smakka á þeim. Þegar þú kallaðir á okkur inn, máttum við ekki koma inn „sparidyramegin" eins og þú kallaðir það, heldur átt- um við að fara inn bakdyramegin. Það var vegna þess að þú sagðir að við vissum aldrei hvenær kæmu gestir. Við hlýddum þér oftast, en ég man eftir því þegar við óhlýðn- uðumst þér. Við fórum inn á skítugum stígvélunum og úlpunum var hent á gólfið. Þegar við vorum nýkomnar inn í eldhús til þín heyrðum við í bfl fyrir utan. Það voru komnir gestir! Mér brá svo mikið að ég hljóp fram í forstofu og tók allt upp úr gólfinu og gekk frá því á sínum stað! Þú gast ekki ann- að en hlegið, hvað varst þú búin að segja við okkur?! Eftir þetta fórum við aldrei inn „sparidyramegin". Það var fastur liður hjá þér eftir kvöldmatinn að „gefa okkur á disk“. Þá fengum við nammi á disk og auð- eignuðust tvær dæt- ur: 1) Steinunn Ágústa, f. 23. mars 1948. 2) Þórhalla, f. 5. aprfl 1953. Jóhanna giftist seinni manni sínum, Sigurvini Eh'assyni, 14. október 1961. Sig- urvin er ftá Hell- issandi á Snæfellsnesi, f. 9. janúar 1918, og er hann fyrrverandi sóknarprestur á Rauf- arhöfn og á Skinna- stað í Öxarfirði. Útför Jóhönnu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vitað með einhverju hollu! Þetta holla var oftast Cheerios eða hringh- eins og þú kallaðir það. Þetta var alltaf svo skemmtilegt, við biðum alltaf með eftirvæntingu þegar þú fórst inn í búr að setja á diskana. Skemmtilegasta við það þegar þú varst að hjálpa okkur í rúmið á kvöldin, var þegar þú þvoðir á okk- ur tæmar í „handlauginni". Þá var sko mikið hlegið og örugglega oft mikil læti! Það voru ekki ófáar bænimar sem þú kenndir okkur og á kvöldin þuldir þú þær alltaf í sömu röð með okkur. Við, elstu stelpumar þínar, þurfu að rifja þessar bænir upp saman og finna réttu röðina á þeim. Þegar afi fór að messa hvort sem það var á Raufarhöfn, Kópaskeri eða annars staðar í nágrenninu, fengum við alltaf að koma með. Þetta vom skemmtilegar ferðir. Alltaf sátum við jafn prúðar og stilltar í kirkjunni. Þú og afi vomð líka mjög stolt af okkur, þið hrósuðuð okkur eftir hverja ein- ustu „kirkjuferð“. Ekki gleymi ég heldur þegar ég fékk að fara með ykkur afa til Sví- þjóðar til Steinunnar frænku! Og það tvö sumur í röð! Samvem- stundirnar sem við áttum þar sam- an vora yndislegar og munu aldrei gleymast. Élsku amma, ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og fyrir allt það sem þú kenndir mér. Elsku afi minn, mamma og Steinunn, guð styrki ykkur og okkur öll í sorginni. Að lokum vil ég láta fylgja með eina af kvöldbænunum sem amma kenndi mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessan þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. Þín Þórlaug Þorfinnsdóttir. t Ástkær eigimaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS RAFN MAGNÚSSON, Miroslav R. Mikulcák, Meðalholti 2, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 3. mars, kl. 15.00. Elín Jóna Ólafsdóttir, Anna Kristine Magnúsdóttir, Ingunn Magnúsdóttir, Trausti Bragason, Elísabet Magnúsdóttir, Jón Ágúst Eiríksson, Björg Magnúsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Magnús Jaroslav Magnússon, Hugrún Linda Guðmundsdóttir, Dagmar Magnúsdóttir og barnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, SEMONU CHRISTIANSEN, Krummahólum 41, Reykjavík, fer fram frá Fella- og Hólakirkju á miðviku- daginn 4. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Judith Elísabet Christiansen, Gunnar Christiansen, Hólmfríður Kristinsdóttir, Súsanna Sveinsdóttir, Sigurður Yngvi Sveinsson, Anton Sveinsson, Sveinn Júlían Sveinsson, Elfsabet Anna Christiansen, barnabarnabörn og systkini. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir og afi, ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON yfirlæknir, Smáragötu 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðviku- daginn 4. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. ^ Björg Ólafsson, Oddrún Kristín Þórarinsdóttir, Geir Þórarinn Þórarinsson, Erla Þórarinsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Oddur Hermannsson, Guðmundur Helgi Þórarinsson, Laufey Sveinbjörnsdóttir, Þóroddur Þórarinsson, Skúti Ólafsson, Etísabet Ólafsdóttir Pálsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, (áður Efstaleiti 14), verður jarðsungin fró Bústaðakirkju fimmtu- daginn 5. mars kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsam- legast bent á að láta Hrafnistu Hafnarfirði njóta þess Stefán Gunnarsson, Agla Marta Marteinsdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, Þórhíldur Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson, Gunnar Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Stefán Ólafsson, Árni Gunnarsson, Guðrún Dfs Jónatansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + STEFÁN GUÐNASON fyrrv. tryggingayfirlæknir, sem andaðist 22. febrúar sl. verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju á morgun miðviku- daginn 4. mars kl. 13.30. Ólöf Stefánsdóttir, Karl Ómar Jónsson, Guðrún Stefánsdóttir, Baldur Jónsson, Svava Stefánsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA KRISTÍN SIGURÐARDÓTIR frá Hóli, er lést á dvalarheimilinu Hlíð, miðvikudaginn 25. febrúar, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.30. Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson, Jakob Jónsson, Marinó Jónsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.