Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ *44 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR Blekkingavefur brúðuleikhússins Handhafar sannleikans á heimavelli Halldór Kolbeinn O. Egilsson Stefánsson EÐLI staðreynda er slíkt að þær endur- spegla ætíð ákveðinn sannleik, eða a.m.k. hluta hans. Það er t.a.m. óvefengjanleg staðreynd að hug- myndafræði Sjálfstæð- ^sflokksins, þess ómak- lega sjálfstópaða flokks einkaframtaks og markaðshyggju, er lítið annað en innihaldsrýr spunavefur einstós nýts tvískinnungs og á það yið í stóru sem smáu. Oáran þessi birtist ektó hvað síst í hikandi vendingu flokksins í veiðigj aldsmálinu. „Apparatið" sjálft er þó ávallt samt við sig, rvmur sem stýrikerfi fall- landsins íslands, þar sem vonir ungs fólks um að geta átt sómasam- legt líf dvína óðum. Reyndar þurfti ektó SUS við til þess að draga fram A-iiann stóra sannleik, hann var svo mörgum ljós fyrir. Hagsmunagæslubandaiagið Sjálf- stæðisflokkurinn er sem brúðuleik- hús í sinni trúverðugustu mynd. Misderrilegar brúður troða þar upp í hlutverkum ráðherra, hafa yfir rulluna og leitast við að komast sem best frá sínu. Brúðumeistarinn er fjármagnsöflin í landinu. Enn ein sýning í þessu leikhúsi fáránleikans er hálfafstaðin kjaradeila sjómanna í uppfærslu þessa brúðuleikhúss ís- ;lenskra útgerðarmanna og stjórn- valda. Vertóð þykir afspymulélegt og er hreint ekki stjömugjafar virði. Grámóskulegar brúðurnar virka trénaðar og framganga hinna tveggja ofangreindu lykilleikenda minnir einna helst á léiega frammi- stöðu í afdankaðri B-mynd. Boð- skapur leikritsins er þó einfaldur og öllum skýr; Enn í dag fylgir flokkur einkaframtaks og markaðshyggju, þetta ímyndaða sameiningartákn allra stétta þjóðfélagsins, úreldri klafa-, hafta- og forsjárpólitík. Pólitískur tvístónnungur Sjálf- stæðisflokksins nær sér hreint bæri- lega á flug sem algjörlega skynsem- islaus, röklaus og hugsjónalaus hentistefna, sem mylur undir þann ásetning að blekkja nú kjósendur og spinna vef friðþægingar um fjár- magnsöfl samfélagsins. Nú eru þau markverðu tíðindi Hagsmunagæslu- bandalagið Sjálfstæðisflokkurinn, segja Kolbeinn Stefánsson og Halldór ## ■■ O. Egiisson, er sem brúðuleikhús í sinni trúverðugustu mynd. ljós orðin að forysta Sjálfstæðis- flokksins er um það bil að kúvenda stefnu sinni í veiðigjaldsmálinu. A.m.k. kveður við annan tón en þann, sem barinn var inn í hlustir fulltrúa á síðasta landsþingi flokks- ins, hvar boðskapur flokksbrodda var skýr og skorinorður. Umræða um veiðigjald í hvaða birtingarformi sem vera mætti var þar útlæg ger, veiðigjaldsskrattinn málaður á vegginn í sinni lúalegustu mynd. En svo virðist vera sem margt sé böl til batnaðar. Allt í einu virðist sem „upplýsingin“ hafí náð eyrum og þar með anda forystuhjarðar Sjálfstæðisflokksins, svona rétt eins og hún átti veg til meðal einstak- linga í efri lögum margra ríkja V- Evrópu á ofanverðri 18. öldinni. Nú ljá amtsmenn fjármagnsaflanna í landinu loksins máls á veiðigjaldi, þótt vafalaust verði í mýflugumynd þeirri, sem koma mun skjólstæðing- um þeirra í LIÚ til góða. Ekki er djúpt á ástæðunni. Kosn- ingar til Alþingis fara jú fram á næsta ári og mætti eflaust ætla að forystusauðum hagsmunagæslu- bandalagsins þætti illt að fyrirfinna sig á milli tveggja elda. Á aðra höndina logar eldur réttlætistilfinn- ingar hins almenna kjósanda, á hina höndina brennur bál útgerðar- klíkunnar, sem viðhalda vill löglega útgefnum forréttindum. Af hitanum af báðum bálum stendur Sjálfstæð- isflokkurinn berskjaldaður í hug- myndafræðilegri úlfakreppu, svo vægt sé nú til orða tekið. Fáir bera brigður á skilvirkni kvótakerfls sem fiskveiðistjórnun- arkerfis, þar sem um er að ræða sókn í takmarkaða, en þó endumýj- anlega auðlind. Styrinn stendur um það hvort gjald skuli koma fyrir af- not af þessari auðlind allra lands- manna, og þá með hvaða hætti slík gjaldheimta yrði útfærð. Gallar kerfisins eru löngu orðnir lýðum ljósir, svo mjög að uppihald þess í óbreyttri mynd má teljast helber móðgun við mannlega skynsemi og óskerta siðferðisvitund. Verst er að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og LIÚ virðast að hvorugu búa. Hugmyndir um skynsemi og sið- ferðisvitund virðast forsvarsmenn LIÚ og Sjálfstæðisflokksins ætla að verða síðastir til þess að meðtaka og kemur eflaust fáum á óvart. Hróp- leg mismunun þjóðfélagsþegnanna birtist í aldaúreltu afbrigði miðalda- lénsskipulags þar sem fáum ofur- breyskum sægreifum er sjálfdæmi selt til þess að leggja heilu byggðar- lögin í efnahagslega og þar með bú- setulega herkví. Nú virðist Sjálfstæðisflokkurinn ætla að fella gengi umræðunnar allrar með því að upphefja hjáróma rödd sína til innleiðingar einhvers málamyndagjalds á útveginn. For- ystuhjörð Sjálfstæðisflokksins er sér fullkomlega meðvituð um það, að kjósi félagshyggjuflokkarnir að gera veiðigjald að kosningamáli næstu Alþingiskosninga er fokið í flest skjól. Þeir yrðu þá fáir kjós- endurnir, sem bjóða myndu Sjálf- stæðisflokknum upp í dans á kosn- ingadegi, málið enda þverpólitískt og mikill meirihluti þjóðarinnar fylgjandi skynsamlegri skattlagn- ingu auðlindarinnar. Líklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í þessu máli einfaldlega misst af sínum vagni. Jafnvel þótt svo færi að hann næði að klessa á útgerðina ein- hverju málamyndagjaldi, sem LIÚ læsi honum fyrir, dygði það vart til þess að forða honum frá atkvæða- hrunadansinum. Almenningur allur myndi þá líklega spyrja sig þess, hvernig í ósköpunum það mætti vera, að fyrir flokknum færu svo skyni skroppnir menn, að eigi hefðu fyrr kveikt á perunni í jafnaugljósu réttlætismáli og skynsamleg gjald- heimta á útveginn hlýtur að teljast. Ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar yrði þá síður minnst fyrir það að hafa innleitt gjaldið eftir pöntun frá LÍÚ, heldur fyrir það að hafa auð- sýnt takmarkalaust skynsemis- og fyrirhyggjuleysi með þjónkun sinni við sterk sérhagsmunaöfl, þvert á heildarhagmuni þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur dag- að uppi eins og tröllskessan í þjóð- sögunni. Hann er orðinn að hjákát- legum steingervingi. Hver skyldi trúa því röklega að afturhaldssemi geti verið leiðarljós? Á endanum er það vonandi hræsnin, sem miklu frekar étur börnin sín en byltingin. Höfundar eru í Félagi ungra jafnaðarmanna. VEGNA greinar tveggja Dags- brúnar og þriggja ektó Dagsbrún- armanna í Morgunblaðinu 15. jan. sl. get ég vart orða bundist yfir því yfirlæti sem greinarskrifari sýnir af sér, kannstó án allrar lögfræðilegrar aðstoðar. Grein þessi virðist öðr- um þræði sett fram til þess að verjast því ein- elti sem stjórn Dags- brúnar hefur mátt þola undanfarin ár, í hina röndina til að afhjúpa ósannindi Gunnars Guð- mundssonar. í greininni er bent á að lög hafi verið óbreytt í nær hálfa öld, með meiri nákvæmni má segja tæp 40 ár. Gunnar átelur „stjórnarelítuna“ fyrir að halda fundi í Kiwanishúsinu sem rúmi vart meir en rúm- lega 100 manns. Ég hef ekki séð að þar væru fleiri sæti til reiðu en fyrir u.þ.b. 100 manns, hitt getur verið og er ábyggilega rétt að salurinn tekur fleiri í sæti. Að lagabreytingar hafi verið stöðugt til kynningar veturinn 1996-1997 eru helber ósannindi, þegar kynningar fóru fram var komið fram á vor 1997. Á þessum vorfundum gagnrýndi Guðmundur J. fyrrv. fonnaður félagsins nokkr- ar þær lagabreytingar, sem nú hafa dunið á félaginu, þá helst hvernig félagið væri á allan hátt spyrt við VMSÍ og ASÍ sem og allur mál- skotsréttur. Eitt sinn man ég að Það á ekki að vera auð- velt að breyta lögum, segir Guðmundur Guð- bjarnarson, því þau eru einn af hornsteinum allra samfélaga. Guðm. J. spurði framsögumann, Atla Gíslason, hvort hann bæri ábyrgð á þessari lagagerð? Atli svaraði því til að hann hefði nú verið meira til ráðgjafar laganefndar. Ekki var hægt að stólja það öðruvísi en hann ætti að leysa þau flóknu mál sem þvældust fyrir þeim sem minna máttu sín á krákustígum laga og reglna. Þess vegna kom mér það á óvart að Atli væri hluti laganefndar félagsins. Ekki vegna þess að hann væri óhæfur enda hef ég haft aðra reynslu af honum, heldur sökum vanhæfis vegna takmarka þeirra sem 5. gr. laga Dagsbrúnar setur. Með þessu ætla ég mér ektó að kasta rýrð á störf Atla, hann hefur unnið félaginu mikið gagn. Þótt hann hafi tekið það að sér að verja þá sem fara með húsbóndavald á heimilinu má ekki telja það honum til lasts enda tel ég að hann hafi á engan hátt átt þátt í þessari snyrti- legu aðför að Gunnari. Gunnar er sagður hafa þagað þunnu hljóði þegar kynningar á lögunum fóru fram. Þó rétt væri, hvað þá um aðra gagnrýnendur lagabreytinganna; var hlustað á þá? Hvers vegna voru athugasemdir Guðm. J. taldar rétt- mætar á kynningarfundunum, en framkvæmdir þvert á snið við það sem hafði verið talið rétt og sann- gjarnt? Hverjir þögðu þá þunnu hljóði? Kannski handhafar sannleikans? Af hverju vörðu þeir ekki hugarfóstur sitt þá? Sú ógeðfellda hugsun bær- ist innra með mér, að þeim sem var mest í mun að knýja breytingarnar fram, hafi létt þegar mesta andstað- an féll. Þeir menn sem áhuga hafa á því að starfa fyrir félagið eru flestir útskúfaðir guðlastarar af stjórnar- elítunni. Hugmyndir þessara manna og leiðbeiningar eru allar lagðar út á versta veg og allt það sem þessum mönnum dettur í hug útmálað sem svartigaldur og klám. Stjórnarelít- an virðist líta þannig á að allar hugsanir guð- lastaranna snúist um að skaða félagið sem mest. Það er allt svo skelfi- lega vitlaust sem elít- unni dettur ekki sjálfri í hug, nema það henti þeim frómu beturvitr- ingum stjórnarelítunn- ar. Ég vil benda þessum sannleikselskandi mönnum á hverslags afskræming á lýðræði tvískipting stjórnar- kosninga er. Eftir stjómarkosningu myndi umbótasinnaður minnihluti þegar svo bæri undir, sitja uppi með slappan meirihluta sem gæti jafnvel unnið gegn hagsmunum félagsins það sem hann ætti eftir. Hver er munurinn á því að hafa tvo hópa í stjórn eða alla stjórnina ósamstæða? Jú, þar safn- ast frekar saman hæfari heild sem tekur ekki jafn mitóð tillit til sér- hagsmuna klíkuforingjanna. Ég trúi því ekki að menn verði svo þröng- sýnir og sérhyggnir af því einu að komast til metorða, að þeir geti ekki unnið að sameiginlegu markmiði allra félagsmanna þ.e. að bæta kjör sín (kjarabaráttan og stéttarbarátt- an). Annað sem fram kom í grein laganefndar geri ég athugasemd við, meirihluti félagsins kaus ekki um lagabreytingar, meirihluti Dagsbrúnar var hvorki né komst fyrir í Kiwanishúsinu sem tekur eingöngu innan við 400 manns í sal eins og áður er getið. Hvað er svo óskiljanlegt við það að vera á móti því að félagið sé svo rækilega steypt inní aðildarsamtökin eins og ný lög félagsins kveða á um, þar sem sömu samtök eiga svo að samþykkja lög sem myndu losa viðkomandi félag frá samtökunum, jafnvæn féþúfa og Dagsbrún er, yrði slíkt erfitt. Dags- brún hefur þurft að segja sig úr ASI til þess að knýja fram aðskilnað Alþýðuflokks og ÁSÍ sem stóð yfir í 6 ár, hvers vegna íhugaði stjórn Dagsbr. að standa utan þings VMSÍ í haust? Spyr sá sem ektó veit. Að lagabreytingar væru erfíðar sam- kvæmt gömlu lögunum er rétt en rangt að það hafi verið gagnrýnt sérstaklega. Það á ekki að vera auð- velt að breyta lögum, því þau eru einn af hornsteinum allra samfé- laga. Ný lög Dagsbrúnar og Fram- sóknar stéttarfélags eru ekki neitt breytt. þetta eru lög sem gilda um nýtt félag, ný fyrir gamla Dags- brúnarmenn. Gagnstætt því sem greinarhöf- undur heldur fram þá er mikill meirihluti ósáttur við lagasmíðina, en samþykkti þó með semingi, vegna þess að það væri ekkert mál að redda hlutunum í vor. Mér þykir vænt um það hvernig elítan þakkar Gunnari Guðmundssyni, mér undir- rituðum og öðrum Dagsbrúnar- mönnum fyrir uppihaldið. Það er ákaflega hæpin fullyrðing að lög D&F stéttarfélags séu mjög til bóta, á það hefur lítt reynt, eitt er nýtt og annað gott. Það er ákaflega hallærislegt, að vera sífellt að vitna í jafnrétti, lýðræði og nútímaleg við- horf þegar menn vita ekki hvað þessi orð þýða, kannski aðeins of- notaðir frasar hinna stöðnuðu efir- legusauða 68 kynslóðarinnar, sem eitt sinn sungu „nútíminn er trunta með tóman grautarhaus, hjartað það er hrímað og heilinn gengur laus“? Höfundur er verkamaður. AÐALFUNDUR íslenskra sjávarafurða hf. verður haldinn föstudaginn 3. apríl 1998 í Súlnasal Hótel Sögu og hefst hann kl. 13:30 DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum (15. gr.); Lagt er til að stjóm félagsins verði skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara. Undirskrift þriggja stjórnarmanna þurfi til að skuldbinda félagið og stjómarfundir séu lögmætir ef þrír stjórnarmenn sækja fund. 3. Tillaga þess efnis að íslenskum sjávarafurðum hf. verði heimilað að eignast eigin hluti að nafnverði allt að 90 milljónir króna, sbr. 2. og 3. mgr. 55 gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á aðalskrifstofu þess, Sigtúni 42,105 Reykjavík, hluthöfum til sýnis á opnunartíma 8:30 - 16:30 viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn íslenskra sjávarafurða hf. Guðmundur Guðbjarnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.