Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 37
r MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 37 og auk þess vafasamt að nokkui't for- lag treysti sér til að bjóða Major betri samning, en hann mun hafa fengið um 20 milljónir króna í fyrirframgreiðslu fyrir bókina. Öll spjót hafa undanfarna daga stað- ið á yfirmanni Stuarts Proffitts, Eddie Bell, stjórnarformanni HarperCollins í London. Ólíklegt er þó annað en að Bell standi af sér þennan byl. Hann er hörkutól frá Glasgow og vann sig upp innan fyrirtækisins í markaðsdeild- inni, en ekki ritstjórnardeildinni. Það er hefð fyrir því í bókaútgáfu að þeir sem vinna við ritstjórn bóka hafa hæfi- lega skömm á samstarfsmönnum sín- um í markaðsdeildinni, en Eddie Bell lætur slíkt ekkert á sig fá og gerir rit- stjórnarliðinu oft lífið leitt með því að bregða fyrir sig glasgowsku eins og hún gerist óskiljanlegust. Sumir telja raunar að með fjaðrafokinu útaf bók Pattens sé verið að gera úlfalda úr mýflugu. Gamall góðkunningi íslendinga úr þorska- stríðunum, Austin Mitchell, þingmað- ur Verkamannaflokksins fyrir Grims- by, sem m.a. hefur stjórnað skemmti- legum umræðuþætti á Sky News sjón- varpsstöðinni ásamt Norman Tebbitt, hefur t.d. sagt að öllum ætti að hafa verið fullljóst að Rupert Murdoch væri viðkvæmur fyrir sjónai'miðum kín- verskra yfii-valda og einnig hafi allir vitað að Murdoch setti ávallt við- skiptahagsmuni sína öðrum hagsmun- um ofar. Ef Chris Patten sætti sig ekki við það, geti hann sem hægast fundið sér annan útgefanda. amtíðarmöguleika sjónvarpsmarkaðarins í Suðaustur-Asíu og stefnir að því na yfir gervihnattasendingum sjónvarps í þeim heimshluta. akklandi, þar sem hann er búsettur eð óþreyju eftir endurkomu hans í num þar forystuhlutverk. jölmiðlakóngsius Ruperts Murdochs >ykir harður stjórnandi. stjóra Breta í Hong Kong. Þar reyndi Patten að koma á lýðræðisumbótum áður en til fyrirhugaðrar yfirtöku Kín- verja á Hong Kong kæmi, en mætti harðri andstöðu frá Bejing. Kínverskir ráðamenn réðust mjög harkalega gegn fyrirætlunum Pattens og jusu yf- ir hann persónulegum svívirðingum. T.d. töluðu kínverskir embættismenn um Patten ýmist sem „slefandi fábján- ann“ eða „svikulu hóruna"! Ýmsum þykir sem Murdoeh sýni með ákvörðun sinni óþarfa viðkvæmni, því enn er t.d. á markaðnum bók um ríkisstjóratíð Chris Pattens í Hong Kong (The Last Góvernor) eftir breska fréttamanninn Jonathan Dimbleby, þai- sem ekki er farið dult með mannréttindabrot stjórnarinnar í Bejing, og sú bók er nú í þriðja sæti á metsölulistanum í Kína. En Murdoch hefur að líkindum viljað sýna ráða- mönnum í Bejing hvað hann er reiðu- búinn að taka á sig til að þóknast þeim og mun áreiðanlega ætlast til að fá eitthvað í staðinn. Chris Patten hefur nú höfðað mál gegn HarperCollins fyrir samnings- rof. Hann segir að handrit sitt hafi í einu og öllu fylgt þeim efnislínum sem samningur hans við HarperCollins hafi byggst á. Hann bendir auk þess á að í slíkum tilvikum sé gangurinn jafn- an sá að gera tillögur um úrbætur á handritinu og gefa höfundinum þannig tækifæri til að bæta það. Áætlað var að gefa bók Pattens (East and West) út í september nk. í sama mund og BBC sjónvarpið hyggst sjónvarpa heimildamynd í 4 hlutum sem byggð er á frásögn Pattens. Uppistandið nú hefur reynst hin besta auglýsing fyrir Patten, en hann hefur þegar gert samning með sömu skilmálum (um 15 milljónh' ki'. fyrir- fram) við Macmillan forlagið - og er þess nú beðið með eftirvæntingu hvaða ummæli hans það voru sem fóru svo mjög fyrir brjóstið á Rupert Mur- doch. Ekki er þó víst að þar hafi verið um að ræða einhver sérstök ummæli, heldur hafi Murdoch einfaldlega litið svo á að Kínverjum mislíkaði að fyrir- tæki í hans eigu skyldi gefa út þessa bók og hann þannig ætla sér að hagn- ast á óhróðri um Kínastjóm. HarperCollins Þetta fjaðrafok þykir hafa skaðað mjög orðspor HarperCollins. Sumir höfundai' forlagsins hafa brugðist reið- ir við fregninni af riftun samningsins um bók Pattens, m.a. fræðimaðurinn Peter Hennessey sem ski'ifað hefur fræga bók um bresku stjórnsýsluna (Whitehall). Ekki er samt líklegt að það bresti almennur flótti á höfundalið HarperCollins, nema önnur forlög taki að keppa um að yfirbjóða höfunda þess, þótt trúlegt sé að þeh' höfundar sem Stuart Proffitt hefur unnið mest með muni vilja fylgja honum til annars forlags. Einn höfundur, blaðamaður- inn og ævisöguhöfundurinn Simon Heffer, sem vinnur nú að ævisögu Enochs Powells, hefur þegar lýst því yfii' að hann muni endurgreiða HarperCollins með vöxtum um 15 milljón kr. fyrirfram- greiðslu vegna hneykslunai’ á framkomunni gagnvart Chris Patten. Þess ber þó að geta að Heffer hefur unnið mikið fyrir Telegraph-sam- steypuna, sem er í eigu Conrads Blacks, og hefur háð hefur hai'ða sam- keppni við Murdoch-pressuna í Bret- landi á undanfórnum ái'um. Augu manna hafa beinst að endur- minningum Johns Majors, fyrrverandi forsætisráðherra, sem nú er unnið að á vegum HarperCollins, en Major er góðvinur Pattens. Samningur Majors og HarperCollins þykir þó skotheldur Áhyggjur af veldi Murdochs Afskipti Murdochs af málinu hafa þó reynst vatn á myllu fjölmargra and- stæðinga hans í Bretlandi sem ógnar veldi hans á breskum fjölmiðlamark- aði. Murdoch hefur t.d. um alllangt skeið selt Lundúnablaðið Times á tíkall á mánudögum og um skeið einnig hina daga vikunnar. Þetta hefur hann getað gert í krafti hagnaðar af annarri starf- semi veldis síns og hafa önnur blöð orðið að bregðast við þessari sam- keppni með stórfelldum niðurskurði. Möi'gum ógnar jafnframt að svo voldugur maður skuli telja sig nauð- beygðan til að sýna harðstjóminni í Bejing slíkan undirlægjuhátt. Einkum hafa menn áhyggjur af því ef Murdoch getur með sama hætti stjómað frétta- flutningi á þeim fjölmiðlum sem eru í eigu hans, t.d. á Sky-sjónvarpsstöðinni eða í blöðum sínum. Það er vitað að Murdoch ræður þeim fréttaáherslum sem hann vill ráða á blaðinu Sun í Bretlandi, en hann á erfiðara með að þvinga t.d. ritstjóra Times og Sunday Times í London til hlýðni, því að heiður blaðanna til margra áratuga er í veði. Blaðamaðurinn kunni, Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri Daily Telegraph, sem nú er ritstjóri Lund- únablaðsins Evening Standard, réðst ótæpilega á Murdoch í ritstjómar- gi'ein í síðustu viku. Hann kallar hann miskunnarlausan og harðbrjósta lýð- skrumara og talar um skammarlegar tilraunir hans til að eyða samkeppni á breskum blaðamai'kaði. En Hastings álítur enn ískyggilegra hvernig Murdoch hefur hreiðrað um sig í því alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem nú ríkir. Með margvíslegum klækjabrögðum - sem öll munu innan ramma laganna - hefur Murdoch tek- ist að koma fyrirtækjum sínum hjá þvl að borga skatta þar sem þau eru nið- urkomin, með því að færa hagnað milli landa. Hastings segir að stjórnvöld í þeim löndum þar sem Murdoch rekur starfsemi hafi reynst ófær um að hafa nokkra stjórn á umsvifum hans og sum, þ.á m. ríkisstjórn Tony Blairs í Bretlandi, sýnist óttast mjög vald hans og kappkosta að styggja hann ekki og telji það augsýnilega hina mestu upphefð að fá að sækja hirð hans þegai' honum þóknist að sýna sig í löndum þeirra. Hastings telur HarperCollins málið mjög alvarlegt, því ef rétt sé hermt hafi Murdoch reynt að koma í veg fyrir að fjandsamleg ummæli um útlenda harð- stjórn, sem hann eigi í við- skiptasambandi við, birtist á prenti í Bi'etlandi. Útlend harðstjórn hafi því fyrir tilstilli Murdochs bein áhi'if á málfrelsi í lýðfrjálsu ríki. Hastings segir að hér séu svo miklir almanna hagsmunir að veði að breskir þingmenn eigi að gefa HarperCollins málinu sérstakan gaum, en í þinginu er nú m.a. til umræðu frumvarp að nýjum samkeppnislögum sem gæti reynst veldi Murdochs í Bretlandi skeinuhætt. Aðför að mál- frelsinu? Krefst 25,5 millj. kr. í bætur vegna tjóns af völdum fjárdráttar Nathan & Olsen hf. hefur stefnt endurskoð- unarfélaginu Coopers & Lybrand - Hag- vangi hf. og Gunnari Sigurðssyni, löggiltum endurskoðanda, til greiðslu á skaðabótum að fjárhæð rúmar 25,5 milljónir króna vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir vegna fjár- dráttar fyrrum gjaldkera þess. STEFNA Nathans & Olsens, sem lögð verður fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði, byggist á því að bæði fagleg endurskoðunar- vinna Gunnars og annarra starfs- manna endurskoðunarfélags hans og önnur þjónusta sem þeir hafi látið Nathan & Olsen í té hafi ekki uppfyllt lágmarkskröfur sem gera verði til slíkrar vinnu. Þá liggi fyrir að stefndu hafi beinlínis blekkt stjórn og hluthafa fyrirtæksins með bréfum til stjórnarinnar um innra eftirlit þess og athugasemda- lausum áritunum og með því þver- brotið ákvæði laga um endurskoð- endur. Gestur Jónsson hæstaréttarlög- maður, lögmaður Coopers & Ly- brand - Hagvangs hf. og Gunnars Sigurðssonar, sagði í samtali við Morgunblaðið að stefna hefði verið móttekin í málinu, en hann og stefndu teldu að ástæða tjóns Nat- hans & Olsens hf. stafaði af allt öðru en því sem rakið verði til endur- skoðandans og því hafi allri bóta- skyldu verið hafnað. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Stórkostlegt gáleysi Nathan & Olsen byggir jafnframt kröfu sína á því að Gunnar hafi per- sónulega og sem starfsmaður Coopers og Lybrand - Hagvangs hf., og sem kosinn endurskoðandi Nathans & Olsens hf., valdið félag- inu tjóni af stórkostlegu gáleysi. Beint orsakasamband sé á milli vanrækslu Coopers og Lybrand - Hagvangs hf. og Gunnars og hins fjárhagslega tjóns Nathans & 01- sens hf. Ef störf og þjónusta stefndu hefði verið unnin á fullnægjandi hátt og í samræmi við grundvallaratriði end- urskoðunar samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og samkvæmt leið- beiningum í Handbók Félags lög- giltra endurskoðenda hefði fjár- drátturinn komist upp strax haustið 1992 eða í síðasta lagi við endur- skoðun reikninga þess árs á fyrri- hluta ársins 1993. Þá hefði verið unnt að koma í veg fyrir allt það tjón sem síðar varð, auk þess sem fyrir liggi að greiðslugeta gjaldker- ans hafi verið slík að hann hafi getað endurgreitt það fé sem hann hafði þá dregið sér. Dró sér fé í flmm ár Gjaldkerinn viðurkenndi verknað- inn og játaði að hafa dregið sér fé úr sjóðum félagsins á tímabilinu apríl 1992 til júlí/ágúst 1996 án þátttöku eða vitundar annarra starfsmanna félagsins. Leiddi ítarleg rannsókn á bókhaldi Nathans & Olsens hf., sem meðal annars var framkvæmd af þeim sem skaðabótakrafan beinist að, í ljós að fjárdráttur gjaldkerans á tímabilinu 1992 til 1996 nam sam- tals 32.037.325 kr. Gjaldkerinn var | ákærður fyrir fjárdráttinn og féll dómur í málinu 13. mars 1997 og var gjaldkerinn dæmdur í tveggja ára fangelsi. Jafnframt var hann dæmd- ur til að endurgreiða það fé sem hann hafði dregið sér, en hann hafði þá greitt um sjö milljónir króna inn á kröfuna. Aðför reyndist árangurs- laus og var því óskað gjaldþrota- skipta á búi gjaldkerans. Engar eignir fundust í búinu og þvi þykir , allt benda til þess að skuldin sé glöt- uð. Viðhöfðu ekki nauðsynlegar aðgerðir Gunnar Sigurðsson, löggiltur end- urskoðandi hjá endurskoðunarfélag- inu Endurskoðunarmiðstöðinni - Coopers & Lybrand ehf., sem nú heitir Coopers & Lybrand - Hag- vangur hf., var áratugum saman kjörinn endurskoðandi Nathans & Olsens hf. í stefnunni kemur fram að verkefni hans hafi auk þess verið að láta fyrirtækinu í té ýmsa ráð- gjafarþjónustu í tengslum við bók- hald félagsins og bókhaldskerfi, innra eftirlit, ársreikninga og við- skipti, svo sem áætlanagerð, hag- kvæmnisathuganir varðandi fyi-ir- tækjakaup og fleira því tengt. Gunn- ar hafði verið kjörinn endurskoð- andi félagsins fyrir árið 1996, en hann lauk ekki því verki. I stefnunni segir að trúnaðarbrestur milli fé- lagsins og endurskoðandans hafi orðið algjör á síðari hluta ársins 1996 og annar löggiltur endurskoð- andi verið kosinn endurskoðandi Nathans & Olsens hf. um áramótin 1996/1997 og hafi hann séð um end- urskoðun reikningsársins 1996. Fram kemur að þegar fullreynt hafi þótt að engar greiðslur væri að fá frá gjaldkeranum umfram þær sjö milljónir sem þegar hefðu verið mótteknar hefði verið leitað eftir því að semja við stefndu um bóta- greiðslur. Því hafi verið tekið fjarri en sæst á að leita óskuldbindandi álits tveggja tilkvaddra sérfróðra óvilhallra manna um það verkefni að greina orsakir þess að umræddur fjárdráttarferill komst ekki upp fyrr en raun varð á. Til þessa starfa völd- ust tveir löggiltir endurskoðendur * sem skiluðu skýrslu um málið 9. febrúar síðastliðinn. í stefnunni segir að efnislegt inni- hald niðurstöðukafla skýrslunnar sé á þá lund að stefndu hafi treyst á að starfsmenn Nathans & Olsens hf. veittu hvor öðrum aðhald og eftirlit, en stefndu hafi ekki unnið það verk sjálfir enda þótt þeir væru til þess kosnir/ráðnir, og þrátt fyrir að stefndu hafi verið kunnugt um veikt innra eftirlit fyrirtæksins hafi þeir ekki viðhaft nauðsynlegar aðgerðir til að bæta úr þeim veikleika eða ' mæta honum með aukinni gagna- skoðun. Segir í stefnunni að það hafi reyndar verið starfsmenn Nathans & Olsens hf. sem komið hafi upp um fjárdráttinn og hann hafi blasað við starfsmönnum fyrirtækisns þegar þeir þurftu að fara inn í störf gjald- kerans á meðan hann var í sumar- leyfi sumarið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.