Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 47 ifi I R I R I I I ) ) R I ) . I R H R R R R I R R AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR Stefna stjórn- valda í umhverf- ismálum ÞÁ ER lokið um- hverfisráðstefnu Sa- meinuðu þjóðanna í Kyoto, með eftirminni- legum hætti svo ekki sé meira sagt. Fram- lag okkar til umhverf- ismála verður sam- kvæmt samkomulagi ráðstefnunnar 10% auknig útblásturs skaðlegra eiturefna út í andrúmsloftið. Af ummælum ráða- manna mátti ráða, að þeir teldu svo Mtla undanþágu vart viðun- andi fyrir okkur ís- lendinga. Taldi um- hverfisráðherra hana ekki full- nægjandi, og gott ef sjálfur forsæt- isráðherrann sagði hana ekki óvið- unandi. Nú mætti ætla að vorum ráða- mönnum þætti ekki nóg að gert í umhverfismálum og slík ummæli viðhöfð af því tilefni. En svo gott er það nú ekki. Því jafnvel er talið koma til álita, að ísland standi utan við væntanlegan samning aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna, sem undirrita á innan fáira mánaða. Sem sagt, framlag okkar til um- hverfismála alheimsins verður 10% aukning skaðlegra eiturefna út í andrúmsloftið, verðum við aðilar að samningnum. Að öðrum kosti stöndum við utan við hann, og get- um þá óáreittir mengað eins og okkur sýnist. Og ekki annað að heyra, en mörgum ráðamanninum þyki sú leið öllu vænlegri, enda í takt við framtíðasýn þeirra. Því nýjar stóriðjuframkvæmdir hér á landi kalla á 25% aukningu gróður- húsalofttegunda út í andrúmsloftið fram til ársins 2010 og 40% til árs- ins 2025. Um mikilvægi umhverfisvemdar þarf ekki að fjölyrða. Um það mál snýst raunar allt líf hér á jörð um ókomna framtíð. Og ekki hvað síst mikilvægt fyrir okkur íslendinga að hafa þau mál í öndvegi. Enda hafa virtir fræðimenn úr hinni formlegu ráðgjafasveit ríkja heims tekið Island sem dæmi um hrika- legar afleiðingar loftslagsbreyt- inga, eins og forseti íslands sagði í áramótaræðu sinni. í framhaldi af sh'kum niðurstöð- um má spyrja; hver eiginleg stefna íslendinga sé í umhverfismálum og eigi að vera í framtíðinni. Satt best að segja, þá óttast ég mjög að næstu árin munum við dragast aft- ur úr flestum ríkjum á þessu sviði. Til stuðnings þeirri skoðun minni vitna ég í orð forseta íslands úr áramótaræðu hans: „Nú lítur hins vegar út fyrir að flestir séu að fara fram úr okkur og Islendingar að lenda aftast í sveit þeirra sem bjarga vilja lífsskilyrðum mann- kyns.“ Hins vegar segja ráðamenn þjóðarinnar að taka beri tillit til sérhagsmuna Islands í efnahags- legu tilliti, vegna viðkvæmrar stöðu okkai’ í efnahagsmálum. Ég spyr: Er það kannski vegna þeirr- ar efnahagskreppu, sem sam- kvæmt þessu hlýtur að vera til staðar hér á landi? Eða stendur efnahagur landsins jafn traustum fótum og af er látið? Og, eru lífs- kjör hins almenna borgara jafn góð og í nálægum löndum? Reyndar held ég að til lengri tíma litið sé heillavænlegast að leggja allt undir í umhverfismálum, í stað þess að leggjast í nauðvöm. Eða viljum við ekki áfram láta líta á okkur sem sériega umhverfisvæna þjóð? Því hér er jú hreinasta vatnið, tærasta loftið og besti fiskurinn, er það ekki? En hve lengi? Við ætlum okkur enn stærri hlut í ferða- mannaiðnaði. Vegna alls þessa hreina og tæra sem við höfum upp á að bjóða. Hér er í raun allt fallegast og best, eins og við Is- lendingar vitum. Einnig er það von mín, að hér á landi sé að finna skynsömustu ráðamennina. Sem að vísu virðast ekki ýkja forsjálir þessa stund- ina í það minnsta. Því hér skal hver stóriðjan reka aðra inn í fram- tíðina, á sama tíma og efla skal ferðamannaiðnaðinn. I huga ráðamanna virðist eina færa leiðin, að reistar verði stóriðjur, til bjargar efnahag landsins. Hvemig væri til dæmis að auka áherslumar á þær auðlindir sem felast í hreinum náttúruafurðum, raforku, hugbúnaði og vísindum, Framlag okkar til um- hverfismála alheimsins, segir Björn Erlingsson, verður 10% aukning skaðlegra eiturefna út í andrúmsloftið. svo fátt eitt sé nefnt? Stundar- gróði, er að mínu mati ekki lykilorð okkar íslendinga inn í framtíðina. En hver er þá orsökin fyrir því, að við þurfum að leggjast í slíka nauðvöm í umhverfismálum? Ef til vill má nefiia eitt dæmi, og spyrja í framhaldi af því: Hvað gera hefði mátt við þær 75.000 milljónir sem tapast hafa úr banka- og sjóðakerfi landsmanna á síðastliðnum árum vegna afskrifta, hefði betur verið haldið á spöðunum? Það hlýtur að vera skýr krafa þjóðarinnar til stjómenda fyrir- tækja, banka og sjóða, sem og stjómmálamanna, að full virðing sé borin íyrir almannafé. Að menn séu gerðir ábyrgir gjörða sinna, og skýrari reglur settar til höfuðs þeim. Slík óráðsía með almannafé sem viðgengist hefur undanfarin ár er þjóðinni dýrkeyptari en svo, að ekki beri að gæta strangara að- halds. Fram hjá þessum stað- reyndum verður ekld horft. í framhaldi af þessu langar mig að fara nokkur ár aftur í tímann og rifja upp mál sem að vísu er um- hverfismálum nokkuð óskylt. Vik- um ef ekki mánuðum saman stóðu alþingismenn í stappi um það, hvort og þá hvemig björgunar- þyrlu bæri að kaupa til landsins. Þótt ótrúlegt megi virðast stóð það í einstaka þingmönnum að afgreiða málið snurðulaust og fá lífsnauð- synlegt björgunartæki, sjómönn- um vorum og þjóðinni til heilla. En eins og menn vita hafa tugir mannslífa bjarast með tilkomu TF Lífar. Ég spyr því: Hefði þjóðin mátt við því að missa þessi manns- líf? Umhverfísmál framtíðarinnar em spurnig um líf eða dauða. Ekki aðeins okkar sem hér lifum, heldur alls mannkyns. Eða er það efna- hagslega sjálfstæð þjóð, sem ekki hefur ráð á að bæta ímynd sína og alls heimsins í svo veigamiklu máli sem því er til umfjöllunar var á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto? Höfundur stundnr sjálfstæða a t- vimiustarfsemi. Bjöm Erlingsson GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR + Guðrún Eiríks- dóttir fæddist í Fagurlyst í Vest- mannaeyjum 11. maí 1938. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 18. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 28. febrúar. Við viljum með nokkrum orðum minn- ast elskulegrar frænku okkar, Guðrúnar Eiríks- dóttur. Þær voru margar ánægju- legar stundir sem við áttum með Gógó, en það var hún alltaf kölluð. Gógó var mjög ummhyggjusöm og þá sérstaklega í okkar garð. Okkar fyrstu minningar um hana eru þegar hún las fyrir okkur bama- sögur og hjálpaði okkur við lær- dóminn. Ekki hefði verið hægt að ætlast til meiri væntumþykju frá henni en við nutum. í huga Gógóar vorum við sem hennar eigin böm og þau vom mörg skiptin sem hún bauð okkur út að borða eða dekraði við okkur á annan hátt. Þegar við fluttum úr foreldrahúsum leið varla sá dagur að hún hefði ekki samband til að fá fréttir af okkur. Mökum okkar tók hún opnum örmum og sýndi þeim sömu vænt- umþykju og okkur systkinunum. Gógó ætlaðist aldrei til mikils af okkur en var mjög þakklát fyrir allt sem við gerðum fyrir hana, hversu lítið sem það var. Þrátt fyrir að Gógó hafi verið heilsulítil í gegnum árin, hvarflaði aldrei að okkur þegar hún var lögð inn á sjúkrahús hinn 26. janúar sl. að hún ætti ekki afturkvæmt það- an. HAUKUR SIGTR YGGSSON + Haukur Sigtryggsson fædd- ist í Ólafsvík 1. september 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ólafsvíkurkirkju 28. febrúar. Mig langar hér að minnast vinar míns, Hauks Sigtryggssonar í Ólafsvík, með fáeinum orðum. Það var fyrir hartnær 25 árum þegar ég var ungur maður að ég hitti Hauk í fyrsta sinn á heimili tílvonandi tengdaforeldra minna í Ólafsvík - en mikill vinskapur hef- ur verið á milli þessara fjölskyldna alla tíð frá því 1954. Er við Haukur tókum tal saman í fyrsta skipti fann ég fljótt að áhugamál okkar fóru vel saman. Við ræddum um útgerðarmál, afla- brögð o.fl. Haukur hafði þá stundað útgerð með öðrum í allmörg ár og gat því miðlað mér og öðrum af reynslu sinni á þessu sviði. Frá þessum tíma hef ég notíð þess að eiga Hauk sem vin og fé- laga. Á árunum fyrir núverandi kvótakerfi, þegar kapphlaupið var um miðin, hringdum við næstum daglega hvor til annars til að skipt- ast á fréttum um veiðar og afla- brögð. Oftast er ég var á ferð í Ólafsvík kom ég við á Ennisbraut 8 til Hauks og Steinu til að fá mér kaffisopa og ræða málin. Þar var oft gestkvæmt, enda gestrisni í há- vegum höfð á því heimili. Spunn- ust þá oft líflegar samræður um útgerð, fiskveiðar og þau málefni er hæst voru á baugi í það og það skiptíð. Ékki voru allir sammála um mál- efiún en Haukur hafði alltaf það lag að menn fóru sáttir frá umræð- unum og lauk þá oftast umræðun- um eitthvað á þá leið „við sjáum til, hvemig þetta fer alltsaman og hvað úr þessu verður." Haukur hafði og gaman af að renna fyrir lax. Þar var enn eitt sameiginlegt áhugamál okkar þó svo sameiginlegar stundir við lax- veiðar yrðu alltof fáar. Þó kom það fyrir að nokkrar stundir gáfust til sameiginlegra laxveiða en oftar var það að koma í heimsókn og vera með part úr degi eða svo. I eitt skiptí, sem við Haukur vorum við veiðar hvor í sinni Dalaánni Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Gógó, við þökkum þér samfylgdina í gegnum árin og fyrir allt sem þú gafst okkur ogjíenndir. Minninguna um góða _ frænku og vinkonu munum við geýma í hjört- um okkar. Við munum hittast aft- ur. Elsku amma, mamma og pabbi, söknuður ykkar er mikill. Við biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur og^- styðja á þessum erfiðu tímum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem.) Eirfkur og Arnheiður, Valgeir og Bryndís, Ingunn og Svanur og Arnór. ( kom ég við hjá honum, þar sem ég lauk veiðitíma mínum á undaw»' honum. Veiðin hjá Hauki og félög- um hafði verið heldur treg. Spurði ; hann mig hvort ég væri að flýta , mér og ef ekki, hvort ég væri ekki til með að koma með sér út að veiða. Ég sagði að mér lægi ekkert á fyrr en um kvöldið. Við fórum , síðan til veiða og vildi ég að við færum á ákveðinn stað í ánni sem { ég þekktí vel. Þegar þangað kom sagði ég honum að renna sem hann og gerði. Lax var strax á og klukkutíma síðar voru þeir orðnir* - 4. Þá taldi Haukur nóg komið í bili og sagði við mig sposkur á svip: „Nú lékum við á þá.“ Haukur var alsæll með veiðina þennan eftírmiðdag og skiptí hann engu máli hvort hann fengi fleiri fiska í þessari veiðiferð, heldur að geta verið í góðum félagsskap og notið náttúrunnar og umhverfis- ins. Nú fyrir stuttu festi Haukur, ásamt sonum sínum, kaup á 102 tonna bát. Þar rættist æðstí draumur hans að kaupa bát með sonum sínum. Að lokum vil ég og fjölskylda mín votta Steinu, börnum, tengda-^. bömum, bamabömum og bama- " bamabömum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Ólafur Rögnvaldsson og fjölskylda, Hellissandi. GUÐJÓN ÓLAFSSON + Guðjón Ólafsson fæddist í Miðhúsum í Hrútafirði 18. júlí 1940. Hann lést á heimili sfnu 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Prest- bakkakirkju í Hrútafirði 28. febrúar. Það var sárt þegar Elsa hringdi til þess að tilkynna andlát Guð- ións. Þó að vitað væri að hann hefði átt við nokkra vanheilsu að stríða datt okkur aldrei í hug að við nytum ekki vináttu þessa góða drengs lengur. Ég man Guðjón fyrst er hann trúlofaðist vinkonu minni, Elsu frá Svalhöfða. Hún hafði dvalið á heimili okkar þegar hún gekk í barnaskóla í Búðardal. Síðan þá hefur mér fundist ég eiga dálítið í henni. Ég var spennt að sjá og kynnast piltinum hennar, sem mér líkaði strax mjög vel við. Hann var hlýr og brosmildur og man ég hann aldrei öðmvísi alla tíð síðan. Það vora ófá skiptin sem við hjónin nutum gestrisni og vináttu þessara góðu hjóna. Þau áttu vel saman og það kom fljótt í ljós hve samhent þau vora. Árið 1964 hófu þau búskap á Svalhöfða með for- eldrum hennar og árið eftir giftu þau sig og létu skíra elstu dóttur- ina. Þau festu kaup á jörðinni Valda- steinsstöðum í heimasveit Guð- jóns, Hrútafirði, og fluttu þangað árið 1966. Þar þurfti nú aldeilis að taka tíl hendi. Gömul hús, sem nýtt voru í byrjun búskaparins, vora á jörðinni. Gaman var að fylgjast með bjartsýni og dugnaði þessa unga fólks og hve samtaka þau voru í öllu. Heimili þeirra sannar það. Tún voru ræktuð, girðingar endurnýjaðar og þannig rak hvað annað. Þá var hægt að stækka fjárstofninn og reisa myndarleg fjárhús og hesthús. Lokaáfanginn að uppbyggingu á eignarjörðinni var bygging nýs og fallegs íbúðarhúss sem fjölskyldan flutti í 1981. Nærri má geta að arður búsins dugði varla til þess að standa undir fjárfestíngunni. Fór Elsa þá að starfa utan heimilis, fyrst á sím- stöðinni í Brú og síðar hjá Kaupfé- laginu á Borðeyri. Guðjón tók að sér akstur skólabama. Þar sýndi hann lipurð og samviskusemi, enda var hann vinsæll í því starfi. Guðjón tók virkan þátt í sveitar- stjómarmálum og vann sínu byggðarlagi vel. Hann sat í hreppsnefhd um árabil og var odd-*- viti síðustu árin. Á Valdasteinsstöðum festu hann og Elsa rætur, enda vora þau búin að leggja hart að sér við uppbygg- ingu fallegs heimilis. Þau eignuð- ust þrjár myndarlegar dætur, sem allar era búnar að færa þeim góða tengdasyni og stofna sín eigin heimili. Svo bættust augasteinarn- ir við, þrjár hnátur sem fannst svo gaman í sveitínni hjá afa og ömmu. Dæturnar og fjölskyldur þeirra nutu þess að heimsækja foreld- rana þegar fríar stundir gáfust.i. * Það verður þeim mikil huggun að eiga ljúfar minningar frá góðum samverastundum. Við Elís kveðjum Guðjón með þakklæti í huga. Elsu, dætram og fjölskyldum þeirra svo og ástvin- um öllum sendum við okkar dýpstu samúð. Emilia Lilja Aðalsteinsdóttír. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.