Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 63 FOLK I FRETTUM DUSTIN Hoffman í Little Big Man PENN, Dunaway og Beatty við tökur á Bonnie and Clyde BRANDO og Nicholson í The Missouri Breaks. ARTHURPENN BANDARÍKJAMAÐURINN Arthur Penn (1921) er einn þeirra mögn- uðu leikstjóra sem hösluðu sér völl á hinum gróskumikla sjöunda ára- tug og skapaði myndir sem sett hafa svip sinn á kvikmyndagerð æ síðan. Líkt og margir starfsbræður hans frá þessum árum, öðlaðist Penn sína kvikmyndamenntun og reynslu við hið kröfuharða form beinna sjónvarpsútsendinga á leiknum verkum. Starfaði m.a. við þættina Philco Playhouse og Play- house 90, sem m.a. voru sýndir í Kanasjónvarpinu á sínum tíma. Áð- ur en Penn sneri sér að kvikmynd- um gerði hann einnig garðinn frægan á Broadway, þar sem hann setti upp verk einsog Two For the Seesaw, með Anne Bancroft og Henry Fonda, Toys in the Attick og The Miracle Worker, sem hann kvikmyndaði síðar. Fyrsta kvikmynd Penns var The Battler, (‘55), það var ekki fyrr en önnur mynd hans, The Left Hand- ed Gun, (‘58), kom fram á sjónar- sviðið að athyglin fór að beinast að þessum nýja Ieikstjóra. Penn vann myndina, sem kafar í sálardjúp eins frægasta byssubófa Villta vestursins, Billy the Kid, á handriti LITTLE BIG MAN, (‘73) Mynd sem ætíð er jafn ánægjulegt að skoða aftur, segir af Jack Crabb (Dustin Hoffman), sem rifjar upp lífshlaup sitt, 121 ára gamall, fyrir blaðamanni. Það er ekki hlaupið að því að skilgreina myndina, sem er allt í senn; vestri, drama, gaman- mynd, ádeila, harmsaga og sögu- skoðun gamalmennis sem um miðja þessa öld minnist mestu umbrota- tíma í sögu Bandaríkjanna. Umfram allt síbreytileg frásögn þai- sem koma við sögu hinar litskrúðugustu og eftirminnilegustu persónur, sögu- legar sem tilbúnar. Custer og bar- daginn við Little Big Hom, Sherman hershöfðingi og blóðbaðið við Was- hitafljót, Villti Bill Hickcock, og til- búnir uppalendur Crabbs. Hin guð- hrædda (og veika á svellinu) prestsmaddama, sem Faye Dunaway.leikur af minnisstæðri inn- lifun, og indjánahöfðinginn, sem Chief Dab George gerir að einni eft- irminnilegustu persónu kvikmynd- anna síðustu áratugina. Fleiri snjall- ar, undur vel skrifaðar persónur koma við sögu, en engin er betri en sögumaðurinn sjálfur, Dustin Hoffman, sem fórðunai-meistaramir létu eldast fyrir augum manns með árangri sem áður var óþekktur. Hér nýtur sín til fulls dirfska og hinn alls- ráðandi metnaður leikstjórans að gera allt sem best úr garði. Handrit Calders Willinghams um h'tinn karl sem upplifir mikla, sögulega atburði, er sannarlega með þeim snjöllustu. BONNIE OG CLYDE, (‘67) Gore Vidals. Myndin var endur- gerð þeirra tveggja og Pauls Newman (sem fór með aðalhlut- verkið) á sjónvarpsverki sem þeir liöfðu unnið saman að nokkrum árum áður. Örvhenta skyttan er enn athyglisverð mynd og á lítið skylt við hina hefðbundnu vestra sem menn áttu að venjast til þess tfma. Fyrsti „sálfræðivestri“ kvik- myndasögunnar veitti Penn ekki brautargengi því aðsóknin var dræm. Kvikmyndagerð leikritisins The Miracle Worker, (‘62), hlaut hins vegar náð fyrir augum al- mennings og gatan varð greið. Penn og aðalleikkonan, Ánne Bancroft, gjörþekktu efnið, sem þau höfðu unnið áður í sameiningu, bæði á Broadway og í sjónvarpi. The Chase, (‘65) var byggð á sögu eftir Horton Foote sem Lilli- an Hellman færði í kvikmyndabún- ing. Þrátt fyrir mikinn stjörnu- fans, Marlon Brando, Jane Fonda, Robert Redford, Angie Dickinson, Robert Duvall, svo nokkrar séu nefndar; ríflegt fjármagn, og þá staðreynd að myndin var sú fyrsta sem leikstjórinn gerði í lit, kom allt fyrir ekki, hún kolféll. Sígild myndbönd menni með sína lágu greindarvísi- tölu, af ótrúlegri innlifun og hand- ritshöfundurinn David Newman og Penn tvinna saman ofbeldi og djöf- ulskap glæpamannanna við kald- hæðnislegar aðstæður svo úr verður ein svartasta kómedía sögunnar. Hún er engu að síður óvægin, aldrei höfðu afbrotamenn fengið aðra eins útreið og söguhetjurnar í myndar- lok. (Það atriði var m.a. eftirapað af Coppola í Guðföðurnum.) Handrit, leikstjórn, leikur, endursköpun and- blæs liðinna tíma, allt í séi-flokki. Penn komst loksins á skrið í næstu myndum sínum, tvær þeirra eru á meðal þeirra bestu frá þess- um tíma, og vel það. Þetta eru Bonnie og Clyde, (‘67), Alice’s Restaurant, (‘69) og Little Big Man, (‘70). Sú eina af þessum ágætu myndum, sem ekki getur talist ódauðleg, er Alice’s Restaur- ant, þótt athyglisverð sé. Hún seg- ir frá uppákomum í lífi þjóðlaga- söngvarans Arlo Guthrie yngri, meðal utangarðsfólks í Montana, New York og víðar. Myndin er barn síns „blómatíma", hippa, mót- mæla gegn stríðinu í Víetnam. í bland þjóðfélagsádeila og heimild um sérstaka túna, fyndin og sorg- leg í senn, byggð á texta blúsball- öðu söngvarans. ★ ★★. Þeir sem hafa ekki áhuga á Missouri Breaks, ættu að kíkja á hana þessa. Næst á dagskrá var vel gert framlag Penns til heimildarmynd- ar um Olympíuleikana, Visions of Eight, (‘72), og Night Moves, (‘75), bærileg einkaspaejaramynd með Gene Hackman. Ari síðar kom svo hin forvitnilega Missouri Breaks, en síðan hefur Penn ekki komist í fyrra form, að Four Friends, (‘81), undanskilinni. THE MISSOURRI BREAKS, (‘76) SPORTHÖLLIN SÍMAR 554 3040 OG 895 0795 Einar Vilhjálmsson sími 896 7080 LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ FYRIR ALLA BETRI LÍFSTÍLL - BÆTT HEILSA BlKINY - VORNÁMSKEIÐ 6 vikna fitubrennslunámskeið með fullkomnu aðhaldi, mælingu og vigtun. Matarlistar og fyrirlestrar. Ljósatímar innifaldir. VIÐ BJÓÐUM UPP Á EINKAÞJÁLFUN. Þjálfarar Einar Vilhjálmsson og Ragna Backman. Nýjung Einkaþjónusta fyrir félög og hópa á laugardögum eftir kl. 16.00. Þið ráðið ferðinni í fullkominni líkamsræktarstöð þar sem boðið er upp á gufubað, heitavatnsnuddpott, nudd og nálarstungu. Danskennslu ef óskað er. Þekking fagfólks í næringarfræðum og bakmeinum o.fl. Að loknu heilsuefli er boðið upp á hlaðborð og léttar veitingar. Þinn er staðurinn frá kl. 16.00 og frameftir kvöldi ef óskað er. NlTROMAX OG SPORTSHAKE ásamt alhliða bætiefnum. Uppl. gefur Einar Vilhjálmsson Viðskiptavinir athugið breyttan opnunartíma á sunnudögum verður opið frá kl. 13-16. Sporthöllin Smiðjuvegi 1, Kópavogi. Þessi undarlegi vestri kemst í úr- takið þar sem hann telst einkar for- vitnilegur og sögulegur. Því hér leiða saman hesta sína tveir mestu karlleikarar okkar tíma, (a.m.k.), Marlon Brando og Jack Nicholson. Brando leikur hausaveiðara, keypt- an til höfuðs hrossaþjófnum Nichol- son. Mislukkuð mynd í alla staði en ómissandi öllum sönnum kvik- myndafíklum. Sæbjörn Valdimarsson BURSTAMOTTUR Urvalið er hjá okkur Jýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími; 510-0000 • Fax; 510-0001 Fáar myndir settu jafn mikinn svip á hinn margslungna sjöunda áratug og Bonnie og Clyde, og fáar myndir hafa verið jafn oft stældar (oftast með litlum árangri). Aðal- persónurnar eru sögulegt par sem fór ránshendi um Suðurríkin í Kreppunni miklu. Á tímabili komust þau upp með að ræna hvern bank- ann á fætur öðrum og líkin hrönn- uðust upp í blóðlituðu kjölfarinu. Urðu í leiðinni að þjóðsagnahetjum á meðal þrautpínds almúgans. War- ren Beatty og Faye Dunaway leika þessi geðtrufluðu Suðurríkjaung- Vant ar þig leigfanda? Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna áður en hún losnar og komdu f veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. Skráning í sima 511-1600 Skipholti 50B. • 105 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.