Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samtök iðnaðarins telja að breyta eigi niðurstöðu Samkeppnisráðs um Mylluna og Samsölubakarí Getur hindrað nauð- synlega hagræðingu Morgunblaðið/Árni Sæberg STJÓRN og fulltrúar í Samtökum iðnaðarins kynntu greinargerðina. SAMTÖK iðnaðarins teija að breyta eigi niðurstöðu Samkeppnisráðs, sem ógilt hefur yfírtöku Myllunnar á Samsölubakaríi, og leyfa umræddan samruna. Samtökin telja að niður- staða þessa máls geti haft víðtæk áhrif á íslenskan iðnað og hindrað nauðsynlega hagræðingu og sam- runa hjá fyrirtækjum. Samtökin telja nauðsynlegt að afnema 18. grein samkeppnislaga með öllu. Skil- yrði fyrir beitingu reglna um ógild- ingu samruna eða yfirtöku séu mun strangari í nágrannalöndunum og annars staðar í Evrópu. Þetta kemur fram í gi-einargerð frá Samtökum iðnaðarins sem kynnt var í gær. I 18. grein samkeppnislaga segir m.a. að telji Samkeppnisráð að sam- runi fyrii-tækja eða yfirtaka fyrirtæk- is á öðru fyi-ú-tæki leiði til markaðsyf- irráða þess, dragi verulega úr sam- keppni og sé andstæð markmiði lag- anna geti ráðið ógilt samruna eða yf- irtöku sem þegar hefur átt sér stað. Strangari skilyrði erlendis I greinargerð Samtaka iðnaðarins er málið sett í alþjóðlegt samhengi og bent á að innan evrópska efna- hagssvæðisins gildi þær reglur um samruna eða yfirtöku fyi-irtækja að ekki sé hægt að beita þeim nema gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem hafi mikil umsvif í mörgum löndum. Danir hafi ekki reglur scm heimili samkeppnisyfirvöldum að banna eða ógilda samruna eða yfir- töku. Rök Dana séu m.a. þau að Danmörk sé lítið land, fyrirtækin smá í alþjóðlegum samanburði og síðasta sem þeir þurfi að hafa áhyggjur af sé að þau stækki. Engar reglur eru í Finnlandi, í Svíþjóð er slíkum reglum ekki beitt nema sam- eiginleg velta fyrirtækja sem í hlut eiga sé undir u.þ.b. 36 milljörðum ISK. I Noregi kemur ekki tU álita að skoða samruna nema markaðshlut- deild fyrirtækja sem í hlut eiga nemi a.m.k. 40% eða markaðshlutdeild þeirra þriggja stærstu á markaði, þ.m.t. þeirra sem renna saman, sé a.m.k. 60%. I greinargerðinni segir að þeirri spurningu verði að svara með af- dráttarlausum hætti hvort þeir hags- munir hafi verið í húfi að það réttlæti þetta afdrifaríka inngrip Samkeppn- isráðs. I röðum atvinnurekenda hafi verið miklar efasemdir um að skyn- samlegt væri að veita samkeppnisyf- ii-völdum heimildir til þess að ógilda samruna/yfirtöku fyrirtækja. Niður- staða þeirra hafi verið sú að reglur af þessu tagi væru óþarfar við ís- lenskar aðstæður. I gi’einargerð samtakanna segir að ákvörðun Samkeppnisráðs fjalli að verulegu leyti um samskipti og stöðu íslenskra framleiðenda gagn- vart smásöluversluninni, en þar hafi á undanförnum árum orðið mikil samþjöppun. „Við teljum að Samkeppnisráð eigi að hafa eftirlit með öllum markaðs- ráðandi fyrirtækjum, hvort sem þau baka brauð, reka smásöluverslun, selja olíu eða tryggingar eða stunda flutningastarfsemi. Það á hins vegar ekki að gefa sér fyrirfram að stórt fyiirtæki hljóti að misnota aðstöðu sína,“ segir í greinargerðinni. Þar segir ennfremur að niðurstaða Samkeppnisráðs gangi þvert gegn því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar og íslensk samkeppnisyfirvöld geti með engu móti vísað til erlendra hliðstæðna, a.m.k. ekki evrópskra. „Alvarlegasta veilan í röksemdum Samkeppnisráðs fyrir ákvörðun sinni er sú að gefa sér að markaður- inn fyrir brauðmeti sé í föstum óum- breytanlegum skorðum. Samkeppn- isráð virðist gefa sér að allar versl- anir innan sömu verslunarkeðju verði að bjóða sömu vörur frá sömu aðilum. Þar af leiðir að fyrirtæki sem vill selja stórmai’kaðskeðju brauð verður að geta sinnt nánast öllum þörfum hennar fyi’ir brauðmeti í einu lagi,“ segir í greinargerðinni. Úthlutun á hiliuplássi Samkeppnisráð hafni því að líta til framleiðslugetu greinai’innar í heild og kjósi að líta einungis á hvert bak- arí fyrir sig og segir að ekkert eitt þeirra geti sinnt þörfum verslunar- keðju. Þar af leiðandi muni keðjurn- ar eða önnm’ bakarí ekkert aðhafast. Óttist Samkeppnisráð neikvæð áhrif af samþjöppun í röðum framleiðenda væri því í lófa lagið að setja mark- aðsráðandi fyrirtækjum á smásölu- hliðinni skilyrði um úthlutun á hillu- plássi á tilteknum sviðum. Með því væri framleiðendum tryggður að- gangur að markaði og neytendum tryggð virk samkeppni. Samkeppnisyfirvöld eigi alls ekki að skipta sér af uppbyggingu og stærð íslenskra fyrirtækja. Það sé ekki hlutverk þeirra. Því ráði eig- endur fyrirtækjanna, stjórnendur og aðstæður á markaði. Það fái engan veginn staðist að Samkeppnisráð geti neytt eigendur fyrirtækja til þess að halda áfram taprekstri með þeim hætti sem úrskurðurinn feli í sér. Samkeppni á raftækjamarkaði Heltast ein- hverjir úr lestinni? Flestir á raftækjamarkaðnum fylgdu í kjölfar ELKO um helgina og lækkuðu verð. Svo virðist þó sem samkeppnin ein- skorðist við ákveðnar vörur. ÞEGAR verslunin ELKO var opnuð á laugardagsmorgun biðu viðskipta- vinimir við dymar, enda hafði versl- unin auglýst mikla verðlækkun á ákveðnum tækjum. Keppinautai’ ELKO segja að ELKO sé ekki að lækka markaðsverð yfir línuna heldur hafi þeir tekið ákveðnar vörur út og lækkað verð á þeim til að fá viðskipta- vininn í búðina. Verð hjá ELKO sé hins vegar almennt ekkert betra en gengur og gerist á markaðnum. Þorkell Stefánsson, eigandi Raf- tækjaverslunar íslands, segir að eft- ir verðkönnun í ELKO hafi þeir í Raftækjaverslun íslands komist að þvi að þeir þyrftu ekkert að lækka sig, því verð hjá ELKO hafi jafnvel í sumum tilfellum verið hærra en það sem fyrir var á markaðnum. í sama streng tók Ólafur Hreins- son, verslunarstjóri hjá Sjónvarps- miðstöðinni, en sagði þó að þeir hefðu orðið að lækka vömverð sitt talsvert í vissum vöruflokkum til að vera samkeppnishæfír. ELKO hefði aðeins lækkað vömverð í einstökum vöruflokkum og þær verðlækkanir væru þeir þegar búnir að jafna. Um þetta sagði Einar Long, verslunar- stjóri ELKO, að markmið þeirra væri ekki að efna til einhvers verð- stríðs heldur myndu þeir halda sínu striki með lágt vöruverð. „Við ætlum ekki að vera að þessu í eitt skipti eða í stuttan tíma heldur ætlum við okk- ur að halda markaðsverðinu lágu áfram. Verðtrygging okkar tryggir síðan að við séum alltaf lægstir." Viðskipti virðast almennt hafa verið mjög góð á þessum markaði um helgina og var sama hvar borið var niður. Það vekur hins vegar nokkra athygli að þeir aðilar sem Morgunblaðið ræddi við töldu sig all- ir vera með lægsta verðið. Rafn Johnson, framkvæmdastjóri Heimil- istækja, var ekki frá því að um mikla aukningu væri að ræða í sölu á þess- um vörum. Hann sagði mikið hafa verið að gera síðustu daga hjá Heim- ilistækjum, enda væri það yfirlýst markmið þeirra að vera ávallt með lægsta verðið á Philips-vörum. Aðrir segja einnig að mikið hafi verið að gera og t.d. sagði Einar Long að ör- tröðin hjá þeim hefði verið svo mikil á laugardag að um tíma hefði mynd- ast 70 metra biðröð við afgreiðslu- kassa. Slagurinn um Sony- sjónvarpstækin Slagurinn hefur snúist um verð á ákveðnum vörum, sem ELKO sló verulega af. f því sambandi er oftast rætt um Sony-sjónvarpstæki, sem ekki alls fyrir löngu kostaði vel yfir hundrað þúsund krónur. ELKO aug- lýsti Sony KV29X1 á 69.900 fyrir helgi og hafa keppinautarnir fylgt í kjölfarið með þetta verð þótt ýmsir telji reyndar að það sé undir kostn- aðarverði vörunnar. Raftækjaversl- un íslands gerði gott betur og bauð sjónvarpið á 64.900, enda segist Þor- kell Stefánsson, eigandi verslunar- innar, staðráðinn í að vera með Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIÐSKIPTAVINIR að skoða sjónvarpstæki í Raftækjaverslun íslands. lægra verð en -ELKO. Viðskiptavin- urinn virðist almennt hafa nýtt sér þessi kostaboð því þetta sjónvarps- tæki hefur selst upp hjá flestum. T.d. hafði ELKO selt öll 160 tækin sem þeir höfðu til sölu. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, benti hins vegar á að ekki væri það nú markaðnum til framdráttar þegar til lengri tíma væri litið ef menn seldu vörur sínar undir kostn- aðarverði. Samkeppni væri jákvæð, en hún yrði að vera á vitrænum grunni þannig að hún yrði til fram- búðar. Vafasamir viðskiptahættir? Svo virðist sem nokkur harka sé hlaupin í þessa samkeppni. Því er haldið fram að einhverjar þeirra raf- tækjaverslana sem lækkuðu hjá sér verðið á umræddu Sony-tæki hafi ekki getað annað eftirspurn við- skiptavinanna. Allt tengist þetta verðlækkunum ELKO á vissum vörutegundum. Aðspurður um hvort viðskiptavinir fengju greiddan mis- muninn í þeim tilvikum þar sem keppinautar ELKO væru með lægra verð sagði Einar Long að skilyrðin fyrir því væru þau að fólk gæti sann- anlega keypt tækin ódýrara annars staðar. „Við greiðum mismuninn ef þessi skilyrði eru fyrir hendi. En það verð- ur náttúrulega að vera hægt að kaupa tækin, það er ekki nóg að ein- hver auglýsi eitthvert verð en eigi síðan aðeins þrjú tæki til. Ég þekki að vísu ekki hvernig þetta var hjá Raftækjaverslun íslands en ég veit t.d. að hjá Japis áttu þeir bara örfá tæki til. Þetta hef ég frá viðskipta- vinum sem komu hérna eftir að hafa farið í Japis en enduðu með því að kaupa tækin hjá okkur. Komu klukk- an tíu í Japis og var þá sagt að þeir ættu bara þrjú tæki til. Klukkutíma seinna voru þessi tæki síðan auðvitað uppseld." Hér stendur orð gegn orði því í samtali við Morgunblaðið sagði Birg- ir Skaptason, framkvæmdastjóri Japis, að þeir væru sennilega einn af fáum aðilum á markaðnum sem enn ættu til þessi sjónvörp og að þau væru enn til sölu. Þorkell Stefánsson hjá Raftækjaverslun íslands sagðist hafa beðið spenntur eftir að sjá af hvaða sjónvarpsgerð ELKO ætlaði að slá, en auðvitað hefði ekki verið hægt að sitja með urmul af tækjum af öllum gerðum, það segði sig sjálft. „Nú veit ég að þeir völdu Sony og sem betur fer átti ég nokkra tugi Sony-tækja. Ef ég hefði vitað að þeir ætluðu í Sony þá hefði ég setið með 400 sjónvörp og þau hefði ég öll selt í gær.“ Jóhannes Gunnarsson sagði þarna um forkastanleg vinnubrögð að ræða ef satt væri, en það yrði fyrirtæki ekki til framdráttar að plata neyt- endur á þann máta að slá ákveðinni vöru fram í auglýsingum en vera síð- an kannski aðeins með tvö-þrjú stykki af viðkomandi vöru. „Ég veit að neytendur sem koma inn í versl- un, jafnvel fyrripart dags, til að kaupa ákveðna vöru sem var kannski auglýst þá um morguninn, hugsa ekki hlýlega til þess aðila sem þannig fer með þá. Þegar upp er staðið held ég ekki að verslanir hagnist á slíkum viðskiptaháttum." Það er samdóma álit þeirra sem Morgunblaðið ræddi við að harðn- andi samkeppni á raftækjamarkaðn- um myndi leiða til þess að einhverjir heltust úr lestinni. Líklegt væri að verð yrði eitthvað lægra áfram. Þessu fagnaði Jóhannes Gunnars- son, enda nytu neytendur góðs af samkeppninni. „Þarna kemur einn ávinningurinn af evrópsku efnahags- svæði, menn geta selt sama vöru- merki. Aður fórstu bara í eina versl- un til að kaupa ákveðið vörumerki en núna geturðu leitað víðai’ þannig að þetta er allt hið besta mál á meðan menn halda sig innan marka skyn- seminnar.“ Hann sagðist gera sér vonir um að þetta leiddi til varan- legrar verðlækkunar á þessum vör- um, sem þrátt fyrir allt væru nauð- synjavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.