Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 35
Lestur eftir
áhugasviði barna
Guðrún Theódórsdóttir gafst upp á hefð-
bundnu efni til að æfa lestur og stofnaði
Lestrarbankann á netinu. Gunnar
Hersveinn fór í hann og gat valið sér les-
efni eftir áhugamálum, mælt tímann og
minnið með verkefnum sem fylgja.
s
G HAFÐI barist við
lestrarörðugleika sonar
míns í nokkur ár án þess
að ná viðunandi árangri,"
segir Guðrún Theodórsdóttir sem
vinnur að lestrarbanka á Netinu.
Hann felst í þeirri hugmynd að
krakkar sem eiga í erfíðleikum
með að lesa geti valið þar efni í
samræmi við áhugasvið sín, mælt
lestrarhraðann og gert verkefni.
„Það er ekki lengur vandamál að
leiða saman bai-n og bók til að láta
það lesa eitthvað sem það hefur
engan áhuga á og fræðir það ekki,“
segir Guðrún, „umhverfí Netsins
og eigið val á lestrarefni stuðlar
betur að framförum í lestri að mínu
mati.“ En það verður rannsakað
sérstaklega af Lestrarmiðstöð
Kennaraháskólans í haust.
Guðrún segist ekki vera sam-
mála þeirri stefnu að ljúka form-
legri lestrarkennslu í 4. bekk
grunnskóla. „Hvers eiga þeir að
gjalda sem ekki hafa náð tökum á
lestri á þeim tíma?“ spyr hún en í
vetur er í fyrsta sinn kenndur lest-
ur í 9. bekk. „Það gefur augaleið að
þeir sem ekki eru læsir í 5., 6., 7. og
8. bekk dragast aftur úr jafnöldr-
um sínurn," segir hún.
Guðrún er með B.A. próf í al-
mennum málvísindum og M.A. próf
í íslenskri málfræði frá Háskóla Is-
lands auk prófs í uppeldis- og
kennslufræði til kennsluréttinda og
hefur nýtt menntun sína til að búa
til Lestrarbankann en með honum
má þjálfa lestur, hraða og skilning.
Lestrarfæmi ræður bókstaflega
úrslitum um það hverjir komast
áfram í lífinu og hverjir verða und-
ir í baráttunni, að mati Guðrúnar,
þótt sannað þyki að lestrarfærni sé
ótengd greind.
Það er oft mikil raun fyrir for-
eldra barna með lestrarörðugleika,
t.d. dyslexíu, að berja þau til bókar
vegna þess að lesefnið vekur ekki
áhuga með þeim og Guðrún segir
að víða í skólum tíðkist að láta
Morgunblaðið/Júlíus
GUÐRÚN vill að nemendur í
lestri geti valið sér efni eftir
áhugasviði og orðið fróðari en
hætti að lesa innihaldslausan
og úreltan texta.
bömin lesa sama textann upphátt
nokkmm sinnum. „Það er með öllu
óskiljanlegt þar sem nóg er til af
lesefni og ástæðulaust að lesa sama
textann oft.“
„Það er grátlegt að eyða mörg-
um áram í að lesa innihaldslítinn
texta, einmitt á þeim áram sem
börn era hvað móttækilegust fyrir
ýmsum fróðleik," segir hún og set-
ur námsefni sínu önnur markmið
eða: Að nemendur þjálfist í lestri,
fái aukinn áhuga á lestri, öðlist já-
kvætt viðhorf til lestrar og rækti
áhugasvið sín samhliða lestrar-
þjálfun. í augum Guðrúnar er lest-
ur m.a. tæki til að ná sér í þekk-
ingu, fróðleik og skemmtiefni, og
hún vill að nám í lestri feli í sér að
nemendur kynnist ýmsum fræði-
greinum, þjálfi skammtímaminni
sitt og tileinki sér tölvutækni.
I'lestrarbanka Guðránar á Net-
inu verður kennarinn í aukahlut-
verki og nemandinn bjargar sér að
mestu sjálfur. Nemandinn opnar
bankann og velur sér efni eftir
áhugasviði. Sonur Guðránar valdi
til dæmis fimmtán: Óleysanlegar
ráðgátur, heimsstyrjaldirnar tvær,
framtíðin og fortíðin, geimurinn,
risaeðlur, líkaminn, tækni, sólin, líf
eftir dauðann, furður heimsins,
her, USA, sjónvarp, dýr og höfr-
ungar.
Hún er búin að finna efni í þrjá
flokka, tækni, furður heimsins og
geimurinn og gerði það með því að
endurskrifa texta um þessi efni.
Hún bendir á að til dæmis líffræði-
kennari gæti sett inn efni í flokkinn
líkaminn, sögukennarinn í flokkinn
framtíðin og fortíðin og eðlisfræði-
kennarinn í flokkinn tækni og út-
búið spumingar og verkefni. Þeir
gætu endurskrifað efni úr kennslu-
bókum handa nemendum með
lestrarörðugleika og gert þeim
námsefnið aðgengilegra. Texinn
yrði þar með stærra letri og línu-
bili.
Guðrán hefur ekki fullgert lestr-
arbankann og því ekki opnað hann
opinberlega, en í námsefninu er
gert ráð fyrir sjálfsmati og símati.
Reiknað er með að nemendur setji
sér mark í upphafi sem þeir stefni
að í ákveðinn tíma, t.d. að tvöfalda
leshraða sinn á 5 vikum.
„Þótt þessar hugmyndir geri ráð
fyrir að námsefnið sé fyrir börn
með lestrarörðugleika má vel
hugsa sér að það henti líka þeim
sem era hraðlæsir, sérstaklega ef
tekst að gera efnið áhugavert og
spennandi," segir Guðrán að lokum
og að bankinn sé enn í þróun og
hún hafi sótt um styrki til að vinna
það áfram.
Nýjar bækur
NÁMSGAGNASTOFNUN gefur út
ýmiskonar kennsluforrit á ári
hverju.
I stærðfræði
Almenn Brot - kennsluforrit:
Með forritinu geta nemendur rann-
sakað ýmis stærðfræðileg fyrirbæri
til að efla skilning sinn á einfóldum
hugtökum. Fomtð er ætlað 10 ára
og eldri. Hildigunnur Halldórsdóttir
þýddi foirit en Hanna Kristín Stef-
ánsdóttir handbók.
Annað
Villi mús - kennsluforrit fyrir
Windows: forritið býður upp á fjöl-
breytt viðfangsefni. Nemendm- geta
m.a. teiknað kort af nánasta um-
hverfi sínu, skráð dagbók, aflað sér
upplýsinga um dýr o.fl. Hildigunnur
Halldórsdóttir og Hrafn Hallgríms-
son þýddu forrit og handbók.
Tölvulottó - Kennsluforrit: For-
ritið er ætlað nemendum á yngsta
stigi og miðstigi. Þáttakendur fletta
spilum og finna samstæðu við orð
eða mynd á spjaldi sem þeir hafa áð-
ur valið sér. Hildigunnur Halldórs-
dóttir og Sveinn Kjartansson þýddu
forritið og Svanhildur Kaaber þýddi
handbók.
• ÆFINGAR í Windows 95 er
kennsluhefti og er 1. útgáfa í
KnowWare, röð kennsluhefta fyrir
almenning, þar sem markmiðið er að
hjálpa notendum með því að miðla
upplýsingum um tölvur og notkun-
armöguleika þeirra.
KnowWare heftin komu fyrst út í
apríl 1993 og eru nú gefin út á
dönsku, norsku, finnsku, ensku,
þýsku, portúgölsku og nú á íslensku.
Utgefandi er Þárarinn H. Andrés-
son. Heftin eru 64 bls. og kostar
hvert þeirra kr. 495. Þau eru fáanleg
í söluturnum og öllum helstu tölvu-
og bókaverslunum.
„Kostirnir við samkennsluna era
þeir að í henni felst mikil einstak-
lingskennsla. Hvert bam fær meiri
tíma og athygli en í árganga-
kennslunni. Samkennslan styrkir
einnig félagsheildina, börnin læra
að vinna saman óháð aldri og að
taka tillit hvert til annars. Þá
finnst mér ég ná miklu betra og
persónulegra sambandi við nem-
andann í þessum skóla en í stærri
skólum sem ég hef unnið við.“
Rósu finnst það mikil uppgjöf að
leggja niður skólana og lítur á
rekstur þeirra sem byggðamál. Ef
skólinn hverfi sé hætta á að fólkið
fari með. „Það má færa ákveðin
rök fyrir því að hagkvæmast sé að
allir landsmenn búi í Reykjavík. Af
hverju er þá ekki öllum sagt að
flytja þangað? Þessir litlu staðir úti
á landi hafa hlutverki að gegna og
ef Vestfirðingar lýsa því yfir að
þeir treysti sér ekki til að halda
uppi nauðsynlegri þjónustu við íbú-
ana er ekki von að aðrir geri það.
Er þá ekki betra að lýsa því strax
yfir að leggja eigi Vestfirði í eyði,
frekar en að láta byggðina eyðast
smám saman?“
Böm frá ísafirði, munu þau
fara í skólann í Holti?
Rósa segir það yfirlýsta stefnu
fræðslunefndar Isafjarðarbæjar að
byggja upp hvem skóla á sínum
stað. Framundan sé spennandi
þróunarstarf þar sem hið nýja
sveitarfélag sé að mótast og ýmsar
hugmyndir uppi um skipan skóla-
mála. Rósa veltir upp þeirri hug-
mynd hvort ekki sé möguleiki á að
leysa hin erfiðu vandamál með
skólahúsnæði á ísafirði með því að
byggja upp litlu skólana og aka
nemendum úr Holtahverfi í gegn-
um göngin og til Holts. Með göng-
unum sé það einfalt og öryggt.
Börnin þurfi hvort sem er að fara í
skólabíl niður á Eyri á Isafirði og
væra aðeins tíu mínútum lengur að
fara yfir í Holt. Það væri augljós-
lega mun hagkvæmara að nýta
húsnæðið sem þar er fyrir og
byggja kannski eitthvað við það
heldur en að fara út í þær gríðar-
legu fjárfestingar sem annars
þyrfti að ráðast í á ísafirði.
Rósa vonast til að tilraunin með
Grannskóla Önundarfjarðar leiði
til þess að það hefjist málefnaleg
umræða um skólamál, hjá stjórn-
völdum, foreldram og starfsfólki
skólanna. „Við þurfum að svara því
hvernig skóla við viljum hafa. Hag-
kvæmnin á ekki að ráða öllu. Við
þurfum að svara því hvernig um-
hverfi við viljum búa börnunum
okkar. Menn verða að taka af-
stöðu.“
Fara kennarar út á laud
í starfsþjálfun?
„Ég hefði einnig viljað að tilraun-
in vekti þann áhuga að ungt kenn-
aramenntað fólk úr Reykjavík fengi
áhuga á því að flytjast hingað til að
kenna við þennan skóla. Við eram
að mennta fólk sem ekki þekkir til
lífsins á landsbyggðinni og vill ekki
búa þar. Ég hef til dæmis aldrei
verið beðin um að taka við kennara-
nema í æfingakennslu. Það ætti að
vera hluti af náminu í Kennarahá-
skólanum að kenna úti á landi.
Þetta skapar vandamál sem ég er
hrædd við. Kennaraskorturinn er
auðvitað hluti af stærra vandamáli,
fólksflóttanum af landsbyggðinni.
Ég hefði viljað að stjórnvöld tækju
á þeim vandamálum af meiri mynd-
arbrag,“ segir Rósa Þorsteinsdótt-
ir.
Eyrnalokkagöt
Nú einnig
Nýjung - gull í gegn
100 gerðir af eyrnalokkum
kS
3 stíerðir
árgreiðslustofan
apparstíg (símissnoin)
BUSETI
Búseturéttur til sölu
umsóknarfrestur til 10. mars
2ja herb. 3ja herb.
Garðhús 8, Reykjavík Garðhús 8, Reykjavík
62m2 íbúð Almennt lán 80m2 ibúðir Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.037.296 Búseturéttur kr. 1.482.347
Búsetugjald kr. 37.019 Búsetugjald kr. 30.932
Berjarimi 7, Reykjavík Berjarimi 5, Reykjavík
67m2 íbúð Félagslegt lán 72m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.021.593 Búseturéttur kr. 1.232.654
Búsetugjald kr. 36.442 Búsetugjald kr. 36.457
3ja herb. Bæjarholt 9 , Hafnarfirði
93m2 íbúð Félagslegt lán
Frostafold 20, Reykjavík Búseturéttur kr. 1.084.158
78m2 íbúð Félagslegt lán Búsetugjald kr. 37.571
Búseturéttur kr. 1.022.922
Búsetugjald kr.38.096 Skólatún 4, , Alftanesi
93m2 ibúðir Félagslegt lán
Arnarsmári 4, Kópavogi Búseturéttur kr. 1.240.326
80m2 íbúð Almennt lán Búsetugjald kr. 32.994
Búseturéttur kr. 863.177 4ra herb.
Búsetugjald kr. 49.639
Garðhús 8, Reykjavík Frostafold 20, Reykjavík
80m2 íbúð Félagslegt lán 88m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.334.462 Búseturéttur kr. 1.544.863
Búsetugjald kr. 31.450 Búsetugjald kr. 41.311
Garðhús 4, Reykjavík Dvergholt 1, Hafnarfirði
92m: íbúð Félagslegt lán 104m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. Í.528.121 Búseturéttur kr. 1.206.199
Búsetugjald kr. 36.140 Búsetugjald kr. 41.825
4ra herb.
Garðhús 6, Reykjavík
115m2íbúðir Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.924.782
Búsetugjald kr. 43.046
Frostafold 20, Reykjavík
88m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.109.779
Búsetugjald kr. 42.252
Garðhús 4, Reykjavík
115m2íbúðir Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 2.142.614
Búsetugjald kr. 42.372
Suðurhvammur 13, Hafnarfirði
102m2 íbúðir Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.647.605
Búsetugjald kr. 45.499
Búseti á netinu,
myndir af öllum húsum,
allar upplýsingar:
yfir 400 íbúðir!
www.centrum.is/buseti
Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf. ásamt teikningum og nánari upplýsingum.
Skrifstofan er opin alla virka daga, nema miðvikudaga, frá kl. 9 til 15.
íbúðirnar eru til sýnis eftir samkomulagi til 10. mars. Með umsóknum þarf að skila skattframtölum síðustu
þriggja ára, staðfestum af skattstjóra, ásamt fjölskylduvottorði (frá Hagstofunni)
Úthlutun fbúðanna fer fram miðvikudaginn 11. mars kl. 12 að Hávallagötu 24, umsækjendur verða að mæta!
Það getur komið sér vel!
Gerist félagsmenn í Búseta og aukið möguleikana í húsnæðismálum
Búseti hsf., Hávallagötu 24, 101 Reykjavík,
sími 552 5788, myndsendir 552 5749 oi'ioeti
DubcTI